Tíminn - 11.09.1993, Page 15

Tíminn - 11.09.1993, Page 15
Laugardagur 11. september 1993 Tíminn 15 Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda: Sýningin hefur ekki sölu- gildi, en eykur tengslin Q vona sýning er af hinu góða, svo framarlega sem hún er ekki haldin of ofi Gildi hennar er nú frekar fýrír sjávarútvegsgeirann sjáHan, að eiga aðgang að þeim nýjungum sem hafa orðið frá síðustu sýningu,“ segir Gunnar Svavarsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda, í samtali við Tímann. Hann segir að þó að Sjávarútvegs- sýningin sé alþjóðleg og á hana komi einhver hundruð útlendinga, þá sé hún fyrst og fremst fyrir Is- Íendinga. „FVrir þá sem sýna, þ.e. íslensk fyr- irtæki, þá er gagnið aJf þessu fyrst og fremst það að þar koma allir við- skiptavinir saman á einn stað og tengslin við þá aukast, í stað þess að venjulega fara samskiptin fram í gegnum síma.“ Gunnar segir að lítið sé um að menn komi inn á sýningar sem þessar, sjái einhveijar nýjungar og gangi frá kaupum á þeim. „Sýningin hefúr ekki beint sölugildi og það verður að segjast eins og er, að það Gunnar Svavarsson. er lítið um að fyrirtæki selji mikið á svona sýningum. Þetta er hins vegar ágætt tækifæri til að vekja athygli á einhverju eða kynna sig til sögunn- ar. Venjulega þurfa fyrirtæki að taka þátt f nokkrum sýningum til að sannfæra markaðinn um að þama sé fyrirtæki sem komið er til að vera, en ekki einhver loftbóla." Gunnar segir sýninguna hér á landi vera svipaða að stærð og sambæri- legar sýningar erlendis. „Sýningin hér á landi hefur kannski haft dálít- ið öðruvísi yfirbragð, þar sem meiri áhersla er lögð á mál f kringum veiðar og tæki þeim tengdum; lítið er um fiskeldi, sem vill gjaman trufla aðrar sýningar." Gunnar segir sýningu eins og þá, sem haldin er hér á landi, af hinu góða, svo framarlega sem þær séu ekki of margar. „Mér finnst þær hins vegar vera of margar og vera of þétt. Stundum vilja þær einnig verða of dýrar fyrir þátttakendur og gallinn er sá að þeir em svo sundurleitur hópur að þeir geta ekki komið sér saman um á hvaða sýningu á að stefna og hverjum á að sleppa. Það vill oft verða til þess að þeir neyðast til að taka þátt í sýningum, sem þeir hafa engan áhuga á að fara á. Það er dýrt að taka þátt í svona sýningum, en þátttakan kostar á bilinu frá hálfri milljón til tvær milljónir." -PS Hótelin í Reykjavík fyllast vegna fjölda erlendra gesta, sem sækja Sjávarútvegssýninguna í Laugardal: Um 600 erlendir gest- ir sækia sýninguna „Islensk gæði“ HACCP-gæðakerfi Ritið íslensk gæði, gæðakerfi fyrir fiskvinnslu- stöðvar, leiðbeiningar til að byggja upp gæða- kerfi m.t.t. áhættumats og mikilvægra eftirlits- staða, HACCP-KERFI, fæst nú á aðeins 25.000 kr. án vsk. Vinsamlega sendið pantanir til MIÐs, pósthólf 7113, 127-Reykjavík. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 91-28027. Að sögn Hrannar Greipsdóttur, sölustjón í ráðstefnudeild Úrvals- Útsýnar, sem sér um að bóka stærstan hluta þeirra gesta sem hingað koma vegna sýningarinnar, eru hátt á þriðja hundrað eriendra gesta búnir að bóka gistingu. Hrönn sagði að búast mætti við að um þijú hundruð aðrir bóki gist- ingu beint eða gisti hjá vinum og kunningjum og því væri ekld ótrú- legt að um 600 eriendir gestir komi á sýninguna. Sýningargestir koma víðsvegar að úr heiminum. Flestir þeirra koma frá Noregi, Danmörku, Bretlandi og Þýskalandi, auk gesta frá fjarlægari löndum eins og Nýfundnalandi, Kína og Bangladesh. „Það er ekkert land sem stendur upp úr, en mér finnst þó vera miklu meira af Dön- um nú en áður," sagði Hrönn. Hún segir að um svipaðan fjölda erlendra gesta sé að ræða nú og komu í tengslum við sýninguna árið 1990, þrátt fyrir að stór hópur frá Noregi hafi afþantað um 80 herbergi á Hót- el Loftleiðum til að mótmæla veið- um íslendinga í Smugunni svoköll- uðu. Varðandi hótelpláss segir Hrönn að hótelin séu sem betur fer að fyllast, þó afpöntun Norðmannanna hafi verið skellur. Hótelin næst Laugar- dalshöllinni fyllist strax og mikið sé bókað í önnur hótel. Hrönn segist finna fyrir því að það sé kreppa í þessum sjávarútvegi víða um heim. „Mér finnst þeir aðilar, sem koma hingað í tengslum við sýninguna, spá meira í það en áður hvað hlutimir kosta,“ sagði Hrönn að lokum. -PS HVÍTUR STAFUR er aðal hjálpartæki blindra og sjónskertra í umferðinni BLINDRAFÉLAGIÐ Diesel-lyftarar 2, 2,5 og 3,5 tonn. Fáanlegir í stærðum 1-42 tonn. Rafmagns-lyftarar 2, 2,5 og 3 tonn. Fáanlegir í stærðum 1/2-5 tonn ásamt úrvali af hillu- og gólf-lyfturum. ÖRUGG VARAHLUTAÞJÓNUSTA Hafið samband við sölumenn okkar, sem gefa allar upp- lýsingar um þessa frábæru lyftara. Ingvar Helgason hf. vélasala Sævarhöföa 2, SÍMI 91-674000. Vertu öruggur! Notaöu gaffallyftara Vestur-þýskir RAFM&GNS- OG DIESELLYFTAfíAfí í hágæðaflokki — Viðhaldskostnaður ílágmarki

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.