Tíminn - 13.11.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.11.1993, Blaðsíða 9
Laugardagur 13. nóvember 1993. 9 Heimilin farin að spara? Dregið hefur úr lánsfjáreftirspurn heimila. Fyrirtækin auka lántökur Heimilin í landinu hafa tekið heldur minna að láni það sem af er árinu en sömu mánuði í fyrra. Vöxtur lána til heimila var 10% á síðustu tólf mánuðum. Vöxt- urinn var 14% á sama tímabili árið áður. Fyrirtækin hafa hins vegar aukið lántökur sínar um 6% síðustu mánuði. Á sama tíma hefur spamaður aukist. Fyrstu níu mánuði ársins tóku fyrirtæki, ríkið, sveitarfélög og heimilin 735 milljónir að láni. í sömu mánuðum í fyrra lánuðu bankamir 671 milljón. Aukning- in er 9,6% sem er talsvert meiri aukning en í fyrra. Gengisfell- ingin skýrir þessa auknu lántöku að verulegu leyti. Sé tekið tillit til hennar er lánsfjáreftirspumin svipuð á þessu ári og undanfarin tvö ár. Það er ríkið sem hefur aukið mest lántökur sínar undanfama mánuði eða um 30%. Á undan- fömum ámm hafa heimilin farið fyrir í lánsfjáreftirspurninni ásamt ríkinu. Heimilin hafa nú dregið vemlega úr lántökum sín- um. Þau juku lántökur sínar um einungis 8% á fyrstu níu mán- uðum þessa árs, en aukningin var 14% allt árið í fyrra. Seðla- bankinn telur of snemmt að segja tíl um hvort hér hafi orðið einhver straumhvörf í lánsfjár- eftirspum heimilanna eða hvort hér sé á ferðinni tímabundin breyting. í fyrra stóð lánsfjáreftirspurn fyrirtækja nánast í stað, en á þessu ári hefur orðið breyting á. Fyrirtækin hafa aukið lánveit- ingar sínar um 6% sé horft til síðustu tólf mánaða og um 13% sé einungis horft á fyrstu níu mánuði þessa árs. Gengisbreyt- ingar skýra þennan vöxt að hluta til, en þó alls ekki að öllu leyti. Þeirri spurningu er hins vegar ósvarað hvort fyrirtækin eru byrjuð að taka peninga að láni að nýju tíl þess að fjárfesta eða hvort þau em að íjármagna hallarekstur. Peningalegur spamaður lands- manna jókst á fyrstu níu mán- uðum ársins um 8,5% eða um 494 milljónir króna. Þetta er ívið meiri spamaður en á sömu mán- uðum í fyrra þegar spamaðurinn nam 7,4%. -EÓ Björn hættur Bjöm Önundarson tryggingayfir- læknir hætti störfinn hjá Trygg- ingastofnun ríkisins í gær. Skattamál Bjöms hafa verið til rannsóknar undanfama mánuði vegna gruns um að hann hafi vantalið tekjur vegna örorku- mats. Búist er við að yfirskatta- nefnd felli fljótlega úrskurð í máli Bjöms. Aðstoðartryggingayfirlæknir sagði starfi sínu lausu fyrr í þess- ari viku, en áður hafði hann sæst á dómsátt vegna skattaundan- dráttar. -EÓ Bjöm Onundarson, fyrrverandi tryggingar- yfirlækni Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 3. flokki 1992 Innlausnardagur 15. nóvember 1993. 1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 777.161 kr. 77.716 kr. 7.772 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 686.137 kr. 68.614 kr. 6.861 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.356.818 kr. 135.682 kr. 13.568 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.261.194 kr. 126.119 kr. 12.612 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.565.677 kr. 1.113.135 kr. 111.314 kr. 11.131 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. [£h HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00 FÍB undrandi Furðar sig á verkalýðshreyfingunni Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óskabirtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dðgum fyrir birtingardag. Þœr þurfa að vera vélritaðar. Félag íslenskra bifreiðaeigenda lýsir furðu sinni á að verkalýðs- hreyfingin skuli hafa samþykkt hækkun á bifreiðagjaldi, sem fyrirhuguð er og er hlutí af sam- komulagi ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fé- laginu. Þar segir ennfremur að hækkunin komi mest niður á þeim sem kjörin hafa lökust. Samkvæmt samkomulaginu er fyrirhuguð 33% hækkun á bif- reiðagjaldinu. í fréttatilkyxuiing- unni segir að upphaflegur til- gangur bifreiðagjaldsins hafi ver- ið að afla tímabundinna tekna í ríkissjóð til að stoppa upp í fjár- lagagat. Árangurinn hafi látið á sér standa, því bifreiðagjaldið hækki og fjárlagagatíð stækki. FfB gagnrýnir að eignaskattur- inn, sem bifreiðagjaldið er, sé lagður á, miðað við þyngd bif- reiða, án tillits til verðmætis eða vélarstærðar. Þar verði harðast fyrir barðinu eigendur gamalla, þungra og verðlítilla bfla „Hvaða sanngimi er í því að borga sama eignaskatt af 20 ára gömlum Land Rover og nýjum fimm milljóna króná jeppa? Álagning eignaskatts sem hefur ekkert með verðmæti að gera gengur þvert á siðferðisvitund samfé- lagsins,* segir í fréttatilkynningu FÓ. -PS NÓVEMB Gegnheilt beyki valið 16 mm stafaparket kr. 2.692,- og JATOBA MOSAIK 8 mm kr. 1.716 ViS bjóðum eftirfarandi magnafslótt ó stafaparketi og korki: Viö verslum einungis með gagnheilt gæSaparket. þ.e. tréð er límt beint ó steininn og síSan slípaS. spartlaS og lakkaS eftir á. Gegnheil (massiv) gólf eru varanleg gólf! HefSir miSalda í heiSri haf&ar. GeriS verSsamanburS! Opiðkl. 10—18 FAGMENN OKKAR LEGGJA M.A. , FISKBEINAMYNSTUR virka aaga. (síldarmynstur) og skrautgólf, LAKKA EÐA OUUBERA. 4a 57 58 FAX 683975 Suðurlandsbraut 20—40 fm 7% 41 —60 fm 10% 1—100fm 13% 101—150 fm 15% 151—200 fm 18% yfir 200 fm 20%

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.