Tíminn - 07.01.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.01.1995, Blaðsíða 8
Laugardagur 7. janúar 1995 Svarta ekkjan Hinn 59 ára gamli Billy Carlyle White var virtur og mikils metinn í smábœnum Kinston, Noröur-Karólínu. Hann var athafnamaöur á sviöi viöskipta, félagsmálamaöur, elskaöur eiginmaöur og ástkcer faöir. Þegar eiginkona hans, Sylvia White, haföi samband viö lög- regluna í Kinston og tilkynnti hvarf hans, var hart brugöist viö. Konan haföi ekki séð mann sinn í einn sólarhring. Hann hafði sagt henni kvöldib áöur aö hann þyrfti aö funda meö mikilvægum viðskiptavini sínum í tryggingamálum, en síðan haföi hún ekkert heyrt til hans. Sylvia sagöi lögregl- unni að undantekningarlaust léti maðurinn hana vita ef honum seinkaði eitthvaö, þannig aö hún var viss um aö eitthvað váeri að. Líkib finnst Átta klukkustundum eftir að leit hófst að Billy, fann leitar- flugvél bifreið hans u.þ.b. 30 km frá smábænum, viö fáfar- inn sveitaveg. Lík hans lá við hlið bílsins, hann hafði veriö skotinn tveimur skotum. Morðstaðurinn var fremur óvanalegur fundarstaður fyrir menn í viðskiptahugleiðing- um, en fyrirtaks morðstaður, enda að mestu leyti einangr- abur. Veski Billys, tékkhefti og skartgripum hafði verið stolið. Lögreglan velti því fyrst og fremst fyrir sér hvort moröið hefði verið afleiðing ránstil- raunar, sem hefði endaö svo hörmulega, eða hvort morðið hefði verið skipulagt. Fráfall Billys var harmað af öllum íbúum Kinston. Út á vib hafði hann veriö hinn full- komni athafnamaður og inn- an fjölskyldunnar var hann dábur og virtur. Hann var þekktur fyrir sjálfboðastörf í þágu bágstaddra og börn hans og barnabörn voru afar hænd að honum, enda Billy mikil barnagæla. Lífið hafði hins vegar ekki alltaf brosaö vib Billy og hans nánustu. Billy hafði ungur mabur kvænst geðveikri konu, sem var á stofnunum á milli þess sem hún reyndi að sinna móður- og heimilisstörfum. Veikindi hennar ágerðust og þegar Billy flutti meb börn sín tvö til Kinston var þab honum sem himnasending að kynn- ast ekkjunni Sylviu, sem bjó í næsta húsi. Sylvia lét sig ekki muna um að ala upp börnin sín þrjú, eftir ab eiginmaður hennar hafði látist tveimur ár- um áður, heldur tók hún að sér að gæta barnanna fyrir Billy. Fyrr en varði felldu þau hugi saman og Billy fékk skiln- að frá eiginkonu sinni. Raunaleg forsaga Sylvia átti raunasögu ab baki. Hún hafði sem tánings- stúlka bundist fyrsta kærasta sínum, sem yfirgaf hana meb eitt barn. Meb næsta eigin- manni sínum átti hún tvö börn, en hann framdi síðar sjálfsmorð. Yngra barn hennar frá því hjónabandi lést einnig vegna köfnunar. Þrátt fyrir þessi áföll virkabi samband Sylviu og Billys sterkt út á við til að byrja með, en hann viöurkenndi samt fyrir vinum sínum að sér fynd- ist tíðum sem Sylvia væri þjáð af hreinlætisbrjálæbi. Þegar fram liðu stundir, hallabi Billy sér í æ ríkari mæli að flösk- unni, en það var vel falið heimilisleyndarmál, enda mátti Billy ekki vamm sitt vita. Árið 1991 fluttust þau í rík- mannlegt húsnæði í besta hverfi bæjarins, enda börnin þá flutt að heiman. Og nú, tveimur árum seinna, stóð Sylvia ein eftir, ekkja í annaö sinn. Taylor garbyrkjumabur. Abendingin Rannsókn málsins var skammt á veg komin, þegar lögreglunni barst nafnlaus og stutt tilkynning í gegnum síma. „Lynwood Taylor gerði þab," sagði röddin. Síðan var lagt á. Lynwood Taylor var garð- yrkjumaður Billys og Sylviu og hafði starfað hjá þeim í tvö ár. Hann var óreglupési, hafði m.a. verið handtekinn fyrir að hafa eiturlyf í fórum sínum, en Billy trúði á ab menn ættu tvö tækifæri skilið og réb hann til starfa eftir að Taylor hafði verið atvinnulaus um skeiö. Þegar lögreglan tók Taylor til yfirheyrslu, virtist hann í annarlegu ástandi og hafði mikla þörf fyrir ab tjá sig. Það kom lögreglumönnunum mjög á óvart, sem höfðu fram að þessu gert sér takmarkaðar vonir um áreiðanleika nafn- lausu hringingarinnar, þegar Taylor viburkenndi strax að hafa framib morðið og kynnti ennfremur aðra til sögunnar, sem hann sagbi tengda morð- inu. Gildran Hann sagði lögreglunni ab Sylvia hefbi bobiö sér 20.000 dollara fyrir ab losa sig vib eig- inmanninn, en gaf í skyn að það hefði aðeins veriö toppur- inn á ísjakanum. FBI (alríkislögreglan) var komin í málib á þessu stigi og nú héldu tveir menn á fund ekkjunnar til að fá skýrari svör og kanna þær staðhæfingar sem komið höfbu fram. Sylvia neitaði að vera nokkuð viðrið- in málib og sagðist vart vera málkunnug garðyrkjumann- inum. Þá setti lögreglan smá sjón- arspil á svið, sem sannaði að ekkjan, sem þóttist syrgja svo sárt, vissi meira um málið en hún gaf í skyn. Lögreglan fékk Taylor, sem var mjög sam- vinnufús, til að hringja í Sylviu og hljóðritaði símtalið. — Lögreglan var að yfir- heyra mig. Gafstu henni upp nafnið mitt? — Nei, ég hef ekki sagt þeim neitt. Þeir eru með tómar get- gátur, en viö verðum samt ab tala varlega. Svo mörg voru þau orb. Græðgi Þetta var ekki nóg til að handtaka Sylviu, enda þurfti lögreglan ekki að fara sér að neinu óðslega. Taylor var hins vegar handtekinn og ákærður fyrir morð. Ernest Basden. Saga Taylors var að hann hefði kynnst Sylviu tveimur árum ábur, þegar hún viðraði fyrst þá hugmynd ab hann myndi drepa Billy. „í fyrstu vakti hún samúö hans meb þeim orðum að Billy neyddi hana til að gera hluti í rúminu sem henni þættu óþægilegir, auk þess sem hann væri sér ótrúr og berði sig reglulega. Eftir því sem fram liðu stund- ir, komst garöyrkjumaðurinn þó að því að þessu var öfugt farið. Sylvia átti sér sjálf elsk- huga og vildi allt til vinna til að halda honum. Þá gat hún heldur ekki hugsað sér að missa glæsilega húseign þeirra hjóna og líftrygging eigin- mannsins myndi tryggja henni ríkidæmi til dauðadags. Fyrstu viðbrögb Taylors Glcesileg húseign Whitehjónanna. voru ab bibja hana ab leita sér læknisabstoðar, hún væri ein- faldlega eitthvað skrýtin. Hún lét sér þó ekki segjast og eftir því sem hann neitaði bón hennar oftar, hækkaði hún ávallt upphæðina sem hún lofaði honum ef hann ynni verkið. Loks lét hann tilleið- ast. Morbib Sylvia var heilinn á bak við ráðabruggið, en Taylor sá að mestu leyti um framkvæmd- ina. Þab var hennar hugmynd að Taylor myndi breyta rödd- inni og þykjast vera viðskipta- maður og ginna Billy á sinn fund kvöldið örlagaríka. Með honum í för var frændi hans, Ernest Basden. Þegar Billy mætti á fund þeirra, beið Tayl- or einn í bílnum, en Ernest faldi sig i skógarþykkninu meb haglabyssu í hendi. Taylor var dulbúinn þannig að Billy þekkti hann ekki, og strax eft- ir að hann hafbi heilsað Billy meö handabandi sagðist hann þurfa ab víkja sér frá til að pissa. Síðan gekk hann inn í skóginn og þá tók frændi hans við. Hann beindi haglabyssu sinni ab Billy, sem átti sér einskis ills von, og skaut hann tvisvar í brjóstið af stuttu færi. Síban héldu þeir til Sylviu og sögðu tíðindin. Hún greiddi þeim eins og umsamið var, en bað þá að halda aftur til morð- Sylvia White. staðarins og taka verðmætin úr vösum mannsins síns, til ab leiða lögregluna á villigötur. Eftir að lögreglan var búin að kanna að daginn fyrir morðið hafði Sylvia tekiö út 20.000 dali af bankareikningi hjón- anna, handtók hún „svörtu ekkjuna" eins og hún var síðar kölluð. Ernest Basden var einnig tekinn fastur. Þrefalt morð? Til að gera langa sögu stutta, varð málið til þess ab dauðs- föllin tvö, sem tengdust Sylviu, voru rannsökuð á ný og kom þá skelfilegur sann- leikur í ljós. Eftir ítarlegar rannsóknir þótti sannað að hún hefði orðið 4ra ára syni sínum að bana með því að troða ofan í hann plastfilmu eftir að hafa barið hann í höf- uðið og brotið höfuðkúpu hans. Hann hefur væntanlega misst meðvitund, sem varð til þess að hann náði ekki að spýta filmunni út úr sér og lét lífið af þeim sökum. Rannsókn þess máls hafði upprunalega verið verulega ábótavant, en þab verður að skoðast ab eng- an grunaði að hin alúðlega móðir gæti drýgt svo hræði- legan glæp og enginn veit enn hvers vegna. Hitt dauðsfallib, þegar fyrri eiginmaður hennar „stytti sér aldur", reyndist erf- iðara að fá botn í, og var Sylv- ia ekki ákærð fyrir neitt í þeim efnum. Hins vegar bentu ýmis rök til þess, ab hún hefði sjálf banað manni sínum, en látið líta svo út sem um sjálfsmorð væri að ræða. Á það var þó ekki hægt að færa sönnur. Málið er yfirgripsmikið og ekki enn komið til æðstu dómstiga. Ákæruvaldið hefur farið fram á dauðarefsingu yfir svörtu ekkjunni, sem er fylli- lega sakhæf og heil á geði, og bendir ýmislegt til að þeim dómi verði fullnægt. Hinir mennirnir tveir, sem voru handbendi hennar í síðasta morðinu, munu ab öllum lík- indum sleppa meb lífstíðar- fangelsi. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.