Tíminn - 13.11.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.11.1993, Blaðsíða 2
2 LEIÐARI Laugardagur 12. nóvember 1993 Skilið sameigninni Það þykja mikil ódæmi að hækka eigi virðisaukaskatt á fiski úr einhveijum pró- sentum í önnur prósent. Nú er soðningin orðin svo dýr að mannskapurinn hefur ekki leng- ur efni á að éta hana, verkalýðs- forystan er öldungis hlessa á skattlagningunni og ríkisstjómin í mesta fiskveiðilandi veraldar telur að allt efnahagslífið fari úr böndunum ef ekki megi hækka fiskinn til innlendra neytenda um einhver prósentustig. Ráðleysið og hugmyndafæðin sem skín út úr skattlagningunni á neyslufiskinum vekur grun um að hér véli helst undirmálsmenn um. Verð á neyslufiski á íslandi er óheyrilegt og er ósvífið að vera síifellt að bera það saman við markaðsverð í stórborgum í þús- unda kílómetra fjarlægð. Enda er ekki nokkur vandi að ná því verulega niður ef vilji og vit væri fyrir hendi. í flestum eða öllum löndum heims eru á boðstólum einhveij- ar ódýrar matartegundir sem halda lífi í fátæku fólki. Lengi var fiskur ódýr matvara sem flestir gátu veitt sér og oft gáfu sjómenn þurfandi af afla sínum og þótti engum mikið. En hægt er að ná verði á neyslufiski verulega niður eða jafnvel gefa hann í stað þess að karpa um skattaprósentur af nauðsynjavörunni. í lögum stendur að fiskurinn á íslandsmiðum sé eign þjóðarinn- ar og þá eign er hægt að færa henni útlátalítið. Offjárfesting í fiskiskipum og veiðarfærum er ekki deiluefni. Þúsundir manna til sjós og lands ganga atvinnulausar. Hafnir eru vannýttar, fiskvinnslustöðvar standa tómar, raforkan er marg- falt meiri en hægt er að selja, verslunarhúsnæði er fáránlega mikið og má lengi áfram telja til að sýna að það þurfi ekki að kosta nein býsn að veiða á inn- anlandsmarkað og selja aflann fyrir sáralítið verð. Allt eins má borga fólkinu fyrir veiðar og vinnslu og sölu sjávar- fangsins eins og að láta það vera á atvinnuleysisbótum. Eitthvað mun olían kosta segja eiginhagsmunaseggimir sem allt- af vilja sitja einir að auðlindum og sölumennsku. Auðvitað mun hún kosta eitthvað og útgerðin yfirleitt. En bæði ríki og sveitar- félög greiða einhver ósköp fyrir athafnaleysið og útgerðarkostn- aðurinn fyrir að fiska fyrir inn- anlandsmarkaðinn er hverfandi fyrir öll þau útgjöld. Vaxi einhverjum í augum að þetta dragi úr sölu til útlanda má benda á að innanlandsneysla á fiski er svo hverfandi miðað við útflutninginn að það mun engu skipta í því tilliti þótt þjóðin veitti sér þann lúxus að fá eigin soðningu fyrir lítið sem ekkert. Við fyrstu sýn kann sú hug- mynd sem hér er sett fram að vera fjarstæða. En með skyn- samlegri útfærslu getur hún auð- veldað ótrúlega mörgum lífsbar- áttima. Kostnaðurinn getur orð- ið sáralítill ef rétt er kalkúlerað og enn skal ítrekað að innan- landsneyslan er sárah'til miðað við heildaraflann. Matarverð á íslandi er óheyri- legt og þótt oftast sé talað um kjötið í því sambandi er verð- lagningin á fiskinum margfalt ósvífnari. Svo skal aldrei gleymast að fisk- urinn er sameign þjóðarinnar og hún á öll að fá að njóta hennar, en ekki aðeins einhveijir útvald- ir. Verður nýtt jökulskeið? Er ísöld lokið? Í TÍMANS RÁS Ari Trausti Gu&mundsson jarðeðlisfræðingur I. Kollsteypur veðurfars á norðurhveli jarðar eru orðnar margar. Afar hlý tíma- skeið hafa runnið á enda og fáeinar ísald- ir, mjög köld og löng tímabil, lita 4000 milljóna ára sögu jarðar. Hin yngsta þeirra hófst fyrir 2-3 milljdnum ára. Röð atburða með hægum aðdraganda steypti jörðinni út í öfgakennt ferli þar sem á hafa skipst 20-30 jökulskeið og jafnmörg hlýskeið. ís- öld þessi er sögð vera hluti af tímaskeið- inu kvarter í jarðsögunni en auk ísaldar inniheldur kvarter stutt tímabil: Nútím- ann sem tekur yfir sl. níu til tíu þúsund ár, frá síðasta jökulskeiði og er blómaskeið mannkyns. né hvemig flókin atburðarásin varð. Hitt er víst að jökulskeiðið bar brátt að; á all- mörgum áratugum voru aðstæður lífvera gjörbreyttar á norðurhvelinu. Á suður- hveli stækkuðu jöklar mun minna. m. Sjálft jökulskeiðið einkenndist af hita- sveiflum en hámarki náðu jöklar og hafís fyrir um 28.000 árum. Kanada, N-Evrópa, nyrsti hluti Asíu, mestallt ísland, allt N- íshafið og meira til hvarf undir eitt til þtjú þúsund metra þykkan jökul og miklu þynnri hafís. Um 5- 10% af íslandi stóðu upp úr íshellunni; jökulsker og fjallabálk- ar til stranda, en landið óbyggilegt. Fyrir 13.000-15.000 árum tók að hlýna svo um munaði og eftir a.m.k. tvö stutt kuldaköst snarhlýnaði og ísinn hvarf eins og dögg fyrir sólu frá því fyrir um 9000 árum að telja. Fyrir um 9700 árum lá jökuljaðar á miðju Suðurlandsundirlendinu; nokkrum öldum síðar hafði jökul hörfað upp í há- lendið og fyrir 8000 var mestallt miðhá- lendið örugglega orðið jökullaust. H. Síðasta jökulskeið hófst fyrir 120.000 árum, að undangengnu bærilegu en stuttu hlýskeiði (um 15.000 ár). Atburða- rás í lofthjúpi og höfum breytti haf- straumum og færði þá úr stað, meðalhiti féll um nokkur stig, úrkomumynstur breytist og jöklar og hafísþök tóku að vaxa mjög hratt. Ekki er vel ljóst hvað olli IV. Á nútíma hafa gengið yfir tvö allhlý og tvö allköld 2000-2500 ára skeið. Við lifum á síðara kalda skeiðinu sem sjálft einkennist af hitafarssveiflum; langvinn- um eins og „litlu ísöldinni' um 1500-1900 og skammlífum eins og hlýviðraskeiðinu 1920-1965. Um þessar mundir er fremur svalt og jöklar stækka. Útbrei&sla meginjökla og hafiss þegar sí&asta jökulskei& ísaldar nóði hámarki fyrir um 28.000 árum. (Úr lce Ages e. Jon Erickson, 1990) V. Auðvitað vaknar sú spurning hvort brátt dragi að endalokum núverandi hlý- skeiðs (nútímans) með nýju upphafi jök- ulskeiðs eða hvort ísöld sé endanlega lok- ið. Enginn veit það með vissu. Fyrri kosturinn felur í sér gjörbyltingu á högum manna um allan heim. Hér lyki búsetu og öll okkar verk sem ekki eru færanleg myndu eyðileggjast. Sýnt þykir að umskiptin kynnu að verða snögg; veð- urfar umbyltist á minna en hálfri til einni öld; stórir jöklar næðu til sjávar á nokkr- um öldum og eftir árþúsundir yrði landið hkast Grænlandi í útliti. Síðari kosturinn er fýsilegri; einkum ef nýtt 2500 ára hlýtt tímabil tæki nú við. VI. Mikið fé og fyrirhöfn er lögð í að rannsaka ískjama, jarðlög, botnset úr höf- unum o.fl. til að afla upplýsinga um fom- veðurfar. Vera má að túlka megi teikn um breytingar nógu snemma til þess að gera okkur þær léttbærari en ella. ““ TÍMINN "" "_ Ritstjórn og skrifstofur: Hverfisgötu 33, Reykjavík Ritstjóri: Þór Jónsson • Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson • Fróttastjóri: Stefón Ásgrímsson Póstfang: Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Utgefandi: Mótvaegi hf • Stjórnarformaður: Steingrímur Gunnarsson • Auglýsingastjóri Guðni Geir Einarsson. Aðalsími: 618300 Póstfax: 618303 • Auglýsingasími: 618322, auglýsingafox: 618321 • Setning og umbrot: Tæknideild Tímans • Prentun: Oddi hf. • ÚHit: Auglýsingastofan Örkin • Mána&aráskrift 1400 kr. Verð í lausasölu 125 kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.