Tíminn - 29.07.1995, Qupperneq 19

Tíminn - 29.07.1995, Qupperneq 19
Laugardagur 29. júlí 1995 19 Jakobína Guðrún Halldórsdóttir frá Drangsnesi Fædd 14. maí 1900 Dáin 22. júlí 1995 Móöir mín er látin. Hún fæddist í Reykjavík í .■Bjarnarfirði, Stranda- sýslu, 14. maí árið 1900, en lést 22. júlí síðastliðinn, 95 ára gömul. For- eldrar hennar voru Halldór J.ónsson á Svanshóli, sonur Jóns Arngríms- sonar frá Krossnesi, sem kominn var af Jónasi Jónssyni í Litlu-Árvík, hirðmanni Jörundar hundadaga- konungs, og Ingibjörgu blindu Guðmundsdóttur, prests í Árnesi. Móðir Halldórs var Guðríður Páls- dóttir frá Kaldbak, af Pálsætt á Ströndum og Glóaættinni. Móðir hennar var Þorbjörg Kristjánsdóttir, Kristjánssonar frá Hellissandi, Ein- arssonar á Kvenhóli í Dalasýslu, Einarssonar, og móðir Þorbjargar var Júlíana Jónsdóttir, bónda Ing- ólfsfiröi, Helgasonar á Geirmundar- stöðum, Hafliðasonar. Systur móður minnar, Þórunn og Kristjana, eru báðar látnar. Hún giftist 1928 Páli Elíasi Bjarnasyni og bjuggu þau fyrst í steinhúsinu á Drangsnesi, en reistu nýbýli, Mýrar, á landi Drangsness 1930. Þau stunduðu þar búskap auk þess sem faðir minn stundaði vinnu sem til féll á Drangsnesi. Um 1952 fluttu . þau aö Drangsnesi og dvöldu þar fram yfir 1980, en voru á þessu tímabili í nokkur ár á Akureyri, en komu aftur, og þegar ellin lagðist yfir fluttu þau á Dvalarheimilið í Skjaldarvík í Eyjafirði og enduðu æviárin á Hlíð, Akureyri. Börn foreldra minna eru fimm talsins: Ingimar, giftur Ástu Bjarna- dóttur, búsettur í Reykjavík; Þor- björg, gift Frímanni Haukssyni, bú- sett á Akureyri; Ester, gift Bjarna Jónssyni, búsett á Akureyri; Bjarni, sambýliskona Gyða Steingrímsdótt- ir, búsett á Mýrum, Drangsnesi; Sól- rún, gift Sigmari Ingvarssyni, búsett í Kópavogi. Afkomendur eru rúm- Iega 30. Útför móður minnar verður gerð frá Drangsneskapellu í dag, laugar- t MINNING daginn 29. júlí, og veröur hún jarð- sett viö hlið manns síns í Kaldrana- neskirkjugarði. Fratn á úfinn œgissal áar sóttn kjark og þor. Út meb ströndu, inn í dal, okkar lágu bemskuspúr. Lifi og dafiii gróin grund, gömul lifi cevintýr. Lifi halur, lifi sprund, lifi um aldir sveitin hýr. (I.E.) Bernskuspor móður minnar og þeirra, sem hún unni, lágu um nyrstu sveitir Strandasýslu. Hún óskaði þess aö grundirnar greru og byggðin héldist um aldir. Hún var mikil hannyrðakona, prjónaði og heklaði á listrænan hátt. Lang- ömmubömin, sem fengu húfur, peysur eða vettlinga fyrir jólin, syrgja gömlu konuna og segjast aldrei framar fá fallegt frá lang- ömmu. Hún ólst upp á Svanshóli hjá móður sinni, því foreldrar hennar skildu. Hún var einnig á Kaldrana- nesi hjá föður sínum og vinnukona á Eyjum hjá Guðjóni og Kolfinnu. Má segja að útfyrir sveitina sína fór hún ekki að óþörfu. Móðir mín var lágvaxin kona, létt á fæti, skapgóö að upplagi og spurul, sumir flokka það undir for- vitni, en þeir sem aldrei spyrja neins vita jafnan lítið. Afkomendur hennar þakka fyrir samfylgdina og biðja henni allrar gubsblessunar. Þessi fátæklegu orð mín vil ég enda þannig: Þeim lýsti trú, uns lífi sleit, og landsins fomu dyggöir. Þau efndu vel sín œskuheit um œvilangar tryggöir. Þau saman litu hinstu höf og háa veöurklakka, þau saman eina gista gröf. (Stefán frá Hvítadal) Blessuð sé minning hennar. lngimar Elíasson A5 geta hvergi höföi hallaö The Homeless, eftir Christopher Jencks. Harvard University Press, 161 bls., S 17,95. „Heimilisleysi var eitt sinn talið persónuleg ógæfa lítils hóps manna, sem heillum voru horfnir. En heimilisleysi hefur nú umbreyst í eitt helsta félags- lega vandamál Bandaríkjanna, pólitískt viðkvæmnis- og ágreiningsmál. Illa á sig komið, oft örvilnaö, fólk, fólk á götum borga landsins hefur á skeiði að- eins tveggja áratuga orðið sjón, sem sárindum veldur. Hin feiknarmikla fjölgun þeirra gengur þvert á allar gagnráðstaf- anir stjórnvalda." Svo sagði í rit- dómi í New York Times Book Review 1994 um bók þessa, en höfundur hennar er prófessor í félagsfræðum viö Northwestern University. „í bók sinni fjallar Jencks um hina „sýnilega heimilislausu", þ.e. um „alla þá, sem sváfu á al- mannafæri í tiltekinni viku". Af heimildum, sem ýmsir aðilar hafa saman dregið, telst honum svo til, að þeir hafi verið 300.000 til 400.000 í mars 1987 (en frá þeim tíma eru viðamestu heimildirnar, sem hann vísar til). Ef á hann er gengiö, fæst hann til að færa tölu þeirra upp í 500.000, en hvorar heldur eru til marks hafðar, eru þær víðs fjarri fyrri áætlunartölum, sem fóru upp fyrir þrjár milljónir. Meðal annarra orða, þessar vel- grunduðu áætlunartölur hans munu óþægur ljár í þúfu höf- í FinanciaL Times 20. maí 1994, í fylgiblaði World Taxation, sagði um skattavinjar: „Skattavinjar, eyjavar, lágskattasvæði — hvað sem þau nefnast reynist þeim allt í kringum hnöttinn erfiðara en áður að laða til sín stórfyrirtæki og auð- uga einstaklinga. ... Þau leita að- stoðar ráðgjafa til að halda íviln- unum sínum á loft. — Á meðal þeirra ber bókhaldsstofur hátt: Price Waterhouse er ráðgjafi Gíbr- altar, KPMG Peat Marwick aðstoð- ar Möltu og Trinidad & Tobago, svo að dæmi séu tekin. — Komiö hefur til óviðurkvæmilegrar tog- streitu á milli skattavinja. Út gefa Fréttir af bókum undum nýlegrar, básúnaðrar skýrslu frá ríkisstjórn Clintons, en þeir segja heimildir vera um sjö milljónir heimilisleysingja í Bandaríkjunum, sem vænti að- þær æ fleiri glæsta kynningarbæk- linga og boða til æ fleiri alþjóð- legra ráðstefna. Eyjan Mön keppir við Ermarsundseyjar, og meira að segja hinar ráðsettu Jersey og Gu- ernsey eru komnar í hár saman. Hafa þær leitað fulltingis al- mannasamskiptastofa til að halda kynningarfundi í London, París og öðrum helstu borgum til að verða sér úti um viðskipti." „Jafnframt hefur skattavinjum fjölgað mjög. Og neyta þær sí- breytilegra aðferða til að draga til sín vibskipti. Gera þær ný boð, breyta skattalögum, draga úr kröf- um um birtingu reikninga og slaka gerða stjórnvalda.... Jencks sýn- ist sem tala heimilisleysingja hafi fjórfaldast frá 1980 til 1988, meðan bæjarstjórnir, einstök ríki og stofnanir sambandsríkis- ins reyndu að sporna við fjölg- un þeirra. í leit að skýringum á þeirri óvæntu fjölgun metur hann ýmsa þætti, sém til heim- VIÐSKIPTI á skráningarskilyrðum." „Caroline Doggart, höfundur yf- irlits yfir skattavinjar (Tax Havens and Their Uses, Economist Intellig- ence Unit, £ 75), segir Campione á landamærum Sviss og Ítalíu hafa orbið fyrsta skattavinin, þegar bæöi löndin frábáðu sér fjárráð héraðsins. — Einn sá nýlegasti, sem gengur á lag gildandi milli- ríkja- skattasamninga, er Labuan undan Malasíu. Og rifi á milli Tonga og Fiji er ætlað að verða ilismissis geta leitt: Brottsend- ingu geðveilla úr stofnunum á áttunda áratugnum, sóttkennda aukningu á neyslu eiturlyfja á níunda áratugnum, breytingar á fasteignamarkaði, ríkisframlög- um, hámarksleigu, atvinnuleysi og hjúskaparháttum." fyrsta neðansjávar-skattavinin! — Þeirra á milli eru margar skatta- vinjar, margar í hlýju loftslagi: Bermúda, Bahamaeyjar, Cayman- eyjar, Bresku Jómfrúreyjar, Cook- eyjar o.s.frv. En aörar eru í köldu loftslagi: Ermarsundseyjar, eyjan Mön, Falklandseyjar, Svalbaröi og Ascension. Aörar eru landluktar, svo sem Lúxemborg, Lichtenstein og jafnvel Albanía."„Doggart bein- ir einnig sjónum að ólíklegum lág- skattasvæöum, ekki síst Bretlandi, sem er óbúsettum enn mjög álitleg lágskattavin, og að Bandaríkjun- um í samanburði vib mörg evr- ópsk lönd." ■ Næöir um skattavinjar? DAGBÓK 210. dagur ársins -155 dagar eftir. 30. vika Sólris kl. 04.23 sólarlag kl. 22.43 Dagurinn styttist um 6 mínutur Regnboginn sýnir Geggj un Georgs konungs Regnboginn hefur hafið sýn- ingar á bresku myndinni The Madness of King George, eba Geggjun Georgs konungs. Mynd þessa ætti í raun að vera óþarft að kynna, svo mikla um- fjöllun sem hún hefur fengið, og margir vita að Nigel Hawthorne var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í titilhlutverkinu, þó að hann hreppti þau að vísu ekki. Auk þess var myndin sjálf tilnefnd til fjögurra Óskarsverð- launa, og hlaut þar af ein, fyrir bestu „listræna stjórn" (art direction). Myndin er byggð á sögulegu efni, sem sé síðari æviárum Ge- orgs III. Englandskonungs, sem þjáðist af kynlegri geðbilun og var ab lokum sviptur völdum. Meö aðalhlutverkin fara, auk Hawthornes sem leikur konung- inn ógæfusama, Helen Mirren (Karólína drottning), Rupert Ever- ett (prinsinn af Wales) og Ian Holm (læknir konungs). Handrit myndarinnar samdi Alan Bennett og byggði þaö á samnefndu leikriti sínu. Leikstjóri er Nicholas Hytner. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Dansað í Goðheimum, Sigtúni 3, kl. 20 sunnudagskvöld. Þeir, sem eiga pantað far í Borg- arfjarðarferðina, vinsamlegast sækið miðana fyrir kl. 15 á þriðju- dag. Nokkur sæti laus. Sumarkvöld viö orgelib í dag, laugardag, kl. 12-12.30 leikur Roger Sayer, organisti í dómkirkjunni í Rochester í Eng- landi, á orgel Hallgrímskirkju. Að- gangur ókeypis. Sayer leikur einn- ig annað kvöld, sunnudag, kl. 20.30. Á þeim tónleikum verða verk eftir Charles Marie Widor, Howard Howells, Norman Coc- ker, Guy Bovet, Barry Ferguson, Petr Eben og Maurice Duruflé. Aðgangseyrir 800 kr. Heyannadagurá Árbæjarsafni Hinn hefðbundni heyannadagur verður á Árbæjarsafni á morgun, sunnudag. Þá veröur túnið við Ár- bæinn slegið með orfi og ljá og síð- an verður rakað, rifjað, tekið saman og bundið í bagga upp á gamla mát- ann. Gestir eru hvattir til að taka þátt í heyskapnum að vanda. Einnig verður dönsk harmón- íkuhljómsveit undir stjórn hinn-. ar frægu Gitte Sivkjær á staðnum og mun hún leika við Hólms- verslun kl. 15. Samsýning í Hveragerbi Þorbjörg Pálsdóttir og Hannes Lárusson halda myndlistarsýn- ingu í Heilsustofnun Náttúru- lækningafélags islands í Hvera- gerði. Sýningin verður opnuð á morgun, sunnudag, kl. 15 og stendur fram í september. í fréttatilkynningu stendur m.a.: „Þorbjörg Pálsdóttir glímir í verkum sínum einkum við tengsl hugarástands og líkamsstellinga. ... í höggmyndum Þorbjargar, sem allar vísa til mannslíkamans, er að finna algjöran samruna milli stellinga, stöðu eða hreyf- ingar, og hugarástands eba innra lífs. ... Hannes Lárusson fæst fyrst og fremst við myndmálið og hvernig það tengist menningarlegum bak- grunni." TIL HAMINGJU Þann 24. júní 1995 voru gefin saman í Háteigskirkju af séra Úlfari Guðmundssyni, þau Sól- borg Ingadóttir og Einar Hreinsson. Heimili þeirra er að Barmahlíð 5, Reykjavík. Ljósmyttdastofa Sigríðar Bachmann

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.