Tíminn - 13.11.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.11.1993, Blaðsíða 4
Menning Laugardagur 13. nóvember 1993 Ósfqim ‘Tímanum tiC hamingju með nýtt útdt Haukur og Olafur sf. Rafverktakar Búnaðarfélag íslands Akron hf., plastiðnaður Síðumúla 31, s. 33706 SAMSKIP Krókhólsi 6 • Sími: 67 1 900 » Prentþjónusta Guðmundar Steinssonar Chalumeaux-tríóið KLASSÍK SigurSur Steinþórsson Steinn Steinarr hélt lengi að Kale- vala vaeri amma finnskrar stúlku sem hann hafði verið í tygjum við um skeið, og ýmsum kann að detta sitthvað í hug um Chalum- eaux-trióið, svo undarlegt sem nafnið er. En þar kemur hinn lærði dr. Hallgrímur Helgason til hjálpar í Alfræði Menningarsjóðs — tónmenntum, því chalumeau þýðir skálmhom, hljóðfaeri sem var forveri klarinettunnar. Og enn þann dag í dag nefnist neðsta re- gistur þess hljóðfæris chalumeau (-aux er fleirtöluending). Chalumeaux-tríóið er semsagt þrir úr hópi vorra helstu klarin- ettista — Sigurður I. Snorrason, Kjartan Óskarsson og Óskar Ing- ólfsson — sem spila tríó fyrir klar- inettur og bassetthom, en basset- thom er forveri klarinettunnar eins og skálmhomið. Þeir félagar hafa starfað saman í nokkur ár á þessum vettvangi og komið fram á Háskólatónleikum og víðar. Á Háskólatónleikum miðviku- daginn 10. nóvember flutti Chal- umeaux- tríóið verk eftir Jósef Haydn, Franz Schubert, Antonio Salieri, Lúðvík Beethoven og Wolfgang Mozart í Norræna hús- inu fyrir fjölda þakldátra áheyr- enda, sem þangað vom komnir til að heyra fallega tónlist og hvíla lúna heUa eftir ígrundanir morg- unsins og búa sig undir strfð eftir- miðdagsins. Þama var t.d. Jó- hann Axelsson prófessor, kom- inn beint úr hljóðstofu útvarps þar sem hann mælti með hlaup- um og annarri útivist í hádeginu. ÖU vom verkin umritanir af ein- hveiju tagi fyrir þessa hljóðfæra- skipan. Sum vom uppmnalega skrifuð fyrir tvö óbó og fagott eða öngulhom, önnur vom útsetn- ingar Chalumeaux-manna á fjar- skyldari tónsetningum, eins og æfingu án orða fyrir tvær söng- raddir og fylgirödd eftir Schubert, eða Adagio fyrir glerhöipu eftir Mozart. Eitt af síðustu verkum Mozarts — þó ekki þetta — var reyndar Rondó K. 617 sem hann samdi fyrir blinda stúlku sem var glerhörpusnillingur, en um hljóðfæri þetta segir hinn lærði dr. Hallgrfmur: »mjög vinsælt hljóðfæri, einkum á síðari hluta 18. aldar, endurbætt af Benjamín Franklín. Misstórar glerskálar snúast á láréttri stöng og em núnar á röndum með rökum fingurgómi eða með strokboga.' Almennt hljómuðu þessi að- skiljanlegu stykki bráðfallega í leik þeirra Sigurðar, Kjartans og Óskars — prýðileg upplyfting í hádeginu. Mótettukór Hallgrímskirkju KLASSIK SigurSur Steinþórsson Mótettukór Hallgrímskirkju hefur löngum verið þekktur fyrir sinn hreina hljóm, enda þráfaldlega hlotið ágætiseinkunn í umfjöllun- um kunnáttumanna. Stofnandi hans og stjómandi er Hörður Ás- kelsson, organisti Hallgrímskirkju, og eins og oft vill verða hefur kór- inn vaxið og bólgnað út með tím- anum — á tónleikunum 7. nóv- ember sungu 63 kórfélagar. En þrátt fyrir fjöldann heldur kórinn sínum hreina og fagra hljómi jafn- framt því sem honum hefur aukist kraftur með fjöldanum, sem von- legt er, og getur nú simgið undra- sterkt þegar við á. Sunnudaginn 7. nóvember vom sungin tvö verk, Sálumessa op. 9 eftir Maurice Dumflé (1902- 1986) og Óttusöngvar á vori eftir Jón Nordal, sem frumfluttir vom við mikil fagnaðarlæti í Skálholti í sumar. Duruflé samdi Requiem sitt árið 1947 fyrir kór, tvo einsöngvara og stóra hljómsveit, en umskrif- aði hljómsveitarpartinn síðar fyr- ir orgel, og í þeim búningi var verkið flutt nú. Sennilega hefði verið heppilegra fyrir tónskáldið að endursemja hljóðfæraþáttinn fyrir orgel fremur en að umskrifa hann, því raddir hinna ýmsu hljóðfæra, t.d. kliðurinn í strengj- unum, nutu sín ekki sérlega vel í orgel-umskriftinni. Þar var hins vegar hvergi við organistann Hannfried Lucke að sakast, því hann spilaði prýðilega vel. Verkið er sagt vera undir gregorskum áhrifum, auk þess sem það er hæfilega nútímalegt, og tekst tónskáldinu að bræða úr þessum ólíku heimum áhrifamikla og áheyrilega kirkjutónlist. Einsöngvaramir Rannveig Fríða Bragadóttir (mezzósópran) og Michael Jón Clarke (barítón) sungu fagurlega, og hafi ég ein- hvem tíma haft einhveijar efa- semdir um ágæti Rannveigar Fríðu, þá em þær endanlega horfnar eftir sönginn á sunnu- daginn. Sólhjartarljóð Jóns Nordals er samið fyrir kór, tvo einsöngvara, orgel, selló og slagverk. Hljóð- færaleikarar vom Hannfried Lucke, Inga Rós Ingólfsdóttir og Eggert Pálsson, en einsöngvarar Þóra Einarsdóttir (sópran) og Sverrir Guðjónsson (kontraten- ór). Verkið er mjög fallegt, ekki síst einsöngskaflamir sem þau Sverrir og Þóra fluttu Ijómandi vel, og almennt hlýtur Sólhjartar- ljóð að teljast vel heppnað verk sem líklegt er til varanlegra vin- sælda og langlífis. Textinn er úr þremur áttum, Sólarljóðum frá 13. öld, latneskri sálumessu og Ijóði eftir Matthías Johannessen. Sumir segja að ljóðið sé dautt —■ „fáir meta Ijóðalestur, langar mig í Dali vestur' — en sannlega er það mikilvægt Kfsmark ef Ijóð megnar að innblása tónskáld til afreka. Tónlistin hefur orðið bjarghringur margra Ijóða, verð- ugra og óverðugra — hver mundi þekkja Ijóð Múllers án laga Schu- berts? meðan hinn ágæti en fá- um-kunni sálmur Kolbeins Tumasonar varð almenningseign fyrir tilstilli lags Þorkels Sigur- bjömssonar. Þetta eru dæmi um mátt „symbíósu' eða samvinnu ljóðs og lags til eilífs lífs, og sama kann að gilda um Sólhjartarljóð. Denni dæmalausi „Mundu það, Jói, að það boðar óhamingju að vera hjátrúarfullur.“ © NAS/Disfr. BULLS 5-l\

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.