Tíminn - 11.09.1993, Side 3

Tíminn - 11.09.1993, Side 3
Laugardagur 11: september 1993 Tíminn 3 Verðbólgan 4-5% milli ágúst og september Skólagjöld hafa hækk- að um 20% Nærri 20% hækkun skólagjalda í framhaldsskólum er sú hækkun sem einna mesta athygli vekur í útreikningi framfærsluvísitölunn- ar fyrir september. Þessi hækkun skólagjalda veldur um fjórðungi 0,4% hækkunar framfærsluvísitöl- unnar sem varð milli ágúst og september. Umreiknað til árs sam- svarar þetta 4- 5% verðbólgu í síð- asta mánuði, en síðustu þrjá mán- uði mælist verðbólga tæplega 9%. Frá september í fyrra hefur fram- færslukostnaður hækkað um 5,3%. Af öðrum hækkunum sem athygli vekja er 2% hækkun á verði gos- drykkja. Liðurinn „mjöl, grjón og bakaðar vörur" hækkuðu nú um 1%, til viðbótar 3,6% hækkun í síðasta mánuði, eða um 5,6% á að- eins tveim mánuðum. Ýmsar vör- ur og þjónusta til heimilishaldsins hækkuðu um 1,5%, sem sömu- leiðist kemur til viðbótar 2,3% hækkun f síðasta mánuði. Bækur blöð og tímarit hækkuðu um 1% annan mánuðinn í röð. Og vörur flokkaðar sem „ferðavörur, úr og skartgripir" hafa líka hækkað kringum 4% á tveim mánuðum. Á hinn bóginn lækkuðu margar helstu tegundir matvæla lítillega í verði milli mánaða, m.a. ávextir, grænmeti, mjólkurvörur, fiskur og feitmed. - HEI Forsætisráðherra skipar af- mælisnefnd lýðveldisins: Matti Matt formaöur Forsætísráðherra hefur skipað nefnd sem á að gera tillögur til rík- isstjómarinnar um og undirbúa hátíðahöld í tilefrii af 50 ára afrnæli lýðveldisins 1994. í nefndinni eiga sæti Matthías Á Mathiesen, fyrr- verandi ráðherra, sem verður for- maður nefndarinnar, Jón Helgason alþingismaður, Svavar Gestsson al- þingismaður, Elín G. Ólafsdóttir kennari, Þuríður Pálsdóttir yfir- kennari, Haraldur Bessason rekt- or, og Ingólfur Margeirsson rithöf- undur. -EÓ Nýir menn í Sam- keppnisráð Viðskiptaráðherra hefur skipað þrjá nýja fulltrúa í Samkeppnisráð í stað þeirra þriggja sem umboðs- maður Alþingis úrskurðaði óhæfa til að sitja í ráðinu. Nýir fulltrúar í Samkeppnisráði eru ðlafur ísleifs- son hagfræðingur, Snorri Jónsson, fyrrverandi forseti ASÍ, og Þórhall- ur Ásgeirsson, fyrrverandi ráðu- neytisstjóri. Fyrir eru í ráðinu Brynjólfur Sig- urðsson prófessor, formaður ráðs- ins, og Átli Freyr Guðmundsson, skrifstofustjóri. -EÓ Rétt og rangt um íslenskan landbúnað — nr.l af 8 Beingreiðslur eru ekki laun til bænda... Fullyrt er: Hið rétta er: Beingreiðslur fara beint í vasa bænda. Stór hluti bænda fær mánaðarlega yfir 400 þúsund króna ávísun frá ríkinu. Beingreiðslur eru enn eitt dæmi um bruðl í íslenskum landbúnaði sem þekkist hvergi annars staðar í heiminum. Beingreiðslur eru ekki eyðslufé bænda heldur renna þær til búrekstrar þeirra; til áburðar, véla, kjarn- fóðurs, vinnulauna, afskrifta, viðhalds o.s.frv. Til skamms tíma runnu sömu fjármunir til afurða- stöðva sem niðurgreiðslur á heildsölustigi. Engum datt í hug að tala um þá peninga sem launagreiðslur til bænda. Tilgangurinn var og er enn hinn sami: Að lækka verð á lambakjöti og mjólkurvörum til neytenda. Beingreiðslur eru einungis greiddar á afurðir sem seljast á innanlandsmarkaði. Beingreiðslur eru framleiðslutengdar greiðslur og verða eðlilega misháar eftir því hve mikið er fram- leitt á hverju búi. Stærstu búin með hæstu bein- greiðslurnar eru í flestum tilfellum svokölluð félags- bú, sem fleiri en ein fjölskylda byggir afkomu sína á. Að meðaltali renna rúmlega 100 þús. kr. á mánuði til hvers bús í nautgripa- og sauðfjárrækt. Beingreiðslur fara milliliðalaust til frumframleiðslunnar og þykja hagkvæm og einföld leið til að lækka verð á landbúnaðarvörum til neytenda. Þær hafa lengi tíðkast í Bandaríkjunum og á hinum Norðurlöndunum og í Evrópubandalaginu er verið að taka upp beingreiðslur í stað annarra greiðslna. í GATT-viðræðunum, þar sem fjallað er m.a. um alþjóðleg viðskipti með landbúnaðar- vörur, er litið á það sem mikilvægt framfaraspor að beingreiðslur leysi niðurgreiðslur af hólmi. ... heldur breytt form á niðurgreiðslum sem lækkar verð til íslenskra neytenda. ISLENSKIR BÆNDUR - .......

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.