Tíminn - 12.06.1993, Side 20

Tíminn - 12.06.1993, Side 20
20 Tíminn Laugardagur 12. júní 1993 Oskar Helgason Höfn Fæddur 14. september 1917 Dáimi2.júiií 1993 Það liðna, það sem var og vartn, er vorum tíma yfir; því aldur deyðir engan marm, sem á það verk, er lifír. — Já, blessum öll hin hljóðu heit, sem heill vors lands voru’ urtnin, hvem krafí, sem studdi stað og sveit og stema lagði' í grurmhm. (E.Ben.) Það var ekki margt fólk sem bjó á Höfn í Homafirði þegar Óskar Helga- son flutti þangað ásamt konu sinni Guðbjörgu Gísladóttur 1945. Þar vom ekki risin nema um það bil 50 íbúðar- hús og byggðarlagið var að mótast. Þetta var hins vegar mikið tækifæri fyrir ungt fólk að flytja í nýbyggt Landssímahúsið að Hafnarbraut 19 og gerast þátttakendur í uppbyggingu kauptúns, sem var á sínu æskuskeiði. Óskar Helgason hefur áreiðanlega ekki gert sér f hugarlund frekar en aðrir hvað hann ætti eftir að upplifa og taka þátt f. Hans kynslóð kynntist krepp- unni, sem hafði djúpstæð áhrif, en eft- ir að ófriðarbálið hafði geisað í Evrópu ríkti mikil bjartsýni og von meðal þessa fólks og Óskar lét ekki á sér standa sem þátttakandi f mannlífinu og þeirri þróun sem hefur átt sér stað í nær hálfa öld. Óskar hafði brennandi áhuga á félags- málum og þjóðmálum. Hann trúði þvf að ekkert gæti náðst fram nema með samtakamætti fólksins, góðum vilja, sanngimi og réttsýni. Óskar var einn þessara manna sem alltaf vom vinn- andi, Iagði gott til mála og hlustaði vel á aðra. Hann var einstaklega sanngjam f málflutningi og ég man ekki eftir því að hafa heyrt hann hallmæla öðmm. Eins og aðrir, sem taka þátt í félags- málum, varð hann fyrir gagnrýni, sem hann tók af sinni einstöku Ijúf- mennsku og reyndi öðmm fremur að bæta úr því sem betur mátti fara. Fyrstu kynni mín af Óskari Helgasyni vom f skólastofunni f gamla bama- skólanum á Höfn. Hann var kennari að menntun og hjálpaði því oft til sem stundakennari f skólanum. Hann var mikill og einlægur bindindismaður og var í forsvari fyrir bamastúkunni Ró- sinni frá árinu 1948. Á þeim ámm var það sjálfsagður þáttur í skólastarfinu að sækja reglulega fundi f bamastúk- unni og þar nutum við krakkamir hlýju hans, umhyggju og nærgætni. Allt fór prúðmannlega fram undir um- sjón Óskars og hann naut mikillar virðingar meðal bamanna. Óskar hafði undirbúið sig vel fyrir starf sitt sem stöðvarstjóri Landssím- ans á Höfn með því að vinna og nema á verkstæði Landssfma íslands í Reykja- vík. Áður hafði hann verið við nám f Reykjaskóla og lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla fslands 1941. Persónu- legir hæfileikar hans og staðgóð menntun varð til þess að hann var mjög eftirsóttur til félagsmálastarfa á Höfn. Hann átti sæti f stjóm Kaupfé- lags Austur-Skaftfellinga í 30 ár og var stjómarformaður Kaupfélagsins í 14 ár. Á meðan hann var stjómarformað- ur voru miklir uppgangstímar og hann var einstaklega laginn að tryggja sam- stöðu um reksturinn og þær miklu framkvæmdir sem ráðist var í á ýms- um sviðum. Óskar var jafnframt lengi í hreppsnefnd fyrir Framsóknarflokkinn og var oddviti hreppsnefndar Hafhar- hrepps um 15 ára skeið. Framsóknar- menn á Austurlandi standa í mikilli þökk við hann fyrir fómfúst starf og kveðja hann með söknuði og virðingu. Hann var jafnframt fulltrúi Austfirð- inga í stjóm Sambands íslenskra sam- vinnufélaga um nokkurra ára skeið. Óskar Helgason skilaði sínu dagsverki með miklum sóma. Hann kom til Hafnar tæplega þrítugur að aldri og vann að málefnum stofnunar sinnar og byggðarlags af skyldurækni alla tíð. Hann starfaði með bömum og ung- lingum og var í fomstu fyrir sveitarfé- lagið og Kaupfélagið um langt skeið. Hann var samstarfsmaður fólksins í Austur-Skaftafellssýslu í félagsmálum og í aðalstaríi sínu sem stöðvarstjóri Pósts og síma og í persónulegu sam- bandi við íbúana f meira mæli en geng- ur og gerist Viðmót hans var traust hlýtt og alvörugefið í vandasömum úr- lausnarefhum. Hæfileikar hans til að laða fram samstarf og miðla málum var meira virði en margir gerðu sér grein fyrir. Hógværð hefur verið aðals- merki Austur-Skaftfellinga og Óskar féll vel inn f andrúmsloftið f sýslunni. Hann hafði góð áhrif á umhverfið og án vafa mun sá andi, sem Óskar og margir hafa skapað, áfram lifa sem einn mikilvægasti steinninn f grunni framfara og farsældar í sýslunni. Hann þjáðist af parkinsonsveiki síð- ustu ár ævi sinnar. Því hafði heilsunni hrakað á undanfömum árum. Hann tók hins vegar alltaf þátt í félagsmál- um, mætti á stjómmálafundi og sfðasti fundurinn, sem við hittumst á, var að- alfundur KASK fyrir nokkrum vikum síðan. Hann var þvf þátttakandi í lífi og starfi fólksins til hinsta dags og ég veit að hann átti sér enga ósk heitari en að byggðarlagið kæmist í gegnum þá erf- iðleika sem nú steðja að. Hann var jafnframt sannfærður um að það mundi gerast ef fólkið stæði saman og nyti skilnings samfélagsins. Óskar var hamingjumaður f persónu- legu lffi. Eftirlifandi eiginkona hans er Guðbjörg Gísladóttir frá Breiðdalsvík. Þau eignuðust fimm böm: Ingibjörgu, Gísla, Helga, Þröst og Svölu. Gfsli lést árið 1960 af völdum ólæknandi sjúk- dóms. Hann var mikill harmdauði for- eldrum sfnum og það er mörgum minnisstæð sú mikla umhyggja sem hann naut síðustu mánuðina sem hann lifði. Fjölskyldutengslin hafa allt- af verið sterk og Guðbjörg hefur staðið fast við hlið manns sfns í blíðu og stríðu. Allir samferðamenn Óskars kveðja hann með virðingu og þökk. Fyrir nokkrum ámm var hann gerður að heiðursborgara Hafnar, sem sýndi vel þann hug sem allir bæjarbúar báru til hans. Óskar Helgason var mikið góð- menni f lifanda lffi og sá andi mun fylgja honum yfir móðuna miklu. Við Sigurjóna biðjum góðan Guð að styrkja Guðbjörgu, bömin, tengda- bömin og bamabömin. Foreldrar mfn- ir, Ásgrímur og Guðrún, votta þeim djúpa samúð með þakklæti fyrir allt samstarfið og samveruna. Óskar var góður vinur þeirra frá fyrstu tíð og þau fátæklegu orð, sem hér em fest á blað, em jafnframt þeirra. Halldór Ásgrímsson Elsku afi minn er dáinn! Ég trúði því varla að hann afi væri dá- inn þegar mamma tilkynnti mér, þegar ég kom heim úr vinnunni þann 2. júní, að afi minn hefði látist á Borgarspítal- anum fyrr um daginn. Afi, af hverju hann? Af hverju strax? Það er svo margt sem kemur upp í hugann á stund sem þessari og margt sem mér finnst ég eiga eftir að segja við afa og gera með honum og ömmu sem vom óaðskiljanleg. Sárast þykir mér að hafa aldrei náð að þakka afa fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig og gefið mér í lffinu, þessi yndislegi maður sem öll- um líkaði svo vel við og elskuðu. Ég á erfitt með að trúa því að þegar ég fer næst til Hafnar þá sé ég ekki að fara í heimsókn til afa og ömmu á Hóla- brautinni, heldur bara til ömmu. Ég minnist svo margs: allra golfferð- anna með afa þegar ég var yngri og dró golfkermna fyrir hann, en afi hafði mjög gaman af því að spila golf og var einn af stofnendum golfklúbbsins á Höfn. Ég má heldur ekki gleyma ótelj- andi ferðum upp í Lón þar sem afi og amma eiga sumarbústað. Þar hef ég mikið verið og fómm við oft út á aur- ana að leita að steinum, eins og margir steinaáhugamenn. Ég gæti talið enda- laust upp skemmtilegar minningar, sem em óteljandi og komast alls ekki allar á pappír. Ég vil þakka þér, elsku afi minn, fyrir allan þann tíma sem ég fékk að njóta með þér. Ég vildi alls ekki trúa því að þú gætir dáið þegar þú varst lagður inn á Borgarspítalann á þriðjudaginn sl., en það fór sem fór. Þinn tími var greinilega kominn. Ég veit að þér líður vel núna og ert staddur hjá syni þínum og öðmm ástmennum, sem hugsa vel um þig. Mér þykir leitt að hafa ekki getað kvatt þig og líka þakkað þér fyrir lánið á bókunum, sem þú varst svo góður að lána mér fyrir íslenskuna í vetur. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa mér ef ég þurfti einhvers með og ekk- ert mun verða eins þegar fjölskyldan verður næst saman komin, því djúpt skarð hefur orðið hjá okkur. Elsku amma mín, Guð styrki þig á þessari sorgarstundu. Þetta er erfiður tfmi og ég veit að mikill hluti af þér er horfinn með honum afa, sem þú elsk- aðir mjög heitt Þar sem afi var þar varst þú. Ég minnist hverrar stundar með afa og geyrni í hjarta mínu, sem enginn getur tekið frá mér. Guðbjörg Auðunsdóttir Ég vil í fáeinum orðum minnast látins vinar og félaga, Óskars Helgasonar, Hólabraut 12 á Höfn f Homafirði. Hann hafði um margra ára skeið háð hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm, en fráfall hans bar þó skjótar að en nokkum uggði. Veröld okkar er fátæk- ari á eftir. Þegar ég fluttist til Hafnar fyrir um tuttugu ámm og hóf störf hjá Kaupfé- lagi Austur-Skaftfellinga, var Óskar einn af fyrstu mönnum til að bjóða mig velkominn til starfa og æ síðan hélst okkar kunningsskapur og bar hvergi skugga á. Fyrst áttum við sam- leið innan kaupfélagsins, þar sem Ósk- ar gegndi um fjölda ára stjómarstörf- um, lengst af sem formaður stjómar. Síðar á vettvangi Framsóknarfélags Austur- Skaftfellinga, en Óskar var einn af burðarásum þess félags um margra ára skeið, starfaði fyrir flokk- inn í sveitarstjóm, sem oddviti og tók virkan þátt í starfi félagsins allt til síð- ustu stundar. Óskar var einn þeirra manna sem óhjákvæmilega veljast til forystu, gefi þeir kost á sér til slíkra starfa. Hann vann ekki með fyrirgangi og hávaða, en af nákvæmni og með jákvæðu hug- arfari. Hann hafði glöggt auga fyrir far- sælustu lausninni á hverjum vanda, lagði málefnin skýrt fyrir og skýrði mál sitt á hógværan hátt en með óhaggan- legum rökum. Það er einkenni fæddra forystu- manna, að þeir sjá betur fyrir afleið- ingar og hliðarverkanir ákvarðana en aðrir. Eldmóður augnabliksins getur villt okkur hinum sýn á hinn raun- vemlega kjama viðfangsefnisins. Á slíkum stundum er ómetanlegt að eiga innan sinna raða menn sem skilið geta kjamann frá hisminu. Menn eins og Óskar Helgason. Það má enginn skilja orð mfn svo að Óskar hafi skort eldmóð þegar um hugsjónir félaga og málefna, sem hon- um vom hjartfólgin, var að ræða. En eðlislægir forystuhæfileikar og ára- tugalöng reynsla, auk velvildar í garð allra samferðamanna sinna, gáfu hon- um þá yfirsýn sem þurfti og þegar Ósk- ar talaði þá hlustuðu menn. Ekki var það vegna þess að hávaði fylgdi máli hans, heldur vegna innihalds þess. Félagar í Framsóknarfélagi Austur- Skaftfellinga sakna nú vinar í stað. Auk þeirra trúnaðarstarfa Óskars, sem nefnd hafa verið, Iagði hann hönd á plóg miklu víðar. Má þar nefna kirkjulegt starf á Höfn og í héraðinu öllu, störf á vettvangi ungmennahreyf- ingarinnar og bindindisfélaga. Hann vann við kennslustörf, sat um tíma í stjóm Sambands íslenskra samvinnu- félaga og tók á vettvangi sveitarstjóm- ar virkan þátt í samstarfi sveitarfélaga á Austurlandi og á landsvísu. Hann var virkur félagi f Lionsklúbbi Homafjarð- ar og Golfklúbbi Homafjarðar og þá fátt eitt talið. Þrátt fyrir að líkamlegir kraftar Ósk- ars væm famir að gefa sig síðustu árin, var hinn andlegi eldmóður óskertur allt til hinstu stundar. Ég minnist þess er við áttum samstarf á liðnum vetri um útgáfu ljóðasafns Aðalsteins heit- ins Aðalsteinssonar, svila Óskars. Þar var Óskar driffjöðrin og lagði allt það lið sem hann gat. Ég minnist fundar sem við, sem að útgáfimni unnum, átt- um á heimili hans og konu hans, Guð- bjargar Gísladóttur, ljúfrar stundar sem gott er að eiga í endurminning- unni. Við, sem áttum Óskar að vini og fé- laga í hinni daglegu baráttu, höfum misst mikið við fráfall hans. Mestur er þó missir eiginkonu og fjölskyldu. Óskar var kvæntur hinni mætustu konu, Guðbjörgu Gísladóttur frá Sel- nesi í Breiðdalsvík, og lifir hún mann sinn. Þau eiga fjögur böm á lífi, ágæt- isfólk eins og þau eiga kyn til. Óskar bar hag bama sinna og fjölskyldna þeirra mjög fyrir brjósti og samheldni þeirra var mikil og góð. Óskar og Guð- björg urðu fyrir því mikla áfalli að missa elsta son sinn, Gísla, ungan. Slík sár gróa aldrei, en þau hjón styrktu hvort annað á þessum erfiða tíma eins og jafnan endranær. Heimili Óskars og Guðbjargar var lengst af að Hafnar- braut 21 á Höfn, á pósthúsinu, en Ósk- ar gegndi starfi símstöðvarstjóra á Höfn í áratugi, allt til þess að hann lét af starfi vegna aldurs. Eftir það áttu þau heimili að Hólabraut 12 á Höfn. Óskar Helgason valdist í framvarðar- sveit Homfirðinga á mesta uppbygg- ingar- og framkvæmdatíma í sögu byggðarlagsins. Ásamt fleiri stórhuga mönnum lagði hann gmndvöllinn að Homafirði nútímans. Fyrir nokkrum ámm sýndi bæjarstjómin á Höfh hug sinn til þessara starfa Óskars með því að velja hann heiðursborgara sveitarfé- lagsins. Þá viðurkenningu átti Óskar fyllilega skilið, enda hafa fáir lagt slíkt af mörkum sem hann til framfaramála hér. Ég vil að leiðarlokum færa Óskari Helgasyni þakkir félagsmanna í Fram- sóknarfélagi Austur- Skaftfellinga fyrir ómetanleg störf hans fyrir félagið og fyrir Homfirðinga alla. Heiðríkja er yf- ir minningu þessa mæta manns. Við vottum eiginkonu hans, bömum og fjölskyldum þeirra samúð okkar og biðjum þeim Guðs blessunar. Guðbjartur Össurarson í dag er til moldar borinn Óskar Helgason, fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og síma á Höfn. Með honum er horfinn af sjónarsvið- inu einstaklingur sem um áratuga skeið setti svip á mannlff og menningu í Austur- Skaftafellssýslu, var í farar- broddi þar sem unnið var að framfara- málum og valdist til forystu og trúnað- arstarfa í fjölmörgum samtökum. Hann var kjörinn heiðursborgari Hafnarhrepps á sjötugsafmæli sínu 14. sept. 1987. Óskar var fæddur að Háreksstöðum í Norðurárdal, sonur Helga Þórðarsonar bónda og smiðs þar og seinni konu hans Ingibjargar Skarphéðinsdóttur. Prófi frá Héraðsskólanum á Reykjum lauk hann árið 1936 og kennaraprófi 1941. Óskar kynnti sér síma- og radíó- tækni á verkstæði Landssíma íslands í Reykjavík og var ráðinn stöðvarstjóri Iandssímastöðvarinnar á Höfn í Homafirði 1945. Upp frá því var hans langa og farsæla starfsævi helguð skaftfellskum mönnum og málefnum. Skaftfellingar lærðu fljótt að meta þennan unga og efnilega mann og sýndu honum verðskuldað traust með því að kveðja hann jafnan til þar sem mikils þurfti með. Hér eru ekki tök á að telja upp öll þau störf sem Óskar var kvaddur til að sinna, en nokkurra skal þó getið. Hann var varaformaður Kaupfélags A.-Skaftfellinga 1949-65 og formaður 1965-79, oddviti Hafnarhrepps 1966- 82, stundakennari við bama- og ung- lingaskólann á Höfn um árabil og próf- dómari við sama skóla. Hann starfaði í bygginganefndum félagsheimilis, heilsugæslustöðvar og Heppuskóla og var formaður byggingamefhdar Hafn- arkirkju og safnaðarfulltrúi. Hann sat í stjómum atvinnufyrirtækja s.s. Borg- eyjar og Fiskimjölsverksmiðju Homa- fjarðar, var formaður Framsóknarfé- lags A.-Skaft. um árabil, virkur félagi í Golfklúbbi Homafjarðar, einn af stofn- endum Lionsklúbbs Homafjarðar og gegndi þar flestum trúnaðarstörfum. Þegar litið er yfir þann vettvang þar sem Óskar Helgason kom við sögu og lagði fram krafta sína, gegnir mestri furðu hve miklu hann kom í verk jafn- hliða því að sinna af kostgæfni mikils- verðu ábyrgðarstarfi. Það lætur að lík- um að tómstundir hafi gefist fáar; þó mun enginn hafa heyrt hann kvarta um annríki og ekkert var honum fjær skapi en víkja sér undan þeirri vinnu sem óhjákvæmilega fylgir mikilli þátt- töku í félagsmálum. Leiðir okkar Óskars Helgasonar lágu saman á vettvangi sveitarstjómarmála um árabil. Eins og fyrr segir varð hann oddviti Hafnarhrepps 1966 og var því yfirmaður minn flest þau ár sem ég gegndi störfum sveitarstjóra á Höfh. Ég get með sanni sagt að á samstarf okkar bar aldrei skugga og á ég fáum samstarfsmönnum mínum meira að þakka. Framgangsmáti Óskars ein- kenndist af hógværð og hlýju, þó ekki dyldist að hann hafði ákveðnar skoðan- ir sem hann var reiðubúinn að rök- styðja. Það var ómetanlegt að geta leit- að til hans við úrlausn margskonar vanda sem óhjákvæmilega verður til í ört vaxandi sveitarfélagi þar sem fram- kvæmdaviljinn og fjárhagsgetan hald- ast ekki ævinlega í hendur. Róleg yfir- vegun Óskars leiddi oftar en ekki til þeirra úrræða sem allir gátu sætt sig við. Þá var ekki sfður ánægjulegt að starfa með honum á öðrum vettvangi og vil ég sérstaklega nefna Lionsklúbb Homafjarðar þar sem har^n var virkur og áhugasamur félagi frá upphafi. Bindindismaður á vín og tóbak var hann, kunni þó manna best að gleðjast með glöðum og blanda geði við aðra. Hann var afar vel máli farinn og átti gott með að tjá hugsanir sínar skýrt og skipulega í ræðu og riti. Það var eigin- leiki sem nýttist honum vel á vettvangi fjölbreyttra starfa. Óskar Helgason kvæntist 14. jan. 1947 Guðbjörgu Gísladóttur Guðna- sonar póst- og símstjóra á Breiðdalsvík og konu hans Ingibjargar Guðmunds- dóttur. Þeim hjónum varð 5 bama auð- ið, en urðu fyrir þeirri sám reynslu að missa elsta son sinn, Gísla, á bamsaldri eftir þungbær veikindi. Hin em talin í aldursröð: Ingibjörg, Helgi, Þröstur og Svala, allt vel mennt- að atgervisfólk, sem hefur þegar stofh- að eigin heimili. Bamabömin em orðin sjö. Heimili þeirra Óskars og Guðbjargar hefur alla tíð verið eitt af þessum gest- risnu öndvegisheimilum þar sem öll- um hlýtur að líða vel. Þar er hlutur húsmóðurinnar stór, enda augljóst að tímafrek ólaunuð störf f þágu samfé- lagsins verða ekki unnin af öðmm en þeim sem búa við stuðning og skilning maka síns. Óskar Helgason gekk ekki heill til skógair hin síðustu ár, en studdur af sinni góðu konu bar hann veikindi sín af fágætri hugprýði og hélt andlegu at- gervi og reisn til hinstu stundar. Þegar leiðir skilja um sinn er mér þakklætið efst í hug og Óskari vini mínum vil ég tileinka orð norska skáldsins Bjömstjeme Bjömson: „Þar sem góðir menn fara em Guðs vegir." Við hjónin sendum Guðbjörgu, böm- um Óskars og öðrum ástvinum ein- lægar samúðarkveðjur. Sigurður Hjaltason

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.