Tíminn - 18.09.1993, Qupperneq 24

Tíminn - 18.09.1993, Qupperneq 24
Áskriftarsími Tímans er 686300 NÝTTOG FERSKT DAGLEGA reiðholtsbakarí VOLVUFELL113-SlMI 73655 ^fliabriel HÖGG- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum ftjvarahlutir Hamarshöfða 1 Hamarshöfða 1 Simi676744 Tímimi LAUGARDAGUR 18. SEPT. 1993 dressa upp viðskipta- fræðinga Tölvunefnd virðist hafa tor- veldað Sævari Karli það ætlun- arverk hans að hjálpa nýjum viðskiptafræðingum að hressa upp á útlitið áður en þeir legðu út í lífið. í ársskýrslu nefndar- innar fyrir 1991 kemur m.a. fram að Sævari Karli hafi verið synjað um heimild til að fá lista yfir nöfn og heimilisföng þeirra sem útskrifast úr við- skiptadeild HÍ þetta ár, þar sem Háskólinn hafi ekki starfsleyfi ti! afhendingar og áritunar íyr- ir aðra á nöfnum og heimitis- föngum tiltekinna hópa. En af hverju langaði Sævar Karl ekki líka í nöfn og heimilisföng lög- fræðinga, lækna, presta og t.d. hjúkrunarfræðinga? Alþýðuflokkurinn sér um sína þegar ráðið er í stöður hjá hinu opinbera: Karl Steinar ráðinn for- stjóri TVyggingastofnunar Guðmundur Ámi Stefánsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, hefur skipað Kari Steinar Guðnason alþingismann í starf forstjóra Tryggingastofnunar ríksins og mun hann taka viö embættinu um næstu mánaðamót. Heilbrigðisráðherra segir að helstu rökin fyrir ákvörðun sinni sé að Karl Steinar hafi góða grunnmenntun, þekkingu af stjómunarstörfum og reynslu af verkalýðsmálum. Ráð- herra blæs á allt tal um að hann sé að hygla samflokksmanni sínum og vísar á bug öllum vangaveltum í þá veru að ákvörðun um ráðningu Karl Steinars hafi verið tekin þegar hann var gerður að ráðherra í sumar og segir það vera dæmigert ráðabrugg og samsæriskenningar sem runnar séu undan rifjum stjómarandstöð- unnar. Að hans mati er Karl Steinar „hæf- astur meðal jafningja" en alls sóttu 13 um stöðu forstjóra TVygginga- stofnunar. Meirihluti tryggingaráðs mælti með þeim Hilmari Björgvins- syni, Jóni Sæmundi Sigurjónssyni, Karli Steinari, Kristjáni Guðjóns- syni og Pétri H. Blöndal. Einn fulltrúi í tryggingaráði, Sig- ríður L. Baldursdóttir, skilaði sér- áliti en hún mælti með ofangreind- um að undanskildum Karli Steinari og Hilmari Björgvinssyni, en bætti Ólínu Torfadóttur í hópinn. Ráðning Karls Steinars Guðnason- ar í stól forstjóra Tryggingastofnun- ar er enn einn minnisvarðinn um Guðmundur Áml tilkynntl um ráðn- ingu Karfs Steinars á blaðamanna- fundi f gær. Tímamynd Aml BJama. stefnu Alþýðuflokksins þegar kemur að skipan manna í opinberar stöður. Skemmst er að minnast skipan Jóns Sigurðssonar í embætti seðlabanka- stjóra, Eiður Guðnason hefur afhent Noregskonungi trúnaðarbréf sitt sem sendiherra í Noregi, varaþing- maður flokksins í Reykjavík tekur við embætti veðurstofustjóra um næstu áramót og þá hefúr fyrrver- andi aðstoðarmaður Sighvats Björg- vinssonar ráðherra, Þorkell Helga- son, verið skipaður ráðuneytisstjóri. Hið sama gerði Eiður Guðnason í tíð sinni sem umhverfisráðherra þegar hann skipaði Magnús Jóhann- esson í embætti ráðuneytisstjóra í umhverfisráðuneytinu, en Magnús hafði áður verið aðstoðarmaður Eiðs. -grh Ráðning í stöðu forstjóra Tryggingastofnunar dregur dilk á eftir sér: Meðferð tryggingaráðs kærð til umboðsmanns Alþingis MeAferð tryggingaráðs á umsókn- um um starf forstjóra Trygginga- stofnunar ríkisins hefur verið kærð tíl umboðsmanns Alþingis. Kæran byggir á því að ráðið hafi ekki gegnt lagaskyldu sinni um að gera tíllögu tíl heilbrígðisráðherra um ráðningu forstjóra. Ráðið hafi einungis gefið umsögn um umsækjendur. Það er Jón Sveinsson lögfræðingur sem kærir meðferð tryggingaráðs fyrir hönd umbjóðanda síns. Um- bjóðandinn er einn af þeim 13 sem sóttu um stöðuna, en hann vill ekki gefa upp nafn sitt að svo komnu máli. í 3. grein laga um almannatrygg- ingar stendur: „Ráðherra skipar for- stjóra Tryggingastofnunar ríkisins að fengnum tillögum trygginga- ráðs.“ Jón Sveinsson segir í bréfi sem hann hefur sent heilbrigðisráð- herra og umboðsmanni Alþingis að þessi lagatexti geri alls ekki ráð fyrir að tryggingaráð veiti umsögn um umsækjendur. Þess háttar umsögn tryggingaráðs sé heldur ekki að finna annars staðar í lögum. Trygg- ingaráði sé hins vegar skylt að gera tillögu eða tillögur um umsækjend- ur ef ráðið er ekki sammála. Á þessu tvennu, „umsögn" og „tillögu", sé verulegur munur. Jón segir í bréfinu að málsmeðferð tryggingaráðs sé vafasöm og eigi sér vart stoð í lögum. Hún sé raunar meiðandi fyrir hluta umsækjenda, þá sem samkvæmt umsögn ráðsins teljist vanhæfir. Jón fer fram á það við ráðherra að hann hlutist til um að ráðin verði á bót í samræmi við skýlaus lagaákvæði. Jón sendi heilbrigðisráðherra þetta bréf snemma í gærmorgun. Þrátt fyrir að hafa fengið bréfið gekk ráð- herra frá ráðningu á Karli Steinari Guðnasyni í stöðu forstjóra þá um morguninn. í framhaldi af því óskaði Jón Sveinsson eftir því við umboðsmann Alþingis að hann tæki málið til umfiöllunar. -EÓ Sjö sóttu um skattstjora- embætti á Vestfjörðum: Elinu Fjármálaráðherra hefur sett El- ínu Ámadóttur f embætti skatt- stjóra Vestfiarðaumdæmis frá næstu mánaðamótum. Elín er 32 ára að aldri, lauk lögfræði- prófi frá HÍ haustið 1989 og hef- ur síðan verið starfsmaður ríkis- skattstjóra. Sex aðrir kepptu við Elínu um stöðuna. Af þeim eru nafn- greindir Guðmundur Halldórs- son viðskiptafræðingur, Harald- ur Þór Teitsson viðskiptafræð- ingur og Jónas Guðmundsson lögfræðingur. Hinir þrír óskuðu nafhleyndar. - HEI Verð á skinku í dönskum stórmörkuðum kringum 686 krónur, 6% hærra en í Hagkaup: Leggur Hagkaup minna á danska skinku en íslenska? DENNI DÆMALAUSI Samkvæmt verðkönnun sem gerð var í stórmörkuöum í Danmörku í ágústbyrjun er algengt verð á sambærilegri skinku og þeirri sem Hagkaup hefur flutt inn 66 Dkr. á kíló, eða um 686 kr. íslenskar. Hagkaup hefur tilkynnt að það hygðist selja innfluttu skinkuna á 649 kr. kílóið, sem er 37 kr. lægra verð en út úr búð í Danmörku. „Með hliðsjón af innflutningskostnaði má því gera ráð fyrir að Hagkaup hafi ætlað sér að selja dönsku skinkuna með lágri álagningu á sama tíma og það seldi íslensku skinkuna með a.m.k. 40% álagningu," segir í til- kynningu frá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins. „Innlendir framleiðendur hljóta að krefiast þess að Hagkaup láti inn- Ienda framleiðslu sitja við sama borð og erlenda. íslensk skinka sam- bærileg þeirri dönsku kostar 1.199 krAg. út úr búð. Ef Hagkaup lækk- aði álagningu úr 40% í 10% mundi smásöluverð hennar lækka í 922 krAg. Það er 30% hærra verð en á dönsku skinkunni, ekki 70% hærra eins og Hagkaup tilkynnti á sínum tíma,“ segir UL. Þann 30% verðmun megi að veru- legu leyti rekja til aðstöðumunar innlendra og danskra svínakjöts- framleiðenda, þar sem þeir dönsku njóti góðs af niðurgreiddu fóður- verði og rýmri heilbrigðisreglum. Þannig sé danskt svínafóður t.d. iðu- lega íblandað fúkkalyfium og jafnvel vaxtarhvetjandi hormónum, sem bannað er að nota hér á landi. Það er sagt algengt að skinka sé seld með 40-45% álagningu hér á landi. Smásöluálagningin sé 27- 30%. Við hana bætist magnafsláttur, sem algengt sé að veittur sé á heild- sölustigi, oft á bilinu 3-10%. Þar til viðbótar fái smásalamir ýmsan ann- an „óbeinan" afslátt, svo sem vaxta- lausan gjaldfrest og endurskilarétt á vöru með útrunninn dagstimpil. Þessi afsláttur virðist sjaldan skila sér í lægra vöruverði. - HEI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.