Tíminn - 07.01.1995, Síða 19

Tíminn - 07.01.1995, Síða 19
Laugardagur 7. janúar 1995 19 Theódór Sigurjón Norbkvist ísafirbi Þegar ég frétti ótímabært andlát Theódórs, fannst mér að hann ætti skilið að ég sendi honum kveðju, þegar hann verður flutt- ur síðasta spölinn. Ekki get ég sagt, að við The- ódór værum neinir samferöa- menn, en lengi býr aö fyrstu gerð. Faðir hans var sjómaður og á þeim árum, sem hann var að alast upp, var algengt að sjó- mannskonur færu í kaupavinnu á sumrin með börn sín, væri þess kostur. Ása móðir hans var tvö sumur kaupakona í Norður- firði með tvö yngstu börnin, Theódór og Evu. Norðurfjarðar- bærinn er aðeins steinsnar frá Steinstúni, sem var mitt æsku- heimili. Þannig lágu leiðir okkar fyrst saman. Ekki fór hjá því, að kynni tækjust með börnum af ná- grannabæjum. Okkur sveita- börnunum fannst að sjálfsögðu fengur að þessum nýju leikfé- lögum. Þeim fylgdi framandleg- ur blær, sem ekki var þekktur á afskekktum sveitabæjum. Er ekki að orðlengja það, að við urðum miklir mátar þessi sumur sem leiðir lágu saman. Hann var góður leikfélagi og hafði til að bera bestu kosti góðs leikfélaga, hann var áræbinn strákur og sí- fellt glaðvær. Fyrir rúmum fimmtíu árum var sjálfsagt ætl- ast til ab tíu eða ellefu ára göm- ul börn tækju þátt bæði í leik og starfi. Ég býst samt við að minna hafi orðiö af starfinu, enda nóg tilefni til allskyns leikja. Við fundum ab sjálf- sögðu upp á öllu því, sem hraust börn eiga að geta fundið uppá, við óðum í sjónum og lækjum, sigldum skipum og svo mætti lengi telja. Síðan skildu leiðir, en ég minnist Theódórs sem hins glaða og djarfa leikfélaga. Líklega hafa jaessi sumur hans í Árneshreppi orðið þess vald- andi ab hann sem fulltíba mað- ur taldi sig eiga aftur erindi í Ár- neshrepp. Þegar hann var sjálf- ur farinn að stjórna fyrirtækjum á ísafirði, hugleiddi hann mikið á hvern hátt hann gæti aöstoö- að við atvinnuuppbyggingu í Árneshreppi. Nokkrum sinnum kom hann hingaö þeirra erinda og þá lágu leiðir okkar aftur saman. Það var sameiginleg nið- urstaða hans og heimamanna ab hér væri ekki hægt um vik, svo málið féll niður. Þetta sýndi t MINNING samt, að hann hafbi ekki gleymt sumrunum sínum í Norðurfiröi, og eitt sumar var hann líka á Munaðarnesi hér í sveit. Enn er ógetið frændsemi okk- ar. Við vorum bábir fjórði ætt- liður frá Jónasi Jónssyni frá Litlu-Ávík, sem bar viðurnefnið „Barna-Jónas", átti enda tuttugu og eitt barn. Jónasar þessa er að- eins getið í sögunni vegna þess, að hann var einn þeirra sem gerðust liðsmenn Jörundar hundadagakonungs og launaði þar frelsi sitt, Er það önnur saga, en kemur samt upp í hugann við nýlega sýningu á leikriti um Jörund. Fyrir nokkrum árum dró The- ódór sig út úr erli fyrirtækja- reksturs og gerðist sjómaður, og þar fréttist síöast af honum. Þó segja mætti að kynni okkar væru ekki mikil, var þar spunn- inn þráður sem mér fannst aldr- ei slitna, og ég er þakklátur hon- um fyrir þann áhuga, sem hann sýndi okkur hér í sveitinni. Mér fannst að að leiðarlokum ætti hann inni hjá mér nokkur fá- tækleg kveöjuorð. Ég kynntist aldrei fjölskyldu Theódórs, en nú syrgja hann eftirlifandi eiginkona, uppkom- in börn, tengdabörn og barna- börn. Ég og kona mín sendum þeim, aö leiðarlokum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Gunnsteinn Gíslason, Norðurfirði Hringadróttinssaga, 2. bindi Annað bindi Hringadróttinssögu eftir Tolkien er komiö út hjá Fjölvaútgáfunni í þýðingu Þor- steins Thorarensen, en ljóðin eru í þýðingu Geirs heitins Krist- jánssonar. í fyrra kom út 1. bindi „Föru- neyti Hringsins", en 2. bindi er framhald af því og nefnist „Tveggjatuma tal". Alls verður verkið þrjú bindi og er áætlað að lokabindiö, seni nefnist „Hilmir snýr heim", komi út ab ári liðnu. Tolkien er viðurkenndur einn mesti sagnameistari sem uppi hefur verið. Hann skapar í bók- um sínum nýjan hugarheim, byggir upp ný tungumál Álfa, Dverga og Orka og finnur þeim stað í ímynduðum heimi, sem menn þykjast þó finna samlík- ingar við í núverunni. Hið nýútkomna bindi hefst í vonleysi, þar sem Föruneyti hringsins tvístrast. Hringberinn Fróði leggur af stað inn í Myrkra- landib Mordor. Bókin skiptist í tvo meginhluta, annar gerist á vesturslób og segir frá barátt- unni viö svikarann Sarúman og kemur þar mjög við sögu Trjá- skeggur, sem er einskonar kon- ungur skóganna. í seinni hlutanum er fjallað um einmanalega ferb Hringber- ans Fróða um auönir Mordors, en hann kemst aö samkomulagi við hinn illvíga Gollri um leið- sögn um landið, en Gollrir, sem ásælist Hringinn, undirbýr svikabrögð. Margt hefur áunnist, en á sama tíma undirbýr myrkra- konungurinn Sauron lokaatlögu ab hinum vestræna heimi. 2. bindi Hringadróttinssögu, Tveggjaturna tal, er 370 bls. Verb kr. 3.680. DAGBOK Lauqardaqur 7 janúar 7. daqur ársins - 358 dagar eftir. I. vlka Sólris kl. 11.11 sólarlag kl. 15.57 Dagurinn lengist um 4 mínútur. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Bridskeppni, tvímenningur, kl. 13 og félagsvist kl. 14 í dag í Risinu. Dansaö í Gobheimum kl. 20 í kvöld. Ferðafélag íslands Sunnudagsferðin 8. janúar kl. 13: Heiömörk-Skógarhlíöarkriki Mætið í fyrstu sunnudagsgöngu ársins. Stutt og auðveld ganga um skemmtilegt útivistarsvæði. Verð 700 kr., frítt fyrir börn með full- orðnum. Brottför frá BSÍ, austan- megin (stansað við Mörkina 6). Heimkoma upp úr kl. 16. Ferðafélagið hefur gefið út rit um sögu Fjallvegafélagsins. Fæst á skrifstofunni. Gleðilegt ferbaár. Fyrirlestur í Hafnarborg: Táknfræbi og tákn í myndlist Fyrirlestur dr. Gunnars Krist- jánssonar um táknfræbi og tákn í myndlist verður í Hafnarborg, lista- og menningarstofnun Hafn- arfjarðar, mánudaginn 9. janúar kl. 20. Að fyrirlestrinum loknum verða samræður um viöfangsefn- ib í kaffistofunni fram eftir kvöldi. Þetta er annar af fjórum fyrir- lestrum dr. Gunnars í Hafnarborg í vetur um myndlist í trúar- og trúarheimspekilegu ljósi. Fyrir- lestrarnir og samræburnar í kjöl- farið eru liður í undirbúningi fyr- irhugaðrar samsýningar mynd- listarfólks næsta vor og því eru allir þeir myndlistarmenn, sem hafa hug á að vera með á samsýn- ingunni, hvattir til að mæta á fyr- irlesturinn. Frá Söngsmibjunni Söngsmiðjan er söngskóli sem vill gefa sem flestum tækifæri til ab læra að syngja, laglausum sem lagvísum. Haldin eru námskeið fyrir fólk á öllum aldri, byrjendur og lengra komna (engar kröfur um ab fólk geti sungið, bara að það langi til þess). Fólk getur val- ið um ýmsar leiöir til náms eftir getu, áhuga og hæfileikum. Starf- rækt er einsöngvaradeild í Söng- smiðjunni, sem er klassísk söng- deild, en einnig er boðið upp á kennslu fyrir þá sem vilja leggja fyrir sig abrar tegundir tónlistar. Sem fyrr stendur mikið til hjá Söngsmiðjunni á vorönn '95. Unglingarnir taka hippatímabilið fyrir, en eldri nemendur flytja perlur úr ýmsum frægum söng- leikjum. Þá hefur starfsemi sína „Sönghópur Söngsmiðjunnar", sem syngur tónlist af ýmsum toga, s.s. gospel-, popp-, söng- leikja- og klassíska tónlist. Börnin ferðast um heiminn með farfugl- unum í söng, leik og hreyfingu og heimsækja ýmsa skemmtilega stabi í heiminum. Skólastjóri Söngsmiðjunnar er Esther Helga Guðmundsdóttir. Skólinn er að Skipholti 25, Reykjavík, og síminn er 612455 (fax 612456). ÁRNAÐ HEILLA Páll jónsson. 60 ára afmæli Mánudaginn 9. janúar verður Páll Jónsson sparisjóðsstjóri sextugur. Hann hefur verib sparisjóbs- stjóri frá 1974. Páll var í bæjarstjórn Keflavík- ur 1966-1974 fyrir Framsóknar- flokkinn. Hann er í fjölmörgum stjórnum og ráðum á vegum sparisjóðanna. Eiginkona hans er Margrét Jakobsdóttir. Þau eru erlendis um þessar mundir. TIL HAMINGJU Þann 15. október 1994 voru gefin saman í Garðakirkju af Hafliða Kristinssyni, þau Jó- hanna Eldborg Hilmarsdóttir og Guömundur Gunnarsson. Þau eru til heimilis að Laugateig 2, Reykjavík. Ljósm.st. MYND, Hafnarfirdl Fréttir af bókum Stóra flugu- hnýtinga- bókin Fjölvaútgáfan sendir nú frá sér Stóm fluguhnýtingabókina eftir Jacqueline Wakeford í þýðingu Friðjóns Árnasonar. Áður hafa komið út hér á landi nokkrar bækur með upptalningum og myndum af ólíkum fluguteg- undum, en þessi bók er óvenju- leg fyrir það að hún lýsir efni, tækjum og tækni vib hnýting- una ítarlega, bæði gerð vot- flugna og. þurrflugna. Þá eru sérstakir þættir um stél, búka, kraga, skegg, vængi og síðan um óvenjulegar abferðir, lökk- un, þyngingu, kjalflugur, sam- hangandi flugur og þríkrækjur og ótal margt fleira. Til skýringar öllum þessum þáttum, stig fyrir stig, fylgja hvorki meira né minna en 350 ljósmyndir í fullum litum. í bókarlok koma svo miklir listar yfir ólíkar flugugerðir og þar á meðal yfir 100 íslenskar teg- undir, m.a. eftir Kristján Gísla- son sem sýnir útgáfunni þann sóma að birta hér í fyrsta skipti þrjár nýjar flugur. Þar á eftir koma orðaskýringar bæði á ensku og íslensku, heimilda- skrár og atriðisorðaskrár, en út- gáfan telur að Fribjón Árnason hafi unnið sérstakt afrek með hæfilega aölögunarkenndri ís- lenskun á hugtökum og á text- anum í heild. Stóra fluguhnýtingabókin er 150 bls., litprentuð. Verð kr. 3.280. ■ Geisladiskar Ný gospelplata: Miriam Nú er komin á markaðinn gosp- eltónlist á geislaplötu og snældu sem ber nafnið Miriam. Það er söngkonan Miriam Ósk- arsdóttir ásamt fjölda lands- þekktra hljóðfæraleikara sem flytja 12 fjölbreytt og skemmti- leg lög. Meðal hljóðfæraleikara má nefna Gunnlaug Briem, Jó- hann Ásmundsson, Friðrik Karlsson, Kristin Svavarsson, Óskar Einarsson, Jóhann Hjör- leifsson og Pál Pálsson. Skemmtilegar bakradda- og blásaraútsetningar setja svip sinn á þessa plötu og þar koma við sögu 25 manna kór og hóp- ur bakraddasöngvara auk margra blásara. Útsetningar annaðist Óskar Einarsson og upptöku og hljóðblöndun Tóm- as Tómasson. Þessi útgáfa hefur að geyma gömul gospel-lög og sálma, sem hér eru færðir í nýjan búning, auk nokkurra nýrri laga. Þetta er frumraun Miriam á plötu, en söngur hefur engu ab síður verib hluti af starfi hennar sem foringi í Hjálpræðishern- um, þar af 8 ár í Panama. Útgáfan er í tilefni af 100 ára afmæli Hjálpræðishersins á ís- landi á næsta ári og ber þess vott * ab þrátt fyrir háan aldur ber hreyfingin aldur sinn vel. Allur ágóði rennur til hjálparstarfs Hjálpræbishersins á íslandi. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.