Tíminn - 13.11.1993, Blaðsíða 18

Tíminn - 13.11.1993, Blaðsíða 18
18 Laugardagur 13. nóvember 1993 Jón Þ. Einarsson bóndi Neðra-Dal MINNING Fæddur 18. janúar 1916 Dáinn 5. nóvember 1993 Hvert reiðarslagið af öðru dynur yfir. í síðast liðnum mánuði deyr Ársæll bróðir minn og nú aðeins rúmum hálfum mánuði seinna Jón bróðir okkar. Hann lést eftir stutta legu í Landspítalanum 5. þessa mánaðar. Lengst ævinnar var Jón heilsu- hraustur. Um nokkmt skeið hafði hann verið veill fyrir hjarta og ágerðist sjúkleikinn í sumar. Eng- an óraði samt fyrir að kallið væri komið. Jón, eða Þorbergur Jón eins og hann hét fullu nafni, var fæddur 18. janúar 1916 í Neðra-Dal í Biskupstungum. Foreldrar hans voru Einar Grímsson bóndi og kona hans Kristjana Kristjáns- dóttir. Einar var sonur hjónanna Gríms bónda á Þórarinsstöðum í Hrunamannahreppi, Einarsson- ar bónda og hreppstjóra í Galta- felli, Jónssonar bónda og danne- brogsmanns á Kópsvatni, Ein- arssonar bónda og hreppstjóra á Berghyl, Jónssonar bónda og hreppstjóra í Skipholti, Jónsson- ar, bróður Fjalla-Eyvindar. Móð- ir Einars í Galtafelli var Katrín Jónsdóttir bónda í Reykjadal í sömu sveit. Kristjana var dóttir Kristjáns bónda í Heysholti í Landsveit, Guðmundssonar bónda í Skógar- koti í sömu sveit. Móðir Kristjönu var Kristín Jónsdóttir bónda í Heiði í Holtum. Þessi stutta ættfærsla sýnir að traustir stofnar bændasamfélags- ins stóðu að Jóni. Jón ólst upp í stórum systkina- hópi í Neðra-Dal. Systkinin voru níu, sex synir og þijár dætur. Nú eru aðeins fjögur eftir á Iífi. Eins og að Kkindum lætur var oft glatt á hjalla í svo stórum systkinahópi, bæði í leik og starfi. Börnin vöndust fljótt við að Iétta undir með fullorðna fólkinu í daglegum störfum er þau höfðu aldur til. Þá kom fljótt í ljós að Jón var ósérhlífinn og duglegur. Jón var fróðleiksfús og bráð- greindur. Að loknu námi í bama- skóla, langaði hann til að afla sér frekari þekkingar. Hjá fátækum pilti gat ekki orðið um langskóla- nám að ræða. Sveitin og sveitalíf- ið áttu sterkan þátt í eðli hans og skapgerð. Honum varð fljótt ljóst að starfi foreldra og forfeðra vildi hann helga krafta sína. Jón ákvað að fara í Bændaskólann á Hvann- eyri. Þar stundaði hann nám 1937-'39 og lauk þaðan prófi sem búfræðingur. Árið 1942 verða þáttaskil í lífi Jóns. Hinn 25. maí kvænist hann mikilli myndarstúlku, Aðalheiði Guðmundsdóttur frá Böðmóðs- stöðum í Laugardal. Hún hefur reynst manni sínum hinn besti og traustasti lífsförunautur, staðið við hlið hans í blíðu og stríðu. Sama ár flytjast foreldrar Jóns til Reykjavíkur og láta jörðina í hendur ungu hjónunum. Nokkr- um ámm seinna kaupa þau jörð- ina. Síðan hafa Jón og Aðalheið- ur búið í Neðra-Dal, við mikla rausn og myndarbrag í meira en hálfa öld. Þeim hjónum varð átta bama auðið, allt synir. Þeir em allir hin- ir mestu myndarmenn, vel menntaðir hver á sínu sviði og gegna ábyrgðarstörfum í þjóðfé- laginu. Þeir em taldir hér í ald- ursröð: Birgir Bjamdal, kvæntur Elínu Sigurðardóttur. Þau eiga tvo syni. Guðmundur Laugdal, kvæntur Hólmfríði Halldórsdótt- ur. Þau eiga son og dóttur. Grím- ur Bjamdal, kvæntur Sólveigu Róbertsdóttur. Þau eiga fjórar dætur. Krislján Bjamdal, kvænt- ur Sigrúnu Jensey Sigurðardótt- ur. Þau eiga þijár dætur og einn son. Einnig á Kristján annan son. Einar Bjamdal, kvæntur Guð- laugu Pálsdóttur. Þau eiga tvær dætur. Heiðar Bjamdal, kvæntur Kolbrúnu Svavarsdóttur Kæme- sted. Þau eiga þijár dætur og einn son. Þráinn Bjamdal, kvæntur Önnu Soffíu Bjömsdóttur. Þau eiga tvær dætur og einn son. Bjöm Bjamdal, kvæntur Jó- hönnu Fríðu Róbertsdóttur. Þau eiga tvo syni. Eins og sjá má á þessari upptaln- ingu er ættbogi þeirra Jóns og Aðalheiðar stór. Bamabömin em 24 og 3 bamabamaböm. Sannar- lega hafa þau hjón rækt vel skyldur sínar við þjóðfélagið og ættjörðina. Neðri-Dalur er kostajörð, beiti- Iand geysilega stórt og slægjur á útengi góðar. Túnið var reyndar ekki í nægilega góðri rækt og meirihluti þess þýfður. Ungi bóndinn var harðduglegur og fylginn sér. Jón hófst þegar handa að slétta og stækka túnið. Þúfumar hurfu eins og dögg fyrir sólu og mýramar og óræktarmó- amir í kring breyttust í iðjagræn- an völl. Mér flýgur í hug erindi úr ljóði skáldsins úr Kötlum: Skattframtöl Bókhaldsþjónusta Rekstrarráðgjöf Júlíana Gísladóttir Viðskiptafræðingur ■ Meistari í mafkaðsfræðum Langholtsvegur 82 Simi: 68 27 88 104 Reykjavík Fax: 67 88 81 »BLIKKSMIÐJA BENNA Skúlagötu 34 sími: 11544 Smíða og set upp reykrör, samþykkt af Brunamála- stjóm frá 1983. Smíða og set upp loftræst- ingar, viðurkenndar af byggingarfulltrúa í Reykja- víkfrá 1983. Ilmhöfyur blómablær berst hér að vitum mér; gróðurmagn Ijðss og lífs laðar minn anda að sér. Sólarhafs öldum í áköf mín laugast sál, líkt því er blómsins blað baðast í regnsins skál. Hérfinnst mér lífið Ijúft. Létt er mér nú um starf. Dagsverkið enda er ærið, sem vinna þarf. Gengur frá gullsins mold gegnum mig segulmagn. Orka míns æskublóðs á hér að vinna gagn. Snemma á búskaparámm sínum ræðst Jón í að endumýja húsa- kostinn í Neðra-Dal. Hann byggir stórt og vandað steinsteypt íbúð- arhús. Allmörgum árum síðar reisir hann stóra viðbyggingu við gamla húsið. Þá endumýjar Jón með myndarbrag hlöður og öll gripahús á jörðinni. Bústofninn stækkaði brátt. Fjár- eign var nokkur hundmð, kýr í fjósi hátt á annan tug, og hestar allmargir. Jón hafði yndi af að hirða og annast um skepnur, ekki síst hesta. Hann átti alltaf nokkra góða reiðhesta. Á síðari ámm er hestamannafé- lagið Logi var stofnað í Biskups- tungum, var Jón um skeið for- maður þess. Ýmsum trúnaðarstörfum var Jóni falið að gegna. Má þar nefna að hann sat í hreppsnefnd á ann- an áratug og í sóknamefnd Haukadalskirkju var hann til dauðadags. Þá beitti Jón sér fyrir framfara- málum, sem til heilla horfðu og hagsbóta fyrir sveitungana. Ásamt fleimm barðist hann fyrir því á sjöunda áratugnum að fá rafmagn á efstu bæina í Tungun- um. Hann var málafylgjumaður og laginn að ná fram þeim mál- um sem hann barðist fyrir. Þá var Jón mikill félagshyggju- maður og lá ekki á skoðunum sínum í þjóðmálum. Hann fylgd- ist vel með gangi mála, bæði utan lands og innan. Það var einkar ánægjulegt að spjalla við Jón og það kom enginn að tómum kof- unum hjá honum. Um svipað leyti og rafmagnið kemur ræðst Jón í það ævintýri að koma sér upp einka hitaveitu í Neðra-Dal. Lagði hann rör frá hverasvæðinu við Geysi, en það er tæplega 2ja km vegalengd. Fyrirtækið heppnaðist vel, og að sjálfsögðu notaði hann tækifærið og byggði sundlaug heima við bæinn. Síðar, í samvinnu við Jarðboran- ir ríkisins, lét Jón bora eftir heitu vatni í túnfætinum heima. Það heppnaðist einnig. Síðasta einkaframtak Jóns í Neðra- Dal, skömmu áður en hann lést, var að láta bora nýja holu skammt frá bænum. Árang- urinn varð stórkostlegur, ca. 10 1 á sek. af 70 gr. heitu vatni. Þótt Jón hefði stórt bú framan af búskaparárum sínum, hikaði hann ekki við að bæta á sig tíma- frekum verkefnum, sem út- heimtir mikil ferðalög. Hann tók að sér fyrir Sauðfjárveikivamim- ar að girða á milli sýktra og ósýktra landsvæða og sjá um við- hald girðinganna. Þar má nefna girðinguna á Kili sem nær á milli jökla. Þá færði hann vörðum Sauðfjárvama á Kili vistir hálfs- mánaðarlega að sumri til um langt árabil og síðast nú í sumar, þótt ekki gengi hann heill tíl skógar. Fyrir rúmum áratug hætti Jón kúabúskap. Og nokkmm árum síðar var allt fé skorið niður vegna riðuveikinnar. Að síðustu vom aðeins hestamir eftir, þótt þeirn færi fækkandi. En Jón var maður þeirrar gerðar að hann skorti aldrei verkefni. Hann bætti við sig virmu í girð- ingunum. Hann hafði yfir að ráða harðduglegum Ðokki ungra manna og kvenna, sem hann stjómaði með slíkri röggsemi að betra verður ekki á kosið. Eflaust hefur þetta verið unga fólkinu góður skóli. Vinnuflokkur Jóns var eftirsótt- ur. Hann vann mikið á Nesjavöll- um fyrir Reykjavíkurborg. Einnig fyrir hestamannafélagið Fák í Reykjavík. Jón var einstaklega góður og umhyggjusamur heimilisfaðir. Reglusamur var hann svo af bar, bragðaði aldrei vín og notaði ekki tóbak. Aðalheiður, eða Heiða eins og hún er alltaf kölluð, er fyrir- myndar húsmóðir, og bjó manni sínum og bömum notalegt og fal- legt heimili. Hjónin í Neðra-Dal vom mjög gestrisin. Eins og að líkindum lætur var oft mjög gestkvæmt hjá þeim. Bamabömin áttu margar yndisstundir hjá ömmu og afa. Öllum, jafnt venslafólki og vin- um, var tekið opnum örmum. Ég fluttist alfarinn að heiman innan við tvítugt. En alltaf vitjaði ég æskustöðvanna á sumrin, fyrst meðan pabbi og mamma bjuggu í Neðra- Dal og síðan Jón og Heiða mágkona. Ekki brást að alltaf var sest að veisluborði. Síðan var svipast um utan dyra. Stundum var rennt fyrir silung í Laugá og Almenningsá eða prílað upp í skógivaxnar hlíðar Bjamarfells og notið hins dýrlega útsýnis. Frá þessum heimsóknum á ég dýr- mætar minningar. Nú er komið að leiðarlokum. Daginn áður en Jón lést sat ég við sjúkrabeð hans á Landspítalanum stundarkom. Hann var að vanda hress í bragði, þótt hann ætti erf- itt um mál. Hann sagði að vænt- anlega færi hann heim í næstu viku. Hann fór ekki austur að Neðra-Dal. Ferðinni til annarra heimkynna varð ekki frestað. Við Aðalheiður sendum Heiðu, sonum og fjölskyldum þeirra, systkinum, öðm venslafólki og vinum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning þín, kæri bróðir. Áxmann Kr. Einarsson Hrotumar í afa koma úr sófan- um við sjónvarpið og ofaná myndarlega maganum hans ligg- ur Guðbjörg og sefur vært. En Guðbjörg var ekki sú eina af systrunum sem var hrifin af afa sínum, yngri systur hennar sóttu einnig í félagsskap afa síns. Síðastliðin sumur var Brynhild- ur svo lánsöm að vinna með afa sínum og kynntist hún honum þá mjög náið. Kom hún heim nokkxum sinnum á sumri, upp- full af skemmtilegum sögum af afa sínum. Átti hún þar ótal margar góðar stundir. Hrafnhildur hafði sama áhug- ann á hestum eins og afi hennar. Áttu þau margar góðar stundir saman yfir hestaspjalli og oft horfði afinn stoltur á eftir henni þegar hún reið úr hlaði. Féll afa vel að Hrafnhildur skyldi banna það að reiðbuxumar hennar yrðu þvegnar, það væri bara pjatt. Sú yngsta, Bergrún, var svo heppin að fá að dvelja í þijá mán- uði að vetri til hjá afa sínum og ömmu, og naut þess þá að hafa hann alveg út af fyrir sig. Á þess- um mánuðum eignaðist hún margar góðar minningar. Nú, þegar við stöndum frammi fyrir því að kveðja afa okkar í hinsta sinn, er margt sem kemur upp í hugann. Hlutir, sem við héldum að væm gleymdir, skjóta upp kollinum og fá okkur til að brosa. Við höfrnn sannfærst um að ekkert gleymist og við getum alltaf kallað fram þær stundir sem við höfum átt með afa okkar. í hugum okkar og hjarta verður alltaf til minningin um okkar yndislega afa, sem var með hjartað á réttum stað og húmorinn í lagi. Bless, elsku afi okkar. Guð gefi elsku ömmu okkar styrk í sorg- inni. Guðbjörg, Brynhildur, Hrafnhildur og Bergrún Grímsdætur AFI Afi er farinn hann er farinn langt í burtu hann kemur aldrei aftur til mín né þín. Hann er dáinn. Hann fór að hitta himnafóður sest hjá honum glaður í bragði skildi veikan líkama sinn eftir. Afi er farinn og kemur aldrei aftur. (Elín Ragnhildur Vlðarsdóttir) Þannig komst frænka okkar að orði. Við systkinin minnumst allra góðu stundanna með afa okkar í sveitinni. Þegar við eltum hann út í fjárhús að gefa kmdunum. Eða þegar við hlustuðum á hann segja frá, því hann afi vissi svo margt og las svo mikið og þekkti landið sitt og þjóð svo vel. Sér- staklega er okkur minnisstæð seinasta heimsókn okkar til hans og ömmu þegar við komum að skoða nýju borholuna, þar sem heita vatnið bunaði upp úr jörð- inni. Nú þyrfti afa og ömmu ekki að verða kalt í vetur. Afi varð svo glaður að við skyldum koma til hans og ömmu og gleðjast með þeim. Okkur kom ekki til hugar þá, að við ættum ekki eftir að sjá hann aftur í þessu lífi. En þó hann sé ekki hjá okkur lengur, munum við alltaf minnast hans með ást og virðingu. Elsku amma, Guð gefi þér styrk, því þú hefur misst svo mikið. Lena Ösp, Heiða Ösp, Bjarki Rafn og Kristjana Kristjánsböm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.