Tíminn - 18.09.1993, Page 17

Tíminn - 18.09.1993, Page 17
Laugardagur 18. september 1992 Tíminn 17 Hetian unga Fimmtudagsnóttina 10. júlí 1986 vaknaði Bern- ardo Rodriguez kl. 3.00 á heimili sínu í Miami, Flórída, við að bankað var á útidyrnar. Er hann leit út um gluggann sá hann mann sem hann kannaðist við. Hann opnaði dyrnar og tveir menn gengu inn. Fljótlega urðu orðaskipti mannanna þriggja háværari og brátt vaknaði eig- inkona Rodriguez, Teresa. Það, sem fór þeim fjórum á milli, verður aldrei vitað með vissu, en hávært rifrildi þeirra varð til þess að yngsti fjöl- skyldumeðlimurinn vaknaði, 11 ára gömul dóttir Rodriguezhjónanna. Er hún opnaði herbergishurðina og kíkti óttaslegin fram, sá hún foreldra sína í illdeilum við mann sem henni fannst hún kannast við. Sá hélt á hnífi og hinn, sem hún þekkti ekki, hafði tekið Teresu taki og hélt höndum hennar aftan við bak. Teresa varð vör við dótt- ur sína og sagði henni að fara aftur inn f herbergi sitt og loka dyrunum. Litla stúlkan hlýddi því. Næstu mínútur hljóta að hafa verið skelfilegar fyrir Teresu og Bemardo Rodriguez. Blessunarlega varð dóttir þeirra ekki áhorfandi að því sem lög- reglan sá síðar. Samt sem áður var hin 11 ára gamla stúlka beitt ofbeldi og mátti teljast lánsöm að sleppa lifandi frá hinni hræðilegu nótt Meðal ann- ars var litla stúlkan stungin 11 sinn- um. 11 ára gamalt fórnarlamb Klukkan var 4.40 þegar fyrst barst til- kynning til næsta sjúkrahúss um að ung stúlka hefði hlotið áverka af völd- um hnífstungu. Lögreglunni var gert viðvart og V. Pidermann lögreglufull- trúi var fyrstur á sjúkrahúsið og þar fann hann hina 11 ára gömlu stúlku á bráðamóttöku, þar sem verið var að gera að sárum hennar. Hún var með slæma áverka á bijósti og hafði misst mikið blóð. Að sögn hjúkrunarfræð- ings virtist sem enn væru tvö fómar- lömb eftir á heimili stúlkunnar. Pider- mann tók niður heimilisfangið og hraðaði sér til heimilis Rodriguez- fjölskyldunnar. Það fyrsta, sem hann tók eftir, var að útidymar stóðu opnar. Inni vom tvö Iík. Bemard lá í blóðpolli á eldhúsgólf- inu og konan hans lá á bakinu í rúmi sínu, einnig fljótandi í blóði. Morðdeildinni var gert viðvart og brátt hófst ítarleg leit að vísbending- um og sönnunargögnum, ásamt myndatökum og öðru því er tilheyrir morðrannsókn á vettvangi. Þótt rann- sókn myndi e.t.v. leiða eitthvað bita- stætt í Ijós, var lykillinn að Iausn málsins á sjúkrahúsinu í grenndinni og barðist fyrir lífi sínu: hin 11 ára gamla dóttir Rodriguez-hjónanna. Á hana hafði verið ráðist, bersýnilega til þess að hún gæti ekki borið vitni gegn morðingjunum. Það, sem lögreglan vissi ekki, var að annað vitni var jafn þýðingarmikið, stúlka sem var aðeins ári eldri, og verður hetjudáð hinnar 12 ára gömlu stúlku lengi f minnum höfð. Hetjuleg björgun Morðdeildarmennimir unnu sitt öm- urlega verk, en aðkoman var þvílík að reyndustu mönnum varð flökurt. Þeg- ar búið var að Ijúka forrannsókn inn- andyra, voru nágrannar yfirheyrðir, ef ske kynni að þeir hefðu orðið varir við eitthvað. Svo reyndist ekki vera. Það var ekki fyrr en nokkrum klukkustundum síðar sem maður gaf sig fram og leiddi litla, óttaslegna stúlku sem hann sagði að hefði orðið vitni að skelfilegum atburðum. Hún hafði verið gestkomandi og legið sof- andi í rúmi sínu í næsta herbergi við hliðina á vinkonu sinni, þegar hún vaknaði við skelfingaróp Teresu. Líkt og yngri stelpan opnaði hún dymar, en Teresa skipaði henni að fara aftur inn í herbergið og loka að sér. Áður en hún gerði það hafði hún heyrt rödd spænskumælandi manns, sem fór inn í herbergi yngri stúlkunnar, og rétt á eftir heyrði hún skelfingaróp vinkonu sinnar. Þrátt fyrir að vera hálflömuð af skelf- ingu, brást nú unga stúlkan hárrétt við, enda um líf og dauða að tefla. Hún opnaði herbergisgluggann og smokr- aði sér á náttfötunum út. Með ótrú- legri fyrirhyggju hafði hún með sér smámynt og hringdi í ffænda sinn úr sjálfsala og kom frændinn skömmu síðar, þegar allt var afstaðið. Á meðan hún beið hafði hún legið á gólfinu í símklefanum á milli vonar og ótta um að illmennin fyndu hana. Þegar ffændi hennar kom fór hann rakleiðis, eftir hennar tilsögn, inn í herbergi litlu frænkunnar og síðan á sjúkra- húsið. Þau tvö höfðu síðan yfirgefið spítalann og meiningin hafði verið að skipta sér ekki frekar af málinu, þar sem frændi hennar óttaðist að þau yrðu í lífshættu ef þau gæfu lögregl- unni upplýsingar. Síðar hafði hann séð sig um hönd og ákveðið að segja lögreglunni alla söguna. Hin 12 ára hetja hafði ekki aðeins bjargað eigin lífi, heldur bárust nú þær góðu fréttir frá sjúkrahúsinu að yngri stelpan væri á góðum batavegi eftir velheppnaða aðgerð og komin úr lífshættu. Saga stúlkunnar var hreint með ólík- indum. Bónusinn fyrir Ed Santos, lög- regluforingjann sem stjómaði rann- sókninni, var sá að eftir að stúlkan var búin að róa sig niður, sagðist hún þekkja morðingjann af röddinni. Hún hafði verið í fóstri um 6 mánaða skeið hjá Rodriguez- fjölskyldunni, var skyld Teresu og dvaldi þar tímabundið vegna óreglu foreldra hennar. Hún sagði að á þessum sex mánuðum hefði iðulega komið maður í heimsókn sem hét Henry og hún var fullviss um að það hefði verið rödd hans sem hún heyrði áður en hún bjargaði lífi sínu með því að stökkva út um gluggann. Þetta voru gríðarlega mikilvægar upplýsingar fyrir Santos og menn hans, en þó var ljóst að erfitt yrði að sakfella morðingjann á röddinni einni saman, og það samkvæmt framburði 12 ára gamallar stúlku. Það tók aðeins nokkrar klukkustund- ir að finna þann „Henry" sem stúlkan talaði um, þótt þeir skiptu hundruð- um í Miami. Er yfirvöld töldu sig hafa hinn eina rétta, Henry Espinosa, var tekin kópía á myndasafni lögreglunn- ar af hinum grunaða og sýnd litlu stúlkunni. Hún var handviss í sinni sök, er hún sá myndina. „Þetta er hann,“ sagði hún ákveðin. Annar hand- tekinn Gefin var samstundis út handtöku- skipun og birt mynd af hinum grun- aða í sjónvarpi. Aðeins mínútum seinna bárust ábendingar um hvar síðast hafði til hans sést, og aðeins 16 klukkustundum eftir morðin héldu Santos og menn hans til áætlaðs gisti- staðar hins grunaða og þar var honum veitt fyrirsát. Tveimur tímum seinna var Espinosa handtekinn fyrir utan heimili sitt. Við yfirheyrslur kom í ljós að Espin- osa var fymim stjómarhermaður í Nicaragua og hafði meðal annars ver- ið sérhæfður í að yfirheyra fanga. Því vissi Santos að erfitt yrði að koma honum á kné. Espinosa játti að hafa þekkt Bemardo og Teresu Rodriguez, en kunningsskapur þeirra hefði alltaf Mauricio Beltran hlaut að iokum sama dóm og félagi hans, þótt hann væri samvinnuþýöari. Saumuö voru átta spor f höndina á Beltran eftir átökin viö Teresu. Hann geröi þau mistök aö leita sér lækninga á opinberri heilsugæslustöö. an, sem sýndi að hönd hans hafði ver- ið saumuð nóttina áður á heilsu- gæslustofú. í þriðja lagi fundust svo ýmis skjöl, þar sem nöfrí Espinosa sjálfs og Mauricios Beltran komu ít- rekað fyrir. Kvalalosti Santos hafði ekki enn haft tíma til að athuga niðurstöður krufningar. Hann hringdi því að húsleitinni lokinni og fékk að vita að Bemardo hafði verið Henry Espinosa var þjálfaður f pyntingum og vflaöi ekki fyrir sér aö reyna aö státra heilli fjölskyldu. stunginn þrisvar með hnífi, tvisvar í hálsinn og einu sinni í neðri vörina. Það hafði orsakað miklar innri blæð- ingar, sem sennilega hefðu leitt til dauða hans. En ekki var öll ofbeldis- sagan sögð. Auk þess hafði hann verið skotinn af mjög stuttu færi með skammbyssu í bakið. Þá vakti það sér- staka athygli að svo virtist sem morð- inginn hefði „flysjað" skinnið af vinstri kinn fómarlambsins, sem bar vott um kvalalosta morðingjans. Teresa hafði verið stungin fimm sinnum, en dánarorsökin var köfnun. Ýmislegt benti til að hún hefði náð að verjast árásarmanninum að einhverju Ieyti og því var ekki útilokað að hann hefði eitthvað slasast í átökunum. Enn bárust góðar fréttir af 12 ára gamla munaðarleysingjanum, sem nú var farin að geta tálað og í meginatrið- um var frásögn hennar í samræmi við framburð vinkonunnar, hetjunnar sem hafði bjargað lífi hennar. verið góður, að hans sögn, og hann sagðist aldrei geta gert þeim neinn skaða. Hann var fyrmm nágranni þeirra, en kunningsskapurinn hafði haldist eftir að hann flutti úr hverfinu. Síðast hafði hann séð Bemardo Rodr- iguez nokkmm vikum áður, þegar hann hafði reynt að útvega vini sínum vinnu. Að sögn Espinosa hafði hann sjálfur varið nóttinni á heimili sínu, farið fyrr um kvöldið á ítalskan veitingastað, en snemma í rúmið. Hann hafði verið að koma frá bifreiðaverkstæði, þar sem bfllinn hans þarfnaðist viðgerðar, rétt áður en hann var handtekinn. Santos tók eftir skrámu á nefi hins grunaða. Þegar hann spurði um það, sagðist Espinosa hafa skrámað sig á tré í bakgarðinum fyrir utan heimili sitt. Santos spurði þá hvað hann hefði verið að gera í bakgarðinum, en Esp- inosa neitaði að svara og virtist ekki lengur eins samvinnuþýður og áður. Að lokum neitaði hann að tjá sig frek- ar, nema í viðurvist lögfræðings, og þar við sat. Hann var ákærður fyrir tvöfalt morð og tilraun til morðs og settur í varðhald. Það tók skamma stund að útvega húsleitarheimild og hún reyndist leiða ýmislegt í ljós. í fyrsta lagi fund- ust blóðugir sokkar, sem teknir voru til rannsóknar. í öðru lagi fannst kvitt- un, stfluð á Mauricio nokkum Beltr- Hringnum lokaö Mauricio Beltran varð að finna hið bráðasta. Með handtöku hans sá Sant- os fram á að mögulega væri málið að mestu leyti leyst, enda glæpurinn með þeim hætti að stórhættulegt var fyrir samfélagið að láta slíka menn ganga lausa. Þar sem Beltran hafði leitað læknis, var hægt að finna skráð aðset- ur hans. Áður en hann var heimsóttur, var gerð teikning af honum eftir lýs- ingu vitna á heilsugæslustöðinni og eina eftirlifandi fómarlambinu var sýnd myndin. Stúlkan þekkti mann- inn samstundis og sagði að myndinni svipaði mjög til mannsins sem hafði ráðist á hana. Beltran var handtekinn og yfirheyrð- ur. Það varð snemma ljóst að auðveld- ara yrði að buga hann en félaga hans, Espinosa. Santos beitti vægum þrýst- ingi til að byrja með, en smátt og smátt ágerðist álagið á Beltran. Loks þóttist hann reiðubúinn að segja sannleikann, í von um að það yrði til að milda refsinguna. Tilefni morðanna var skitnir 3.000 dollarar, sem Rodriguez hafði fengið að láni frá Espinosa, sem stundaði umfangsmikla okurlánastarfsemi. Rodriguez-hjónin urðu síðan fyrir því óláni að missa bæði vinnuna og þar með fór „vináttan" við Espinosa fyrir lítið. Þeim hafði verið gefinn frestur til að borga lánið, en þau áttu enga peninga. Ólíkleg saga Þetta kvöld höfðu Espinosa og Beltr- an drukkið sig nokkuð ölvaða á ítölsk- um veitingastað og eftir það héldu þeir til Rodriguez. Tllgangurinn var að innheimta skuldina „í eitt skipti fyrir öll“, eins og Beltran orðaði það. Saga Beltrans var ólíklegri eftir þetta. Hann sagði að sér hefði síðan sjálfum snúist hugur og hann hefði reynt að ganga á milli Bemardos og Espinola, með þeim afleiðingum að hann skarst á hendi. Síðan hafði hann forðað sér og vissi ekki hvað hafði gerst eftir það. Santos útskýrði nú fyrir sakbom- ingnum það sem Beltran vissi ekki áð- ur, að það væm hvorki fleiri né færri en tvö vitni á lífi sem myndi sverja í vitnastúku að sekt hans væri miklu meiri en hann vildi vera láta. Svo virt- ist sem Beltran brygði og í ógáti missti hann út úr sén „Er stelpan ekki dauð?“ Réttlát refsing Þessir tveir menn virtust algjörlega tilfinningalausir gagnvart fómar- lömbum sínum og við réttarhöldin var erfitt að tryggja öryggi þeirra, þar sem fjöldi fólks vildi helst taka þá aí lífi án dóms og laga. Framburður þeirra stangaðist í veigamiklum atrið- um á, en Beltran gaf sig um síðir og viðurkenndi að hafa reynt að myrða hina 11 ára gömlu stelpu og lagt til hjónanna. Þegar endanlegur dómur féll, vom morðingjamir tveir taldir samsekir og fengu báðir dauðadóm. Espinosa var auk þess grunaður um fleiri morð þar sem tilefnið var líklega jafn ómerki- legt og í þessu tilfelli, að reyna að myrða heila fjölskyldu vegna 3.000 dollara (u.þ.b. 210.000 ísl kr.). Það orkar oftast tvímælis þegar dauðarefs- ingu er beitt í Bandaríkjunum, en í þessu tilfelli virtust allir sammála um að hegningin væri við hæfi. Góö málalok Á meðan Espinosa og Beltran bíða rafmagnsstólsins, hafa sár Rodriguez- stúlkunnar gróið, á ytra borði að minnsta kosti. Fjöldi fólks var reiðu- búinn til að taka hana að sér og á end- anum fór svo að hún og vinkona hennar, hetjan sem bjargaði lífi þeirra beggja, vom ættleiddar af sömu hjón- unum. Því hefur ræst úr þeirra hög- um eftir því sem aðstæður leyfa, þótt eitt sé víst: þær hafa verið rændar sak- leysi bemskunnar og munu aldrei geta litið heiminn sömu augum og áð- ur.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.