Tíminn - 07.10.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.10.1995, Blaðsíða 1
r SIMI 563 1600 Brautarholti 1 STOFNAÐUR 1917 79. árgangur Laugardagur 7. október 1995 188. tölublað 1995 Linnulaust dœlt úr kjöll- urum húsa á Siglufiröi: Flæddi inn í tvö hús Mikiö úrhelli var á Siglufirði og nágrenni í gær og flæddi inn í kjallara tveggja húsa. Dælt hefur verið linnulaust úr kjöllurunum og ekki nema rétt svo að dælur hafi haft undan. Tjón er nokkurt, m.a. er taiið að parket hafi eyði- laggst á hárgreiðslustofu. Sigmundur Sigmundsson hjá lögreglunni á Siglufirði sagði um fimmleytið í gær að enn rigndi mikið en þó væri heldur að draga úr. Úrkoma á Sauðane- svita mældist 50 millimetrar á einum sólarhing sem er óvenju- mikið en ekkert einsdæmi. Ein- ar Sveinbjörnsson veðurfræð- ingur segir að það sé athyglis- vert vib þessa úrkomu að á sama tíma og hún mælist 50 mm á Sauðanesvita og 70 mm í Æðey, hafi engin úrkoma mælst á Sauðárkróki. Loftið sé mjög rakt og lyftist yfir fjöllin. Því sé ekki um eiginleg úrkomuskil að ræða nema að litlu leyti heldur stað- bundin áhrif. -BÞ Enn skelfur jörö í ná- grenni Hverageröis: Stærsti skjálft- inn 3,5 á Richter Aðfaranótt föstudags byrjaði jörð að skjálfa í nágrenni Hvera- gerðis. Fyrstu skjálftarnir byrj- uðu um eittleytið og kom skjálfti sem mældist 3,5 á Richt- er kl. hálffjögur og fannst all- víða. Rólegt var orðiö á svæðinu í gær þegar Tíminn fór í prent- un. -BÞ Tímamynd Brynjar Gauti Stjórnar- og formannafundur BSRB telur fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar stefna til aukins ójafnaöar og einkavœbingu í heilbrigöiskerfinu: BSRB tekur Halldór á orbinu í ályktun stjórnar- og formanna- fundar BSRB, sem haldinn var í gær, er tekið undir framkomnar hugmyndir Halldórs Ásgríms- sonar utanríkisráðherra um að efnt veröi til viðræöna ríkisvalds og aðila vinnumarkaöarins um siðferðilegan grunn fyrir jöfnun í kjaramálum. Fundurinn bendir hinsvegar á að ef ríkisstjórninni sé einhver al- vara í þessum efnum, sé nauðsyn- legt að taka strax til endurskoðun- ar þá þætti í nýframkomnu fjár- lagafrumvarpi sem stefna til auk- ins ójafnaðar. Jafnframt er bent á að á undanförnum árum hefur BSRB varað við auknu kjaramisrétti Fjármálaráöherra flutti fjárlagarœöuna á Alþingi í gœr: Tímabært ab hætta að senda barnabörnunum reikninginn Friðrik Sophusson fjármála- rábherra flutti fjárlagaræbu sína á Alþingi í gær. Hann sagbi ab naubsynlegt væri ab grípa strax til róttækra ab- gerba til ab jafnvægi myndi nást í ríkisfjármálum, frum- varpib myndi styrkja at- vinnulífib, auka kaupmátt launafólks, lækka vexti og almennt stubla ab bættum lífskjörum almennings í landinu. Fjármálaráðherra sagði að ís- lenskt efnahagslíf væri nú loks að rétta úr kútnum eftir lang- vinnt erfiðleikatímabil. Verð- bólga væri ein sú minnsta í heiminum, tekist heföi að snúa þrálátum halla á viðskip- atajöfnuði í afgang, erlend skuldasöfnun hefði verið stöðvuð, raunskuldir færu lækkandi og fjárfesting fyrir- tækja hefði aukist. Þá hefði hagvöxtur aukist, lægri vextir hefðu létt skattabyrði heimil- anna og störfum á vinnu- markaði færi fjölgandi. Samt sé hagvöxtur of lítill, vextir séu háir og hallarekstur ríkis staðreynd. „Með því að halda áfram að reka ríkissjóð með halla hlaðast upþ skuldir sem komandi kynslóðir þurfa að borga. Það er að mínu viti fullkom- lega óábyrgt að standa þannig að málum. Með batnandi efnahag getum við ekki með nokkru móti réttlætt sífelldan hallarekstur og haldið áfram að senda börnum okkar og barnabörnum reikninginn," sagöi ráðherra. Friðrik sagði að gagnstætt því sem verið hefði, væri orsök batnandi þjóðarafkomu ekki bundin uppsveiflu í sjávarút- vegi heldur fyrst og fremst frelsi í viðskiptum og aðgerð- um stjórnvalda til að laga rekstrarskilyrði atvinnulífsins. Efnahagsstefna ríkisstjórnar- innar byggðist öðru fremur á stöðugleika, jafnvægi í ríkis- fjármálum, nýskipan í ríkis- rekstri svo sem auknum út- boðum, breyttu rekstrarformi ríkisbanka og fjárfestingar- lánasjóða. Friðrik segir gagnrýni um 2 milljarða kr. samdrátt í fram- kvæmdum ríkisins léttvæga miðað við þá staðreynd að á tveimur árum hafi fjárfesting í atvinnulífinu aukist um 25% að raungildi og 2 milljarða kr. niðurskurður hafi lítil áhrif miðað við það. Þá beri að hafa í huga að vegna átaksverkefna hafi framkvæmdir ríkis verið óvenju miklar í fyrra. Um búvörusamninginn sagði fjármálaráðherra að með frjálsri verðmyndun myndi samkeppnishæfni aukast, stefnt væri að færri og stærri búum og ábyrgð á frmam- leiðsluskipulagningu yrði flutt frá ríki yfir til bænda. Ef fjárlögin halda verður hallinn á ríkissjóði, 3,8 millj- arðar, sá minnsti í 12 ár en stefnt er að ná núllinu árið 1997 skv. fjárlagaræðu Friðriks Sophussonar. -BÞ og ítrekaö hvatt til samstöðu launafólks til að snúa vörn í sókn og brjóast út úr vítahring bágra kjara. Þá sé það áfellsisdómur yfir nýrri ríkisstjórn að hún hyggst ekkert ætla að taka á atvinnuleysis- vandanum. Fundurinn gagnrýnir harðlega þau áform ríkisstjórnar að skerða áfram kjör aldraða, öryrkja og al- menns launafólks, sem ætlað er að bera þyngstu byrðarnar af því að ná jafnvægi í ríkisfjármálum. Ljóst er að afnám vísitölu- og launateng- ingar rýra Iífskjör þessara hópa og auka á skattbyrbi fólks með fyrir- sjáanlegri lækkun skattleysis- marka. BSRB telur að áform ríkis- stjórnar stefni velferðarkerfinu í hættu og boðar varðstöðu banda- lagsins um velferðina. Bandalagib varar ennfremur ein- dregið við fyrirhugabri einkavæð- ingu í heilbrigðiskerfinu og þeim auknu gjaldtökum sem boðaðar eru í fjárlagafrumvarpinu. Hafnað er einkalausnum peningamanna og gróðasjónarmiðum í heilbrigð- isþjónustunni. Kínaí Tímanum Kína ber hátt í Tímanum í dag, en tengsl íslands og Kína hafa verið í brenni- depli að undanförnu. M.a. fylgir sérstakt Kínablað aðalblaðinu. -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.