Tíminn - 11.09.1993, Qupperneq 9

Tíminn - 11.09.1993, Qupperneq 9
Laugardagur 11. september 1993 Tíminn 9 mundir, saka hann raunar um að sýna bókstafshópunum alltof mikla Iinkind. „Vandamálið er ekki of mik- il kúgun,“ hefúr breska Sunday Tim- es eftir einum af ráðgjöfum Egypta- forseta, „heldur það að hryðjuverka- mennimir eru ekki beittir nógu mikilli hörku. Almenningur bæri meiri virðingu fyrir forsetanum ef hann léti hengja fleiri." Svipaðrar skoðunar um Egypta var Napóleon Bonaparte, sem fyrstur valdhafa reynt að kenna þeim ver- aldarsinnaða menningu vestræna. Þeir tóku því miður vel. Þjóðstjór- um byltingarinnar f París skrifaði Napóleon, sem var í Egyptalandi 1798-99: „Þessir tyrkir láta sér ekki segjast nema þeir séu beittir ýtrustu hörku. Aldrei líður svo dagur að ég verði ekki að láta höggva af þetta fimm eða sex höfuð hingað og þang- að um götumar." (Með „tyrkjum" mun Napóleon hafa átt við múslíma yfirleitt, samkvæmt evrópskri mál- venju í þá tíð.) „Allir veraldarsinnar hættulegir í júní og júlí hengdu egypsk yfirvöld 15 bókstafssinna, dæmda fyrir hryðjuverk. En ekki er að sjá að það fæli aðra frá þeim hópum. Sam- kvæmt íslömskum átrúnaði fara þeir, sem deyja í baráttu fyrir trúna, beina Ieið til paradísar og þurfa ekki að bíða dómsdags. Svo er að heyra að bókstafstrúar- samtökin hafi mest fylgi meðal þeirra fátækustu, einkum í slöm- munum í Kaíró og í suðurhluta landsins. Þau ná fylgi fatæklinganna ekki einungis með því að lofa þeim betri tíð í íslömsku guðræðisríki, heldur og með því að útbýta meðal þeirra mat og veita þeim ýmsa aðra hjálp til að komast af. Öðru hvoru a.m.k. hafa bókstafssinnar haldið uppi eigin stjóm- og félagsmálakerfi við hliðina á ríkiskerfinu í eymdar- hverfunum í Kaíró og sveitum suð- urlandsins. Yfirstéttin, sem fátæka fólkið og margt millistéttarfólk einnig lítur illu auga, er tiltölulega veraldar- sinnuð og temur sér vestræna siði. Út frá því halda bókstafssinnar því fram að spillingin, fátæktin og gíf- urleg misskipting auðs sé að kenna áhrifum frá Vesturlöndum og því að yfirstéttin hafi í raun gengið af ísl- amstrú. Þeir trúa því e.t.v. sjálfir, og af yfirlýsingum þeirra og athæfi má a.m.k. ráða að afstaða þeirra til Vest- urlanda og alls þess, sem þeir telja til áhrifa þaðan, sé gagntekin af hatri. Þetta kemur ekki síst fram í sannkallaðri útrýmingarherferð bókstafssinna gegn rithöfundum og o.fl. menntamönnum, sem að áliti bókstafssinna eru of „vestrænir“ og „veraldlegir" í viðhorfum, og ekki einungis í Egyptalandi, heldur og í Alsír, Tyrklandi og víðar. Það er löngu liðin tfð að Rushdiemálið sé nokkurt einsdæmi. Sheikh Mohammed Ghozali, þekkt- ur egypskur íslamskennimaður sem oft kemur fram í sjónvarpi, var fyrir skömmu spurður hvort hann teldi að allir þeir, sem létu í ljós skoðanir í anda veraldarhyggju, verðskuld- uðu refsingu. ,AHir veraldarsinnar eru sem slíkir hættulegir samfélagi og þjóð og því skal þeim útrýmt,“ sagði kennimaðurinn. „Skylda stjómarinnar er að drepa hvem slík- an mann.“ Áberandi við egypskt bókstafsíslam er fjandskapur þess við flest það sem minnir á fortíð Iandsins fyrir tíð ís- lams. „Faraó“ er í munni bókstafs- sinna skammaryrði og þessvegna titla þeir svo núverandi ráðamenn landsins. Bókstafssinnar hafa einnig amast við ýmsum fornminjum frá faraóafomöld, á þeim forsendum að þær séu úr heiðni, og sagt að stjóm- völd láti sér svo annt um þetta að stappi nærri skurðgoðadýrkun. Þeir hafa ymprað á því að ýmsar frægar fomminjar verði fjarlægðar, þó ekki pýramídamir. Koptar óttast holocaust Að öllu samanlögðu er hatur eg- ypskra bókstafsmúslíma á kristnum löndum sínum líklega óhugnanleg- asta hliðin á hreyfingu þessari. Kop- tíska kirkjan í Egyptalandi, sem tí- undi hluti landsmanna aðhyllist, er ein af elstu kirkjum kristninnar og stendur djúpum rótum í menningu landsins og sögu þess fyrir tíð ís- lams. Hún er þar að auki öflugasta kristna kirkjan í arabíska heimin- um. Koptar em líklega að jafnaði betur menntaðir en íslamskir landar þeirra og ekki fer leynt að þeir styðja núverandi valdhafa, sem á íslamsk- an mælikvarða em í frjálslyndasta lagi í trúarefnum. Margir koptar hafa á undanfömum áratugum verið háttsettir í stjórnmálum og nægir í því sambandi að minnast á Boutros- Ghali. Hann virðast bókstafssinnar leggja sérstakt hatur á, meðfram kannski vegna þess að auk annars er hann kvæntur konu af gyðingaætt- um. Sérstaklega í fyrrasumar var um að ræða í Suður-Egyptalandi beinar ofsóknir bókstafssinna gegn koptum. Flestir sem hryðjuverka- menn myrtu þar þá vom koptar og margir þeirra vom að því er virtist myrtir fyrir það eitt að þeir vom koptar. Eftirtektarvert er í þessu samhengi að bókstafstrúarstjómin í Súdan, sem almennt er talið að styðji egypska bókstafssinna, stend- ur í útrýmingarhernaði gegn kristn- um minnihlutaþjóðflokkum í Suð- ur- Súdan. Naim Tákla, koptískur rithöfundur, segir trúbræður sína lifa í „ótta við gereyðingu (Holocaust)." Bókstafs- sinnar kreQast þess m.a. að dauða- refsing verði lögð við því að ganga af íslamstrú og að koptar verði settir skör lægra múslímum, lögum sam- kvæmt. Hvorttveggja er raunar í samræmi við lögmál íslams. Sheikh Omar — óhultur fyrir yfirvöldum lands slns I skjóli bandarískra laga. Lögfræðiþjónusta Innkaupastofnun ríkisins, f.h. Ábyrgðasjóðs launa, óskar tilboða vegna innheimtu krafna samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga um Ábyrgðasjóð launa vegna gjaldþrota nr. 53/1993. Gögn eru afhent á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð berist á sama stað fyrir kl. 11.00 f.h. þann 30. september 1993 þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVÍK Til sölu íbúðir í Hafn- arfirði og á Akranesi Kauptilboð óskast I: Lækjargötu 34a, Hafnarfirði, íbúð (0302) á 3. og 4. hæð, stærð íbúðar 117,4 m2, brunabótamat 10.398.000 krónur. Eignin verð- ur til sýnis í samráöi við Stellu Eiriksdóttur, Lækjargötu 34a, sími 650459. Laufvang 4, Hafnarfirði, ibúð (0202) á annarri hæð, stærð íbúð- ar 110,6 m2, brunabótamat 8.871.000 krónur. Eignin verðurtil sýnis í samráði við Mariu E. Pálsdóttur, sími 51029. Vallholt 13, Akranesi, íbúð í kjallara, stærð íbúðar 103 m2, brunabótamat 4.873.000 krónur. Eignin verður til sýnis I sam- ráði við Guðna Jónsson slmi 93-12385 eða 93-13120. Tilboðseyðublöö liggja ffammi hjá ofangreindum aðilum og á skrifetofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð skulu berast á sama stað fyrir kl. 11.00 f.h. þann 28. september 1993 þar sem þau verða opnuð í viöurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVÍK M ENNTAMÁLARÁÐ U N EYTIÐ Ferðastyrkur til rithöfundar Ráðgert er að af fjárveitingu til norræns sam- starfs í fjárlögum 1993 verði varið 90 þúsundum króna til að styrkja rithöfund til dvalar á Norður- löndum. Umsókn um styrk þennan skal hafa borist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, fyrir 25. september nk. Umsóknum skal fylgja greinargerð um hvernig umsækjandi hyggst verja styrknum. Menntamálaráðuneytið 10. september 1993. Innritun í eftirtalin námskeið: Hugtakatengsl (5-6 og 7-8 ára), mál og hugsun (9-10 ára), ráögáturog rökleikni (11-12 ára), siðfræði (13-14 ára). Upplýsingar og innritun í síma 628283. Húsnæði óskast Hjón með tvö böm, 19 og 11 ára, óska eftir hús- næði til leigu, 4ra herbergja eða stærra. Reglu- semi og skilvísum greiðslum heitið. Upplýsingar í síma 91-687113.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.