Tíminn - 13.11.1993, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.11.1993, Blaðsíða 14
Laugardagur 13. nóvember 1993 4 14 ÞÁ OG NÚ ÞÓR JÓNSSON 1 litlu þorpi sem heitir Ahja í suð- austurhluta Eistlands stendur fal- legt timburhús, þar sem nú er apótek. Fyrir fimmtíu og tveimur árum var þetta apótek höfuð- stöðvar Omakaitse-sveita (sjálfs- varnarsveita eða Selbstschutzfor- mationen á þýsku), sem voru vopnaðir flokkar, skipulagðir af hernámsliði nasista og því til að- stoðar að baki víglínunnar, á með- an þýsku herimir brutust í átt að Leníngrad. íbúar þessa héraðs, sem hafa ald- ur til, muna vel eftir foringja Om- akaitse-sveitarinnar, Eðvaldi Hin- rikssyni. Pá hét hann Evald Mik- son, en býr nú á íslandi, áttatíu og tveggja ára gamall, landflótta eftir að rússneski herinn hrakti nasista á braut og lagði undir sig Eistland. Hann hefur verið sakaður um að hafa framið stríðsglæpi í seinni heimsstyrjöld og ríkissaksóknari hefur efnt til opinberrar rannsókn- ar í máli hans. Leyndarskýrsla Upp úr miðjum október árið 1941 sendi Frariz Stahlecker stormsveitarforingi yfirboðurum sínum í Berlín leyndarskýrslu, sem fjallar m.a. um samstarf nasista og eistneskra samverkamanna. Skýrslan var lögð fram sem sönn- unargagn í stríðsglæparéttarhöld- unum í Numberg eftir stríð. Á blaðsíðu 20 í þeirri skýrslu seg- ir að sjálfsvamarsveitunum (þ.e. Omakaitse) hafi verið falið að framkvæma aftökur. í Ahja búa enn aðstandendur þeirra sem félagar í Omakaitse tóku af lffi í stríðinu. Peir mirmast þess, að Omakaitse-menn skemmdu leiðiskransa og þvíum- líkt jafnóðum og það var lagt á fjöldagröfina. Vinsæll kennari að nafni Eduard Piitsepp var skotinn fyrir að hrópa ,niður með Hitler* þrisvar sinnum. í bréfi, sem Eðvald Hinriksson skrifaði og sendi útlendingaeftirlit- inu í Svíþjóð, þegar hann hafði flúið þangað frá Eistlandi í lok stríðsins, segist hann hafa verið foringi þessa Omakaitse-flokks í Ahja. Judenfrei" Eistland varð fyrsta landið í her- námi Hitlers sem var lýst „Ju- denfrei', laust við gyðinga. Samfé- lag gyðinga var fámennt í Eistlandi og obba þess tókst að flýja til Rúss- lands. Þeir sem voru um kyrrt vom því sem næst allir myrtir. í fyrrnefndri leyndarskýrslu Stahleckers stormsveitarforingja stendur á blaðsíðu 31, að nánast allir karlar af gyðingaætt, eldri en 16 ára, hafi verið handteknir og að .eistnesku sjálfsvarnarsveitirnar* taki þá af lífi undir eftirliti Þjóð- veija. Pólitíska lögreglan Eðvald Hinriksson hafði verið lögreglumaður í höfuðborginni Tallinn fyrir stríð. Þegar nasistar náðu borginni á sitt vald um haustið 1941 var Eðvaldi veitt staða og mannaforráð í Pólitísku lögreglunni, deild B IV. Um Pólitísku lögregluna segir Stahlecker á blaðsíðu 19 í skýrslu Höfuðstöðvar Miksons ■ J ^ Ahja heimsótt og gluggað í skýrslur sinni, að húö hafi verið undir SI- PO, öryggislögreglunni þýsku. Verkefni hennar hafi verið að leita uppi og handtaka menn, setja þá í varðhald og afla sannana gegn þeim. Þá skyldi hún leggja gögnin fyrir Þjóðverja með tillögu að dómi. Sagnfræðileg rannsókn hefur leitt í ljós, að tillögu eistnesku lögregl- unnar að dómi var venjulega framfylgt án frekari rannsóknar eða réttarhalda. Finnska skýrslan f október árið 1941 sendi Örygg- islögreglan í Finnlandi mann út af örkinni til þess að grennslast fyrir um aðstæður í Eistlandi. Þessi maður var Olavi Viherluoto, sem skrifaði fræga skýrslu um ferð sína og fundi við nasista og eistneska samverkamenn þeirra. Skýrsla hans var lögð fram sem sönnunar- gagn fyrir finnskum dómstólum eftir stríð, þegar yfirmaður hans, Arno Anthoni, var ákærður fyrir stríðsglæpi. Viherluoto hitti m.a. Eðvald Hin- i A. OrgAh4£atorÍ3cho l’Æaferuúuien l'i ii. Simlljprttrc: und Sichórung doo Ein* Batatáúi oo 21 <i, Snlonogeah./ebr 39 D. I*erB«mBnUborprvl#ttag U3d Kartel- weseh < í 40 E. Krintiíu\lp=licolliche /orholt 41 A. Ityjewhrr doj-i EimzuLríWh. der deut- aátíén sHcnppúni' 47 B. Iage attf don Lobonageöleten bia 15.lo.1941. 61 C. Judiðchér Einfluao auf riia Lébons- ^cbiete itn Ootl.ind 107 . IV. ^olBtánde und VQrachl^/.-a bu ihrer ............................. i34 a n Knaz'in i Die SelhsÍBohut zf ortiat ionen werd cn zur Durchffihrunfi von Erekuti^jtien feíngeBetsrt. Ihre waitere Áufgahe iat die Békáopfung der ir. Eat~ 'l3nd iooer noch auftauchéndon vereprengten Rctarmistenruna PeLrJi'áaneoigrhppén. Perner iet ihnen der Wachdiahet in den heereswichtigen • Betrioben^sn Brilckeu, Leg'errhúnec und aonetigen aabotagsgeföhrdeten Stellén tibertreten wcrden. Pilr Gef&ngsnentranoporte etellt der Selbet- achutz die Bowachungsmannachaften. 2) Kouaufbau qoe Geffingniaweaene. Die Gcfaagnie8o in den báltieahen Löndern wurden entwfeder ybllig leer vorgofunden cder waren mit den Von den SelbateohutzlcrKften er- griff enen Juden und Kómnunisten belogt. Die Bolsch'ow^Dten haben cei ihrem' Rílchsug iie GéfJLrgniaíuiflasaen ontv/eder eraordot oder yerschleppt. La3 Gefangniepersonal war melet ait den P.uasen geflohcna Dn landeaéigeno Justizrarv.-altur.gcn vorerst nicht exiátiejrteh und dio deutocher. Gericlxte erot nach EJnfííhruag der Zivilvorwáltung ein- geeetzt v/érdtn, wurden zunS.chst e.ll£ Gcfhngntfe-.- ee ohne EiíckaJ.cht • auf íhre frilhere Zweckbeetir. • nuag in polizeiliohe Verwaltung genomaer.. Das Peroonal ftir don Geftthgniediehat otellen dle Selbatachutzkrafte und Hilfepolizoien. Soweit die Aufnahinefhhigkeit der Haftrfcuae nicht auereichte, wordon provioorische Kcnzen- trationalager errichtet. Die Vorarboiten zur Errichtung von griJeaeren Eonzentratior.elegom laufen. Á5I0. Die ala Anlage5 beigefflgteh Tabellen zeigen die Jetr.ls?- dcv so, -21- 098241 Skýrsla Franz Stahleckers stormsveitarforingja greinir fró hlutverki Omakaitse-sveitanna (Selbstschutzformationen), en þær sóu m.a. um aftökur fanga. I skógarjaðrinum fjærst og til hægri fóru fram aftökur Omakaitse og þar voru fórnarlömbin grafin. riksson og greinir frá því í skýrslu sinni, að Eðvald hafi gefið upplýs- ingar um að gyðingar væru drepn- ir í hópum og fangar á valdi lög- reglunnar pyntaðir á herfilegan hátt. Viherluoto staðfesti skýrslu sína í stríðsglæparéttarhöldunum í Turku. Hann er nú látinn. Neitar öllu Eðvald Hinriksson neitar sakar- giftunum um að hann hafi átt þátt í stríðsglæpum í Eistlandi. Hann segist vera ofsóttur af kommúnist- um, — eða að fyrrverandi sam- starfsmaður hans í Pólitísku lög- reglunni, Harry Mannil, sem er núna milljónamæringur í Venesú- ela, reyni að koma höggi á sig. Eð- vald hefur þess vegna sagt að Mánnil þessi hafi verið á bandi nasista. Mánnil segist hinsvegar ekkert skilja í ásökunum Eðvalds. Þó er að finna um Mánnii — líkt og Eð- vald — þykkar möppur í sænsk- um skjalasöfnum um meinta glæpi hans í stríðinu. 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.