Tíminn - 07.01.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.01.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 7. janúar 1995 9 Skóladagheimili Austurbœjarskólans lagt niöur og forstöbukonan hœtt: Friöur skapast í kjölfar brott- hvarfs skólastjórahjónanna Eftir mikiö fjaörafok í kring- um starfsemi í Austurbæjar- skóla og skóladagheimilis sem rekiö var í skólanum, viröist nú hafa skapast friöur í kringum starfiö. Lykillinn aö þeim friöi viröist vera brotthvarf skólastjórans og eiginkonu hans sem var for- stööukona skóladagheimil- ins. Skóladagheimiliö hefur nú veriö lagt niöur og starf- semin færö undir heilsdags- skóla, en skólastjórinn hefur fengiö leyfi vegna veikinda. Samkvæmt heimildum Tím- ans er taliö nánast öruggt aö hann muni ekki koma til starfa í skólanum aö nýju, enda sé samþykkt sú sem foreldrar barna í skólanum og meginþorri kennara geröu, um aö þeir og nem- endur muni ekki sækja skól- ann ef skólastjórinn snúi aft- ur, enn í fullu gildi. Nú um áramótin var skóla- dagheimili í Austurbæjarskóla lagt niöur og starfsemi þess færö undir heilsdagsskóla. Reyndar hafði verið ákveðið áður að þetta yrði gert, en í framhaldi af þeirri umræðu sem undanfarið hefur verið um starfssemi skóladagheimil- isins, forstöðukonu þess og skólastjóra Austurbæjarskóla, var ákveðið að flýta þessum breytingum. Á fimmtudagskvöld var haldinn fundur meö starfandi skólastjóra Austurbæjarskól- ans, Guðmundi Sighvatssyni, fulltrúa skólaskrifstofu Reykja- víkur og foreldrum þeirra barna sem áður voru á skóla- dagheimilinu, þar sem þetta var kynnt og farið var yfir stöðu mála og hvernig unnið yrði í framtíðinni að því að bæta skólastarfið. Að sögn Maríönnu Traustadóttur, sem er foreldri barns í fyrrum skóladagheimli og situr einnig í foreldraráði Austurbæjar- skóla, er lausn í málinu nú fundin, sem allir aðilar geti sætt sig við. Nú líti menn björtum augum á framtíðina og lögð veröi áhersla á það nú að móta stefnuna og þar muni foreldrar taka virkan þátt í ásamt skólastjórn. Við þessar breytingar, þ.e.a.s. við lokun skóladag- heimilis, var það tryggt að hagur barnanna myndi í engu raskast og sú þjónusta sem þau hafa fengið hingað til verði jafnvel betri. Starfið muni verða markvissara, auk þess sem það sé fóstrumenntaður starfsmaður sem sér um heils- dagsskólann, sem ekki var fyr- ir hendi í skóladagheimilinu. Guðmundur Sighvatsson, starfandi skólastjóri, segir að nú muni verða farið yfir stöð- una í samstarfi við fræðsluyfir- völd í Reykjavík og leitað leiða til að „rétta skútuna af" og sigla henni í örugga höfn. ■ Framleiösla og sala búvara í nóvember: Sala á kjöti jókst um 7,3% á milli ára Kjötsala var í heild mun meiri í nóvembermánuöi en á sama tíma í fyrra og munar þar mestu um gífurlega söluaukningu á svínakjöti. I heild var söluaukn- ing á kjöti um 7,2%, en ef miö- aö er viö tólf síöustu mánuöi er söluaukningin 2%. Hvaö fram- léiðslu varöar jókst hún um 1,8% í nóvember miöaö viö sama mánuö í fyrra, en minnk- abi hins vegar um 1,9% ef mib- ab er vib tólf mánaba tímabil. Sala svínakjöts jókst um 49,2% í nóvember á milli ára og um 18,8% ef miöað er við tólf mánaða tímabil. í nóvember seldist um 4,6% meira af kinda- kjöti en í fyrra, 1,4% meira af nautakjöti og 6,8% meira af Ungmennafélag Selfoss: Ingólfur útnefndur íþróttamabur ársins Ingólfur Snorrason karate- maöur var á dögunum kjör- inn íþróttamaöur Ungmenna- félags Selfoss fyrir áriö 1994. Hann náöi góðum árangri í grein sinni á árinu og náöi m.a. titli Noröurlandameist- ara í sinni grein. Árvisst er að verðlaunahátíð UMF Selfoss sé haldin að kvöldi 30. desember. Þar eru veitt verð- laun og viðurkenningar til þess íþróttafólks sem keppir undir merkjum félagsins og hefur náð framúrskarandi árangri á árinu. I öðru sæti í kjöri íþrótta- manns UMF Selfoss varö Vé- steinn Hafsteinsson kringlu- kastari, Sigurlín Garðarsdóttir sundkona varð í því þriðja, Sig- urjón Bjarnason handknatt- leiksmaður lenti í fjórða sætinu, Silja Hrund Einarsdóttir fim- leikastúlka náði fimmta sæti, Gylfi Þorkelsson körfubolta- maður því sjötta og í því sjö- unda varð Ómar Valdimarsson knattspyrnumaður. Fengu þesir verðlaunahafar góð verðlaun frá ýmsum fyrirtækjura á Selfossi. Þann 22. janúar mun Selfoss- bær útnefna íþróttamann Sel- foss. Það er annaö árið sem sú útnefning fer fram, en til skamms tíma var íþróttamaður UMF Selfoss jafnframt tilnefnd- ur til þess titils af bæjaryfirvöld- um. En eftir því sem íþróttafé- lögum á Selfossi hefur fjölgað og breiddin í íþróttalífi aukist keppa ekki alir undir merkjum ungmennafélagsins og því voru viöurkenningar félagsins og bæjarins skildar í sundur. -SRS, Selfossi. Ingólfur Snorrasón karatemaöur hefur náb góbum árangri í íþrótta- grein sinni og var því útnefndur íþróttamabur UMF Selfoss. hrossakjöti. Hins vegar dróst sala á alifuglakjöti saman um 31%. Ef miðaö er við tólf mán- aða tímabil jókst sala á nauta- kjöti um 1,6%, en dróst saman um 5,8% á alifuglakjöti, 2,1% á hrossakjöti og 2,1% á kinda- kjöti. Framleiðsla á kindakjöti í nóv- ember jókst um 145% á milli ára, en það skal tekið fram að inni í þeirri tölu er einnig kjöt sem lagt er til umsýslu og flutt skal á erlenda markaöi. Fram- leiðsla á nautakjöti var um 28% meiri en í sama mánuði í fyrra og svínakjöti 10%. Framleiðsla á hrossakjöti dróst hins vegar saman um 20% á milli ára og á alifuglakjöti um 27%. Hins veg- ar, ef miðað er við tólf mánaða tímabil, dróst framleiðsla á ali- fuglakjöti saman um 9% og á kindakjöti um 7%, en jókst um 2,8% á nautakjöti, 12,8% á svínakjöti og 4,3% á hrossa- kjöti.Framleiðsla á mjólk dróst saman í nóvember um 5,6%, ef miðað er viö sama mánuð í fyrra, en er hins vegar um 2,7% meiri ef miöað er við tólf mán- aða tímabil. Sala á mjólkurvör- um, umreiknuðum í lítra, jókst um 4,3% í nóvember og um 2,7% á tólf mánaða tímabili. Sala á eggjum dróst saman um 18,4% í nóvember og framleiðsl- an um 8,5%, en ef miðað er viö tólf mánaða tímabil dróst fram- leiöslan saman um 1,9%, meðan salan dróst saman um 1,8%. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.