Tíminn - 11.09.1993, Page 5
Laugardagur 11. september 1993
Tíminn 5
Heyskapurinn í Brautarholti. Vmamynd Árni Bjarna
Þegar haustlaufm falla
Jón Kristjánsson skrifar
Hinn hefðbundni gangur árstíðanna heldur
áfram. Haustið gengur í garð og það er kominn
september. Jörðin klæðist í haustskrúðann og
mannlífið breytist, námsmenn ungir og gamlir
setja bækumar í tösku og arka í skólann. Óró-
leiki sumarsins er að baki og lífið fellur í fastari
farveg.
Viðmót landsins
Ég hef verið á faraldsfæti undanfarið. Skyldi
nokkurt land hafa svo margbrotið viðmót? Það
eru undarleg viðbrigði eftir ískalda norðan-
rigninguna og þokusúldina f sumar að ferðast
á bökkum Lagarfljóts þar sem spegilmynd
Snæfells stendur á hvolfi í lognkyrru vatninu
og þögnin er slík að hundgá heyrist í órafjar-
lægð. Eða ganga upp í Skaftafellsheiðina í
heiðskíru veðri og Öræfajökul ber við grænan
skóginn, Lómagnúpur og Súlutindar bláir í
vestri, sandur í átt til hafs. Liggja úti í Ingólfs-
höfða og horfa á bátana að veiðum í logninu og
hita, og hrefnur og hnýsur bylta sér um allan
sjó.
Síðan kemur haust og vetur og stórsjóir bylt-
ast að landinu og kólguskýin hrannast upp við
hafsbrún.
„Bleikir akrar og slegin tún“
Slegin tún höfðuðu til Gunnars á Hlíðarenda
forðum og samkvæmt Njálu varð meðal annars
sú aðdáun honum að bana. Ég er líkur Gunn-
ari að þessu leyti, þótt við eigum ef til vill ekki
annað sameiginlegt. Það vekur mér alltaf sér-
staka tilfinningu að ferðast um landið og sjá
túnin slegin og hirt. Við þá sjón vaknar í mér
sveitamaðurinn. Þegar ég var strákur var hey-
skapurinn hörð barátta og þar gilti að standa
sig. Sigurgleðin var mikil þegar túnið var að
velli lagt og hirt og hey komin í hlöðu.
Mér finnst rúllubaggamir hræðilegir ásýnd-
um í litadýrð haustsins, hvítir, svartir og græn-
ir, en hins vegar geri ég mér ljóst að baggamir
þeir ama þýða sigur bænda yfir rigningunni og
bleytunni, sigur sem að vísu er kostnaðarsam-
ur í vélbúnaði og umbúnaði, en hefur víða orð-
ið til þess í sumar að hægt hefur verið að afla
fóðurs. Án rúllubagganna hefði heyskapur á
stórum svæðum landsins gengið hörmulega.
Landbúnaðarumræðan
Og þegar ferðast er um landið og dáðst að lita-
dýrð septembermánaðar, hirtum túnum og
fögnuður uppskemtímans seytlar um mann,
berast fréttir af hörkuátökum um landbúnað-
inn í landinu. Óvissan, sem steðjar að, er meiri
en nokkru sinni. Hörkuátök standa um inn-
flutningsvemdina sem landbúnaðurinn hefur
notið til þessa og sú staðreynd blasir enn við að
framleiðslan er meiri en eftirspumin hér inn-
anlands. Útflutningur skilar ekki því verði sem
bændur þurfa, án útflutningsbóta. Einnig er
þráttað um beinan stuðning ríkisvaldsins við
landbúnaðinn, hvemig hann skal vera og hvort
hann sé meiri eða minni en annars staðar.
Ákafinn í þessum þrætum verður slíkur og
fullyrðingamar svo miklar að venjulegur neyt-
andi og skattgreiðandi, sem verið er að tala til,
mglast því meira eftir þvf sem orðaflóðið vex.
Meginatriðin
Umræður um landbúnaðarmál hafa snúist
um nokkur meginatriði. Þau em þessi:
- í fyrsta lagi hvort rétt sé að brjóta upp bú-
vömsamninginn sem var gerður við bændur
og tók gildi þann 1. september síðastliðinn.
- í öðm lagi hver
stuðningur ríkis-
sjóðs sé við iand-
búnaðinn miðað við
aðrar OECD-þjóðir.
- í þriðja lagi hvort
leyfilegt sé að flytja
inn danska skinku
soðna og hvort eigi
að leggja á jöfnun-
artolla.
- í fjórða lagi hvort beingreiðslur til bænda
eigi að skoðast sem auðfengin laun úr ríkis-
sjóði.
- f fimmta lagi að sláturleyfishafar hafi svikið
fé út úr bönkunum vegna veðsvika.
Viðskiptaráðherra hefúr gefið stóryrtar yfir-
lýsingar um þessi mál og formaður Stéttar-
sambands bænda krafist afsökunarbeiðni
vegna aðdróttana sem beinlínis byggja á röng-
um forsendum.
Riftun búvörusamningsins
— hvað þýðir hún?
Búvömsamningurinn, sem nú er í gildi, hafði
í för með sér þær meginbreytingar að útflutn-
ingsuppbætur vom felidar niður frá 1. septem-
ber á síðasta ári. Einnig var verðábyrgð ríkis-
sjóðs felld niður og framleiðslan varð á ábyrgð
framleiðenda, þá komu beinar greiðslur í stað
niðurgreiðslna. Þetta em veigamestu atriðin
sem breytt var. Riftun á búvömsamningnum
hlýtur að þýða að eitthvað af þessum atriðum
verður endurskoðað og ef það á að draga úr út-
gjöldum ríkisins til landbúnaðar, hlýtur það að
þýða lækkun eða afnám beingreiðslna, sem em
hluti af afurðaverðinu í raun.
Ef þetta gengi eftir og jafnframt gengi eftir sá
ásetningur að knýja fram innflutning án jöfn-
unargjalda, þá mundi svo sannarlega vera
þröngt fyrir dymm í landbúnaðinum. Ekki
verður þó betur séð en það sé þetta sem Al-
þýðuflokkurinn og ráðherrar hans krefjast. Allt
er þetta undir því yfirskini að það sé verið að
hugsa um hag neytenda, en hin raunvemlega
ástæða held ég að sé óttí Alþýðuflokksmanna
við lélega stöðu sína eftír slæmt umtal sumars-
ins um embættaveitingar og aðrar uppákomur.
Gróðinn: sýnd veiði
en ekki gefin
Hagfræðingar hafa verið að reikna út fyrir
kratana gróðann af því að flytja inn landbúnað-
arvömr og segja
hann mikinn. Hver
5 manna fjölskylda
mundi græða 255
þúsund á ári, að
sögn. Viðskiptaráð-
herra hefur stað-
hæft þetta. Það
munar um minna,
en að mínum dómi
og margra annarra
er það sýnd veiði en ekki gefin. Málið snýst um
sex þúsund ársverk í landbúnaði og 2500 árs-
verk í úrvinnslu landbúnaðarafurða. Þar að
auki vinnur Qöldi manns við þjónustustörf
tengd landbúnaði, en það er erfitt að áætla
fjöldann. Þar sem fleiri en einn em í mörgum
tilfellum um hvert ársverk, er varlega áætlað
að málið snúist um atvinnu 10 þúsund manna
í þjóðfélaginu. Atvinnuleysisvofan er mesti rík-
isfjármálavandinn um þessar mundir og ríkis-
sjóður er að kikna vegna útgjalda vegna at-
vinnuleysis og hliðaráhrifa þess. Þó að helm-
ingur landbúnaðarins héldi velli ásamt helm-
ingi úrvinnslugreinanna, lætur nærri að
atvinnuleysið mundi aukast um helming og
útgjöld og tekjutap vegna þess verða 5-6 millj-
arðar króna. Þau mundu lenda á almenningi í
hækkuðum sköttum og hækkuðum vöxtum
vegna stóraukins halla á ríkissjóði, sem gengur
þó illa að ráða við nú þegar.
Hvert á fólkið að leita?
Þessu fólki er ekki hægt að vísa í aðrar at-
vinnugreinar. Þar að auki er ég þeirrar skoðun-
ar að landbúnaðurinn sé nokkurs virði fyrir
menninguna og þjóðlxífið í landinu. Ég er
þeirrar skoðunar að það gildi hans sé Iátíð
liggja í láginni, í umræðum stjómmálamanna,
og skilur þar með íslenskum stjómmálamönn-
um og mörgum starfsbræðmm þeirra í Evr-
ópu. Eg hef sjálfur hlustað á þá halda ræður í
tengslum við efnahagsmál um þjóðfélagslegt
gildi landbúnaðar.
Abyrgðariaus klissjugerð
Ég er mjög hissa á ábyrgðarleysinu, sem ein-
kennir málflutninginn í landbúnaðarmálun-
um, og þeim einföldu áróðursklissjum sem
einkenna málflutning varðandi þau. Ég undr-
ast það mjög að hagfræðideild Háskólans skuli
ganga fram á svo óvísindalegan hátt varðandi
landbúnaðarmálin og taka þátt í orðaskaki um
þau, sem ég hélt að tilheyrði okkur stjómmála-
mönnunum. Ég hélt að þeir lærdómsmenn,
sem vinna við Háskólann, bæm svo mikla virð-
ingu fyrir honum sem stofnun að þeir mundu
ekki láta sér detta í hug að byggja skýrslur á
gömlum og úreltum upplýsingum og verja
þær fram í rauðan dauðann.
Það vekur mér í raun mikla furðu að hag-
fræðideild Háskólans skuli líma sig upp að hlið
Sighvats Björgvinssonar í galgopalegum um-
ræðum hans um landbúnaðarmálin.
Raunveruleikinn
Breytingar í landbúnaði hafa orðið gífurlegar
á undanfömum ámm og útgjöld til hans á fjár-
lögum ársins 1993 lækkuðu um 2,6 milljarða
frá árinu áður. Sauðfé í landinu hefúr feekkað
um helming og mjólkurframleiðslan verið lög-
uð að innanlandsmarkaði. Það verkefni liggur
fyrir í landbúnaðinum að laga sig að enn
breyttum aðstæðum með nýjum búvömsamn-
ingi og leita allra leiða tíl þess að lækka til-
kostnað við framleiðsluna á öllum stígum, þar
með talið í vinnslu og sölu. Til þessa þarf
vinnufrið, en hann fæst ekki með því að taka
heljarstökk út í innflutning landbúnaðaraf-
urða. Það heljarstökk gæti þýtt hmn í atvinnu-
greininni, sem yrði til stórtjóns fyrir lands-
menn alla.