Tíminn - 13.11.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.11.1993, Blaðsíða 12
íþróttir Laugardagur 13. nóvember 1993 12 Bestu menn Marseille ti LECCE Lecce rak þjálfara sinn, Nedo Sonetti, í vikunni og réð í staðinn Rino Marchesi, sem hefur þjálfað m.a. Napoli, Inter og Juventus, en var á síðasta tímabili þjálfari Spal í 2. deild. Liðið fékk fyrir skömmu til sín Rufo Emiliano Verga, 23 ára fríheija frá AC Milan, og fyrir síðustu helgi hafði liðið fengið framherjann Kwame Ayew frá Metz, sem átti samning hans að hálfu á móti bróður hans, Abedi »Pelé' Ayew. Tveir lítið þekktir leikmenn bættust svo í hópinn í þessari viku, en það eru þeir Erba, 22 ára framheiji frá Leffe, og Andre Gumprecht, 19 ára þýskur tengiliður sem fenginn var frá Bayer Leverkusen, en hann hefur aldrei leikið með liðinu í Bundesligunni. Hann hefur verið í unglingalandsliðum Pjóðverja, en var skráður sem áhugamaður hjá Leverkusen. Hann lék þrjá leiki með unglingaliði Lecce fyrir skömmu og stóð sig það vel að stjómarmenn liðsins vildu tryggja sér hann strax. Frá Lecce eru famir Alessandro Morello til Ac- ireale og Brasilíumaðurinn Gauc- ho Toffoli, sem hefur ekki staðið undir væntingum og var sagt upp. AC MILAN Fabio Capello, þjálfari Milan, kom nokkuð á óvart þegar hann ákvað að kaupa franska leik- manninn Marcel Desailly frá Marseille strax, en búist var við að hann kæmi til lisins næsta sumar. Desailly er 25 ára og fæddur í Ghana, en er franskur ríkisborgari og landsliðsmaður. Hann hóf ferilinn hjá Nantes, en var keyptur til Marseille sumarið 1992 og var í liðinu sem sigraði Milan í úrslitaleik Evrópukeppn- innar síðastliðið vor. Lék vana- lega sem miðvörður hjá Mar- seille, en Milan ætlar sér að nota hann á miðjunni þar sem hann á að taka við hlutverki Franks Rijkaard. Milan hefur lánað tvo leikmenn til loka þessa tímabils; markvörðinn Francesco Antoni- oli til Pisa og varnarmanninn Rufo Emiliano Verga til Lecce. í síðustu viku Iék liðið fyrri leik sinn gegn Piacenza í 3. umferð bikarkeppninnar og gerðu aðeins 1-1 jafntefli á heimavelli. Liðinu til málsbótar má þó nefna að nær enginn af fastamönnum liðsins lék með. Prír unglingar fengu að spreyta sig í fyrsta sinn, en það voru þeir Mirko Sadotti, 18 ára miðvörður, Francesco Cozza, 17 ára tengiliður, og Guerenzo, 18 ára framherji. Sadotti og Cozza hófu leikinn, en Guerenzo kom inn á sem varamaður. Þá kom Gianluigi Lentini einnig inn á ÍTALSKI BOLTINN Sævar HreiSarsson Ekkert er leikið í 1. deild (Serie A) um helgina vegna landsleiks ítala gegn Portúgal í næstu viku. í síðustu viku gekk mikið á, þar sem markaðurinn fyrir leik- mannaskipti lokaði á miðviku- dag. Flest liðin gerðu breytingar á leikmannahópi sínum og verður fróðlegt að sjá hvort nýir menn nái að breyta gengi liðanna. ATALANTA Einna mestar breytingar hafa orðið hjá Atalanta undanfama viku og má segja að liðið mæti með nýtt lið til leiks. Fyrir síð- ustu helgi keypti liðið Andrea Poggi, vinstri bakvörð, frá Venez- ia og áður en markaðurinn lok- aði á miðvikudag hafði liðið fest kaup á sex leikmönnum í viðbót. Nicola Boselli er 21 árs vamar- maður sem keyptur var frá Ra- venna, Luciano De Paola er 32 ára varnar-tengiliður sem kom frá Lazio með framherjanum Gi- anpaolo Saurini, en Lazio fékk þá báða í sumar frá Brescia. Pietro Assannato er 21 árs vamarmaður sem kemur frá Palermo á Sikiley, og Marco Sgro er 23 ára tengjlið- ur sem keyptur var frá Fiorenzu- ola þar sem hann hefur staðið sig mjög vel undanfarin ár. Hann hóf ferilinn hjá Genoa, en fékk aldrei tækifæri með félaginu. Að lokum endurheimti liðið mark- vörðinn efnilega Marco Am- brosio, sem lánaður var til Pisa í upphafi tímabilsins. Liðið hefur látið fjóra leikmenn af hendi í staðinn, en það em þeir Tebaldo Bigliardi, þrítugur vamarmaður sem fór til Palermo, Emanuele Tresoldi, 19 ára vamarmaður sme fór til Ravenna, Matteo Capecchi, 19 ára tengiliður, sem fór til Leffe, og Federico Pisani, 19 ára framheiji sem var lánaður til Monza til að öðlást reynslu, en hann er talinn með efnilegustu leikmönnum ítala í dag. CAGLIARI Cagliari breytti liði sínu ekki mikið, en skipti þó um mann á miðjunni. Liðið seldi Massimili- ano Cappioli til Roma, en fékk í staðinn Dario Marcolin að láni frá Lazio, en hann er nýorðinn 22 ára og hefur verið fyrirliði 21- árs landsliðs ítala að undan- fömu. CREMONESE Engar breytingar vom gerðar á leikmannahóp Cremonese, en Lazio reyndi ákaft að fá mið- vörðinn efnilega Francesco Col- onnese frá félaginu og var tilbúið að láta Luca Luzardi ganga upp í kaupin. FOGGIA Foggia tók því einnig rólega á markaðnum og aðeins ein breyt- ing var gerð á liði þeirra. Vamar- maðurinn Gianluca Grassadonia var Ieyft að fara til Salemitana, en hann hefur lítið fengið að spreyta sig með byrjunarliðinu. GENOA Genoa hefur gengið illa á þessu tímabili og hugði á miklar breyt- ingar. Um síðustu helgi lagði lið- ið Udinese að velli með 4-0 sigri og má vera að það sé ástæðan fyrir því að aðeins einn leikmað- ur var keyptur. Pað var Ungveij- inn Lajos Detari, sem leikið hef- ur á Ítalíu undanfarin ár með Bologna og á síðasta tímabili An- cona, en snéri aftur til heima- landsins í sumar og hefur leikið með Ferencvaros. Genoa seldi einnig aðeins einn leikmann og það var Valeriano Fiorin, sem fór til Palermo. INTERNAZIONALE Osvaldo Bagnoli, þjálfari Inter, gerði miklar breytingar á liði sínu í sumar og virðist mjög sátt- ur við þá leikmenn sem hann hefur. Liðið bætti því engum leik- manni í hópinn, en fyrir skömmu var varnarmaðurinn Gi- anluca Festa lánað- ur til Roma út þetta tímabil. Inter háði í vikunni seinni Ieik sinn gegn Lucchese í bikarkeppninni, en Inter sigraði í fyrri leiknum 2-0 á San Siro. í síðari leikn- um var Lucchese tveimur mörkum yfir í hálfleik, en Rússinn Igor Sha- limov bjargaði lið- inu með því að minnka muninn tíu mínútum fyrir leiks- lok og Inter kemst því áfram á marki skoruðu á útivelli. Marcel Desailly hefur verið keyptur til AC Milan frá Marseille. Hann er franskur landsliösmaður og er ætlað að taka við hlutverki Franks Rijkaard á miðjunni. JUVENTUS Litlar breytingar voru á liði Juvent- us, en vamarmann- inum Marco De Marchi var leyft að fara til Bologna. Giovanni Trapattoni þjálfari er ánægður með að fá frí í eina viku, þar sem liðið á við mikil meiðsli að stríða, og vonast hann til að Angelo Pemzzi og Gianluca Vialli verði til í slag- inn fyrir næsta leik. LAZIO Alen Boksic kom til liðs við Lazio fyrir leikinn gegn Napoli um síðustu helgi og var ásamt Giuseppe Signori besti maður liðsins. Hann tók stöðu Pierluigis Casiraghi í sókninni og Casiraghi var ekki ánægður með að detta út úr hðinu. Spumingin er bara hvaða útlendingur þarf að víkja úr liðinu og hallast nú flestir fjöl- miðlar á Ítalíu að því að Paul Gascoigne eigi ekki afturkvæmt í liðið. Þjóðverjinn Thomas Doll hefur leikið mjög vel í síðustu tveimur leikjum og Hollending- urinn Aron Winter virðist vera búinn að festa sig í sessi í liðinu á meðan Gascoigne hefur verið slakur þegar hann hefur getað leikið með. dós ög gæöin koma í Ijós! hagstœð kjör, langur lánstími, sveigjanlegt lánshlutfall, margir gjaldmiðlar IÐNÞROUNARSJÓÐUR Kalkofnsvegi 1 150 Reykjavík sími: (91) 69 99 90 fax: 62 99 92

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.