Tíminn - 07.01.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.01.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 7. janúar 1995 Mmimm 5 H ff 'SJ ■v*r _ ... ; li ■ * Tímomynd CS Horfur í upphafi árs Jón Kristjánsson skrifar Nú hafa forustumenn þjóðarinnar flutt henni boðskap sinn um áramótin, því sá siður helst að setja sig í stellingar á þess- um tímamótum og spá í spilin. Áramótin eru raunveruleg kaflaskipti. Einstakling- ar, fyrirtæki og opinberir aðilar gera þá upp stöðu sína. Hins vegar skiptir miklu máli að gera sér grein fyrir því hvað framundan er. Um það er mikil óvissa um þessar mund- ir. Það er þó öllum ljóst að kosningar verða þann 8. apríl í vor, og tíminn líður óðfluga þar til það uppgjör fer fram. Kosningarnar valda óvissu um þaö hver verður við stjórnvölinn síðari hluta ársins. Þeir flokkar og samtök, sem bjóða fram til kosninga, gera það væntanlega á þeim forsendum aö þeir vilji taka þátt í stjórn landsins og hafa áhrif. Álgjör óvissa ríkir hins vegar um það hvernig næsta ríkisstjórn verður samansett. Það hefur nú nokkurn veginn tekið á sig mynd hvernig listar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verða skipaðir fyrir næstu kosningar. Meiri óvissa er um Al- þýðuflokk, Alþýðubandalag, Kvennalista og Þjóðvaka, en það mun vafalaust skýr- ast á næstunni hvaða liði verður skipað fram undir þeirra merkjum. Þjóbvaki veldur óvissu Eins og stendur veldur væntanlegt framboð Þjóövaka, samtaka í kringum Jóhönnu Sigurðardóttur, mestri óvissu. Gengi þess í kosningum getur haft úr- slitaáhrif á það hvaða meirihlutar mynd- ast að þeim loknum. Gengi Þjóðvaka hef- ur verið gott í skoðanakönnunum að undanfornu, en sú síöasta í DV á fimmtudag bendir þó til þess að hámark- inu sé náö. Ég ætla ekki að gerast spá- maður um hvaða áhrif þaö hefur, þegar framboð Þjóðvaka birtast. Hins vegar er það reynslan hingaö til að nýjar hreyf- ingar hafa haft gott gengi fyrst, en dalaö síðan í fylgi. Svo var bæði með hreyfingu Vilmundar og Borgaraflokkinn, og sömuleiðis R- listann á síðasta vori. „Besti árangur í Evrópuy/ Talsmenn núverandi ríkisstjórnar leggja ofurkapp á þann góða árangur sem þeir telja að hafi náðst í efnahags- málum á kjörtímabilinu. Það er til- greind lág verðbólga, stöðugt gengi, hagstæður viðskiptajöfnuður, bætt af- koma fyrirtækja og hagstæð þróun í vaxtamálum. Forsætisráðherra leggur áherslu á að áríðandi sé að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn til þess að viðhalda þess- um góða árangri, sem hann hefur um hástemmd lýsingarorð og telur þann besta í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Skuggahliðin á málinu Þetta væri allt saman gott og blessað, ef ekki væri skuggahlið á mál- inu. Hún er sú aö stöðugleikinn stafar að hluta til af samdrætti í þjóðfélaginu og atvinnuleysi, sem nemur um 5% af mannafla er að festast í sessi. Þegar ár- angur í vaxtamálum er tíundaður, gleymist að geta þess að ríkisstjórnin lét það veröa eitt af sínum fyrstu verkum aö hækka vexti á ríkisskuldabréfum, sem varð til þess að vextir hækkuðu og kom- ust á síðasta ári niður í það sem þeir voru þegar hún tók við. Þar að auki er vaxtastefna sú, sem nú er rekin, að springa, m.a. vegna langvarandi halla- reksturs ríkissjóðs og aukinnar lánsfjár- þarfar af þeim sökum, og þess að fjár- mögnun húsnæðislána á markaöi hefur brugðist. Alvarlegust er vissulega fjárhagsstaða almennings í landinu, hraðvaxandi skuldir og vanskil sem hrannast upp, og sú staöreynd að útilokað er að lifa af lægstu launum miðað við hógværar kröfur um lífshætti. Þetta er vandamál sem enginn stjórnmálamaður getur leitt hjá sér. Halli ríkissjóðs er að hluta til tengdur samdrætti í þjóðfélaginu, þótt nokkur umskipti hafi orðið á síðasta ári í veltu, sem stafar af því að sjávarútvegurinn hefur skilað miklum tekjum í þjóðarbú- ið. Verkefnl næstu ríkisstjórnar Næstu ríkisstjórnar, hver sem hún verður, bíða erfið verkefni. Það er mikil nauðsyn á því fyrir þá herra að raða verkefnum í forgangs- röð. Að mínu mati og vitna ég þá einnig til stefnuskrár Framsókn- arflokksins, sem sam- þykkt var á síðasta flokksþingi, er tvennt sem verður að setja í forgang. Það er í fyrsta lagi að leggja fjár- magn til nýsköpunar í atvinnulífi, til þess að berjast gegn at- vinnuleysinu, og í öðru lagi að skuld- breyta lánum einstaklinga og jafna kjör- in í þjóðfélaginu. Hvorugt verkefnið er auðleyst, en þau eru þó nátengd. Halli ríkissjóðs er nátengdur vandanum í at- vinnumálum. Ef atvinnuleysið minnkar og fjölbreytni eykst í atvinnulífinu, nýt- ur ríkissjóður góðs af því og eflist til átaka. Tillögur framsóknar- manna Flokksþing Framsóknarflokksins fjall- aði sérstaklega um þessi mál á sínum tíma og tillögur þess gera ráð fyrir því að ríkissjóöur leggi fé af mörkum til skuld- breytinga og fjármagn verði lagt fram til nýsköpunar í atvinnulífinu. Þar er gert ráð fyrir því að Byggðastofnun verði breytt í alhliða atvinnuþróunarstofnun og Iðnþróunarsjóður verji eigin fé sínu til fjárfestinga í atvinnulífinu. Hlutverk Atvinnuþróunarstofnunar yrði að leggja áhættufjármagn í atvinnulífið, veita fyr- irtækjum í nýrri starfsemi ábyrgðir, og veita aðstoð og leiðbeiningar fyrir þá sem eru að hefja atvinnurekstur. Einnig er lagt til að Húsnæðisstofnun fái breytt hlutverk, sem lýst er í orðun- um „Ráðgjafar- og endurreisnarstöð heimilanna". Þetta hlutverk felst meðal annars í því að veita greiðsluaðlögun lána, lengja lán, veita félagslega aðstoð og greiðsluerfiðleikalán, jafnframt því að sjá um félagslega húsnæðiskerfið. Um þetta verkefni verði haft samstarf við lífeyrissjóði, banka og sveitarfélög auk ríkisvaldsins. Hér er verið að leggja til að það hlut- verk, sem stofnunin hefur nú þegar á þessu sviði, verði stóreflt, en í lok síðasta árs lágu 1400 umsóknir um greiðsluerf- iöleikalán hjá stofnuninni, og afborgan- ir og vextir af fjórðungi höfuöstóls hús- bréfalána voru í vanskilum. Meginlínur Þetta eru meginlínur tveggja þeirra forgangsverkefna, sem verða að komast í framkvæmd eftir kosningar. Hið þriðja er kjarajöfnun í landinu. Samningar eru lausir á vinnumarkaði og það er ólíklegt að komist verði frá þeim meö viðunandi hætti fyrir láglaunafólk nema kjörin verði jöfnuð. Slíkt verður trauöla gert nema með þríhliða samkomulagi ríkis- valds, atvinnurekenda og verkalýðs- hreyfingar. Þjóðarsáttin á sínum tíma byggöist á slíku samkomulagi. Þróunin til fátæktar Það er því hætt við að fyrstu mánuðir ársins 1995 verði viðburðaríkir á sviði þjóömála. Mér finnst mestu máli skipta aö bregðast við vandamálunum af raun- sæi og reyna með öllum ráðum aö koma í veg fyrir það að þróunin haldi áfram til þjóðfélags fátæktar og misskiptingar lífsgæöa. Því miður hefur sú þróun verið stöðug upp á síðkastið. ■ EMenn málefni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.