Tíminn - 07.01.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.01.1995, Blaðsíða 1
STOFNAÐUR 1917 79. árgangur Laugardagur 7. janúar 1995 5. tölublaö 1995 Endurbótum á rábherra- bústaö lokiö Nú er lokiö umfangsmiklum endurbótum á ráöherrabú- staönum viö Tjarnargötu og nam kostnaöurinn viö verkiö um 84 milljónum króna, sem er um 9% hœrra en kostnaö- aráœtlun hljóöaöi upp á. Þaö má aö miklu leyti skýra meö því aö húsiö var mun verr fariö en fyrirfram var gert ráö fyrir. Á meöfylgjandi mynd má sjá fulltrúa Húsameistara ásamt fulltrúa forsœtisráöuneytis, þar sem þeir kynntu endurbœtur í gœr. Frá vinstri: Guömundur Árnason, deildarstjóri hjá Húsameistara, Garöar Hall- dórsson húsameistari, Ólafur Davíösson, ráöuneytisstjóri í forsœtisráöuneyti, Auöur Vil- hjálmsdóttir, innanhúsarkitekt hjá húsameistaraembœttinu og Samúel Guömundsson, for- stööumaöur byggingaeftirlits húsameistara. Tímamynd CS Ungur dreng- ur undir strætisvagni Ungur drengur liggur illa slas- abur á sjúkrahúsi í Reykjavík eftir ab hafa oröib undir strætisvagni. Atvikib átti sér stab um kl. 12 á hádegi í gær, á bibstöb SVR vib Melaskóla í Reykjavík. Óhappib varð þegar strætis- vagninn kom akandi að bið- stöðinni og rann drengurinn undir vagninn í hálku áður en hann nam staðar og ók vagn- inn yfir drenginn. I fyrstu var talið að drengurinn væri í Iífs- hættu, en samkvæmt upplýs- ingum sem fengust undir kvöld í gær, var hann úr lífshættu. Engu að síður er drengurinn mikið slasaður, mjaömargrind- arbrotinn auk fleiri áverka. ■ Afstaöa menntamálaráöherra í kjaradeilu kennara viö ríkiö veldur vonbrigöum: / Olafur G. segir pass „Þab kemur dálítib á óvart og veldur miklum vonbrigbum ab Ólafur G. Einarsson mennta- málarábherra segir pass í mál- inu," segir Elna Katrín Jóns- dóttir, formabur HÍK. Hún segir að kennarar hafi tek- ið alvarlega þá yfirlýsingu sem fram kemur í skýrslu nefndar um mótun menntastefnu, þar sem menntamálaráðuneytið telur það brýnt að koma með virkari hætti inn í viðræður kennara við ríkis- valdið og þá einkum í þeim mál- um er lúta að breytingum á vinnuskilgreiningu kennara. Menntamálaráðherra hefur hins- vegar alfariö vísað málefnum kennara til samninganefndar rík- isins og af þeim sökum sé kenn- aradeilan utan verksviðs ráðu- neytisins. Þessi afstaða ráðherr- ans er einnig athyglisverð fyrir þær sakir að hann hvatti kennara á sl. ári til að nota tækifærið til að bæta kjör sín þegar grunnskólinn yrði fluttur alfarið yfir til sveitar- félaganna. Formaður HIK segir aö menn trúi því varla að búiö sé aö eyða heilu kjörtímabili til einskis viö vinnuna í nefnd um mótun menntastefnu. Elna Katrín vekur athygli á því að í nokkur ár hefur því verið frestað að taka sérstak- lega á málefnum kennara með tilliti til þeirra miklu breytinga sem orðið hafa á störfum og starfsumhverfi kennara. Nú sé hinsvegar kominn tími til að taka á þessum málum, enda tími frest- ana liðinn. ■ Fákur á nýjársnótt: Hross daub- rotabist Þab óhapp varb á Víbivöllum á nýársdag ab hross fældist og hljóp á fullri ferb á járngrindur í girbingu. Höggib kom beint á enni hestsins og drapst hann samstundis. Haraldur Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Fáks, sagbi í gær ab slys sem þessi væru sem betur fer fátíð. Haraldur sagði að hrossin ættu slæmar stundir á gamlárskvöld þegar flugeldaregniö og sprenging- arnar standa sem hæst. „Viö erum með ljós í húsunum og vöktum hrossin þetta kvöld, þeim líður ekki vel, og vib finnum fyrir óróleika," sagði Haraldur. ■ íslenskar sjávarafuröir hf: Yfirgefa Kirkjusand í byrjun ágúst Benedikt Sveinsson, fram- kvæmdastjóri íslenskra sjávaraf- urba hf., segir ab þeir verbi ab flytja úr höfubstöbvum sínum á Kirkjusandi eigi síbar en 1. ágúst nk. Hann segir ab engin ákvörb- un hafi verib tekin hvert höfub- stöbvarnar verba fluttar. í gær var gengið formlega frá samningum íslandsbanka og dótt- urfélags hans, Sigtúns 38 hf., ann- arsvegar og Samvinnulífeyrissjóðs- ins hinsvegar um makaskipti á hús- eignum. Bankinn yfirtekur húseign lífeyrissjóðsins og íslenskra sjávar- afurða á Kirkjusandi í staðinn fyrir Holliday Inn hótelið og skrifstofu- húsnæði íslandsbanka í Húsi versl- unarinnar. Þær eignir sem hvor að- ili leggur fram eru metnar á yfir hálfan miljarð króna. Áður hafði náðst samningur við Landsbanka um kaup íslandsbanka á baklóðinni við Kirkjusandshúsið. Benedikt Sveinsson segir ab það sé á valdi stjórnar ÍS hvort Þróunar- setur þess verður áfram starfrækt á Kirkjusandi eða hvort það verbur flutt eitthvert annað samhliða flutningi höfuðstöbvanna. Hann segir að þótt tæpir átta mánuðir séu þangað til þeir verði að rýma skrif- stofuhúsnæðið, þá sé það ekki lang- ur tími fyrir flutning á jafn viða- mikilli starfsemi og þar fer fram. Framkvæmdastjóri ÍS segir aö svonefnt Akureyrarmál, málefni ÚA, eigi heima þar nyðra og er þar í vinnslu. Þá hefur engin ákvörðun verið tekin um meintan flutning ÍS til Akureyrar, enda hefur málið ekki verið tekið til formlegrar umræðu innan stjórnar ÍS. Benedikt segist þó hafa heyrt af áhuga ÍS-manna nyöra að ÍS flytji höfuðstöðvar sínar til Akureyrar. Sjá einnig frétt um ÚA á bls. 3 Mynd: Frá undirritun makaskiptasamings íslandsbanka viö Sam- vinnulífeyrissjóöinn ígœr. íslandsbanki mun flytja höfuöstöövar sínar í Kirkjusandshúsiö á nœstu 6-7 mánuöum en lífeyrissjóöurinn flytur í Hús verslunarinnar. Holiday Inn hóteliö veröur hinsvegar selt hlutafé- lagi í eigu Kaupgarös hf., Hótels Reykjavíkur, Mœnis hf. og Guö- mundar Jónassonar hf. Ttmamynd: cs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.