Tíminn - 07.01.1995, Blaðsíða 14
14
Laugardagur 7. janúar 1995
UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . . .
Girðingar Þjóð-
verja fyrir flótta-
mannastraum
virðast halda
Bonn — reuter
Fjöldi fólks sem sótti um pólit-
ískt hæii í Þýskalandi árið 1994
var 60% minni en árib á undan.
Samkvæmt innanríkisráðuneyt-
inu er þetta afleiðing nýrra
reglna sem tóku gildi um mið-
bik ársins 1993.
127.210 útlendingar sóttu um
pólitískt hæli árið 1994 en árið á
undan voru þeir 322.599 og
1992 voru þeir 438.191. „Töl-
urnar frá nýliðnu ári segja ab
breytingarnar hafi sannað gildi
sitt," segir innanríkisráðherra
Þýskalands, Manfred Kanthar.
„Samt sem áður er fjöldi þeirra
sem sækja um hæli allt of mik-
ill," segir Kanthar ennfremur og
hvetur aðrar þjóðir til að taka á
þessu máli og stefna að því ab
allir pólitískir flóttamenn fái
einhvers stabar hæli.
Hægri stjórn Helmuths Kohl,
kanslara Þýskalands, herti til
muna löggjöfina um pólitískt
ríkisfang árið 1993 en fram að
því hafði Þýskaland haft rýmstu
löggjöf Evrópuríkja í þessum
málum. Nýja löggjöfin gerir
fólki mun erfiðara fyrir en áður
ab sækja um hæli og er öðrum
þræði afleiðing af ofsóknum ný-
nasista á erlenda flóttamenn.
Efst á listanum yfir flóttafólk
trónir Júgaslavía, þá Tyrkland,
Rúmenía og Bosnía-Hersego-
vína. ■
Fergie „vúlgar" og
Kalli ástfanginn
Einkaritari Elísabetar Englands-
drottningar, sem nýlega hefur
látið af störfum hjá embættinu
vegna aldurs, segir að hertoga-
frúin af York, Sarah Ferguson, sé
óhefluð eða „vúlgar" og fullyrb-
ir jafnframt að Camilla Parker
Bowles sé án nokkurs vafa ástin
í lífi Karls Bretaprins um þessar
mundir.
Charteris lávarður, sem gegnt
hefur helstu trúnaðarstörfun
fyrir Englandsdrottningu síðan
1970, spáir því jafnframt ab Karl
muni reyna að hraða lögskiln-
aði við Díönu prinsessu. Þessi
ummæli eru höfð eftir lávarðin-
um í blaðaviðtali í gær og hafa
ummæli hans um „Fergie" vak-
ið mesta athygli. Fergie hefur
verið í ónáð hjá bresku kon-
ungsfjölskyldunni síðan hún og
Andrew prins slitu samvistum
árið 1992. ■
pHrmti oa¥is
psms wí xm mmu
mmmwt o# awkjju
»*. ma
i AmjtM
Umdeild ritskobun
UTBOÐ
F.h. Byggingadeildar borgarverkfrae&ings er óskab eftir tilbo&um í endur-
málun á húsnæbi Dagvistar barna.
Útboösgögn ver&a seld á kr. 1.000,- á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík.
Tilbo&in ver&a opnuö á sama sta& þriöjudaginn 24. janúar 1995, kl. 14,00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
(REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
ÚTBOÐ
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræbings er óskab eftir tilbo&um í endur-
málun á húsnæ&i íþrótta- og tómstundará&s og bókasöfnum.
Útbo&sgögn verba seld á kr. 1.000,- á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík.
Tilbo&in ver&a opnuö á sama staö mi&vikudaginn 25. janúar 1995, kl. 11,00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
(REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Styrkir til háskóla-
nams í Svíþjób
Sænsk stjórnvöld bjóba fram styrk handa íslendingum til há-
skólanáms f Svíþjóð námsárið 1995-96. Styrkfjárhæöin er 6.900
s.kr. á mánuði í átta mánubi.
Jafnframt bjóba sænsk stjórnvöld fram tvo styrki handa íslend-
ingum til vísindalegs sérnáms í Svíþjób á sama háskólaári. Styrk-
irnir eru til 8 mánaða dvalar, en skipting í styrki til skemmri tíma
kemur einnig til greina.
Umsóknir um styrkina, ásamt sta&festum afritum prófskír-
teina og meðmælum, skulu sendar til menntamálaráðuneytis-
ins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 15. febrúar n.k. á sér-
stökum umsóknareyðublöðum sem þar fást.
Menntamálará&uneytið,
6. janúar 1995.
reuter
Patti Davis, 4 7 árs gömul dóttir Ronalds Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, stendur viö hliö-
ina á auglýsingu frá samtökum sem berjast gegn notkun loöfelda. Davis sat nakin fyrir og fylgir
þar fordcemi Kim Basingers, Cindyar Crawfords, Christyar Turlington og Naomi Campbeil svo
eitthvaö sé nefnt. Þessi auglýsing hefur þó vakiö meiri athygli en hinar vegna ritskoöunar, því
auglýsingunni var kippt út úr virtu bandarísku blaöi á elléftu stundu, þar sem forsetadóttirin
þótti ósiöleg og óhœf í fjölskyldublaöi. Þótt Tíminn telji sig blaö allrar fjölskyldunnar sér hann þó
ekkert því til fyrirstööu aö birta myndina.
Taliö aö Pesson, fjármálráöherra Svíþjóöar, muni leggja fram rót-
tcekt frumvarp:
Mikill niburskurður
boðaður í sænska
velferðarkerfinu
Alþjóðlegir fjáraðilar hafa sent
sænska fjármálaráðherranum
Goran Pesson skýr skilaboö eft-
ir að áreiðanlegar heimildir
bárust af fyrirhuguðum niður-
skurði Pessons í sænska velferð-
arkerfinu. Þetta eru viðbrögð
við fyrstu fjárlögum ráöherrans
en nk. þriðjudag leggur Pesson
fyrstu fjárhagsáætlun sína fram
fyrir þingið. Talið er að Pesson
hyggist boða um 220 milljarða
króna niðurskurð fyrir fjárlaga-
árið 1995-'96.
Áætlanir hinnar fjögurra
mánaða gömlu minnihlutarík-
isstjórnar Ingvars Carlsson eiga
ekki að fara hátt en leki hefur
borist frá stjórnarliðum þar
sem þessi niburskurður er nán-
ast staðfestur. Þessar upplýsing-
ar hafa haft mikil áhrif á lánar-
drottna Svíþjóðar og bjóðast
Svíum nú ekki sömu vildarkjör-
in og fyrr þegar efnahagslegur
uppgangur var hvab mestur
þar.
Á meðal þess sem Pesson
hyggst skera eru barnabætur,
leigufríbindi og heilbrigðis-
tryggingamál, allt hornsteinar
sænska velferðarkerfisins. „Við
verðum að búa okkur undir
framtíðina með þessum hætti,"
sagbi Pesson í gær. „Annars
myndum við horfa upp á bylt-
ingarkennd skörð í velferðar-
kerfinu og fjöldaatvinnuleysi á
komandi árum."
Talið er ab Pesson hyggist
minnka framfærslustyrk barna
úr 7.500 á mánuði í 6.250. Þá
munu óvinnufærir vegna
krankleika og konur í barn-
eignarfríi „aðeins" fá 75% af
mánaðartekjum þeirra í stað
fullra bóta eins og tíðkast hef-
ur. Pesson hyggst minnka
framlög heilbrigbis- og al-
mannaþjónustu um 200 millj-
arba. ■