Tíminn - 07.01.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.01.1995, Blaðsíða 3
Laugardagur 7. janúar 1995 fönúim 3 Útgerbarfélag Akureyringa hf.: Þrír aðilar sýna hluta- bréfum bæjarins áhuga Frá Þórbi Ingimarssyni, fréttaritara Tímans á Akureyri. Þrír aöilar hafa lýst áhuga á aö eignast hlutabréf Akureyr- arbæjar í Útgeröarfélagi Akur- eyringa. Kaupfélag Eyfiröinga hefur lýst vilja til hlutafjár- kaupa í Útgeröarfélaginu og forsvarsmenn Sölumiöstööv- ar hraöfrystihúsanna áttu í gær fund um máliö meö for- svarsmönnum Akrureyrar- bæjar. í gær Iýsti svo Þor- steinn Már Baldvinsson yfir áhuga á aö kaupa hlutabréf Akureyrarbæjar í ÚA og sendi Jakobi Björnssyni bæjarstjóra erindi um þaö í gær. Akureyrarbær á nú meirihluta í Útgeröarfélagi Akureyringa, eöa 53% hlutafjár. Eftir aö hug- myndir bæjarstjórnar um sölu hlutabréfanna komu fram lýsti Kaupfélag Eyfiröinga áhuga á aö kaupa hlutabréf fram- kvæmdasjóös Akureyrarbæjar í Útgeröarfélaginu. Á fundi stjórnar Kaupfélags Eyfiröinga, sem haldinn var 4. janúar sl., var samþykkt aö lýsa félagiö reiöubúiö til kaupa 42 til 43% hlutafjár í Útgeröarfélagi Akur- eyringa, ákveöi bæjaryfirvöld að selja hlutaféð. Kaupfélagiö á nú 8,4% hlutafjár í Útgerðarfé- laginu og ef af þessum kaupum veröur mun kaupfélagið eignast meirihluta í félaginu. Þótt hugmyndir um sölu hlutabréfa Akureyrarbæjar í Út- gerðarfélagi Akureyringa hf. séu komnar til vegna stööu fram- kvæmdasjóös bæjarins og þarfa fyrir aukiö fjármagn til fram- kvæmda, meðal annars til efl- ingar atvinnulífs á Akureyri, tengjast þær meö óbeinum hætti hugmyndum um flutning höfuöstööva íslenskra sjávaraf- uröa hf. til Akureyrar. Nokkur umræöa hefur fariö fram um staðsetningu þess fyrirtækis eft- ir aö ljóst varð að það yrði aö flytja úr núverandi húsnæöi á Kirkjusandi í Reykjavík. í þeim umræöum hefur meðal annars komiö fram hvort möguleikar væru á því aö Útgerðarfélag Ak- ureyringa hf. hefji viðskipti við íslenskar sjávarafuröir en til þessa hefur þaö selt afurðir sín- ar í gegnum Sölumiöstöö hraö- frystihúsanna og er stór eignar- aöili aö þeim sölusamtökum. Rætt hefur veriö um að við- skipti viö Útgerðarfélagið geti verið góöur kostur fyrir Islensk- ar sjávarafurðir og ýti undir vilja til þess aö flytja fyrirtækiö noröur. Jóhannes Sigvaldason, for- maður stjórnar Kaupfélags Ey- firöinga, sagöi í samtali viö Tímann aö meö hugsanlegum kaupum á hlutafé í Útgeröarfé- lagi Akureyringa vilji stjórn Kaupfélagsins stuðla aö því aö aflakvóti þess og starfsemi hald- ist á Akureyri. Hann kvaöst telja að kaupin geti stuðlaö aö því að íslenskar sjávarafuröir flytji höfuðstöðvar sínar til Akureyr- ar því meö þeim myndi skapast grundvöllur til þess aö bjóöa því fyrirtæki að hefja viðskipti við Útgeröarfélag Akrureyringa. Þótt skoöanir séu nokuð skiptar innan raöa forsvarsmanna ís- lenskra sjávarafuröa um hvort flytja eigi höfuöstöðvar þess til Akureyrar mun ljóst aö ekki verði um haröa fyrirstöðu aö ræöa. Flutningur fyrirtækisins hefur hinsvegar mikla þýöingu fyrir Akureyrarbæ og eflingu at- vinnulífs í Eyjafirði þar sem um 60 starfsmenn myndu flytjast norður og í flestum tilvikum er um vellaunuð störf aö ræöa. Forsvarsmenn Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna hafa full- an áhuga á aö halda hlut sínum í viðskiptum viö Útgeröarfélag Akureyringa og komu fjórir stjórnarmenn í fyrirtækinu meö Jón Ingvarsson stjórnarfor- mann í broddi fylkingar til fundar viö bæjaryfirvöld á Ak- ureyri í gær. Á fundinum ósk- uöu þeir eftir umþóttunartíma til að leggja fram hugmyndir um á hvern hátt Sölumiðstöðin geti stuölaö að eflingu atvinnu- lífs á Akureyri. Samkvæmt heimildum Tímans hafa þeir boöiö aö flytja hluta af starf- semi hennar til Akureyrar og er þá einkum talaö um lager- og þróunarsviö er starfaö gæti í tengslum við sjávarútvegsdeild Háskólans á Ákureyri. Engin formleg tilboð um kaup á hluta- fé munu komin fram af hálfu aðila sem tengjast Sölumiöstöð hraðfrystihúsanna en Jón Ing- varsson, stjórnarformaður, hef- ur látiö hafa eftir sér að athug- andi væri að Sölumiðsöðin beitti sér fyrir aö safna saman fjárfestum til þess aö kaupa hlutabréf Akureyrarbæjar veröi þau boöin til sölu. Ákvöröun um sölu hlutabréfa Akureyrarbæjar í Útgeröarfélagi Akureyringa hefur ekki veriö tekin en síödegis í gær hófst fundur í bæjarráöi Akureyrar þar sem sala bréfanna var til umræöu og þeir kostir sem nú virðast vera í stöðunni. Þar virð- ist einkum um að ræöa: aö Ak- ureyrarbær eigi bréfin áfram, aö selja þau til Kaupfélags Eyfirð- inga samkvæmt framkomnum viljayfirlýsingum frá stjórn þess eöa aö bíða eftir tilboðum frá Sölumiöstöð hraðfrystihúsanna og hugsanlegum fjárfestum tengdu því fýrirtæki. Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akur- eyri, haföi lýst því yfir fyrir fund bæjarráðs aö engar ákvarðanir hafi verib teknar og aö máliö sé aðeins á könnunar- stigi. Ljóst er þó af því sem þeg- ar hefur gerst að ekki mun líða langur tími þar til ákvarðanir veröa teknar um hver veröur framtíö hluts Akureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akureyringa. 55 kynnir nýjungar í sölu ungnautakjöts undir „New Yorkers" merki: Strangar eldis- kröfur og nýir loftskiptir pakkar Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstœöisflokksins flaug í gengum reynslu- sveitarfélaganefndina og borgarráö: Borgin taki staðbundna löggæslu í eigin hendur „New Yorkers" er merkiö á nýj- um neytendapakkningum fyrir ferskt ungnautakjöt sem Slátur- félag Suburlands er að kynna þessa dagana og segir þarna um byltingu ab ræba. Byltingin hefjist í ræktunarátaki hjá bændum þar sem mjög strangar kröfur séu gerbar til abbúnaöar og eldis ungneyta. Athygli vekur ab gripirnir skulu hafðir á húsi allan eldis- tímann. Sláturfélagiö segir einn- ig miklar endurbætur hafa verib gerðar á slátrun og vinnslu kjöts- ins. Nær 20 milljóna fjárfestingu í vinnslu og pökkun sé nýlega lokið. New Yorkers vömm er pakkab í loftskiptar innsiglaöar umbúðir. Helstu kröfurnar sem bændur veröa að uppfylla við ræktun New Yorkers-gripa eru fjórar: Gripirnir skulu vera kvígur eða geldingar, fá jafnt og gott upp- eldi og ná 200 kg. fallþunga á 18- 20 mánaöa aldri. Gripirnir skulu aldir hjá fram- leiðanda frá burði og hvorki ver- ið meðhöndlaðir meö fúkkalyfj- um eöa hormónagjöf né komist í snertingu við eöa étið fóöur sem eitur hefur veriö notaö á. Sem kálfar skulu gripirnir hafa fengið broddmjólk sem ekki má innihalda fúkkalyf eöa eitur. Þeir skulu síðan aldir á heyi, grasi eöa grænfóbri. Grasið geta þeir þó ekki bitið sjálfir, því fjórða skilyröiö er aö gripirnir skulu vera hafðir á húsi allan eldistímann. ■ Tillaga borgarfulltrúa Sjálf- stæbisflokksins um aö reynslusveitarfélögum verbi veitt heimild til ab hafa meb höndum stabbundna lög- gæslu hefur veriö samþykkt ágreiningslaust í borgarrábi. Tillagan var áöur tekin til um- fjöllunar hjá framkvæmda- nefnd Reykjavíkurborgar um reynslusveitarfélög, sem sam- þykkti I bókun: „Ljóst er ab staðbundin löggæsla getur vel falliö aö verkefnum sveitarfé- laga, enda var almenn löggæsla verkefni þeirra fram til ársins 1972. Þetta á fyrst og fremst við um hin stærri sveitarfélög og Reykjavíkurborg er vel í stakk búin til aö taka að sér staö- bundna löggæslu." Hins vegar sé ljóst að í þessu felist grund- vallarbreyting á núverandi skip- an lögreglumála, því sum verk- efni löggæslunnar mundu fær- ast til sveitarfélaganna en önn- ur verða eftir hjá ríkinu. Nefndin lagöi til aö kannað veröi viðhorf ríkisins til þeirrar breytingar á framtíöarskipan löggæslumála í Reykjavík sem tillagan gerir ráð fyrir. Þar sem nú fari fram undirbúningui verkefna reynslusveitarfélaga i Reykjavík er áhersla lögb á ab niöurstöður fáist hib fyrsta. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.