Tíminn - 07.10.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 7. október Í995
mntftfði
7
eftirtekt ab drengir voru jafnan
fleiri en stúlkubörn á götum úti.
Maöur verður svo glaður að sjá
stúlkubarn, en næsta augnablik
grípur mann óskapleg hryggð,
því þá kemur upp í huga manns
hvaða líf bíður þessarar stúlku
og hver hafa orðið örlög ann-
arra stúlkubarna.
Þeir Kínverjar sem ég ræddi
við töluðu um þessi mál að-
fyrra bragði og það var greini-
legt ab þeim var fullkunnugt
-um hvernig þessum málum er
háttað. Hins vegar segja þeir all-
ir ab það sé erfitt að breyta
hefðum og hugarfari fólks. Þetta
sé svo rótgróið og í sama streng
tók Benazir Bhutto, forsætisráö-
herra Pakistan, sem ég ræddi
mikið við. Hún talaði um
hvernig stúlkubörnin væru bor-
in út og deydd í sínu heima-
landi. Hún sagði: „Þegar ég
fæddist þá var grátið í þrjá daga,
en þegar bróðir minn fæddist
þá var hátíð í þrjá daga og þá
var slátrað nautum og öllum
sem unnu á búgarðinum boðið
í mat."
- Var einnig hægt ab skynja
þessi sjónarmib hj á æbstu
mönnum Kína?
„Já það er ekki spurning. Mál-
ið er hins vegar það, viðvíkjandi
fundum mínum með æðstu yf-
irmönnum, forseta og forsætis-
ráðherra og fleirum, ab í upp-
hafi fer maöur með spjall þar
sem mabur kynnir land og þjób
formlega og síðan kemur að því
sem þeir vita að kemur fyrr eða
síöar. Þab er umræða um grund-
vallarréttindi manna, enda kem
ég frá lýðræöisríki, þar sem við
berum virðingu fyrir öllum rétt-
indum lífsins. Síðan tala þeir og
þá koma þeir oftast með varnar-
ræðu, sem forsætisráðherra-
gerði og ég tók og henti á lofti.
Upp úr því kom áhugavert sam-
tal sem hefur valdið svo mikl-
um misskilningi.
Þegar þessu er lokið koma
ómetanleg tækifæri, þegar setib
er að borðhaldi. Það er gamalt
ráb að koma ýmsu til skila í
gegnum eiginkonurnar og við
borðhaldið sit ég á milli hjón-
anna. Þar eiga sér stab samtöl,
ekki síður vib konurnar, sem
eru mjög skýr, um málefni sem
hafa komib fram áður, en eru ít-
rekaðir þar."
- Kom eitthvab fram í þess-
ari ferb sem íslendingar gætu
lært af Kínverjum?
„Auövitað geta allir lært af
öðrum. Eg held hins vegar að
það sé ákaflega gott að þessi
samskipti séu til staðar og þeir-
vilja svo sannarlega opna land-
ið fyrir umheiminum. Um leið
og þeir gera það, þá skapast
möguleiki fyrir umheiminn að
hafa áhrif. Þá er það okkar
hlutverk að eiga samskipti við-
þessa risaþjóð, og bara meb því
Ijúkum við upp augum þeirra
hvernig ástandib er í þeirra-
landi. Dropinn holar steininn.
Það voru einmitt þessi áhrif,-
þessi opnun, sem ég skynjaði og
því var ég svo hissa þegar ég
kom heim. Mér fannst ég koma
til Kína meb eitthvað jákvætt í
farteskinu, sem er lífið í því-
landi sem ég bý í, lýðræði og
mannréttindi, eins og menntun
kvenna, virðing fyrir konum og
fyrir manneskjunni. Ég trúi því
að ef okkur, samtíðarmönnum
Kínverja í heiminum, tekst að
koma í veg fyrir að þeir loki sig
af upp á nýtt, þá hafi áhrif okk-
ar verið til góðs. Mér dettur ekki
í hug að halda ab æðstu menn í
Kína fari nákvæmlega eftir því
sem við segjum. Það er hins
vegar enginn vafi á því, að þeir-
vilja hafa samskipti vib okkur,
þeir hafa sýnt mikinn áhuga á
því sem vib framleiðum og öðru
því sem viö getum fært þeim,
þekkingu, kunnáttu.
- Nu var einmitt sérstakt
vibskiptalegt vægi tengt þess-
ari heimsókn?
„Það er almennt í heiminum í
dag, þegar boðið er í opinbera
heimsókn sem þessa, ab einnig
sé bobið með aðilum úr við-
skipta- og menningarlífinu. Þeg-
ar ég hef verið á ferðinni þá
höfum við jafnan haft kynn-
ingu á fiskafurðum fyrir vib-
skiptamenn. í þetta sinn kynnt-
um við hvað við höfum fram að
færa sem fiskveiðiþjóð, þekk-
ingu á jarðhita- og orkumálum
og á hugbúnaði. Þetta var hins
vegar í fyrsta sinn sem við-
skiptanefnd í þessari mynd fór
með í opinbera heimsókn.
Það hefur komib fram hjá við-
skiptanefndinni, bæði í bréfa-
skriftum til mín og í máli þeirra,
að það að forseti íslands hafi
verið þarna með þeim lauk upp
dyrum og kom þeim í betri sam-
bönd. Hvar sem við komum
tóku á móti okkur forsvars-
Terracotta-hermennirnir nálœgt Xien- borg vöktu athygli. Vigdís forseti er
fyrir miöju, en yst til vinstri er sendiherra Kína á íslandi og fremst er
menntamálarábherra Kína, sem var sérstakur fylgdarmaöur forsetans.
Aörir á myndinni eru túlkur, fornleifafrœbingur og safnstjpri terracotta-
safnsins.
Eftir einstaklega skemmtilega heimsókn til Tianjin-borgar afhenti borgar-
stjórinn Vigdísi forseta myndamöppu frá heimsókn hennar til borgarinnar.
Tianjin er þribja stœrsta borg Kína, meb yfir 10 milljón íbúa, og hagvöxt-
ur á síbasta ári var ótrúlegur: 70%.
Á Kínamúrnum. Frá vinstri: Anna Birgis sendiherrafrú, Vigdís Finnboga-
dóttir forseti íslands, Sigurjóna Siguröardóttir utanríkisrábherrafrú, og
Sigríbur jónsdóttir, blabafulltrúi forsetans.
menn fylkja eða aðrir forystu-
menn á ýmsum sviðum. Þetta
var mikil vinna, sem kallaði á
mikið úthald. En það er alveg
Ijóst að þeir stóbu sig með mikl-
um ágætum í ferðinni, þeir
skjaldsveinar íslands sem skip-
uðu viðskiptanefndina í þessari
för, undir ötulli forystu utanrík-
isráðherra, Halldórs Ásgríms-
sonar."
- Ef vib víkjum ab kvenna-
ráðstefnunni. Sumir héldu ab
þab myndi valda vandræbum
að ópólitískur forseti í opin-
berri heimsókn kæmi inn í
þennan pólítíska hitapott. Var
þab raunin?
„Nei, þvert á móti. Það eru
um það bil tíu ár síðan Kínverj-
ar ræddu um opinbera heim-
sókn, hver svo sem forsetinn
yrði og hafa lagst á árar í því
máli allan þann tíma. Þangað
hafa fariö rábherrar og ýmsir-
fleiri, en alltaf hafa þeir lagt á-
herslu á hitt á að forseti íslands
kæmi. Síðan kemur það upp ab
Sameinubu þjóðirnar leggja-
mikla áherslu á að ég flytti aðal-
ræðu í upphafi kvennaráðstefn-
unnar, fyrir hönd þeirra-
kvenna, sem sóttu ráðstefnuna.
Þegar þetta barst Kínverjum til-
eyrna þá sögðu þeir að nú væri
kjörið tækifæri að forsetinn
þekktist boðið og því var af-
skaplega erfitt að neita. Fyrr á
árinu höfðu nokkrir þjóbhöfb-
ingjar vestrænna ríkja farið í
opinbera heimsókn til Kína."
- En hvab meb kvennaráð-
stefnuna sjálfa?
„Ég tel kvennaráðstefnu Sam-
einuðu þjóbanna gegna mikil-
vægu hlutverki í baráttunni við
að rétta hlut og bæta hag-
kvenna í heiminum. Vitaskuld
eru svo mörg mál í deiglunni að
þab kann að taka langan tíma
að sýna heiminum að þokast
hafi í einhverja átt. í því sam-
bandi má nefna umhverfisráð-
stefnuna í Ríó. Til að byrja með
sögbu margir að hún hafi verið
gagnslaus og enn heyrist slíkt
sagt. Það sem Ríó ráðstefnan-
gerði hins vegar var að hún setti
umhverfismál á dagskrá svo eft-
ir var tekið og upp frá því var
fariö að ræða þau opinskátt. Ég
held að þab sama verbi uppi á
teningnum með þessa ráð-
stefnu, fyrir nú utan allar þær
mikilvægu ákvarðanir sem tekn-
ar voru og þau skilaboð sem
hún sendir um heiminn. Ég
held ab þetta hafi verið enn eitt
skrefið til að gera mönnum ljóst
ab bæta verður hlut kvenna í
heiminum svo um munar.
Daginn eftir ab ég hafði hald-
iö ræðu mína á ráöstefnunni og
mínu hlutverki var í reynd lokið
komu til mín konur úr einni af
þeim nefndum sem þarna störf-
uðu. Þær tjáðu mér að daginn
eftir ætti að halda fund, um
heilbrigðismál kvenna. Þessar
konur sögðu það gríðarlega
mikilvægt, fyrir konurnar sem
koma úr svonefndum Þriðja-
heimi, ef ég gæti verið þátttak-
andi í fundinn, því þá sæju þær
að ég hefði áhuga á málum-
þeirra. Ég breytti öllum mínum
fyrri rábagerðum og sótti fund-
inn. Viðbrögðin við þátttöku-
minni voru sterk og fundurinn
virkaði sterkt á mig. Ég horfði
m.a. á kvikmynd um þær hörm-
ungar sem konur ganga í gegn-
um í heiminum, um þrælkun,
umskurði og fleira. Á fundinum-
sátu konur úr þessum hlutum-
heims, sem greinilega þekktu
þennan veruleika. Þær hugsanir
sitja svo fast í huga mér; hversu
margar þeirra höfðu gengið í
gegnum þetta, sem vib sáum í
myndinni? Ég þarf ekki segja
hvernig manni líður eftir að
hafa hitt þetta fólk. Eitt er að
lesa um þetta, annað að sjá í
blöðum, þriðja að sjá þetta á
kvikmynd og það fjórða er að-
hitta þessar konur, heilsa þeim,
taka í hendina á þeim, sem þær
ætla varla að þora að gera. En
þegar þær gera það er handtakið
fast og innilegt. Það er eins og
þær vildu teiga í sig styrkinn frá
manni. Þetta var gríðarleg lífs-
reynsla."
- Nú voru þær Hillary Clin-
ton og Benazir Bhutto á þess-
ari rábstefnu og þær gagn-
rýndu mikib stjórnvöld í Kína
fyrir mannréttindabrot..
„Benazir Bhutto ræddi aðal-
lega um ástandið í sínu heima-
landi, en ekki um ástandið í
Kína, en Hillary Clinton sagbi
stjórnvöldum í hins vegar til
syndanna, tiltölulega umbúba-
laust. Við megum ekki gleyma
því að hún er ekki forseti
Bandaríkjanna, þó hún væri
fulltrúi mesta stórveldis í-
heimi."
- Kom til greina að þinni-
hálfu að gera slíkt hib sama?
„Nei það hefði ekki komið til
greina. Jafnvel þó ab ég sé þjób-
kjörin hér á landi, þá haga ég
orðum mínum öðruvísi heldur
en að tala svo beinskeitt um
stjórnmál. Hins vegar fór það
aldrei á milli mála hver afstaöa
íslands er í þessum málum."
Myndir: Guðlaugur Tryggvi
Karlsson
Viðtal: Pjetur Sigurðsson og
Birgir Guðmundsson