Tíminn - 11.09.1993, Síða 12

Tíminn - 11.09.1993, Síða 12
12 Tíminn Laugardagur 11. september 1993 Alþjóðlega sjávarút- vegssýning- in í Laugar- dal. Ellen Ingvadóttir, blaðafulltrúi sýningar- innar: Stórviðburöur fyrir útveg við Norður-Atlantshafið Gildi sýningar sem þessarar er það að viðskiptasam- Þetta er fjórða sjávarútvegssýning- böndum fjölgar og íslensk framleiðsla fær kynningu in sem breska fyrirtækið Reed Exhi- uffýrir landsteinana. Þá er sýningin ekki hvað síst mjög bitions heldur hér á fslandi í sam- mikilvæg landkynning," segir Ellen Ingvadóttir, blaðafulltrúi vinnu við íslenska aðila í sjávarút- Sjávarútvegssýningarinnar í Laugardal sem hefst á mið- °£*,ð?a*\nfílingm uiknHan haldin hér ánð 1984 og upp frá þvi á Litla/stóra alvöru Vacuumpökkunarvélin fyrir minni framleiöendur Ýmsir hafa komib meö litlar ódýrar vélar fyrir minni framleiöendur og stór heimili. Flestar þessara véla hafa veriö án lofttæmihólfs og meö um eöa innan viö 90% lofttæmingu sem er gagnslaus! Henkelman sem er einn stærsti og virtasti framleiöandi vacuumpökkunarvéla, hefur nú komiö meö litla og ódýra alvöruvél. Henkovac Junior, sem lofttæmir 99,5% sem þýöir geymsluþol eins og stóru vélarnar. POfDSllaDB Fyrstu Junlor vélarnar eru á sérstöku kynningarverbi til 20. september, svo framarlega sem birgbir endast. 75.000 + vsk. þriggja ára fresti. „Ástæða þess að sýningin er haldin hér er, eins og framkvæmdastjóri hennar Pat Fost- er bendir á, sú að ísland byggir af- komu sína á sjávarútvegi. Uppistað- an í atvinnu- og efnahagslífi Iands- ins eru fiskveiðar og fiskvinnsla. Ég get bætt við þetta frá eigin brjósti að við njótum álits sem fisk- veiðiþjóð, sem leggur stund á veiðar og vinnslu með nýjustu og bestu tækni og aðferðum, og stöndum mjög framarlega á þeim sviðum. Auk þess hef ég á tilfinningunni að ísland hafi á sér ímynd ferskleika og hreinleika og mér kæmi ekki á óvart að einmitt það sé ein af ástæðum þess að sýningin er haldin hér. Þá vil ég geta þess sérstaklega að það er ánægjulegt að nú taka þátt í sýningunni þó nokkur fyrirtæki frá fyrrverandi A-Þýskalandi,“ segir El- len ennfremur og bætir við að fjöldi þátttakenda frá einstökum löndum sé nokkuð mismunandi, en með einn stærsta sýningarbás erlendra þjóða séu Norðmenn. Þá komi á sýninguna sendinefndir embættis- og áhrifamanna í sjávarútvegi frá ýmsum löndum, þar á meðal austan frá Kína. Mikiö fyrirtæki Sjávarútvegssýningin er mikið fyr- irtæki og þátttakendur í henni eru að þessu sinni um 480 talsins og ríf- lega fjórðungur þeirra eru íslenskir aðilar. Þátttakendur eru að sögn EU- enar örlitlu færri en á síðustu sýn- ingu, en hins vegar má búast við því að ýmsar byltingarkenndar nýjung- ar verði kynntar nú og ekki færri en á undanfömum sýningum. „Sýningin hefur gífurlegt gildi fyr- ir íslendinga. Hún hefur ekki bara almennt kynningargildi gagnvart þeim erlendu gestum, sem koma vegna hennar, heldur er hún ekki síður mikilvægt verkfæri til þess að kynna á erlendum vettvangi ís- lenska sérþekkingu á sviði veiða og vinnslu, sem er mjög mikil. Þannig erum við vaxandi á sviði tækni og búnaðar sem sérhæfður er fyrir fisk- veiðar og -iðnað. Þar nægir að nefna það starf sem Marel, Pólstækni, Jós- afat Hinriksson toghleraframleið- andi og margir fleiri hafa unnið á þessum sviðum. í sambandi við sýninguna má nefna fjölmargt sem er athyglisvert. Það, sem þó hefur vakið athygli mína, er að vægi hugbúnaðar fyrir veiðar og vinnslu fer sífellt vaxandi. Án þess að ég sé að varpa rýrð á aðra þátttak- endur í sýningunni, þá held ég að það verði mjög athyglisvert að sjá hvernig tölvur og hugbúnaður eru notuð við gæðaeftirlit í vinnslu, aukna nákvæmni í vigtun, skurði og bættri nýtingu hráefnisins. Fiskiskip eru orðin mjög tækni- vædd og sem dæmi má nefna að nú er með hjálp nýs tölvu- og hugbún- aðar hægt að stýra trolli í sjó og þannig draga stórlega úr hættu á skemmdum á því. Með þessum tæknibúnaði verður hægt að spara stórfé, þar sem veiðarfæri, ekki síst troll, eru mjög dýr. Þessi nýja tækni er meðal þess sem kynnt verður á sýningunni, auk margs annars til nota bæði á sjó og landi. Ómetanleg kynning á íslensku hugviti Gildi sýningarinnar og sýninga af þessu tagi fyrir íslenskan sjávarút- veg og iðnað er auðvitað fyrst og fremst það að kynna íslenska fram- leiðslu, sem er mjög mikilvægt, ekki hvað síst nú á tímum atvinnuleysis og efnahagslægðar. Þarna gefst færi á að kynna íslenska tækniþekkingu og iðnað, auk íslenskra sjávarafurð' en ekki bara gestum, heldur eru jafnan mjög mikil samskipti milli einstakra þátttakenda í sýningunni og á þann veg myndast fjölmörg og áríðandi viðskiptasambönd." Viðburður meðal erlends sjávarútvegs- fólks Að sögn Ellenar kemur mjög mikill fjöldi útlendinga á sýninguna að þessu sinni sem endranær, enda hef- ur Sjávarútvegssýningin skapað sér alþjóðlegan orðstír meðal sjávarút- vegsþjóða sem viðburður ársins fyr- ir sjávarútveg við N- Atlantshaf. Síð- ast þegar hún var haldin komu um 12 þúsund manns, bæði íslenskir og erlendir, til að skoða hana. Ekki verði fyrirfram vitað hve margir muni koma nú, en vonast sé til þess að gestir verði ekki færri en þá. —sá

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.