Tíminn - 13.11.1993, Blaðsíða 19
Laugardagur 13. nóvember 1993
Jensína Guðrún Óladóttir
ljósmóðir í Árneshreppi
MINNING
Fædd 18. febrúar 1902
Dáinn 6. nóvember 1993
Að kvöldi laugardagsins 6. nóv-
ember barst okkur hjónum sú
fregn að heiðurskonan hún Jens-
ína ljósmóðir í Bæ, væri dáin.
Hún andaðist á Sjúkrahúsinu á
Hólmavík eftir hálfsmánaðárlegu
þar og kvaddi jarðlífið í hárri elli
með þeirri sömu reisn, sem fylgt
hafði henni alla tíð á lífsleiðinni.
Jensína mátti muna tímana
tvenna, því hún var fædd á
morgni þessarar aldar, meðan
flestir hlutir í umhverfinu voru
óbreyttir frá tímum genginna
kynslóða og allur þorri þjóðar-
innar bjó í sveitum landsins. Þá
voru heimilin homsteinar þjóð-
félagsins og þar var unnið úr
þeim hráefnum, sem til féllu við
búskapinn og öll gæði Iands og
sjávar nýtt í góðri sátt við náttúm
jarðarinnar. Að breyta ull í fat og
mjólk í mat var list, sem hver
verðandi húsfreyja þurfti að hafa
á valdi sínu. Skinnaverkun og
skógerð var og hluti af því námi
sem æskufólk lærði í skóla hins
daglega lífs. Þetta, ásamt ýmsu
fleira, var sá stóriðnaður sem
fram fór á íslenskum sveitaheim-
ilum á fyrstu áratugum aldarinn-
ar og var aðal þess lífsmáta sem
byggði á iðni, nýtni og sparsemi
og skilaði þjóðinni í gegnum
heimskreppuna miklu án teljandi
skuldasöfnunar. Þannig var
brautin til framfara og velmegun-
ar bein og greiðfær þegar kreppu-
árin vom að baki. Það hljóta því
að hafa orðið þeirri kynslóð sem
Jensfiia tilheyrði, mikil vonbrigði
hvemig þjóðin hefur nú kastað
hinum görnlu gildum á glæ og
sokkið á veltitfinum í botnlausar
skuldir við ákafa leit hennar að
önynduðum lífsgæðum. En það
er önnur saga, sem ekki verður
rakin hér.
Jensína Guðrún fæddist 18.
febrúar árið 1902 og var dóttir
hjónanna Óla Þorkelssonar og
Jóhönnu Sumarliðadóttur er
lengst af bjuggu í Ingólfsfirði í Ár-
neshreppi og áttu bæði ættir sín-
ar að rekja til dugnaðarfólks í
sömu sveit. Jensína ólst upp í
stómm systkinahópi og vandist
snemma við búverk, bæði innan
bæjar og utan. Hún hafði mikið
yndi að húdýmm og var ekki
gömul þegar hún byijaði að að-
stoða kindur við sauðburðinn,
sem ekki gátu borið hjálparlaust.
Fórst henni það einkar vel úr
hendi. Þá umgekkst hún einnig
mikið hesta á æskuárum sínum
og reið í hnakki, á meðan flestar
konur aðrar sátu enn í söðli. Sú
aéfing sem Jensína fékk í hesta-
mennskunni á unglingsárunum
kom sér vel eftir að hún var orð-
in Ijósmóðir sveitarinnar og engu
farartæki var við komið nema
þarfasta þjóninum..
Jensína lauk ljósmóðumámi ár-
ið 1929 og giftást sama ár Guð-
mundi P. Valgeirssyni, búfræðingi
í Norðurfirði. Hann valdist fljót-
lega til forystu í búnaðar- og fé-
lagsmálum sveitarinnar sökum
hæfileika sinna og mannkosta.
Ári síðar keyptu þau hluta úr
jörðinni Bæ í Trékyllisvík og hófu
þar búskap og miklar jarðarbætur
er fram liðu stundir.
Þau hjón eignuðust þrjá syni er
náðu fullorðinsaldri og tóku eina
kjördóttur er þau gengu í for-
eldrastað.
Elstur bræðranna er Pálmi, jám-
smiður í Reykjavík, f. 1934. Hann
er kvæntur og á tvö böm. Næstur
að aldri er Jón, húsasmiður í
Reykjavík, f. 1936. Hann er
kvæntur og á fjögur böm. Yngst-
ur bræðranna er Hjalti, bóndi í
Bæ, f. 1938. Hann er kvæntur og
á fimrn böm. Kjördóttirin, Fríða,
var fædd árið 1945. Hún var mik-
il efnisstúlka og var því sár harm-
ur kveðinri að Bæjarfjölskyld-
unni þegar hún veiktist af hvít-
blæði og dó, aðeins 16 ára gömul.
Einkum tók Jensína fráfall henn-
ar nærri sér. En hún og þau hjón
bæði höfðu löngu áður orðið að
þola þá þungu raun að missa þrjú
fyrstu böm sín fárra vikna gömul
á ámnum 1930-1933.
Kvenfélag Ámeshrepps stofnaði
sjóð til minningar um Fríðu Guð-
mundsdóttur og er honum ætlað
að leggja fram fjármuni til líknar-
mála í sveitarfélaginu eftir því
sem aðstæður leyfa.
Þess er vert að geta, að fjögur
böm vom í fóstri hjá Jensínu og
Guðmundi um lengri eða
skemmri árafjölda og hafa þau öll
bundist vináttuböndum við þau
Bæjarhjón, eins og þau væm
þeirra eigin foreldrar. Segir það
sína sögu um manngæsku og
fómarlund húsbændanna.
Jafnframt erfiðum húsmóður-
verkum, þar sem heimilið varð
brátt stórt og gestagangur mikill,
sinnti Jensína ljósmóðurstörfum í
Ámeshreppi um áratugi. Var sú
staða mjög krefjandi og raunar
engum liðleskjum fært að ríða
þeysireið eftir grýttum götuslóða
og klífa fjallaskörð, skriður og
hálsa og það stundum í hörku-
frosti og hríðarveðrum. Kom sér
þá vel að hafa ömggan fylgdar-
mann, sem oftast var Þorsteinn
bóndi Guðmundsson á Finnboga-
stöðum. Það gefur nokkra hug-
mynd um þá erfiðleika sem við
var að glfina, að það vom tvær
dagleiðir ti þeirra sængurkvenna
sem fjærst bjuggu. Þótti því ráð-
legt að sækja Ijósuna fyrir þær
með löngum fyrirvara. Vrldi þá
biðin stundum verða óþægilega
löng, ekki síst þegar svo hittist á,
að ljósmóðirin sjálf var bamshaf-
andi. En jafnan fór betur en á
horfðist. Reyndar var til þess tek-
ið hve Jensína var farsæl í störf-
um sínum. Það er í almæli, að öll
böm lifðu sem hún tók á móti.
Hún virtist kunna ráð við hveij-
um vanda og hafði hún þó ekki af
löngum tíma í Ijósmóðurfræðum
að státa, aðeins einum vetri.
En Jensína gerði fleira fyrir
sveitunga sína eins og nú skal
vikið að. Þótt Ámeshreppur væri
sérstakt læknishérað og bústaður
til reiðu á Ámesi, var löngum
læknislaust og var þá Hólmavík-
urlækni falið að þjóna Reykja-
fjarðarhéraði. En vegna fjariægð-
ar og kostnaðar var hans ekki
vitjað nema í ýtmstu neyð. Þess
vegna kom það æði oft í hlut
Jensínu að sauma sár og búa um
beinbrot og bæta úr öðrum bág-
indum sem upp komu. Hafði hún
jafnan samband við héraðslækn-
inn á Hólmavík um meðferð
þeirra sjúklinga sem til hennar
leituðu með meiriháttar mein-
semdir. Þá geymdi Jensína einnig
lyfjabirgðir fyrir héraðslækninn
og afgreiddi meðul eftir fyrirmæl-
um hans gegnum síma með góð-
um árangri. Vegna þessarar heil-
brigðisþjónustu og hjálparstarf-
semi átti Jensína ærið mörg spor
um Ámeshrepp og er því engin
furða þótt hún hafi átt miklum
vinsældum að fagna á meðal
sveitunga sinna.
Eftir u.þ.b. aldarfjórðungsstarf
var Jensína tekin að þreytast sem
og engin furða var, og sagði þá
stöðunni lausri. Vildi hún leyfa
ungri stúlku úr sveitinni, sem
lært hafði ljósmóðurfræði, að
spreyta sig. Hún tók og við starf-
inu og gegndi því með sóma um 5
ára skeið, en flutti þá suður. Var
Jensína þá beðin að taka upp
þráðinn að nýju og varð hún við
þeim tilmælum. Þetta var árið
1959 og Jensína var þá orðin 57
ára gömul. Um það leyti fóru
ýmsar breytingar í hönd, byggðin
færðist saman og bílvegur var
lagður um sveitina sem komst þó
ekki í vegasamband fyrr en árið
1965. En þar með voru hin löngu
og erfiðu ferðalög Ijósmóðurinn-
ar úr sögunni.
Er fram liðu stundir komst í
tísku að sængurkonur legðu leið
sína í fjarlæga landsfjórðunga til
að ala þar böm sín á sjúkrahús-
um eða fæðingardeildum. Samt
var mikið öryggi í því að hafa
Ijósmóður í sveitinni, sem gat
haft eftirlit með bamshafandi
konum og var til taks ef eitthvað
bar út af. Og það átti eftir að
sannast að hlutverki Jensínu var
ekki enn lokið.
Sumarið 1982, þegar hún var
orðin 80 ára, var hún fyrirvara-
laust spurð hvort hún treysti sér
til að taka á móti bami. Það var
tengdadóttir okkar, húsmóðirin á
Melum, sem átti í hlut. Henni
gafst ekki svigrúm til að komast
undir Iæknishendur því fæðing-
Framkvæmdastjóri
Staða framkvæmdastjóra Náttúruvemdarráðs er laus til
umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 26. nóvember 1993.
Umsóknir sem greini frá starfsferli og menntun óskast
sendar formanni Náttúruvemdarráðs, Hlemmi 3, póst-
hólf 5324, 125 Reykjavík.
Náttúruverndarráð
una bar bráðar að en hún ætlaði.
Þá vom 10 ár liðin frá því að
Jensína afklæddist ljósmóður-
sloppnum og bám sumir kvíð-
boga fyrir að þetta yrði henni of-
raun. En Jensína brást fljótt við
og hetjulega eins og jafnan áður
og var óðara komin í hvíta slopp-
inn sinn, greip um gömlu og
snjáðu áhaldatöskuna og var þeg-
ar reiðubúin að hefjast handa.
Þeir sem viðstaddir vom fáeðing-
una urðu vitni að því hvemig
hún færðist í aukana og breytti
um yfirbragð eins og hún hefði
kastað ellibelgnum. Fumlaus og
ákveðin gekk hún til verka og
það var unun að horfa á hana
vinna. Fæðingin gekk eins og í
sögu. Ennþá var ljósmóðurstarfið
sú heillandi íþrótt sem Jensína
lék af list með bros á vör og blik í
augum. Hafin yfir fylgifiska ell-
innar veitti hún nýju lífi viðtöku í
síðasta sinn. Athöfnin var nánast
óviðjafnanleg í okkar augum. Það
var mikil reisn yfir þessari konu.
Þegar halla tók undan fæti og
Jensína sá að hveiju dró, er hún
tók að feta tíunda áratuginn, hélt
hún enn ró sinni og gerði þær
ráðstafanir sem henni þótti við
eiga. Síðustu fyrirmælin gaf hún í
banalegunni og vörðuðu þau til-
högun á flutningi líkamsleifa
hennar norður í sveitina kæm, til
hinstu hvflu í Ámeskirkjugarði.
Hún vildi ekki valda mönnum
þeirri fyrirhöfn að fara með kist-
una upp að Bæ. Óskum hennar
var fullnægt með því einu að
nema augnablik staðar á vega-
mótunum við afleggjarann. Síð-
an skyldi hún borin í kirkjuna.
Fjómm sólarhringum seinna
kvaddi hún jarðlífið, sátt við guð
og menn. Hún dó með sömu
reisn og ónefnd kona í Dölum
vestur, sem einnig gaf fyrirmæli
um útför sína með rósemi og trú-
artrausti á árdögum fslands-
byggðar.
Við hjónin og fjölskyldur okkar,
sem eigum Jensínu G. Ólafsdótt-
ur svo mikið að þakka, biðjum
guð að blessa minningu hennar
og styrkja eftirlifandi eiginmann
hennar, syni og ástvini alla nú á
saknaðarstundu við útförina og
ævinlega.
Torfi Guðbrandsson og
Aðalbjörg Albertdsóttir
Nú er elsku amma okkar dáin.
Hún lést á sjúkrahúsinu á Hólma-
vflc þann 6. nóvember.
Hún var yndisleg hún amma
okkar og em allar minningar okk-
ar um hana fullar af birtu, kærleik
og gleði. Alltaf var gott að koma í
19
sveitina til ömmu og afa, þar sem
þau bjuggu í náinni snertingu við
náttúruna. Var það okkur gott
veganesti að dvelja þar á sumrin.
Heyrðum við margt um gamla
tfina, sem að mörgu leyti kenndi
okkur hvað við vomm og emm
sem þjóð. Við hlustuðum á sögur
frá hennar æsku, þar sem lífið var
svo skemmtilegt án alls pjáturs
nútönans, en þó svo erfitt viður-
eignar við móður náttúm. Var
okkur spum, borgarbömunum,
hvort henni hafi aldrei leiðst ein-
angmnin þama milli fjallanna, en
það var nú aldeilis ekki. Vomm
við öll stolt af ömmu okkar á
Ströndunum og montuðum okk-
ur oft og sögðum skemmtisögur af
henni, því hún var svo mikill
grallari. Þó vomm við aldrei stolt-
ari af ömmu okkar en þegar hún
tók á móti bami 80 ára gömul.
Oft var henni tíðrætt um dauð-
ann og er okkur minnisstætt að
eitt sinn þegar hún var eitthvað
lasin að hún sagðist ekki eiga
langt eftir. Þá fór eitt okkar til
hennar þar sem hún lá fyrir og
spurði: ,Amma mín, heldur þú
að þú getir ekki lifað í svo sem
eins og 5 ár í viðbót." Þótti henni
vænt um þessi orð bamsins og
alla tíð síðan henti hún gaman
að. Síðan em liðin 28 ár.
Alltaf hélt hún sínum húmor og
léttlyndi þrátt fyrir heilsuleysi
síðustu árin, og em ekki margar
vikur síðan að hún datt á höfuðið
og hlaut mikinn skurð á ennið.
Tjáði hún okkur að hún hefði
helst til skánað eftir byltuna. Hún
væri ekki jafn rugluð og áður. Já,
hún amma var engri lflc.
Við vitum að allir munu sakna
hennar og þá sérstaklega hann
elskulegur afi okkar, sem kveður
nú elskuna sína og ævifélaga.
ÖIl orð verða fátækleg lesning
þegar svo stórrar konu er minnst.
Kannski er það eina sem við er-
um að reyna að segja: .Anuna
okkar, við elskum þig öll svo heitt
og við vitum að góður Guð tekur
vel á móti þér."
Elsku afi, Guð styrki þig í sorg
þinni og söknuði.
Vignir, Heimir, Fríða Jensína
og Hörður Jónsböm
-----------\
FORVAL
Brú á Jökulsá á Brú
Vegagerö ríkisins býöur hér meö þeim fyrirtækj-
um, sem áhuga hafa, aö taka þátt (forvali verk-
taka vegna byggingar brúar á Jökulsá á Bnj á
Austuriandsvegi. Um er aö ræöa steypta 120 m
langa bogabrú meö tveimur akreinum og eru
verklok áætluö I september 1994.
Forvalsgögn veröa afhent hjá Vegagerö rlkisins,
Borgartúni 5, Reykjavlk (aöalgjaldkera), frá og
meö 16. þ.m. og skal skila þeim útfylltum á
sama staö fyrir kl. 14:00 þann 29. nóvember
1993.
Vegamálastjóri