Tíminn - 07.01.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.01.1995, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 7. janúar 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Byggðaþróunin Hagstofa íslands hefur nú gefið út bráðabirgðatöl- ur um íbúafjölda þann 1. desember síðastliðinn. Þessar tölur birta athyglisverðar upplýsingar um byggðaþróunina, ekki síst ef skoðuð er þróun síð- asta áratugs. Fram kemur að ekkert lát er á þeirri þróun að fólk flytji frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæð- isins. Þetta er athyglisvert nú í ljósi þess að at- vinnuástand hefur síður en svo verið betra á höf- uðborgarsvæðinu á síðasta ári en á landsbyggð- inni. Það kemur í ljós víða, þegar grannt er skoðað, að ekki er fylgni milli atvinnustigs og meðaltekna í einstökum byggðarlögum og mannfjöldaþróun- ar. Fólki fækkar í byggðarlögum sem hafa haft bærilegt atvinnuástand og háar meðaltekjur. Það er athyglisvert að skoða þróunina á síðustu tíu árum. Þá kemur í ljós að ákveðin svæði á lands- byggðinni draga að sér fólk, á þessum tíma fremur en önnur. Þessi byggðarlög eru Sauðárkrókur á Norðurlandi vestra, Eyjafjarðarsvæðið á Norður- landi eystra, Egilsstaðir og Höfn í Hornafirði á Austurlandi, og Selfoss, Hveragerði og Þorlákshöfn á Suöurlandi. Á Vesturlandi og Vestfjörðum er þessi þróun ekki eins augljós. Tölur Hagstofunnar sýna að byggðaröskunin heldur áfram og veldur verulegum vandamálum. Þau eru ekki einskorðuð við landsbyggðina. Hag- kvæmnin í því að þjóðin þjappi sér saman á suð- vesturhorninu er ekki sjálfgefin. Útþensla höfuð- borgarsvæðisins ýtir undir ókosti borgarsamfélags- ins, umferðaröngþveiti og miklar vegalengdir, auk annarra skuggahliða sem eru enn verri. Fólksfjölg- unin á höfuðborgarsvæðinu er þegar farin að kalla á risamannvirki í umferðarmálum, þar sem ein yf- irbyggð gatnamót kosta jafnmikið fé og nýfram- kvæmdir í vegum í heilu kjördæmi á landsbyggð- inni á tveimur árum. Það hafa verið uppi margar kenningar um ástæður byggðaröskunarinnar, og umræðan um hana er áratugagömul. Hér er um þróun að ræða, sem haldið hefur áfram alla öldina, fyrst með myndun þéttbýlis og síðar með hinum hraða vexti höfuðborgarsvæðisins. Ástæðurnar eru margar og samverkandi. Hins vegar er Tíminn þeirrar skoð- unar að með vaxandi verkaskiptingu og sérhæfð- um störfum í þjóðfélaginu hafi hallað á lands- byggðina. Einhæft atvinnulíf, jafnvel þótt atvinn- ustig sé gott, er ekki eitt fært um að halda í horfinu eba fjölga fólki. Það sýnir sig, ef þróunin er skoð- uð, að þéttbýlisstaðir, sem eru þjónustumiðstöðv- ar fyrir umhverfi sitt og bjóða þarafleiðandi upp á mismunandi störf í framleiðslu- og þjónustugrein- um, halda betur í fólkið. Öflug sveitarfélög, sem eru þess umkomin að veita fólki þá þjónustu sem af þeim er krafist, eru þýðingarmikil í þróun byggðar. Ljóst er að með batnandi samgöngum er núverandi skipan sveitar- félaganna úr sér gengin víða, þótt sums staðar hafi sameining átt sér stað. Stærri sveitarfélög hafa frekar burði til þess að opna möguleika til fjöl- breyttara atvinnulífs en þau smærri. Þennan lær- dóm verða landsbyggðarmenn að draga af þróun síðustu ára í búsetu á íslandi. Svona gera menn ekki Birgir Guömundsson skrifar Þegar Friörik Sophusson fjár- málaráöherra tók á sig rögg á dögunum og hugöist láta til skarar skríöa gegn þeim sem sleppa viö aö borga skatta ákvaö hann aö bera niöur hjá blaösölu- börnum. Þá var Friðrik enn á því aö afnema hátekjuskattinn en síöan hefur hann oröiö aö bakka með hvoru tveggja, barnaskatt- inn og afnám hátekjuskattsins. Eftirminnilegt er hvernig fjár- málaráðherrann var tekinn til bæna af forsætisráðherra og þingflokki sjálfstæðismanna í barnaskattsmálinu, en þá mælti Davíð hin fleygu orö eftir Bjarna Benediktssyni: „Svona gerir maöur ekki!" Fleiri heilræbi vantar Illu heilli skildi Bjarni Bene- diktsson ekki eftir slíkt heilræöi um öll sviö mannlegra sam- skipta handa arftökum sínum. Kjaramálaumræöan að undan- förnu er einmitt gott dæmi um málaflokk þar sem fjármálaráð- herra og kollegum hans í for- ustusveit Sjálfstæðisflokksins heföi ekki veitt af heilræðum frá mönnum á borð við Bjarna Ben. Friðrik Sóphusson er nýstaöinn upp.úr sjúkraliöadeilu, sem dróst óþyrmilega á langinn og olli gríðarlegum óþægindum fyrir fjölmarga aðila. Vitaskuld getur slík deila alltaf þróast á þessa lund ef sjónarmiöin eru mjög ólík, eins og þau voru lengi framan af milli ríkisvaldsins og sjúkraliöanna. Meginrök fjár- málaráðherra í málihu voru aö ekkert svigrúm væri til umtals- veröra launahækkana þar sem slíkar launhækkanir myndu ekki verða bundnar viö sjúkraliða heldur gefa fordæmi og ganga út yfir allt og valda sprengingu á vinnumarkaöi og kollvarpa stöð- ugleikanum. Aftur og aftur þuldi fjármálaráðherrann þuluna um svigrúmsleysið í sjúkraliðadeil- unni vegna fordæmisgildis máls- ins. Undir þetta tóku raunar aðr- ir forustumenn Sjálfstæöis- flokksins og þetta sjónarmið kom m.a. fram í máli forsætis- ráöherra á þingi. Ekki skal um þaö dæmt hér hvort ríkiö geröi góöan eöa slæman samning viö sjúkraliða, en hitt er alveg ljóst aö málflutn- ingur fjármálaráöherra eftir að búiö var að semja er beinlínis hlægilegur. Skyndilega hefur samningurinn viö sjúkraliða ekkert fordæmisgildi fyrir aðra, þvert á þaö sem búiö var aö tönnlast á í 7 vikur. Málflutning- ur fjármálaráöherra og ríkis- valdsins er með þeim hætti að ætla mætti aö þar á bæ sé gær- dagurinn ekki til, og lífiö byrji alltaf aftur og aftur upp á nýtt aö morgni. Þaö sem var prinsipp- mál í gær er ekkert atriði í dag, fordæmisgildi sjúkraliðasamn- inganna, sem tekist var á um á áttundu viku var skyndilega ekki fyrir hendi í dag. Nú má vera áö fjármálaráöherra hafi einmitt gert rétt þegar hann samdi við sjúkraliðana. En viösnúningur- inn í málflutningi hans eftir samninginn er til þess eins fall- inn aö grafa undan trúverðug- leika ríkisvaldsins sem sanings- aöila og er þess vegna afskaplega óklókt frá sjónarhóli ríkisvalds- ins. Þaö liggur viö aö hvaða út- skýring önnur heföi verið betri en þessi. Þetta á ekki síst viö þeg- ar fjölmennir hópar opinberra starfsmanna eins og kennarar fylgjast með framvindunni og eru aö velta fyrir sér til hvaða að- gerða eigi að grípa. Skilaboöin til þessara hópa eru einfaldlega aö vingulsháttur einkenni afstöðu ríkisvaldis, og stefnan markist af því hvernig vindurinn blæs hverju sinni. Því sé áhrifaríkara að magna upp storm en halda uppi samræöum viö fjármálaráö- herra. Verkfallsvopnið sé áhrifa- ríkt í því samhengi. ✓ I tímans rás Ekki svarab Þessi skilaboö veröa enn skýr- ari þegar ekki er einu sinni talað við kennara. Það er búiö að vera vitað lengi aö þeir eru meö lausa samninga frá áramótum og kröfugerö þeirra hefur verið þekkt. Þaö hefur veriö vitað aö kennarafélögin eru að tala um verkfallsboðun en samt er ekkert við þá talað! Fjármálaráðherra, menntamálaráöherra og ríkis- stjórnin sjá ekki ástæðu til að reyna aö lempa málin og ræöa viö kennara t.d. um aöra þætti en sjálfan launaliðinn, þó vitaö sé aö á þeim vettvangi er ýmis- legt ógert. Þvert á móti er við- leitni kennaranna til viöræöna hafnaö og enn frekari illsku hleypt í máliö. Síöan er því ein- faldlega lýst yfir aö kennarar og opinberir starfsmenn séu slíkir ómagar á þjóöinni og slíkar af- gangsstærðir aö þaö verði að semja við alla aöra á undan þeim. Þessi „viöræöutækni" lít- ilsviröingarinnar hjá fjármála- ráöherra getur ekki haft nema eina afleiðingu, að gera fólk bál- illt og hleypa kjaramálum í hnút. Hafi það veriö markmiö fjármálaráðuneytisins halda friði í skólum landsins út skólaáriö hefði fyrir löngu átt aö vera búiö að setjast niöur meö þeim og hefja viðræöur um ýmis sérmál þeirra, og þá er mjög ótrúlegt aö til verkfallsboöunar hefði komið jafnvel þó launaliðurinn sjálfur heföi eitthvað dregist á langinn. í staöinn stefnir ráöherra þessum samskiptum — algjörlega að ástæðulausu — í farveg átaka. Afgangsstærbir í skólum Steininn tók þó úr nú í vik- unni þegar fjármálaráöherra, allt of seinn í eigin pólitísku útför, kallaði formenn kennarafélag- anna á sinn fund. Eftir að hafa gefið frat í kennarasamtökin vik- um saman meö því að virða þau ekki viðlits og hafna vibræðum bætir hann nú gráu ofan á svart í svívirðingum meö því ab biöja kennara um að hætta við verk- fallsboöun sína vegna þess aö þeir séu afgangsstærö sem geti vel beðið þar til aörir eru búnir aö semja!! Uppskeran varö eins og til varö sáð, kennarar um land allt eru komnir upp á háa C-ið og trúlega hefur Friörik tryggt verkfallssinnum massívan sigur í komandi atkvæöagreiösl- um. Friöriki Sóphussyni fjármála- ráöherra hefur tekist með stuðn- ingi samráðherra sinna að tryggja þá hugmynd í sessi hjá launþegum ab viðræbur við rík- isvaldið um kjaramál séu ekki á dagskrá. Hann fer í heljarstökk í málflutningi eins og ekkert sé og vingulsstefnan nær hámarki þegar hann stendur frammi fyrir verkfalli. Honum hefur líka tek- ist, meö ótrúlegum óklókindum, dónaskap og tilgangslausum yf- irlýsingum að hleypa kjaramál- um kennara í slíkan hnút ab vandséö er hvernig komist verb- ur hjá verkfallsátökum. Lendi þjóðfélagið á haus á út- mánuöum vegna verkfallsátaka kennara, sem í raun hefði veriö algjör óþaríi, þá er ljóst aö þann reikning má senda beint til Frib- riks Sóphussonar fjármálaráb- herra fyrir klúður, hroka og handarbakavinnubrögð. Þaö er í svona tilvikum sem menn hljóta aö harma ab eng- inn grípur í taumana og segi: „Svona gera menn ekki!" ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.