Tíminn - 13.11.1993, Blaðsíða 16

Tíminn - 13.11.1993, Blaðsíða 16
16 Laugardagur 13. nóvember 1993 Menn verða að vera heiðarlegir Gylfi Þ. Gíslason ræðir um viðreisn, Viðeyjarstjóm, lausn handrita- málsins og Alþýðuflokkinn Tlmamynd Ami Bjama VIÐTALIÐ „Ég studdi myndun þessarar rík- isstjónar í flokksstjórn Alþýðu- flokksins og er stuðningsmaður hennar. Pað þýðir þó ekki að ég telji hana gera allt það sem gera þar! til nauðsynlegra umbóta í þjóðfélaginu. Ég tel hana því mið- ur hvorki hafa mótað markvissa stefnu í sjávarútvegsmálum né landbúnaðarmálum. Pað þarf að taka betur á ríkisbúskapnum og bankakerfinu og stöðva erlenda skuldasöfnun.' ,Petta segir Gylfi Þ. Gíslason, einn af guðfeðrum þess Alþýðuflokks sem við þekkjum í dag. Hann sat í 32 ár á þingi fyrir flokkinn og er enn í dag einn af hugmyndafræði- legum máttarstólpum hans. Hann leiddi Alþýðuflokkinn gegnum viðreisnarárin, tímabil ríkisstjómar sem menn ýmist dá eða fordæma. Gylfi P. brýtur þessi ár til mergjar í nýrri bók sem hann kallar Við- reisnarárin. „Þetta voru mikilvægustu árin sem ég hafði afskipti af þjóðmál- um. Pað sem þá gerðist gerbreytti ekki bara efnahagslífinu heldur líka þjóðlífinu á flestum sviðum. Um það hefur ekki verið skrifað heillega og mér fannst vanta í sögu undanfarinna áratuga ítarlega frá- sögn af því sem í raun og veru gerðist.' Ekki gerst án viðreisnar Viðreisnarstjómin tók við völd- um 1959 og sat samfleytt í tólf ár eða til ársins 1971. Petta er lengsta samfellda stjómarseta einnar ríkis- stjórnar á íslandi. Áður en við- reisnin var mynduð hafði setið í eitt ár stjórn undir forsæti Emils Jónssonar. Á valdatíma viðreisnar- stjómarinnar áttu sér stað miklar breytingar í íslensku þjóðlífi, sér í lagi á sviði efnahagsmála. En hefðu þær gerst hvort sem var, sama hvaða stjóm hefði tekið við? „Nei, tvímælalaust ekki. Það sem var sérstakt við þessa stjóm var að hún markaði tímamót. Hún af- nemur 30 ára gamalt haftakerfi. Við bjuggum við höft sem voru innleidd 1930 og þeim var haldið þar til viðreisnarstjórnin afnam þau 1960. Við skiptum gersamlega um kerfi strax í byrjun. Á fyrri helmingi stjómartímans var upp- gangur í efnahagslífinu, en miklir erfiðleikar á árunum 1967-'68, sem brugðist var mjög harkalega við. Nú vilja allir álver Stjómin mótaði nýja stefnu í at- vinnumálum, innanlands með því að afnema öll höft og leiðrétta gengið, og við mótuðum stefnu ís- lands gagnvart viðskiptabandalög- um Evrópu. Við gerðum okkur grein fyrir að hinir hefðbundnu atvinnuvegir gátu ekki lengur staðið undir auknum hagvexti. Fiskimiðin vom fullnýtt og landbúnaðurinn hættur a,ð skila arði. Sú auðlind sem enn- þá var ekki nýtt nema að 10-15% var vatnsorkan og við beittum okkur fyrir stórvirkjun í Búrfelli til þess að grundvalla nýjan iðnað. Pessi stórvirkjun var undirstaða al- veg nýs útflutningsatvinnuvegar, sem þá var mjög umdeildur. Nú óska allir eftir nýju álveri. Pegar við beittum okkur fyrir byggingu álvers um miðjan sjötta áratuginn var tekist harkalega á um þennan nýja iðnað. Annað stórmál sem við beittum okkur fyrir var að móta stefnu gagnvart viðskiptabandalögum í Evrópu. Pað mál er að koma á dagskrá um Ieið og við myndum viðreisnarstjórnina. Eitt helsta deilumál á Alþingi alla stjómartíð viðreisnarstjómarinnar var afstaða íslands til viðskiptabandalaganna í Evrópu. Við höfðum þá afstöðu að stefna að aukaaðild að Efnahags- bandalagi Evrópu, lögðum mikla vinnu, í að kanna hvað í því gæti falist. Þetta var bæði tortryggt og mætti andmælum. Alþýðubanda- lagið var algerlega á móti öllu samstarfi við auðvaldsbandalög í Evrópu. Framsóknarflokkurinn var mjög hikandi. Við enduðum með því að sækja um aðild að EFTA og leita ekki aukaaðildar að Efnahagsbandalaginu. Alþýðu- bandalagið var á móti. Framsókn lagði fyrst til að málinu yrði vísað frá, en þegar ljóst var að meirihluti væri fyrir málinu í þinginu sátu framsóknarmenn hjá.' BaksviS handritamálsins Eitt mikilvægasta málið í menntamálaráðherratíð Gylfa P. Gíslasonar var handritamálið. Hingað til hefur lítið verið sagt frá hvað raunverulega gerðist þegar málið loks leystist. Gylfi er eini eft- irlifandi maðurinn af þeim sem stóðu að lokaslagnum um handrit- in 1961. Viðræður milli íslendinga og Dana um handritin strönduðu 1953, en þá vildi Júlíus Bomholt, þáverandi menntamálaráðherra Dana, að þau yrðu sameign þjóð- anna og þeim skyldi skipt milli Reykjavíkur og Kaupmannahafn- ar. Hugmyndin spurðist út. Politik- en birti frétt um málið og það var boðað til lokaðs fundar á Alþingi, þar sem ákveðið var einróma að hafna tilboðinu kæmi það frá Dön- um. Pessu reiddist Bomholt og fleiri hastarlega og tillögumar vom aldrei settar fram opinberlega. Viðræður vom síðan teknar upp að nýju 1956 í stjórnartíð Her- manns Jónassonar, eftir að Gylfi bað um að fá að halda áfram og reyna til þrautar að ná samkomu- lagi við Dani. Þeir féllust á að skila því sem þeir kölluðu íslenska menningareign. Peirra skilgreining á því var, að það væri það sem íslendingar hefðu skrifað um íslensk efni. Petta átti fyrst og fremst við um ís- lendingasögurnar. Þetta gátu ís- lendingar ekki samþykkt. Kampmann leysti málið „Það var raunverulega Viggo Kampmann, forsætisráðherra Dana og formaður Jafnaðar- mannaflokksins, sem hjó á hnút- inn,' segir Gylfi. „Það hefur hing- að til aldrei verið upplýst. í samningaviðræðunum sagði ég frá byrjun að íslendingar gætu aldrei sætt sig við að fá ekki t.d. Sæmundar-Eddu og Flateyjarbók, en þeir töldu þær ekki íslenska menningareign. í Sæmundar-Eddu eru Eddukvæðin, germanskur, norrænn skáldskapur skrifaður á íslandi, en þar fjallar ekki um ís- lensk efni. Par eru t.d. aðalheim- fidir Wagners fyrir skáldskapnum í mörgum af hans frægustu óperum. Og í Flateyjarbók eru sögur Nor- egskonunga — Þeir gerðu það al- veg viljandi að gera okkur þetta tilboð.' Á lokafundinum í Kaupmanna- höfn var rifist um þetta. Par voru fyrir hönd Dana Kampmann, Jörg- en Jörgensen menntamálaráð- herra og Bomholt vegna þess að hann var málinu kunnugur. Ég hafði fengið umboð til þess að bjóða Dönum að halda eftir ein- hveijum af þeim handritum sem þeir myndu meta mikils. Pað var hægt að bjóða þeim handrit sem tfi eru í fleiri en einu eintaki. Til að mynda Njáluhandrit — þau eru tfi í mörgum uppskriftum — og handrit að Snorra-Eddu.' Gylfi segir að Kampmann, for- sætisráðherra Dana, hafi verið áfláður í að leysa málið. Bomholt, fyrrverandi menntamálaráðherra, vfidi aftur á móti h'tið slaka til. Úr- slitafundirnir voru tveir. Á þeim fyrri lagði Gylfi fram tfi sátta að fs- lendingar leyfðu Dönum að halda eftir heillegri uppskrift af Njálu. Á það var fallist. Bombolt var hins vegar stífari á seinni fundinum. „Á lokasprettinum bauð ég að Danir skyldu halda eftir einni upp- skrift af Snorraeddu og bar það fyrst undir Kampmann. Hann samþykkti. Bomholt sat lengi steinþegjandi og þungt hugsi. Hann segir ekki neitt þangað til Kampmann segir: „Ég mæli með því að þetta verði samþykkt svona og síðan verði máhð úr sögunni.' Pá segir Bomholt: „Pað skal ég samþykkja, en ánægður er ég ekki.' Bomholt reyndist síðan hinn besti drengur og stóð við sitt loforð í þingflokki jafnaðarmanna, í þinginu og í ríkissljóm, þrátt fyrir að hann væri ekki sáttur við mála- lokin.' Hannibal drap viðreisnina Undanfama áratugi hefur borið á því að flokkur sem myndar sam- steypustjóm með Sjáhstæðisflokki tapar fylgi í kosningum að stjóm- arsamstarfi loknu. Þetta var ekki tihelhð með viðreisnarstjómina að sögn Gylfa. „1959 voru tvennar kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn vann á í þeim fyrri, Alþýðuflokkurinn í þeim seinni. í kosningunum 1963 vann Sjáhstæðisflokkurinn aftur á, en við töpuðum einu þingsæti. 1967 unnum við verulega á, en við alþingiskosningarnar 1971 stórtöpuðum við, ekki yfir tfi Sjáh- stæðisflokksins, heldur tfi Hanni- bals og Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna. Framboð Samtakanna gerði það að verkum að viðreisnin féll 1971. Hannibal vann stórsigur. Samtökin fengu tæp 9% atkvæða og fimm menn kjöma á þing. Það var tví- mælalaust framboð Hannibals, sem felldi viðreisnarstjórnina. Hann bauð fram flokk sem kenndi sig við jafnaðarmennsku, en hafði aðra stefnu í utanríkismálum en Alþýðuflokkurinn. Stjórarandstað- an - - sérstaklega Hannibal — hafði miklu skynsamlegri stefnu í landhelgismálinu. Hann lagði fram skýra stefnu um að færa landhelg- ina strax út í 50 mílur. Stefna okk- ar var of óljós. í svona máh þarf að hafa hreina og klára stefnu, sem hvert mannsbam skilur. Það tókst Hannibal. Samtökin Ufðu ekki nema í sjö ár. f kosnigunum 1978 fengu þau engan mann kjörinn á þing, en þá var Hannibal ekki lengur í fram- boði. Pá vann Alþýðuflokkurinn sinn mesta kosningasigur, fékk 22% atkvæða og 14 þingmenn kjörna. Pá var Vilmundur sonur minn kominn til sögunnar. Ég hætti í póhtík þegar hann bauð sig fram, enda tel ég ekki rétt að feðg- ar sitji saman á þingi og sérstak- lega ekki í sama þingflokki.' Heiðarleiki Hann leggur áherslu á að í tíð viðreisnarinnar hafi ekki einungis efnahagsmálum verið umbylt til hins betra, þjóðfélagið sjálft hafi tekið stórstígum breytingum, t.d. á sviði menningarmála. „Pað létti yf- ir samfélaginu,' segir Gylfi Þ. og bendir á að það sé þessi heildar- breyting á þjóðfélaginu, sem kratar og sjáhstæðismenn horfi til þegar þeir minnast viðreisnarinnar með tregablöndnu stolti. Það liggur beinast við að spyija hver munur- inn sé á samstjóm krata og sjálf- stæðismanna í dag og þeirri sem var fyrir 30 árum? „Pað er erfitt að bera þessar rílris- stjómir saman. Við sátum í tólf ár, upplifðum mikla uppgangstíma, mjög mikla erfiðleikatíma og unn- um bug á erfiðleikunum. Við skfi- uðum betra búi en við tókum við, en efnahagsmálin skipta ekki öllu máli. Það sem skiptir máli er að andrúmsloftið sé heilbrigt, þjóðlíf- ið sé gott, menningarhfið sé ríkt. Á það lagði ég alltaf mikla áherslu og ég held að þó að ég segi sjálfur frá, þá hafi orðið stórkostlegar breyt- ingar á því sviði. Viðreisnarstjórnin var styrk stjóm og mjög samhent. P^ð urðu aldrei deilur milli ráðherra. Það var ekki einungis góð samvinna heldur náin vinátta milli okkar Emils Jónssonar annars vegar og Ólafs Thors og Bjarna Benedikts- sonar hins vegar. Við vfidum reyn- ast drengskaparmenn gagnvart hvor öðrum. Pað vom stórkostleg deiluefni þama á ferðinni, sérstak- lega um landbúnaðarmálin milli okkar og Ingólfs Jónssonar á Hellu. Við deildum harkalega í rik- isstjóminni, en aldrei utan hennar. Nú er hægt að deila um hvort það sé rétt að menn séu svona heiðar- legir hveijir við aðra, en það vor- um við. Reynslan hefur sýnt að það kunnu menn að meta þá. Ég er sannfærður um að lykillinn að því að samstjóm heppnist, hvort sem hún er tveggja eða þriggja flokka, er að það rílri gagnkvæmt traust milli manna og þeir virði skoðanir hver annars. Engin hrossakaup, ekki segja, „ef ég geri þetta fyrir þig, þá gerir þú þetta fyrir mig,' heldur að menn taki sameiginlega ákvörðun og standi saman um hana.' Kannski verð ég dauður Gylfi Þ. Gíslason hefur ekki setið auðum höndum eftir að hann hætti þingmennsku. Hann kenndi við Háskólann í rúm tíu ár, skrifaði kennslubækur í hagfræði og nýj- asta afurðin er bókin um viðreisn- arárin. Hann er tregur til að upp- lýsa hvað kemur næst. „Fyrir 30 árum skrifaði ég bók, sem heitir „The Problem of Being an Icelander'. Þetta er kynning á íslandi fyrir útlendinga. Fyrir tveimur árum endurskifaði ég hana og kallaði hana þá, „The challange of Being an Icelander'. í tilefni hálfrar aldar afmælis lýð- veldisins á næsta ári er hugsanlegt að ég skrifi hhðstæða bók fyrir ís- lendinga, um vegsemd þess og vanda að vera íslendingur. Pað er stórt efni. Pað er að verða erfiðara og erfiðara að vera sannur íslend- ingur. Og hvað þarf til þess? Er þetta ekki verðugt bókarefni? Ég get ekki lofað neinu. Pað getur vel verið að ég verði dauður áður en ég lýk við bókina. Pað er hugsan- legt.'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.