Tíminn - 12.06.1993, Side 9

Tíminn - 12.06.1993, Side 9
Laugardagur 12. júní 1993 Tíminn 9 Hillaryá leið upp á Everest 1953: „eins og göngugata íLundúnum". Iðnvæðingu kæra stjómvöld sig ekki um. Þau eru sögð auðsýna almenningi talsverða umhyggju, t.d. kvað heil- brigðisþjónusta vera með betra móti þar, eftir því sem gerist í grannlönd- um, og fólk fær hana ókeypis. Reykingar bannaðar Alþjóðlegar hjálpar- og þróunar- stoftianir, daprar í bragði út af því að flest, sem þær hafa verið að reyna að gera gegnum árin, virðist koma að litlu haldi eða snúast til hins verra, hafa tekið ástfóstri við smáríki þetta á mörkum tveggja fjölmennustu ríkja heims. Sama er að segja um mörg ríki sem stunda þróunarhjálp. Enda fær Bhútan nú tvo þriðju hluta útgjalda á fjárlögum sínum borgaða af Sameinuðu þjóðunum, Alþjóðlega gjaldeyrissjóðnum, Ind- landi, Japan, Sviss o.fl. Stjómvöld Bhútans em sögð mjög meðvituð í umhverfismálum. „Við byggjum hamingju okkar ekki á ryk- sugum og þvottavélum, eins og gert er á Vesturlöndum," segir Dawa Tsering, sem hefur verið utanríkis- ráðherra Bhútans í rúma tvo áratugi og er einn helstu ráðamanna þar. „Við vomm farnir að vemda náttúr- una löngu áður en efnishyggju- heimurinn lét sér detta það í hug, af því að við trúum því að andar búi í dýmm og jurtum." Minna er Bhútönum hrósað fyrir lýðræði. Stjórnarfarið þar, skilgrein- ir Der Spiegel, er „búddískt um- hverfisvemdareinræði". Sem dæmi um það er nefnt að hver sá lands- manna, sem geri sig sekan um að klæðast öðm en þjóðbúningnum, er Spiegel segir minna á náttslopp, verði að borga 150 ngultmm (gjald- miðill landsins) í sekL Það samsvar- ar vikulaunum fyrir flesta. Brjóti menn reglu þessa þrívegis, eiga þeir fangelsisvist yfir höfði sér. Reyking- í Lhasa: spjótsoddi beint að Peking. ar em bannaðar með öllu, sem og sjónvarp, en hinsvegar ekki mynd- bönd, ekki heldur þótt á þeim sé klám og ofbeldi. Ríkið á allan skóg og má þar ekkert tré fella nema með leyfi þess. Til þess að eignast akurlendi og að flytja úr sveit í þéttbýli þarf og leyfi stjóm- arinnar. Óskaland umhverfis- vemdarsinna Bhútan hefur konungsstjóm, sem að formi til a.m.k. er þingbundin. Núverandi konungur, Dshigme Singhi Wangtshuk, á fjórar drottn- ingar sem allar em systur. Fjöl- skylda þeirra er sú áhrifa- og eigna- mesta í ríkinu, næst konungsfjöl- skyldunni sjálfri. Að sið fyrri kon- unga víða um heim einkennist samband Dshigmes konungs við þegnana jöfhum höndum af hátíð- Iegri fjarlægð milli hans og þeirra og nánum tengslum. Konungur heimsækir þannig með vissu milli- bili allar byggðir landsins, eins og fornkonungar Svía er þeir riðu Ei- ríksgötu, og tekur við bónarbréfum frá þegnunum. „Ef við opnum landið hið minnsta," segir Dawa Tsering utanríkisráð- herra, „ryðst efnishyggjan inn um dymar.“ í atvinnumálum er lögð áhersla á að nýta skóginn, án þess að á hann gangi, og umhverfisvæna kvikfjárrækt. í handbókum stendur að vísu gjaman að Bhútan sé eitt vanþróaðasta ríki heims, en víst er um að í grannlöndunum hefur land þetta það orð á sér að þar sé betra að eiga heima en annarsstaðar. Þar af leiðandi sækir þangað fátækt fólk úr grannlöndum, sérstaklega Nepal. En því er umsvifalaust vikið úr landi. Stjómvöld segja að aðkomu- fólk verð; aldrei hollt Iandi og þjóð og sé betra að búa við vinnuaflsskort en að taka við því. Á þessum síðustu og verstu tímum í umhverfismálum nýtur Bhútan sérlega mikils álits meðal umhverf- isvemdarsinna. Peter Stahli, for- stöðumaður svissnesku þróunar- hjálparstofnunarinnar Helvetas í Bhútan, fyrir skömmu þangað kom- inn eftir margra ára misjafna reynslu af þróunarstarfi í Afríku, segir starfsaðstæður þróunarstarfs- manna varla geta verið betri en þær em í ríki þessu í Himalaja. Það sé að þakka því hve seint Bhútan hafi komist í samband við umheiminn. Þar með hafi það möguleika á „þró- un sem hægt sé að hafa hemil á“. Þetta er í samræmi við viðhorf sem nú em ríkjandi meðal umhverfis- vemdarsinna. Dshigme konungur, sem er rúmlega hálffertugur, er sagður vel heima um umhverfis- vemd. „Fyrir þróunarlönd,“ bætir við ný- nefndur Svisslendingur, nú mið- aldra „68-ari“, „er ekkert stjómarfar betra en gott einræði." í þættinum í dag verður tekið mið af ósk sem barst um að birta fleiri lög við hina bráðskemmtilegu texta Jónasar Ámasonar. Því verður fyrra lagið af þessum toga, en það er „Lífið er lotterf' sem er eftir Jónas, en lagið er írskt þjóðlag. Seinna lagið er eftir ókunnan höfund og heitir „Máninn fullur". Enn á ný er ástæða til að ítreka rétta utanáskrift fyrir þá sem vilja koma óskum eða athugasemdum á framfæri, en hún er: Með sínu nefi, Tíminn, Lynghálsi 9,110 Reykjavík. Góða söngskemmtun! LÍFIÐ ER LOTTERÍ C Am Um frægðarmenn og kappa við fáum oft að heyra, F C Am en fáa veit ég líka honum Siglufjarðar-Geira. C Am Að erfiðleikum sínum hann alltaf gaman henti, F C Am og ef að hann í sérstöku klammarfi lenti, G sagði’ hann: Lífið er lotterí, C já, það er lotterí, F já, það er lotterí, C G C og ég tek þátt í þvíl í æsku hans á böllum vom áflog fastur liður, og allra manna fyrstur var hann jafnan sleginn niður. En þegar hann svo stóð upp aftur eftir meðferð slíka með augu bólgin, sprungna vör og nefið brotið líka, sagði’ hann: Lífið er.... F Hann ungur gerðist formaður á mótorbátnum Brandi, og bein úr sjó hann aldrei dró, en lenti oft í strandi. En Geira stóð á sama, hann öxlum sínum yppti, og er hann bátnum strandaði í tuttugasta skipti, sagði’ hann: Lífið er.... Hann eitt sinn fékk sér konu, af öðrum konum bar hún, en ekki nema í meðallagi dyggðug kona var hún. Hún elskaði hann talsvert, en aðra menn talsvert meira, og er hún að lokum skildi við manninn sinn, hann Geira, sagði’ hann: Lífið er.... En dag einn sýndist karlinn eitthvað Iumbrulegur vera, og læknamir þeir tóku hann og fóru strax að skera. Og er þeir höfðu burt úr honum skorið fleira og fleira, svo fækkað hafði stórlega innyflum í Geira, sagði’ hann: Lífið er .... Og kvöld eitt fékk hann aðkenningu af alvarlegu slagi, og innan stundar fékk hann slag af miklu verra tagi. Og þegar nóttin Iagðist yfir haf og yfir hauður og heiðurskarlinn Geiri virtist loksins vera dauður, sagði’ hann: Lífið er.... Am X 0 2 3 1 0 MÁNINN FULLUR Am Máninn fullur fer um geiminn E Am fagrar langar nætur. Am Er hann kannski að hæða heiminn E Am hrjáðan sér við fætur? C G7 Fullur oft hann er, það er ekki fallegt ónei, það er ljótt Am E Am að flækjast hér og flakka þar á fyllerí um nætur. G7 E < ► i < ► 0 2 3 1 0 0

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.