Tíminn - 13.11.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.11.1993, Blaðsíða 3
Laugardagur 13. nóvember 1993 3 Hvernig á að kjósa rétt? Pl VETTVANGUR Orri Vignir HlöSversson Lög um fyrirkomulag kosninga hafa augljósa pólitíska þýðingu, því að þau hafa oft afdrifaríkar afleiðingar á úrslit kosninga. Þau eru langt frá því að vera hlutlaus partur af kosningaferlinu vegna þess að lögin hygla yfirleitt ein- um þátttakanda kosninganna á kostnað annars. Það er því ekki að undra að málefni eins og kosningaaldur, fjármögnun kosninga, kjördæmaskipan og dreifing afgangsatkvæða séu gjarnan ofarlega í hugum stjóm- málamanna. í tilefni þeirrar umræðu, sem nú fer fram hér á landi um breyting- ar á kjördæmaskipan og jafnari dreifingu atkvæða á milli þéttbýl- is og dreifbýlis, er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvemig kosninga- fyrirkomulagi er háttað í sumum af lýðræðisríkjum heimsins. í grófum dráttum er hægt að tala um tvær megintegundir kosn- ingakerfa í hinum vestræna lýð- ræðisheimi, annarsvegar ein- menningskjördæmi og hinsvegar hlutfallslega kosningu fulltrúa. Segja má að hvert riki hafi sína eigin útgáfu af öðm hvom þess- ara kerfa. Einmenningskjördæmi Einmenningskjördæmaskipan er mikið notuð í engilsaxneskum löndum, eins og t.d. Bretlandi, Kanada og Bandaríkjunum, á meðan hlutfallsleg kosning full- trúa er betur þekkt sem kosn- ingakerfi á meginlandi Evrópu. Þar sem „hrein' einmennings- kjördæmaskipan er viðhöfð er reglan sú að sá einn nær kosn- ingu sem hlýtur meirihluta at- kvæða í sínu kjördæmi. Undan- tekningar frá þessari reglu em þó margar. Sumstaðar nægir að fá einungis mestan hluta atkvæða af frambjóðendum án þess að hljóta meirihluta. Bretland og Bandarikin em dæmi um slíkt fyrirkomulag. Annarstaðar þarf einungis að ná fram fyrirfram til- teknum fjölda atkvæða, eins og t.d. í borgarstjórakosningum í ísrael þar sem frambjóðandi þarf einungis að ná 40% atkvæða til að ná kosningu. Hlutfallsleg kosning fulltrúa Hlutfallsleg kosning fulltrúa, eins og nafnið gefur til kynna, miðar að því að sem flestir hópar eigi sinn fulltrúa á þingi. í flestum tilfellum er ekki um beina sam- keppni á milli einstaklinga að ræða í slíkum kosningum, heldur raðar hver stjómmálaflokkur frambjóðendum sínum niður á lista. Þó em til ýmsar aðferðir innan þessa kosningakerfis, eins og t.d. þegar kjósendur ákveða sjálfir sætaskipan með því að raða sjálfir niður á listann eða með því að strika út þá frambjóðendur sem ekki em þeim að skapi. Kjör- dæmaskipan í þeim löndum þar sem hlutfallsleg fulltmakosning er viðhöfð er mjög mismunandi. Sum lönd, eins og Holland og ísrael, em aðeins eitt kjördæmi á meðan öðmm löndum, t.d. Sviss, er skipt upp í mörg kjördæmi og þar fer hlutfallsleg fulltrúakosn- ing í raun aðeins fram innan hvers kjördæmis fyrir sig. Kostir og gallar Helsti kosturinn við einmenn- ingskjördæmaskipan er augljós- lega sá að sigurvegari kosning- anna heldur yfirleitt einn um stjómartaumana og þarf lítið að reiða sig á stuðning annarra flokka. Þetta leiðir að sjálfsögðu til aukins stöðugleika og betra starfsumhverfis fyrir rfldsstjómir viðkomandi Ianda. Einmennings- kjördæmaskipan hefur einnig verið talið til tekna að þar velji hver kjósandi sér „sinn' fulltrúa á þingi á meðan að í hlutfallslega fulltrúakerfinu, þar sem hvert kjördæmi er gjaman mun stærra, geti atkvæði kjósandans allt eins fleytt inn manni úr einhveiju allt öðm umdæmi. Hinsvegar hefur einnig verið bent á að þingmaður frá ein- menningskjördæmi setji gjaman hag síns kjördæmis ofar þjóðar- hag, þar sem endurkjör hans veltur stórlega á því hversu vel honum gengur að þóknast íbúum síns kjördæmis. Þetta á reyndar ekki einungis við um einmenn- ingskjördæmi, því að sama staða kemur raunvemlega upp í lönd- um með hlutfallslegu fulltrúa- kerfi, sé þeim skipt niður í smærri einingar eða kjördæmi. Tveggja flokka kerfi í löndum með einmennings- kjördæmaskipan á sér yfirleitt stað einvígi á milli tveggja stærstu flokkanna, þar sem fólk kýs yfir- Ieitt að leggja öðmm þeirra lið frekar en að kasta atkvæði sínu á glæ með því að kjósa flokk sem víst þykir að ekki muni sigra í kjördæminu. Kerfið hyglir sem sagt stóm flokkunum á kostnað hinna smáu og þama emm við komin að helsta ókosti einmenn- ingsfyrirkomulagsins. Þau at- kvæði, sem ekki falla sigurvegara hvers kjördæmis í skaut, fara hreinlega í súginn og hagsmunir þeirra, sem ekki vinna, em þar með í hættu. LýðræSi Gott dæmi um hversu ólýðræð- islegt einmenningskerfið getur verið em þingkosningamar í Bretlandi árið 1983. Þá hlaut íhaldsflokkurinn rúm 42% at- kvæða á landsvísu, sem skilaði honum rúmlega 61% þing- manna. Gallar kerfisins koma enn betur í ljós þegar fylgi ann- arra flokka er skoðað. Verka- mannaflokkurinn fékk 27.6% at- kvæða og 32.3% þingmanna, en sameiginlegt framboð fijálslyndra og sósíalista var með svipað at- kvæðamagn, 25.4%, sem skilaði þeim aðeins 3.5% þingmanna. Ástæðan fyrir því hve fáa þing- menn hið sameiginlega framboð hlaut er sú hve illa þeim gekk að vinna einstök kjördæmi. Hlutfallsleg kosning fulltrúa inn á þing er af mörgum talið mun lýðræðislegra kerfi en einmenn- ingskerfið. í bresku kosningun- um 1983 hefði hið sameiginlega framboð fijálslyndra og sósíalista líklega fengið nálægt því 25% þingmanna ef notað hefði verið hlutfallslegt fulltrúakerfi. Þá hefði kosningasigur íhaldsmanna orðið mun minni og þingmanna- fjöldi þeirra í meira samræmi við raunverulegt fylgi flokksins á landsvísu. Smáflokkar Á meðan einmenningskjör- dæmaskipan hyglir mest stærri stjómmálaflokkum þá á hið sama ekki við um hlutfallslega fulltrúa- kosningu. Hlutfallsleg fulltrúa- kosning eykur möguleika smá- flokka og flokksbrota til að koma fulltrúa sínum á þing. Við slíkar aðstæður er sjaldnast hægt að mynda meirihlutaríkisstjómir úr einum flokki og verða menn því að reiða sig á missterkar sam- steypustjómir. Slíkt ástand getur ógnað stjómmálalegum stöðug- leika í viðkomandi löndum. Þó má draga úr myndun smáflokka með því að koma upp reglum um lágmarksatkvæðafjölda sem til þarf til að hljóta kosningu. Slíkar reglur um atkvæðafjölda em víð- ast hvar í gangi og eru þröskuld- amir misháir, þeir eru t.d. 1% í ísrael og 5% í Þýskalandi. Hvað er best? Eins og sjá má af ofangreindum vangaveltum, þá em lýðræðis- lega sinnuð rfld langt frá því að vera á einu máli um hvaða aðferð er best að beita þegar kjósa skal til þings, og reynir hvert þeirra að koma sér upp kosningakerfi sem hentar þeirra eigin þjóðfélagsað- stæðum. Þegar spurninguna um breytt kosningalög ber á góma verður því að fara varlega og taka tillit til ýmissa þátta. Ef mönnum ber saman um að lýðræði felist í því að þinglið endurspegli í réttu hlutfalli vilja þjóðarinnar allrar frekar en að hver kjósandi hafi „sinn' þingmann, þá er hlutfalls- leg kosning fulltrúa e.t.v. rétta kerfið. Finnist mönnum hinsveg- ar óþarfi að taka mikið tillit tfl skoðana minnihlutans hveiju sinni og rétt sé að stuðla að aukn- um pólitískum stöðugleika, þá er einmenningskjördæmaskipan kannski rétta svarið. Væri þjóðar- hag okkar t.d. betur borgið ef landið yrði gert að einu kjördæmi og allir okkar þingmenn væm fyrst og fremst íslenskir þing- menn, en ekki vestfirskir eða sunnlenskir? Myndum við þá eiga betra með að móta heil- steypta stefnu í t.d. atvinnu- og samgöngumálum, eða er hætta á að allt fjármagn og framkvæmdir myndu hreinlega sogast að þétt- býlustu svæðunum á kostnað hinna fámennari? Slikum spum- ingum er ekki auðsvarað og víst er að seint mun nást niðurstaða sem allir sætta sig við. Höfundur hefur lokið BA-prófi í alþjóðastiórnmólum og hagfræði fró California State University. Góðverkin kalla! Átakasaga hjá Leikfélagi Akureyrar LEIKLIST Þórgnýr Dýrfjörð Hafnar eru æfingar á nýjum og hláturvænum gleðileik hjá Leikfélagi Akureyrar. Það var snemma í sumar að hafist var handa við að semja skemmti- leikinn, sem verður frumsýnd- ur á jólunum. Fram að þessu hefur ríkt leynd yfir höfundi verksins og hann verið kallaður „Heiðurs- félagi'. Nú hefur hins vegar komið í ljós að að baki nafninu leynast þrír höfundar sem skrifuðu verkið í sameiningu: Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Þeir hafa getið sér gott orð fyrir ritun gleðileikja fyrir Hugleik, sem er áhuga- mannaleikfélag Reykjavíkur. Hugleikur fyllti Tjarnarbíó kvöld eftir kvöld í vor þegar það sýndi „Stútungasögu' og er sú sýning enn höfð til viðmið- unar um hvað mikið sé mögu- legt að hlæja í leikhúsi. Þre- menningarnir skrifuðu Stút- ungasögu, en höfðu áður tekið þátt í samningu „Fermingar- barnamótsins", sem var sýnt hjá Hugleik vorið 1992. Leiðir þeirra þriggja lágu fyrst saman í Menntaskólanum á Akureyri. Ármann og Þorgeir höfðu að vísu þekkst frá barns- aldri, enda báðir frá Húsavík. Sævar er hins vegar frá Ásbyrgi í Kelduhverfi. í M.A. tóku þeir þátt í starfi leikfélags skólans og sömdu gamanvísur og grínþætti fyrir árlega skemmtidagskrá, sem flutt er á árshátíð. Að af- loknu stúdentsprófi héldu þeir félagar suður til háskólanáms og gengu til liðs við Hugleik. Það var svo nú í vor að þeir voru fengnir til að skrifa gleði- leik fyrir L.A., sem hafði vinnu- heitið „Ekkert sem heitir', en Heiðursfélagarnir (talið réttsælis að ofan): Sævar Sigurgeirsson, Ármann Guðmundsson og (fremstur) Þorgeir Tryggvason. hefur í endanlegri gerð hlotið nafnið Góðverkin kalla — átakasaga. Leikurinn gerist í litlum bæ, Gjaldeyri á Ystunöf. Helstu klúbbar bæjarins eru Lóðarís-klúbburinn og Dívans- hreyfingin ásamt Kvenfélaginu Sverðliljum og standa þessir að- ilar fyrir miklu söfnunarátaki vegna 100 ára afmælis sjúkra- hússins. Söfnunarátakið verður tilefni mikilla átaka. Góðverkin kalla — átaka- saga er samið sérstaklega fyrir leikarana sem fara með hlut- verkin, en þeir eru: Sigurður Hallmarsson, Saga Jónsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir, Aðal- steinn Bergdal, Sigurveig Jóns- dóttir, Dofri Hermannsson, Sig- urþór Albert Heimisson, Arna María Gunnarsdóttir og Skúli Gautason. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir, leikmynd og bún- inga gerir Stígur Steinþórsson og lýsingu hannar Ingvar Björnsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.