Tíminn - 07.01.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.01.1995, Blaðsíða 2
2 mmz---z.-- 1s9r8 roPfWWr Laugardagur 7. janúar 1995 Eftir 5 óro fjarveru frá Alþingi stefnir Kristín Halldórsdóttir ab nýju aö þingstörfum - framboösmál Kvennalista í uppnámi. Kristín í viö- tali viö Tímann um Kvennalistann / gœr: „Viö erum ekki aö missa flugiö" Kristín Halldórsdóttir er til- búin í slaginn fyrir Kvenna- listann í Reykjaneskjör- dæmi. Helgu Sigurjónsdótt- ur, bæjarfulltrúa Kvennalist- ans í Kópavogi hefur verib hafnab á dramatískan hátt af stallsystrum sínum á Kvennaiistanum. Helga hlaut flest atkvæbi í mis- lukkubu forvali Kvennalist- ans en þab dugbi henni skammt. Efnt verbur til nýs forvals og þá er talib ab Kristín muni fá 1. sæti list- ans og freista þess ab ná kjöri sem alþingismabur. Kristín var ekki meb í fyrra forvalinu en tekur þátt í næstu tilraun. Síbast sat Kristín á Alþingi 1989 og vék þá fyrir Önnu Ólafsdóttur Björnsson. Töl- ubu þá margir um vonda innáskiptingu. Mislukkaö forval - kallaö á Kristínu Uppstillingarnefndir Kvennalistans hafa átt vib nokkur vandamál ab stríba í störfum sínum ab undan- förnu, einkanlega þó í Reykja- neskjördæmmi. Fáir félagar hafa mætt til forvals á fram- bjóbendum, reyndar svo fáir ab þau hafa varla reynst mark- tæk, hvorki á Reykjanesi né í Reykjavík. Fjölmargar konur hafa skorab á Kristínu Hall- dórsdóttur ab koma fram á völlinn og gefa kost á sér. Við þessu hefur Kristín orðið. „Ég hef orðið viö þessari áskorun. Ég ætlaði ekki að gera þetta, en það virðist mikill vilji fyrir því að ég gefi kost á mér", sagði Kristín í gær. Á fimmtudagskvöldiö héldu Kvennalistakonur fund um uppstillinguna í Reykjanes- kjördæmi þar sem töluverð átök voru um framboðið. Á fundinum lagði uppstillingar- nefnd fram tillögu sína um skipan efstu kvenna á listan- um. Sú tillaga var aldrei borin fram, enda ákveðið áður að efna til nýs forvals. Ekki foringi - en skipuleggjandi Kristín Halldórsdóttir var almennt talin foringi Kvenna- listans á sinni tíð. Hún hafnar þeirri nafnbót, enda þótt hún hafi nú um árabil unnið fyrir Kvennalistann sem einskonar skipuleggjandi bak viö tjöldin og í launuðu starfi fyrir sam- tökin. „Ekki vil ég nú kalla mig það. En ég sat á þingi fyrir þetta kjördæmi í 6 ár og hef náttúrlega unnið hérna áfram í þessari baráttu," sagði hún í gær í samtali við Tímann. Kristín segir að það hafi ver- ið tvær hliðar á þeirri aðgerð að skipta henni út fyrir Önnu Ólafsdóttur Björnsson. Þessi skipting hafi verið í samræmi viö yfirlýsta ákvörðun Kvennalistans um að skipta á miðju kjörtímabili. Ferskar á þing fyrir þreyttar En er innáskiptingaregla að hœtti handboltamanna ekki haepin? „Nei, nei. Það finnst mér ekki. Við höfum ekki sagt skil- ið við þá skoðun okkar að full- trúar eigi að verða eilífir í starf- inu. Heldur sé það góð vinnu- regla að skipta um, og það henti til dæmis konum vel, auk þess sem það er endurnýj- andi fyrir Alþingi og stjórn- málabaráttuna. Fólk kemur með dýrmæta reynslu utan úr þjóðfélaginu inn á þingið," sagði Kristín og hafnaði þeirri kenningu að hún hafi bókstaf- lega verið rekin út af þingi. Hins vegar viðurkennir Kristín að það hafi reynst rangt að skipta um þingmenn á miöju kjörtímabili eins og gert var, og nú sé talið heppi- legra að skipta um fulltrúa eins og aðrir flokkar gera. Niöurnegldir flokks- foringjar Er Kvennálistinn að missa flugið? „Nei, finnst þér það? Flugið getur verið misjafnlega hátt. Fuglarnir fljúga með ýmsu móti og það þarf að skipta um hæð. Og svona er pólitíkin þó við séum töluvert öðru vísi en heföbundnir flokkar. En um okkur gilda sömu lögmál og aðrar stjórnmálahreyfingar að skoðanakannanir eru allavega, stundum ánægjulegar og á öðrum tímum lakari. En við erum semsagt ekki að missa flugiö, öðru nær." Er ekki erfitt fyrir Kvennalist- ans að lifa við það að vera án foringja? „Það hefur kosti og galla. Ekki eru þeir nú alltaf svo hamingjusamir sem búa við þessa niðurnegldu foringja sína. Þeim finnst þeir kúgaðir og aldrei fá neinu að ráða. Þetta er öðru vísi hjá okkur og gengur bara vel og engin ástæða til breytinga." En Kvennalistinn er í vand- rceðum og getur varla komið saman framboðslistum? „Ekki aldeilis. Við erum ekki í neinum vandræðum umfram aðra flokka. Það er margir enn að boða prófkjör. Við birtum Kristín Halldórsdóttir, hellir sér í virka stjórnmálaþátttöku eftir 5-6 ára frí. okkar lista síðast seinni part febrúar eða í byrjun mars. Við höfum nógan tíma til stefnu." jóhanna heggur í alla Er fóhanna að stríða Kvenna- listanum? „Hún hefur auðvitað áhrif á fylgi okkar, og raunar allra flokka. Nýjasta skoðanakönn- un sýnir að Sjálfstæðisflokkur- inn missir 6 þingmenn en Kvennalistinn einn. Kannski munar okkur meira um þann missi en Sjálfstæðisflokkinn, ég veit það ekki. En framboð Jóhónnu hlýtur að hafa áhrif á alla flokka, en það er erfitt að ráða í stöðuna eins og hún er núna, en ég vil ekki segja neitt slæmt um það mál, kjósendur munu ráða." Árangur Kvennalist- ans í áratug Það er talað um lítinn pólitísk- an árangur afmeira en áratugar löngu starfi Kvennalistans, einn- ig um tímaskekkju og fleira. Hverju er til að svara? „Árangurinn hefur verið að sýna sig meira og meira í auk- inni þátttöku kvenna á öllum sviðum. Það hefur mikil áhrif það fordæmi sem Kvennalist- inn er. Sjáðu bara að þegar val- inn er maður ársins, þá eru það fjórar konur sem eru í efstu sætunum, það segir vissa sögu. Hlutur Kvennalistans hefur líka verið mjög ráðandi í samstarfi sem hefur skapast í sveitarstjórnarmálum víða, til dæmis á Seltjarnarnesi og auð- vitað í Reykjavík. Án reynslu og sjónarmiða okkar hefði R- listinn varla orðiö til eða náð þeim árangri sem náðist." Þú sérð vuentanlega ekki fyrir þér að Kvennalistinn sé að líða undir lok enda þótt aðrir stjórn- málaflokkar tefli fram konum meira og minna á listum sínum og þið séuð oft minntar á að ykk- ar tími sé liðinn? „Já, þú segir að konur séu meira og minna á framboðs- listum. Eg segi reyndar að það sé aðallega minna. Við værum nú ansi lítilþægar ef okkur þætti þetta nógur árangur. Mér sýnist að af öllum þeim fjölda lista sem eru komnir fram séu ekki nema tveir eða þrír Iistar leiddir af konum og víða er ágætum konum hafn- að í flokkunum. Annars er þetta ekki spurning um að fjölga konum í stjórnmálum, heldur spurning um að sjónar- mið kvenna og hagsmunir séu virtir," sagði Kristín Halldórs- dóttir að lokum. ■ Svipast um eftir manni frá Hellu Lögreglan í Rangárvallasýslu hóf í gær ab svipast um eftir 38 ára gömlum manni frá Hellu, Hinrik Grétarssyni. Hinrik fór ab heiman frá sér á Hellu um kl. 15.00 á þribjudag síbastlibinn og var ferbinni heitib til Reykjavíkur. Hann ætlabi ab koma til síns heima um kvöldib og vitab er ab hann komst á áfangastab, en síban hefur ekki spurst til hans. Hinrik er 1,80 metrar á hæð, grannur með skollitað hár og blá augu. Hann var íklæddur grænum gallabuxum, brúnum ullarjakka með leðurbrydding- um og svörtum skóm. Hinrik ekur um á ljósbrúnum Chevrolet Monza, árgerð 1988, með skráningarnúmerið JV-289. Þeir serri hafa orðið varir við ferðir mannsins eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Rangárvalla- sýslu. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.