Tíminn - 13.11.1993, Qupperneq 17

Tíminn - 13.11.1993, Qupperneq 17
Laugardagur 13. nóvember 1993 SAKAMÁL Árla að morgni 12. ágúst 1990 var hiingt í Steve Wiley lögreglu- foringja í Flónda. „Það hefur ver- ið tiikynnt um skotárás í Fort Lauderdale,' sagði einn af undir- mönnum hans. „Aðeins nokkra tugi metra frá skrifstofum morð- deildarinnar.' „Hvað vitum við um ástandið eins og er?" spurði Wiley. „Petta virðast hafa verið heiftar- Iegar heimiliseijur. Petta var í litlu einbýlishúsi og ung kona var myrt. Kærastinn hennar segist hafa verið hjá henni, en lagt sig síðan um stund. Hann vaknaði við skothvell, en sá ekki hver til- ræðismaðurinn var. Pað eru eng- in vitni, kærastinn er sá eini sem veit eitthvað og hann missti af sjálfu morðinu. Hann virðist mjög miður sín, en þú ættir að tala við hann sem fyrst,' sagði undirmaðurinn. Wiley spurði hvort það hefði verið kærastinn sem hefði hringt í. neyðarsíma lögreglunnar og starfsmaður hans játti því. Aðeins eitt skot Skömmu seinna var Wiley kom- inn á staðinn, lítið einbýlishús við 67. götu í Fort Laudeídale, Flór- ída. Par vera þegar mættur her rannsóknarmanna sem biðu leyf- is foringjans til að rannsaka vett- vang. Wiley fékk stutta skýrslu við komuna. Skotið hafði verið á imga konu að nafni Linda Ward. Hún var látin þegar að var komið og kærastinn hennar beið inni í húsinu, miður sín eftir atburðina. Wiley hélt inn í húsið. Líkið af Lindu Ward lá á miðju stofugólf- inu. Hún var í svörtum kjól og bleikri blússu, en skólaus. Fyrir ofan hægri augabrúnina var lítið skotsár og annað á hnakkanum þar sem byssukúlan hafði farið í gegn. Aðeins eitt skot. Hún hafði aldrei átt möguleika á að lifa árás- ina af. Hurðin læst að innan? Að öðru leyti var reiða á öllum hlutum í húsinu. Wiley gekk til eldhúss og kynnti sig fyrir kær- asta konunnar, Jay Weinstein. Hann sat við eldhúsborðið ásamt einkennisklæddum lögreglu- manni, þunnhærður og feitlag- inn og horfði stórum sorgmædd- um augum niður í gólfið. „Linda leit inn til mín í kvöld, en annars bý ég hér einn en hún leigir herbergi í grenndinni," sagði Weinstein. „Við áttum notalega stund saman, drukkum svoh'tið vín, en skyndilega varð mér bumbult svo ég lagði mig smástund. Ég virðist hafa sofnað og vaknaði upp við skothvell. Pað liðu nokkrar mínútur áður en ég þorði að fara fram og þá lá Linda á gólfinu," sagði Weinstein. Hon- um sagðist þannig frá að Linda hefði verið látin, þegar að var komið, og hann hefði hvorki séð morðingjann né skotvopnið. Pað kom Wiley á óvart að Weinstein sagði að útidymar hefðu verið læstar að innan þegar hann ákvað að leggja sig um kvöldið. Wiley lét þetta gott heita við svo búið og fór sjálfur að rannsaka verksummerki. Sérstaklega at- hugaði hann glugga og dyr. Úti- dymnum var hægt að tvílæsa, en 17 Hún vissi hvað beið hennar ekki var að sjá að átt hefði verið við læsingamar. Þá vom glugg- amir heilir og ekkert sem benti til að maður hefði brotist inn um þá. Ekki morðgáta heldur raunveruleiki Pað var ekkert sem benti til að brotist hefði verið inn í húsið og það olli Wiley nokkru hugar- angri. Hann minntist allra þeirra dularfullu morðsagna sem skrif- aðar hafa verið um læstar hurðir. Lausn sagnanna var yfirleitt fólg- in í því að um síðir fannst morð- vopnið innan veggja hússins, vandlega falið. Petta var hins vegar engin morð- gáta, heldur ískaldur raunvem- leikinn. Pví til sönnunar var Lflcið af Lindu Ward, sem hjúkrunar- menn vom í þann mund að bera út úr húsinu. Nágrannamir voru teknir tali, ef einhver hefði séð eitthvað. Lítið var upp úr því að hafa utan þess að sumir töldu að slitnað hefði upp úr vinskap Weinsteins og Lindu fyrir nokkrn. Töluðu þeir um að hún hefði ekki heimsótt hann í nokkum töna, þá fyrr en um kvöldið. Lögreglan vann sín störf og fyrir utan húsið fannst skammbyssu- hylki, líklega utan af morðvopn- inu. Enn bólaði þó ekkert á morðvopninu sjálfu. Það var fátt um vísbendingar og málið allt hið undarlegsta. Eðli- lega lá Weiristein undir gmn, en hins vegar var staða hans nokkuð sterk á meðan morðvopnið var ófundið, auk þess sem hann virt- ist ekki sú manngerð sem fremdi morð. Pað er þó reglan í flestum morðum, sem eiga sér stað í heimahúsi, að morðinginn leyn- ist á meðal þeirra sem búa á staðnum, ef hægt er að útiloka rán eða annan ámóta tilgang með morðinu. í þessu tilviki var Wein- stein sá eini sem kom til greina. Hægt var að útiloka möguleikann á sjálfsmorði, þar sem byssuna vantaði. Hugsanlega ástríðuglæpur Wiley ákvað að sleppa Wein- stein ekki við svo búið og tók hann aftur tali. í samtali þeirra staðfesti Weinstein að sambandi hans og Lindu hefði lokið fyrir skemmstu. Pau höfðu síðan hist á krá fyrr um kvöldið og að sögn Weinsteins var neistinn ekki kulnaður á milli þeirra og hún fylgdi honum heim. Weinstein gat þess að það væri erfitt að við- halda svona sambandi, en hann hefði alltaf elskað Lindu. Wiley jánkaði og hugsaði sitt. Hann vissi sem var að ástin er sterkt afl sem getur leitt margt gott af sér, en hún getur líka snú- ist uppí andhverfu sína, hatur, á skömmum tíma. Hann ákvað að hamra jámið á meðan heitt væri og bað Weinstein að fylgja sér á stöðina í formlega yfirheyrslu. Steve Wiley lögregluforingi. Jay Weinstein. Wiley var búinn að fá nokkur símanúmer hjá ættingjum fóm- arlambsins og áður en hann hóf yfirheyrslumar, hringdi hann nokkur símtöl til að fá þeirra sjónarhom á sambandi Wein- steins og Lindu. Pað kom á dag- inn að Weinstein var að þeirra mati hættulegur, skapstór maður og til alls líklegur. Oftar en einu sinni hafði séð á Lindu eftir áverka, sem hann hafði veitt henni, og ættingjamir staðfestu að sambandið hefði verið mjög rysjótt. Pau höfðu oft rifist og slegist, en Weinstein hafði alltaf viljað halda sambandinu áfram. Sagan breytist Pegar Wiley settist andspænis Weinstein í yfirheyrsluherberg- inu var Weinstein mjög óöruggur að sjá og sagðist vilja breyta fram- burði sínum. í þetta skiptið gekk saga hans út á að hann hefði vaknað við skothvell og hraðað sér fram í stofuna. Þar höfðu tveir hettuklæddir menn staðið yfir líki Lindu og miðað á hann byssu þegar þeir sáu hann. Af einhveij- um orsökum hættu þeir við að skjóta hann og hröðuðu sér út án þess að segja orð. Weinstein sagð- ist ekki geta borið kennsl á þá vegna dulargervisins. Er Wiley spurði Weinstein af hveiju hann hefði ekki sagt þetta í upphafi, sagðist Weinstein hafa verið hræddur og ruglaður og því ekki hugsað rökrétt. Nú syrti í álinn fyrir hinum gmnaða. Pótt hann hefði verið grunsamlegur áður, jukust gmn- semdimar til muna við þessa breyttu fáránlegu sögu, sem ekk- ert benti til að gæti verið sönn. Eftir sem áður stóð sú staðreynd að dymar höfðu verið læstar að innanverðu og engin ummerki höfðu fundist um mennina tvo. Weinstein neitaði að segja meir án þess að hafa samráð við lög- fræðing, þar sem hann gerði sér Ijóst að Wiley trúði ekki orði af því sem hann var að segja. Framburður sonarins Seinna um morguninn hringdi samleigjandi Lindu og vildi tjá sig um málið. Hún lýsti því yfir að Weinstein væri ömgglega sekur, Linda hefði ítrekað reynt að losna undan jámgreipum hans, en hann hefði þjáðst af þráhyggju til hennar og virtist líta á hana sem sína eign. Sambýliskonan sagði ennfremur að Linda hefði eignast bam fyrir mörgum ámm, sem væri í umsjá foreldra hennar. Hún benti Wiley á að tala við strákinn hennar, sem væri 12 ára gamall. Það var erfitt verk fyrir Wiley að heimsækja foreldra Lindu og einkason hennar. Þau höfðu þó tekið fréttunum með stillingu og virtust hafa búist við þessu. Strákurinn hennar hafði sitthvað að segja um Weinstein. Að sögn hans höfðu þau iðulega verið á ferðalögum saman öll þijú og einnig höfðu móðir hans og We- instein oft heimsótt hann um helgar. ítrekað hafði drengurinn orðið vitni að því að Weinstein hótaði mömmu hans lífláti og kvöldið áður en hún var myrt hafði hún hringt í son sinn og sagt að hún væri hrædd og vildi reyna að „forða sér sem fyrst frá Weinstein og fara aftur að búa hjá baminu sínu.' Foreldrar Lindu höfðu svipaða sögu að segja af Weinstein, þeim líkaði illa við hann og vissu að Linda hafði ver- ið að reyna að losna við hann, en hann hefði ekki látið sér segjast. Wiley þakkaði upplýsingamar og keyrði aftur til Fort Lauder- dale. Honum var ljóst að allt bar að sama bmnni, líklega væri We- instein sekur um morðið, en hann vantaði eitthvað áþreifan- legt til að hanka morðingjann á. Loksins sönnunargögn Pað vom því gleðitíðindi sem biðu hans á stöðinni. Inni í her- bergi Weinsteins höfðu lögreglu- menn fundið lítið, vandlega falið box með skotfæmm sömu gerðar og hafði banað Lindu. Búið var að kryfja líkið og staðfesta að skotsárið á höfði fómarlambsins hefði leitt til dauða hennar. Læknirinn sagði nokkuð við Wil- ey sem hafði mikil áhrif á hann. „Pegar skotið hljóp af vom augu hennar lokuð. Hún vissi á hveiju hún átti von." Með þessu var gef- ið í skyn að Linda hefði þekkt til- ræðismann sinn, engan vott um skelfingu var að finna í stirðnuð- um andlitsdráttum hennar, hún hafði tekið dauðanum með æðmleysi, vitandi að allt var von- laust héðan af. Weinstein var fangelsaður og Wiley beið þess að sannleikurinn kæmi í ljós. Weinstein var auðsjá- anlega búinn að ráðfæra sig við lögfræðing sinn og gerði sitt besta til að sleppa undan armi réttvís- innar með eftirfarandi sögu: Síðasta haldreipið „Pað var reyndar þannig að við rifumst þetta kvöld. Linda var mjög æst og áður en ég vissi af, hafði hún náð í skammbyssu sem ég geymdi í skáp og miðaði henni á mig. Ég stökk fram og náði að snúa upp á handlegg hennar. Við áflog- in hljóp skot úr byssunni og hún hné örend á gólfið. Ég var hrædd- ur um að lögreglan myndi ekki trúa sögu minni, þannig að ég hringdi í frænda minn og bað hann að fela byssuna. Hann kom rétt áður en ég hringdi í lögregluna og fór með byssuna heim til sín. Framhaldið veist þú nú þegar." Wiley sendi menn til frænda Weinsteins og hann viðurkenndi að hafa vopnið undir höndum. Hann var ákærður fyrir að hefta framgang réttvísinnar og byssan var tekin og lögð fram sem sönn- unargagn. Hún var af gamalli gerð og hefði verið ómögulegt að greina tegund hennar af kúlunni. Samkvæmt síðustu útgáfu We- insteins hafði Linda sjálf haldið á byssunni þegar skotið hljóp úr henni. Pað voru tæknileg mistök, því við líkskoðun var sérstaklega rannsakað hvort ummerki væru á höndum hennar eftir að hafa hleypt úr byssu. Svo reyndist ekki vera. Par fór síðasta haldreipi We- insteins. Annað, sam veikti stöðu hans enn frekar, var að öll símtöl í neyðamúmer lögreglunnar, 911, em hljóðrituð og þar heyrð- ist Jay Weinstein segja í sífellu á meðan hann beið eftir sambandi: „Hvað hef ég gert, hvað hef ég gert?" Weinstein var því ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Réttarhöldin vom skammvinn, enda málstaður Weinsteins tap- aður. Hann fékk að lokum ævi- langt fangelsi, en getur vænst þess að fá frelsið á ný eftir 15-20 ár, ef hegðun hans verður óað- finnanleg. BúiS var að kryfja líkið og staðfesta aS skotsárið á höfói fórnarlambsins hefói leitt til dauSa hennar. Læknirinn sagði nokkuð við Wiley sem hafói mikil áhrif á hann. „Þegar skotfó hljóp af voru auau hennar lokuS. Hún vissi á hverju hún átti von." MeS þessu var geffó í skyn að Linaa heföi þekkt tilræSismann sinn, engan vott um skelf- ingu var að finna í stirðnuSum andlitsdráttum hennar, hún hafói tekfó dauöanum með æðruleysi, vitandi aS allt var vonlaust héSan í af.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.