Tíminn - 13.11.1993, Blaðsíða 13
Laugardagur 13. nóvember 1993
13
lítalíu
sem varamaður á síðustu tveim-
ur mínútunum, en hann hefur
ekkert leikið frá því að hann
lenti í bflslysi í byijun ágúst.
NAPOLI
Napoli gerði litlar breytingar,
fékk engan nýjan leikmann, en
lánaði tengiliðinn Luca Altomare
til Lucdiese.
PARMA
Parma hefur gengið vel og er nú
jafnt AC Mflan að stigum á toppi
deildarinnar, en fyrir skömmu
varð liðið fyrir því áfalli að belg-
íski landsliðsmaðurinn Georges
Grun meiddist og verður ekki
með naestu mánuði. Liðið lagði
mikla áherslu á að fá sterkan
mann í hans stað og fyrir valinu
varð Argentínumaðurinn Nestor
Sensini frá Udinese. Hann hefur
staðið sig manna best í slakri
vöm Udinese á þessu tímabili og
ætti að reynast Parma vel í topp-
baráttunni. Parma greiddi um
225 milljónir króna fyrir hann,
auk þess sem tengiliðurinn Fau-
sto Pizzi fór til Udinese.
PIACENZA
Piacenza er ekki fjársterkt lið og
gerði engar breytingar á leik-
mannahóp sínum. Liðið hefur
enga útlendinga og er að mestu
byggt upp á leikmönnum sem
ekki hafa komist langt hjá öðr-
um liðum.
REGGIANA
Reggiana hefur ekki gengið sem
best frá því að liðið kom upp úr
2. deild síðasta vor og sóknar-
leikur hðsins ekki verið merki-
legur. Liðið reynir nú að losna
við Svíann Johnny Ekström og
lfldegt áð hann fari á næstunni
tfl Lugano í Sviss. í staðinn hefur
liðið fengið til sín Portúgalann
Paolo Futre frá Marseille. Futre
er 27 ára og hefur verið talinn í
hópi bestu knattspyrnumanna
heims allt frá því að hann kom
fram á sjónarsviðið í lokakeppni
HM 1986 í Mexíkó. Hann hóf
ferilinn með Sporting Lisbon, en
hefur síðan leikið með Porto, At-
letico Madrid, Benfica og Mar-
seille. Á síðustu tíu mánuðum
hefur hann skipt þrisvar um fé-
lag. í janúar var hann seldur frá
Portúgalinn Paolo Fuire er kominn í herbúðir Reggiana
fró Marseille og er honum ællað að lífga upp á
sóknarleik liðsins.
TORINO
Torino gerði heldur ekki miklar
breytingar, keypti engan og að-
eins einn leikmaður fór frá félag-
inu. Pað var varamaðurinn Chiti,
sem fór til Prato.
UDINESE
Eins og búist var við, voru gerð-
ar þó nokkrar breytingar hjá Udi-
nese, enda hefur liðinu gengið
afleitiega að undanfömu. Danski
bakvörðurinn Thomas Helveg var
fenginn að láni frá Odense, en
ekki er talið lfldegt að hann kom-
ist í byrjunarliðið til að byrja
með. Pólski landsliðsmaðurinn
Dariusz Adamczuk kemur frá
Dundee í Skotlandi, en hann er
mikill vinur Mareks Kozminski
sem leikur með Udinese. Fausto
Pizzi kom frá Parma sem hluti að
greiðslu fyrir Nestor Sensini,
Michele Gelsi, 25 ára tengiliður,
kom frá Perugia og framheijinn
Stefano Borgonovo var fenginn
frá Pescara í skiptum fyrir gömlu
kempuna Andrea Camevale.
Getraunaseðillinn:
Adreale-Cosenza x
Ancona-F. Andria 1
Bari-Bresda 1
Lucchese-Padova x
Modena-Fiorentina 2
Monza-Verona 1
Palermo-Venezia 1
Pescara-Ascoli x
Vicenza-Pisa x
Bologna-Prato 1
Capri-Pro Sesto 1
Carrarese-Triestina 1
Empoli-AIessandria 1
Atl. Madrid til Benfica, en þegar
félagið lenti í fjárhagsörðugleik-
um var hann seldur til Marseille
í sumar. Marseille lenti í svipuð-
um vandræðum eftir að upp
komst um mútumál í Frakklandi
og hefur nú verið að selja flesta
af bestu leikmönnum sínum.
Reggiana hefur einnig fengið til
sín Rúmenann Dorin Mateut að
láni frá Bresda, en hann hefur
fengið fá tækifæri til að spreyta
sig með liðinu síðan hann kom
frá Real Zaragoza á síðasta ári.
Mateut er 28 ára sóknar-tengi-
liður og varð markahæsti leik-
maður Evrópu á tímabilinu
1988-89 með 43 deildarmörk
þegar hann lék með Dinamo
Búkarest í heimalandi sínu.
ROMA
Roma gekk frá sínum viðskipt-
um fyrir síðustu helgi. Liðið fékk
fyrir skömmu varnarmanninn
Gianluca Festa að láni frá Inter
og keypti tengiliðinn Massimili-
ano Cappioli frá Cagliari. Fram-
heijinn Roberto Muzzi var lán-
aður til Pisa og bakvörðurinn
Gabriel Grossi var lánaður til
Bari.
SAMPDORIA
Sampdoria breytti liði sínu ekk-
ert, enda þykir ekki ástæða til,
þar sem liðinu hefur gengið von-
um framar hingað til. Liðið hafði
áhuga á að fá Stefano Desideri
frá Udinese, en ekkert varð af
þeim viðskiptum.
ORÐSENDING TIL EIGENDA
KitchenAid
HRÆRIVÉLA
//// Einai*
! MmM Farestvert & Co hf
Borgartúnl 28 W 622901 og 622900
Okkur er sérstök ánægja að tilkynna KitchenAid eigendum að
við höfum nú gefið út handbók um hrærivélamar. I bókinni,
sem er 59 síður, er að finna upplýsingar um meðferð vélanna
ásamt fjölda uppskrifta um matreiðslu, bakstur og brauðgerð.
Þá eru í bókinni upplýsingar um pastagerð.
Verð handbókarinnar er kr. 1.250,-. Sendum í póstkröfu.
KitchenAid' — Mest seldu hrærivélar á íslandl í 50 ár!