Tíminn - 07.01.1995, Blaðsíða 6
6
Laugardagur 7. janúar 1995
Haqyrðinaaþáttur
Veislulok á Vesturgötu
Á Vestiirgötimni veislu heldur,
svo varla annað eins hefég séð.
Allur kosturinn ódýrt seldur,
ódýr vínin og stofan með.
Efþjóðin ei metur þokkadis,
þá má hún það éta sem iiti frýs.
En nú er fokið í flestöll skjólin
frúin snakill og úfin lund.
Fer ekki aftur í fína kjólinn,
fússar — er eins og roð í hund.
Hœtti í leiknum þá hœst hann fór.
Frú Hatmibalsson notar orðin stór.
Því verður dauflegt þennan vetur,
þurrar kverkar og lítið ftitt.
Bjargi sér hver sem betur getur
með bayonneskinku og glasaspríitt.
Ómagi er ég ei, mín þjóð,
og ekki lengur Ijúf og góð.
Ó.St.
Góðkunningi okkar, hann Búi, sendi fallega jólakveðju, sem því
miður barst blaðinu ekki fyrr en síöasti hagyröingaþáttur var full-
gerður til prentunar. En þar sem ekki er lengra um liðiö, þrettándi
dagur jóla var í gær, er rétt að birta síðbúna kveðju hans um leiö
og við óskum honum og hans fólki allra heilla.
Jólakveöja
Hér má frelsi, frið og skjól
finna sívakandi.
Höldum saman heilög jól
í heimsins besta landi.
Heimsmálin leggjast þungt í Búa:
Vondar fréttir
Rússabangsi reiðir hramm,
rauða laus við glýju.
Jeltsín sœkir fiillur fram
í frjálsri Tsjetsjeníu.
Síðan sendir hann feluvísu:
Islensk þjóð er afar sundruð orðin, herma sögur núna, árið 1994.
Botnar
Skáldgáfan hljóp óbfluga í margan vísnasmibinn þegar hann sá
eftirfarandi fyrripart:
Enn er risið aflið nýtt
upp úr kratafiokki.
Botnar:
Dirfsku, snilld og dyggðum prýtt,
dug — og hvítum lokki.
Búi
eöa:
Jóhanna með hárið hvítt
heldur glöð nú brokki.
Stefán Bjamason
eða:
Kerlitig reið með hárið hvítt
hljóp frá sínum strokki.
eöa:
Heilög „Hanna" skrœkir títt
á hörðu vinstra brokki.
Gamall fyrripartur:
Að yrkja Ijóð er iðja góð
og okkar þjóðargaman.
Botn:
Kvásis blóðið karl og fljóð
kneyfa hróðug sattian.
Blóð Kvásis er að sjálfsögðu hinn dýri skáldamjöður, eins og af-
komendur Snorra vita.
eöa:
Símon bróðir elginn óð,
orðum hlóð hann satnan.
Símon Dalaskáld var svo afkastamikib leirskáld aö sumir telja að
hann hafi m.a. gert vísu um flesta þálifandi íslendinga.
Búi
eða:
Við emm ftóð og fýllumst tnóð
að flétta óðitm saman.
Strandaglópur
Nýr fyrripartur:
Ráðherranna verk og vit
verða skráð í bœkur.
Botnar og vísur sendist til Tímans
Stakkholti 4
Endurnýjun gömlu daganna
Tískan á nýju ári er viö-
fangsefni dagsins. í ljós
kemur að hiö nýjasta er
gamalt og gott og eru nýj-
ungarnar sóttar allt í fyrsta
áratug aldarinnar.
Heiöar: Þaö þarf ekki
mikla spádómsgáfu til aö
segja fyrir um tísku ársins,
því sumartískan er þegar
komin fram og er þó nokk-
uö öðruvísi en við-eigum-
aö venjast, svolítil bylting
og svolítið söguleg, vegna
þess aö í fyrsta skipti koma
allir áratugir aldarinnar
inn í tískuheiminn. Það er
sem sagt 1910, 1920, 1930
og svo áfram til okkar
daga.
Allir helstu hönnuöir
skipta tímabilunum á milli
sín og eru að búa til tísku
sem byggir á þessari öld.
Það er eins og þeir hafi tek-
ið upp á því í aldarlok að
viröa alla öldina.
Þaö er svolítið misjafnt
hvernig þeir fara í þetta.
Gaultier, sem er stórt
númer í dag og notar m.a.
okkar frægu Björk sem
eina af sínum aðalsýning-
arstúlkum, tekur fyrir
stríösáratískuna alveg
beint. Allt frá honum er
gífurlega skemmtileg eftir-
líking af því hvernig
ástandsstúlkurnar okkar
klæddu sig.
Vivian Westwood, sem
er einna einkennilegust
hönnuðanna, en selur
samt mikið af vörum og
gerir mikla lukku, er meö
rasspúða og lífstykki eins
og frá 1910.
Margir eru með „flap-
pers"-tískuna, sem er frá
svona 1920-30. Það er
charlestontímabilið, sem
var þegar hún langamma
var upp á sitt besta. Kjól-
arnir eru einsog þeir sem
Jean Harlow, Joan Craw-
ford og þær stelpur voru í
upp úr 1920 og til '30, eða
þegar kvikmyndirnar voru
að verða talmyndir.
Upp úr stríðinu kom ný
Hvernig
á ég að
vera?
Heiðar jónsson, snyrtir,
svarar spurningum lesenda
lína frá Dior og nú er það
breskur hönnuður, sem
heitir John Galliano, sem
endurnýjar tískuna eftir
stríðið fram yfir 1950: pils-
in niður fyrir hné, þröng
mitti og axlapúðar og ýmis
dömuleg smáatriði.
Svo kemur rokktískan
þegar líða tekur á sjötta
áratuginn, og svo er farið
aftur þangaö sem Yves St.
Laurent var að byrja um
1960 og tekin alls konar
smáatriði úr hans línu. Þar
kemur inn í stíllinn frá
Jackie Kennedy, pilluglas-
hattar og Chanelútlítandi
draktir, sem reyndar voru
teiknaðar af Oleg Cassini.
Önnur áhrif, sem koma í
gegn, eru klæðaburður Au-
drey Hepburn og stíllinn
frá fyrri bíómyndum
hennar, sem flestir eða all-
ir kannast svo vel við.
Á þessu sést að sumar-
tískan er gífurlega fjöl-
breytt og þær konur, sem
vilja tolla í tískunni, þurfa
að setja sig inn í ákveðin
tímabil í hvert skipti sem
þær fara í nýtískuleg sum-
arföt. Útfærslan er ekki al-
veg eins og hún var þá,
önnur efni og fleiri breyt-
ingar. Hins vegar væri vel
hægt að fara í gamla fata-
skápinn hennar ömmu og
nota flíkur af henni svona
með.
Þetta er allt fatnaður sem
heimtar dálítinn vöxt.
Konur eiga ekki að vera
horrenglur lengur, heldur
ber talsvert á smádýrkun á
sjálfum konuvextinum.
Ég spái því að hér á landi
halli konur sér helst að
stríðsáratískunni í ár. Ég
held að við strákarnir
hérna lendum í hálfgerðu
ástandi í sumar, þegar
dömurnar fara að klæða
sig upp á.
Karlarnir fylgja dálítið á
eftir. Þeir klæðast eins og
Humphrey Bogart, James
Dean og Marlon Brando
áður en hann fór að fitna
ofsalega.
Hertoginn af Windsor
kemur líka í öllum sínum
hátískulegu flottheitum. í
sambandi við hann er rétt
að minna á að frú Simpson
klæddist dæmigerðri
stríðsáratísku. Hún verður
mikill áhrifavaldur í sum-
artískunni í ár, eins og hún
var mjög áhrifamikil í allri
tísku þegar hún var og hét.
Endurnýjun gömlu dag-
anna er sem sagt í mikilli
tísku í ár og verður
kannski miklu lengur. ■