Tíminn - 13.11.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.11.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 13. nóvember 1993 5 Kjör kvenna og verkalýðshreyfingin ~Q~ VETTVANGUR Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona Kvennalistans í Reykjavík. Pað er langt síðan undinituð hef- ur tekið þátt í jafn heitri og alvöruþrunginni umræðu og þeirri sem varð á nýafstöðnum iands- fundi Kvennalistans um launamál kvenna og verkaiýðshreyfinguna. Um árabil hafa kvennahreyfingar landsins og konur í fjölmörgum stéttarfélögum bent á óþoiandi lág laun fjölmennra kvennastétta, löngu úrelt mat á störfum kvenna og það himinhrópandi launamis- rétti sem hér viðgengst. Marg ítrek- aðar ábendingar og kröfur hafa þó ekki leitt til úrbóta, þvert á móti, því staðreyndin er sú að hér eins og víða í Evrópu breikkar launabilið milli kvenna og karla, jafnframt því sem þrengt er að konum á vinnumarkaði. Þar við bætist að á undanfömum fimm árum hefur kaupmáttur launa lækkað um 20% samfara niðurskurði í skóla- og heilbrigðiskerfinu, nýjum þjón- ustugjöldum og hærri sköttum. Á næsta ári er því spáð að kaupmátt- ur atvinnutekna minnki enn, eða um 4,5%. Dregið hefur úr yfir- vinnu á vinnumarkaðnum ekki síst hjá hinu opinbera og þar við bætist atvinnuieysi sem er um helmingi meira í röðum kvenna en karla. Fuilvinnandi konur með margra á'ra menntun að baki eru ekki mat- vinnungar og geta ekki staðið und- ir rekstri heimifa sinna og þeim kostnaði sem því fylgir að ala upp böm. Hvers konar gildismat er þetta? Á sama tíma birtast upplýsingar um laun forstjóra einkafyrirtækja sem og embættismanna hjá ríkinu, sem skipta hundmðum þúsunda, ef þau ekki skríða yfir milljón króna markið. Glæsijeppamir renna um stræti borgarinnar og þjóðvegi landsins, en við stýrið em m.a. þeir sem fengið hafa stóla bankastjóra og ríkisforstjóra í sinn hlut frá FLOKKNUM. Upplýst er að um 11 milljörðum króna sé stoiið undan skatti og ríkið afskrifar milljarða á milljarða ofan í töpuðum lánum og sköttum. Er nema von að þær kon- ur séu reiðar sem gert er að lifa á al- gengum launum kvenna (60-80 þús. kr. á mánuði) þegar horft er á fárániega há laun forstjóranna sem ekki em í takt við neitt annað í okkar þjóðfélagi. Er nema von að það sé urgur í þeim konum sem urðu að taka á sig lækkun persónu- afsláttar og skattahækkun í fyrra þegar miiljörðum er hreinlega kastað út um gluggann vegna alls konar ævintýramennsku í atvinnu- rekstri ef ekki svika og svindls. Eívers konar giidismat ríkir í þjóðfélagi sem líður skattsvik upp á 11 milljarða á ári (og fjöldi fólks tekur þátt í á eigin heimilum) á sama tíma og skorið er niður í skóla- og heilbrigðiskerfinu? Hvers konar verðmætamat er það sem leggur umönnun bama og sjúkra að jöfnu við eyðingu meindýra eða stjóm ökutækja? Hvers konar sam- félag er það sem sættir sig við allt að 25-faldan launamun og gríðarlega óréttlátt launakerfi? Er nema von að augum sé beint að þeim sem semja um kaup og kjör, til þeirra sem eiga að standa vörð um kjör hinna lægstlaunuðu. Hvar er rétt- lætið? Hvar er baráttan fyrir jöfnuði og afnámi þess aldagamla launamisréttis sem konur hafa orðið að þola? Pað er spurt: Ætlar verkalýðshreyfingin áfram að standa vörð um óbreytt ástand í anda sannrar karlrembu, eða ætlar hún að snúa við blaðinu, taka mið af sérstöðu kvenna og setja baráttu- mál þeirra á oddinn, trú þeirri gömlu hugsjón að ætíð beri að taka mið af þeim sem verst standa? Launakjör kvenna em ekkert einkamál þeirra eða sérmál félaga þar sem konur em í meirihJuta, þau em mikilvægt þjóðfélagsmál sem varðar hag einstakiinga, heimila og fjölskyldna og reyndar þjóðfélagsins alls mikiu. Launamunur er meiri hér Xitum á staðreyndir málsins. Allar kannanir sem gerðar hafa verið á laimakjörum hér á landi á undan- fömum ámm sýna og sanna að launamunur er vemlegur miili karla og kvenna. Pegar búið er að draga frá mismun á vinnutíma, starfsreynslu og hvað annað sem hefur áhrif á launakjör er launa- munur sem aðeins virðist hægt að skýra með kynferði alit að 20% samkvæmt könnun Kjararann- sóknamefndar frá 1992. Ef litið er á félaga innan ASÍ er munurinn langminnstur í fiskvinnslu en mest- ur í skrifstofustörfum. Milli þessara tveggja greina innan ASÍ er jafn- framt vemlegt launabil. Kynja- munurinn sem hér mælist er mun meiri en tíðkast á hinum Norður- löndunum. í Svíþjóð er algengt að hann sé um 5%, en Svíar vom til skamms tíma einna lengst komnir í launajafnrétti kynjanna. Launa- munur milli kynja eykst eftir því sem ofar dregur í launastiganum og erlendar kannanir sýna að því breiðara sem launabil er því meiri munur er á launum kvenna og karla. Þótt vinnudagur kvenna utan heimilis sé í mörgum tilfellum styttri en karla kemur í ljós þegar betur er að gáð að konur sitja enn uppi með megjnhluta heimilis- starfa, innkaup fyrir heimilið og umönnun bama, aldraðra og sjúkra í fjölskyldum sínum. Samanlagt er því vinnutími kvenna lengri en karla, hluti hans er bara ólaunaður. Heilsa kvenna versnar Pegar aðstæður kvenna á vinnumarkaði em skoðaðar kemur í ljós að hvers kyns álagssjúkdómar herja á konur í mun ríkara mæh en karla og að konur em í meirihluta þeirra sem leita sér iækninga og sjúkraþjálfunar. Ástæðumar em oft erfið og einhæf vinna og margfalt álag en ég vil líka benda á það and- lega álag sem lág laun og sífelldar á- hyggjur af afkomunni hafa á and- legt og líkamlegt ástand. Mér hefur einnig verið bent á að léleg íþróttakennsla stúikna, lítil áhersla á íþróttaiðkun kvenna og alltof lítil líkamsrækt kvenna leiði af sér að konur hér á landi em ver á sig komnar líkamiega en karlar og ver en systur okkar á Norðurlöndum. Hvað halda menn að lág laun og rangar áherslur í heilbrigðis- og menntamálum kosti okkur í and- legri og líkamlegri vanlíðan fjölda kvenna? Hvað kostar bág félagsleg staða alltof margra kvenna heiibrigðis- og tryggingakerfið? Reyndar má geta þess að sam- kvæmt upplýsingum frá Aiþjóða heilbrigðismálastofnuninni hrakar heiisu kvenna um alian heim í kjöl- far versnandi efnahags og vaxandi fátæktar sem einkum bitnar á kon- um. Konum er sagt upp vinnu í anda gamalla giida en mjög víða í heiminum bera þær ábyrgð á af- komu fjölskyldunnar öfugt við það sem hér hefur löngum tíðkast séu karlmenn á annað borð tii staðar í fjölskyldum. Á Norðurlöndum sjást einnig merki um versnandi heilsu kverrna og er þar m.a. um að kenna niðurskurði í velferðarkerfinu, at- vinnuleysi og þeim lífsstíl sem felst í því að konur bæta sífellt meiru á sínar herðar með öllum þeim afleiðingum sem það hefur fyrir heilsuna. Þessi þróun er mjög svo umhugsunarverð, en allt hangir þetta saman, félagsleg staða, launa- kjör, líkamleg og andleg heilsa. Launamisrétti eða launamunur? í*ví er haldið fram m.a. af fulltrú- um atvinnurekenda að það sé ekk- ert launamisrétti í iandinu, aðeins launamunur. Vinnumarkaðurinn meti starfsfólk sitt eftir hæfni, framboði og eftirspum í anda markaðslögmálanna og bjóði laun í samræmi við það. Það skiptir ekki máli hvort um karl eða konu er að ræða segja vinnuveitendur, kröf- umar til starfsins ráða, það er at- vinnurekendum í hag að jafnrétti ríki. Ergo: ef launamunur er til staðar milli karla og kvenna er hann eðlilegur og skýranlegur. Það er auðvitað rétt að það væri vinnu- veitendum í hag að tryggja jafnrétti starfsmanna sinna og augljóst að því meiri jöfnuður því meiri ánægja í starfi. Jafnrétti er bara ekki raunin og að öðm leyti em kenningar at- vinnurekenda sem m.a. komu fram í ræðu Magnúsar Gunnarssonar á Jafnréttisþingi nýverið meira og minna bull enda væri ástandið á vinnumarkaðnum alltannað ef satt væri. Alltönnur lögmál em á ferð á íslenskum vinnumarkaði. Á undanfömum áratugum hafa konur hér á landi aflað sér mikillar menntunar m.a. fjölgar þeim nú mjög í röðum lögfræðinga, viðskiptafræðinga og lækna. Það gefur auga leið að í þeirra röðum er mikið um hæfar konur og því vaknar sú spuming hvers vegna svo fáar konur em í fremstu röð meðal stjómenda fyrirtækja og rík- isstofnana ef vinnuveitendur láta hæfnina fyrst og fremst ráða við mannaráðningar? Hvers vegna er erfitt fyrir konur sem komnar em yfir fimmrngt að fá vinnu, þær sem eru svo traustar og hæfar? Hvaða mat liggur þar að baki og hvers vegna kjósa margir vinnuveitendur fremur að ráða fólk til starfa sem er nýskriðið út úr skóla en t.d. reynsluríkar konur? Hvers vegna gerist það áður en við er litið að strákamir hækka í launum og fá stöðuhækkun meðan stelpumar sitja eftir? Hvers vegna skyldu Bandaríkin vera undirlögð af umræðum um kynferðislega á- reitni karla við konur á vinnu- stöðum? Hvemig líta karlar á kon- ur? Hvers vegna er svo fáar konur að finna í röðum þeirra sem hæst hafa launin hjá ríkinu? Ef framboð og eftirspum réði för ættu laun hjúkmnarfræðinga og kennara sem mikill skortur var á þar til atvinnu- leysið gekk í garð að vera mun hærri en raun ber vitni. Ríkið og sveitarfélög láta framboð og eftir- spurn sem vind um eyru þjóta, gmnnlaunum er haldið niðri meðan toppunum er hyglað. Launakerfi rfldsins er geimeglt, Þar má engu breyta enda er það orðið handónýtt. Þá sjaldan að eitthvað gerist hjá ríkinu rísa ASÍ og VSÍ upp á afturlappirnar, banna allar breyt- ingar sem rfldsstjómirnar hiýða og setja bráðabirgðalög til að koma í veg fyrir ósköpin. Afleiðingin er sú að launamunur er orðinn svo mik- iil að engan veginn er hægt að rétt- læta hann og í því felst auðvitað hrópandi launamisrétti. Hvaða löqmál eru hér á ferð? Launamunur og iaunamisrétti er ekkert nýtt fyrirbæri og þar með kem ég að þeim lögmálum sem ís- lenskur vinnumarkaður stjórnast af, því miður í ríkara mæli en víða annars staðar. Á 13. öld var vaðmál mikilvægasta útflutningsvara ís- lendinga. Vinnukonur stóðu dag langt við vefinn en laun þeirra voru þá um helmingur af launum karla að mati sagnfræðinga. Um síðustu aldamót þegar saltfiskur var orðinn mikilvægasta útflutn- ingsvaran og konur víða um land unnu á stakkstæðum við að breiða fiskinn út til þerris og við að taka hann saman að nýju, voru laun þeirra um helmingur af launum karla. Laun vinnukvenna í sveitum voru þá jafnvel enn lægri. Nú er staðan þannig undir lok 20. aldar að laun kvenna eru að meðaltali um 60% af launum karla og er það hlutfall mun lægra en gerist á Norðurlöndum. Hvað skýrir þetta? Hvaða lögmál eru hér á ferð? Ég svara því þannig að þarna séum við að glíma við sjálfan hugmynda- heim karlveldisins sem íslenskt samfélag byggist á og hefur breyst ótrúlega fitið í aldanna rás þrátt fyrir mikilvægi starfa kvenna jafnt í bændasamfélaginu sem í nútíman- um. Þama er á ferð eldgamalt mat á konum, mat sem felur í sér að konur þurfi minna sér til fram- færslu en karlar, lögmál sem metur vinnu kvenna til færri fiska en vinnu karla, lögmál sem sér til þess að konur séu ætíð háðar öðrum um efnahagslega afkomu. Þarna er einnig á ferð annað aldagamalt lögmál sem er hluti af sjálfsmynd margra karla, mynd þeirra af sér sem fyrirvinnum, sem hljóti að hafa hærri laun og meiri völd en konur. öðruvísi er vart hægt að skýra að þrátt fyrir langa baráttu, iög og dóma stendur launastiginn óhaggaður. Alltof margir karlar hafa enn hag af því að viðhalda ó- breyttu ástandi. Þannig hefur það verið og þannig mun það verða, ef við ekki beitum róttækum ráðum til að knýja fram breytta stefnu. Því miður birtist þessi hugmynda- heimur og valdamunstur oft í of- beldi gegn konum þar sem karlar reyna að sanna vald sitt með orðum eða hnefunum en eru í raun að afhjúpa ótrúlega illa farna sál. Hluti af sjálfsmynd karla Einn angi þeirrar sjálfsmyndar karla sem ég hef hér lýst kom glöggt í ljós í síðustu kjarasamning- um sem gáfu tii kynna að kariar væru mikill meiri hluti vinnandi fólks og að þeir þyrftu mest á aðgerðum að halda til að útrýma atvinnuleysinu. Þegar samið var við rfldsvaldið um einn milljarð króna til atvinnusköpunar til viðbótar við það sem áður hafði verið lagt fram, einkum til vega- og brúargerðar, var sjónum nánast eingöngu beint að viðgerðum og viðhaldi bygginga. Það gefur auga leið að sú vinna gagnast einkum körlum enda ætluð fyrir iðnaðarmenn og verkamenn. Það verður fróðlegt að sjá hversu marg- ar konur sækja um og fá vinnu við þau verkefni sem veija á um það bil 960 milljónum króna til. Aðeins 80 milljónum verður varið til atvinnu- mála kvenna sérstaklega þótt helm- ingi fleiri konur séu atvinnulausar en karlar. Umsvif ríkisins eru mikil í ýmis konar þjónustu og þar hefði mátt skapa margvísleg arðvænleg verkefni fyrir konur og samfélagið allt. En - nei sjónarhornið er karl- anna sem sjá ekkert annað en hags- muni karla. Það er þungt í konum sem eru orðnar langþreyttar á því að horfa upp á handahófskenndan niðurskurð, fum og fát í sparnaðar- tilraunum rfldsstjómarinnar sem bima meira og minna á kjörum fjölskyldnanna. Á tímum eins og þessum verður launamisréttið og launamunurinn meira áberandi en nokkru sinni fyrr. Krafan hlýtur að vera sú að launin verði jöfnuð og að þeir taki meira á sig í sköttum og skyldum sem meira hafa. Jöfnun má ná fram með margvíslegum hætti en fljótvirkasta leiðin til að ná til hinna ríku er auðvitað að skatt- leggja neysluna. Jafnframt má ekki bíða lengur með aðgerðir til að bæta kjör kvenna sérstakiega, með því t.d. að endurmeta störf þeirra til launa. Það hlýtur öllum að vera ljóst að uppstokkun á launakerfinu þarf að eiga sér stað, ekki síst hjá ríkinu, enda er launastiginn ekki í neinu samræmi við þarfir nútímaþjóðfélags hvað þá vænting- ar kvenna. Þar er auðvitað við ramman reip að draga því margir eiga hagsmuna að gæta. Verði ekki breyting á mun upp úr sjóða fyrr eða síðar. Stöndum vörð um rétt okkar Á undanfömum árum hafa átt sér stað mikiivægar breytingar á laun- um kvenna í ýmsum löndum heims. í Kanada, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum hefur nýtt starfsmat hækkað laun ýmissa hópa kvenna umtalsvert þrátt fyrir mikið atvinnuleysi og efnahags- samdrátt. Það er spuming um vilja og viðhorf hvort menn ganga í það verk að draga úr launamisréttinu. Á norræna jafnlaunadeginum í Stokkhólmi í september sl. sagði formaður finnskra lyfjafræðinga Ulla Aittokoski að launajafnrétti væri bara áhugamál kvenna og at- vinnugreina þar sem konur væru í mfldum meirihluta. „Karlagreinar hafa engan áhuga á launajafnrétti og karlar styðja hver annan. Þeir láta eins og konur og kvennamál séu ekki til. í þeirra augum em aðeins til almenn mál sem varða alla." sagði Ulla. Þessi orð finnst mér lýsandi fyrir það ástand sem við hér á Isiandi stöndum frammi fyrir því skilningurinn á kjöram kvenna er oft enginn. Því miður bendir margt til þess að kjör þjóðarinnar muni versna á næstu árum en reynslan sýnir svo sem ég hef hér tíundað að sam- dráttur jafnt á vinnumarkaði sem í búskap ríkisins bitnar harðar á konum en körlum. Úti í Evrópu segjast konur sjá þess merki að verið sé að ýta konum markvisst út af vinnumarkaðnum rétt eins og aliar konur geti stólað á „fyrir- vinnu”. Atvinnuleysi er gífurlegt í röðum kvenna, ekki síst ungra, og þeirra bíður ekki glæsileg framtíð ef svo heldur fram sem horfir. Kon- ur á íslandi þurfa að hafa attgun opin og standa fast á rétti sínum. Sagan kennir okkur að það er hægt að svipta fólk réttindum og það ver þau enginn né vinnur nema við sjálfar. Hér gildir hið fornkveðna að samstaðan er sterkasta vopnið og einungis með henni geta konur bætt sinn hag og varist þeim áföll- um sem kunna að vera framund- an.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.