Tíminn - 13.11.1993, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.11.1993, Blaðsíða 11
Laugardagur 13. nóvember 1993 11 Arafat kom- inn aftur til Túnis (Reuter) — Aðalfram- kvæmdanefnd PLO kom saman til fundar í gær í Tún- is eftir að formaður hennar, Jassir Arafat, kom aftur frá Portúgal fyrr en búist hafði verið við, að sögn embættis- manna. Þeir sögðu ekki hvaða dagskrá yrði til um- ræðu á óvæntum fundinum. Embættismenn PLO í Am- man sögðu að hópur emb- ættismanna í samtökunum hefði gert uppkast að skjali þar sem aðferðir Arafats væru gagnrýndar og leitað væri eftir breytingum á framkvæmd forystunnar á stjórnmála- og samninga- sviðinu. Einnig er búist við að Ara- fat verði í forsæti fundar 107 manna byltingarráðs al- menningshreyfingar PLO, Fatah. EB breytir engu um ófengissðlu í Noregi Osló (Reuter) — í gær gengu norsk yfirvöld af þeim von- um áfengis- og tóbaksunn- enda dauðum að aðild að Evrópubandalaginu gæti neytt norsk stjómvöld til að slaka á ströngum takmörk- unum á innflutningi áfengis og tóbaks. f fjármálaráðuneytinu var sagt að þau ætluðu, eins og önnur Norðurlönd sem leita eftir EB-aðild, Finnland og Svíþjóð, að halda áfram tak- mörkunum á tollfrjálsum varningi ferðamanna til að vernda stefnu sína í heil- brigðismálum. Löndin þijú vonast til að verða fullgildir meðlimir EB 1995. 1MOSKVA — Aðal- fylking stjórnarflokk- anna sem bjóða fram í rússnesku kosningunum í næsta mánuði bar í gær fram ákall um samkomulag við aðra flokka og hópa fyrir kosningar til að leggja á ráðin um kosningabaráttuna til fyrsta þings eftir kommúnista. Gennady Búrbulis, náinn að- stoðarmaður Boris Jeltsín for- seta og foringi flokksins Val Rússlands, sagði að ógnin af því að þjóðemissinnuð og komm- únísk öfl hrindi af stað annarri tilraun til að skapa ringulreið í Rússlandi væri mjög alvarieg. Leiðtogi rússneska kommún- istaflokksins, eins 13 hópa sem meinað er að taka þátt í þing- kosningunum, sagði í gær að flokkur sinn ætlaði að hvetja fólk til að hafna drögum Borisar Jeltsíns forseta að stjómarskrá. 2SARAJEVO — Stjóm- völd í Króatíu og Bosm'u hertu í gær tilraunir sín- ar til að stöðva bardaga milli hermanna Bosníu-Króata og múslima en átök breiddust út í grennd við Sarajevo. VITEZ, Bosníu — Króatar hafa breytt stærstu sprengiefnaverk- smiðju gömlu Júgóslavíu í Líbýumenn fordæma hertar refsiaðgerðir S.þ. (Reuter) — Líbýustjórn for- dæmdi í gær nýjar refsiaðgerðir S.þ. vegna neitunar hennar um að framselja tvo menn sem grunaðir era vegna sprengingar- innar á flugvél Pan Am yfir Loc- kerbie 1988 en sagðist enn leggja fast að mönnunum að koma fyr- ir rétt í Skotlandi. Nýju refsiaðgerðimar sem ör- yggisráð S.þ. samþykkti á fimmtudag, taka gildi 1. desem- ber. Þær frysta sjóði Líbýu í öðr- um löndum og leggja bann við innflutningi á ákveðnum útbún- aði til olíuvinnslu. Erlendir stjórnarerindrekar í Trípóli draga í efa að nýju refsi- aðgerðimar eigi eftir að þvinga Muammar Gaddafi Líbýu- leið- toga til að framselja mennina tvo gegn vilja þeirra. Og þar sem Lí- býumenn vissu af yfirvofandi refsiaðgerðum í marga mánuði álíta sérfræðingar í bankamálum að þeir hafi flutt um 6,5 millj- arða dollara í reiðufé til Asíu og ríkja við Persaflóa, þar sem vest- ræn riki geta ekki náð til þess. Álitið er að Líbýumenn græði tíu milljarða dollara á ári á olíu- útflutningi. Muammar Gaddafi Lýbíuleiðtogi. Kosningar samkvæmt áætlun (Reuter) - F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, sagði í gær að rík- isstjórn þjóðareiningar mundi stjóma Suður-Afríku í lok apríl- mánaðar nk. eftir fyrstu kosn- ingar allra kynþátta. ,Við höfum fyrir löngu farið yf- ir línuna þar sem ekki verður aftur snúið,' sagði hann frétta- mönnum á fundi með frönskum forystumönnum í viðskiptum í Pretoríu. „Það verða kosningar ... og í apríllok verður hér ríkisstjórn þjóðareiningar," sagði hann. Samningamenn um undirbún- ing að lýðræði héldu áfram maraþonviðræðum sínum um bráðabirgðastjómarskrá og önn- ur mál til undirbúnings kosning- unum sem eiga að fara fram 27. apríl. Samningamenn stjórnarinnar héldu líka þriggja stunda fund í gær með Frelsisbandalagi hægri- sinnaðra hvítra og íhaldssamra blökkumanna sem sniðganga lýðræðisviðræðumar. Forsetinn sagði á fjöldafundi á fimmtudagskvöld í Upington þar sem íhaldssamir hvítir menn eiga mest ítök, að hvítir verði að láta af kynþáttafordómum og gefa eftir yfirráð. Hann sagði rík- isstjórnarflokk sinn hafa sagt skilið við stjórn aðskilnaðar- stefnu og mismununar vegna þess að landið hefði stefnt beint í stórkostlega ógæfu. Aðspurður um hvernig það legðist í hann að líklega kæmi Nelson Mandela, forseti Afríska þjóðarráðsins, í hans stað sem leiðtogi þjóðarinnar í apríl, við- urkenndi de Klerk að almennt væri álitið að Afriska þjóðarráðið ynni kosningamar. En hann sagðist ekki vera að beijast fyrir því að tapa og bætti brosandi við: „Kosningar um víða veröld sanna hvað eftir annað að það era ekki alltaf þeir De Klerk, forseti Suður Afríku. sem álitnir era sigurvegarar sem vinna.' Kaffiverð lækkar (Reuter) — í gær féll verð á kaffi þegar kaffisalar höfðu uppi efasemdir um heilindi helsta framleiðandans, Bras- ilíu, í að taka þátt í áætlun um að hækka verð með því að geyma birgðir í stað þess að setja þær á heimsmarkað. Seint í fyrradag tilkynntu Brasilíumenn að lán til fram- leiðenda hefðu verið fram- lengd og hluti af þeirri einni milljón kaffisekkja sem settir hefðu verið sem trygging yrði tekinn til að uppfylla áætlunina um að halda birgðunum utan markaðar. Sagt er að þessi aðgerð hafi í rauninni uppfyllt skuldbind- ingu um að geyma 20 pró- sent af kaffiútflutningi síð- asta mánaðar. „Þetta heitir að ganga á bak orða sinna. í lok dagsins er kaffið orðið tryggingakaffi, ekki geymslukaffi,' sagði einn kaffisalinn. „dómsdagssprengju' og hóta því að sprengja hana í loft upp frek- ar en láta hana falla í hendur árásarmönnum hers múslima. Fréttamönnum Reuters á ferð í verksmiðjunni í bænum Vitez á fimmtudag var skýrt frá því að mörg þúsund tonn af sprengi- efni og sýrum væru tilbúin til sprengingar. HAAG — Vestrænar þjóðir ætla að hittast í Hollandi í næstu viku til að koma sér saman um að leggja niður COCOM, stofnunina sem sett var á fót í kalda stríðinu til að hindra kommúnistalöndin í því að komast yfir hátækni, að því er hollenskir embættismenn sögðu í gær. í BRUSSEL sagði háttsettur hernaðarlegur embættismaður Atlantshafsbandalagsins að NATÓ áætlaði frekari niður- skurð og endurskipulagningu á herliði sínu eftir „kalda stríð' en mætti ekki leiða hjá sér varnir aðildarríkjanna með því að skera kostnað of mikið niður. JERÚSALEM — ísrael- ar kröfðust þess í gær að PLO fordæmdi opinber- lega dráp gyðingalandnema sem fimm félagar í Fatah-fylkingu Arafats urðu að bana. Fatah heldur því fram að mennirnir hafi verið að verki án vitneskju fylkingarinnar. Tilkynning hersins um tengsl Fatah — jafnvel þó að óbein séu — við drápið á landnemanum 29. september var pólitískt högg á Jitzhak Rabin forsætisráð- herra, sem staddur er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. 5LONDON — Sterlings- pundið styrktist á gjald- eyrismörkuðum í gær eft- ir að birtar voru tölur sem sýndu að Bretland hefði haft hagstæðan viðskiptajöfnuð gagnvart öðrum löndum Evr- ópubandalagsins í ágúst, í fyrsta sinn sem hagnaður var skráður. Aðalhagtöluskrifstofan (CSO) sagði að viðskipti við EB sýndu 310 milljóna punda hagnað, sem er mikil breyting frá 320 milljóna halla í júlí. Skrifstofan sagði þetta vera í fyrsta sinn sem Bretland nær hagstæðum jöfn- uði í viðskiptum við bandalagið síðan farið var að birta hagtölur mánaðarlega 1988. KIEV — Lögreglan í Úkraínu sagðist í gær hafa fulla trú á að Dóms- dagssöfnuður sem spáð hefur „heimsendi" nú um helgina eigi eftir að hjaðna niður og ekkert verði úr því að spádómurinn rætist. Leiðtogar safnaðarins era nú á bak við lás og loku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.