Tíminn - 07.10.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.10.1995, Blaðsíða 2
Laugardagur 7. október 1995 2 Vilhjálmur Cuömundsson hjá Útflutningsráöi islands hefur tekiö saman ítarlega markaösskýrslu um sjávarútveg í Kína: Miklir möguleikar í sjávarútvegi yilhjálmur Gubmundsson hjá Útflutningsrábi hefur tekib saman ítarlega markabsskýrslu um sjávarútveg í Kína. Hann var auk þess fulltrúi Útflutn- ingsrábs í vibskiptanefnd, sem fór til landsins meb forseta ís- lands og utanríkisrábherra. Hann segir möguleika á vib- skiptum vib Kína mikla í fram- tíbinni, hvort heldur þeir séu á svibi sjávarútvegs eba á öbrum svibum, t.d. er varba sölu á tækniþekkingu, hugbúnabi o.s.frv. Mikil uppbygging „Vib urbum vitni ab mikilli upp- byggingu og breytingum sem allar miba ab því ab auka lífsgæbin í landinu. Gífurlegt kapphlaup er- lendra fyrirtækja einkennir nýjar fjárfestingar í landinu og því ijóst ab eftir miklu er ab slægjast. Ab vísu er lagalegt umhverfi hvab snertir al- þjóbleg vibskipti í landinu ennþá ófullkomib og því eiga erlend fyrir- tæki oft erfitt meb ab ablagast ab- stæbum í Kína," segir Vilhjálmur. Hann segir tilgang meb gerb skýrslunnar hafa fyrst og fremst verib þann ab opna augu íslenskra fyrirtækja fyrir markabstækifærum í landinu og þá sérstaklega á svibi sjávarútvegs. Útflutningsráb lítur á þab sem hlutverk sitt m.a. ab kanna nýja markabi. Vilhjálmur segir uppgang mikinn í Kína, hagvöxtur sé 10-13% og í raun hærri í einstaka fylkjum. „Þab er mín skobun aö íslensk fyrirtæki eigi vissulega möguleika á þessum markabi. Þab mun hins vegar taka bæbi tíma og mikla fyrirhöfn ab komast inn á markabinn af ein- hverju viti og varla á færi nema fjár- sterkra aöila ab reyna slíkt." Vegna þessa mikla uppgangs eru vibskiptatækifærin í raun óþrjót- andi, en þab eru margir um hituna og því mikilvægt aö gera sér grein fyrir hvar styrkleikar íslenskra fyrir- tækja liggja. Þörf er á mikilli upp- byggingu í sjávarútvegi og inn- flutningur sjávarafuröa fer vaxandi. „Mér finnst viö ekki hafa efni á því aö líta framhjá þessum staöreynd- um." Vilhjálmur tekur undir skobun sendiherra íslands í Kína ab þess veröi kannski ekki langt ab bíöa ab kínverski markaöurinn fyrir sjávar- afuröir veröi jafn mikiívægur og japanski markaburinn, ef ekki mik- ilvægari. Hins vegar eru forsendur allt aörar í Kína en í Japan. Kínverj- ar eru stærsti framleiöandi sjávaraf- uröa í heiminum, meö yfir 20 millj- ónir tonna, en þess ber aö geta aö um helmingur þessa magns kemur úr fiskeldi. Mikil eftirspurnaraukn- ing hefur átt sér staö á sjávarafurö- um samhliöa aukinni kaupgetu og því er spáb ab eftirspurnin haldi áfram ab aukast. Þar sem takmörk eru fyrir því hvab Kínverjar sjálfir geta aukiö framleibsluna, bendir allt til þess ab þeir muni verba háb- ir innflutningi í framtíbinni. Vilhjálmur leggur áherslu á ab tækifærin séu ekki þess eblis ab Kín- verjar hrópi á fisk í dag. Þeir óski fyrst og fremst eftir ódýru hráefni til frekari vinnslu, en vinnuafl er mjög ódýrt í landinu, auk þess sem háir tollar eru á unnum vörum. Þaö ódýra hráefni, sem er raunhæft aö hugsa um í dag, er síldin inn á markabina í norburhluta landsins kringum Beijing. Lobnan kemur einnig til greina á markabina í kringum Guangzhou-fylki í subur- hluta landsins. „Þetta eru hvorutveggja ódýrar afuröir, sem vib veiöum í miklu magni, og þyí ætti ab vera mögu- leiki á ab selja þær til Kína. Þess ber aö geta aö þorri íbúanna, sem eru Vilhjálmur Gubmundsson. um 1,2 milljaröar í landinu, er fá- tækur og því ekki raunhæft aö leggja áherslu á dýrar sjávarafuröir, nema þeir ætli ab vinna þær aftur til útflutnings. Vissulega eru til mark- aöshlutar í Kína sem kaupa dýrari fisk, en um 2% þjóöarinnar hafa kaupgetu eins og vib þekkjum hana á Vesturlöndum." Fylgjast verbur grannt meb Vilhjálmur segir ástæbu til ab fylgjast grannt meb þeim verbum sem Kínverjar eru tilbúnir aö greiöa fyrir fiskafuröir, en markaöur er einnig fyrir karfa og kaldsjávar- rækju. „Eitthvaö hefur verib flutt út af karfa til Kína, en þaö kom m.a. í ljós í heimsókn okkar til Shanghai aö kaupendurnir eiga karfann enn- þá í frystigeymslunum, vegna þess ab hann þótti of dýr á markaöina. „í dag vilja þeir helst losna vib hann út úr landinu. Stjórnvöld í þeim fylkjum, sem eiga land ab sjó, leggja sérstaka áherslu á aö auka hagkvæmni í fisk- vinnslu, m.a. meb aukinni sjálf- virkni. Á þessu sviöi liggja m.a. styrkleikar íslenskra fyrirtækja." Vilhjálmur segir ab þrátt fyrir þessi háleitu markmib yfirvalda, þá sé þab ekki jafn augljóst í augum stjórnenda hinna fjölmörgu fisk- vinnslufyrirtækja í landinu. Þeir hgfi aögang ab mjög ódýru vinnu- afli, sem sé mjög duglegt í vinnu, og eiga því mjög erfitt meb ab koma auga á skynsemina í því aö tækni- væba vinnsluna. Þab kann því aö reynast erfitt ab koma íslenskri tækni inn á markabinn, a.m.k. í nánustu framtíö. Þaö kom þó fram aö stjórnvöld velja ákveöin fisk- vinnslufyrirtæki í þeim tilgangi ab koma markmibum sínum í fram- kvæmd. Þau ætla m.ö.o. aö ýta á eftir þessari þróun hjá einkafyrir- tækjunum. Vibskiptanefndin í Kína Eins og áður sagði var Vil- hjálmur í viðskiptasendinefnd þeirri, sem fór til Kína samhliða opinberri heimsókn Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra og forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur. Þetta er kannski ekki í fyrsta skipti sem viðskiptasendinefnd fer með ráöherra eða forseta í opinbera heimsókn, en þaö er örugglega í fyrsta skipti sem skipulagning og fyrirkomulag dagskrárinnar miðaðist fyrst og fremst við hagsmuni þeirra sem voru í við- skiptasendinefndinni. Sérstök dagskrá var skipulögð fyrir við- skiptasendinefndina og var ráð- herra í öllum tilfellum nýttur til að opna þær dyr sem þóttu nauðsynlegar. Hann fylgdi m.ö.o. viðskiptasendinefndinni Tímamynd CS í stað þess að fylgja opinberu sendinefndinni. „Ekki má gleyma því að alls staöar þar sem forseti íslands gat komið því við í viðræðum sínum við kínverska ráðamenn, lagði hún ávallt áherslu á viðskiptatæki- færi milli landanna. Það er eng- in spurning að þessi þátttaka forseta íslands og ráöherrans liðkaði fyrir og mun hjálpa ís- lenskum fyrirtækjum í nánustu framtíb. Mitt hlutverk í þessari ferð var að efla tengsl okkar hjá Útflutningsráöi við þá aðila í Kína sem geta aðstoðað íslensk fyrirtæki í framtíðinni. Þeim var Ijóst að okkur er full alvara að auka viðskipti við Kína, enda er viðskiptajöfnuður við landið í dag óhagstæöur okkur íslend- ingum, sem við þurfum ab laga." Vilhjálmur bendir á að mögu- leikar okkar eru ekki einungis í út- flutningi sjávarafuröa. Nefna má t.d. verkefni á sviði jarbhita sem íslensk verkfræöifyrirtæki stjórna. Hugbúnabariðnabur á íslandi hefur þegar gert innrás í Víetnam og eru fyrirtæki á þeim vettvangi nú þegar komin í viðskiptasam- bönd í Kína sem verib er að vinna ab. Og síöast en ekki síst þá er ís- lenskt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í endurnýtingu á pappír, þegar að gera samninga í Kína sem lofa góðu. ■ | Sagt var... Leggjast frímerkin af? „... frímerkjanotkun minnkar örugg- lega meb almennari notkun tölvu- pósts. Þó held ég ab frímerkin haldi velli, a.m.k. eitthvab inná næstu öld og líklega iengur. Alls stabar í heim- inum er almennur áhugi á frímerkja- söfnun og áhuginn hefur aukist gríb- arlega í Austurlöndum fjær." Segir formaöur frímerkjasafnara á ís- landi, Garbar J. Gubmundarson í Mogganum. Hvab finna frímerkjasafn- arar sér til dundurs ef tæknin gengur af áhugamálinu daubu? Vafasöm auglýsing „Opal veldur eybileggingu" Abdáendur íslenska ópalsins hrukku í kút er þeir lásu þessa fyrirsögn Mogg- ans í gær en tóku þó glebi sína á ný. Þab var jú fellíbylurinn Ópal sem veldur eybiieggingu en ekki sá biái, raubi eba græni Skammsýni markabsmanna „Vegna skammsýni sinnar hafa mark- absmenn tapab miklum fjárhæbum á bókaútgáfu undanfarin 7-8 ár og hafa sviptingarnar ekki verib minni þar en í kvikmyndabransanum." Skrifar Jakob F. Asgeirsson í Moggan- um. Björk þarf ekki ab vera einmana „Höfundur greinarinnar heldur því fram ab hinar svoköllubu ofurfyrir- sætur og fallegar konur eigi oft í erf- ibleikum í samskiptum vib veikara kynib. Fegurb þeirra sé ógnvekjandi og þær séu einmana. Sem dæmi um hib gagnstæba nefnir hann Björk Cubmundsdóttur." Vafasamur heibur fyrir Björk í Fólk- í- fréttum Moggans en svo líst blbamanni The Sunday Times á Björk okkar Gub- munds. Munnhögg er mibur „Viburkennir lögreglumaburinn ab hann fór ab munnhöggvast, sem er mibur." Úr skýrslu lögreglunnar um umdeilt at- vik í miöbæ Reykjavíkur sl. helgi. DV í gær. Hvati meb rybbreddu „Niburskurbarhnífur Sighvats er eins og gömul rybbredda vib hlibina á blikandi niburskurbarsvebjum Fram- sóknarflokksins." Svavar Cestsson á þingi. Vikublabib í gær. í pottinum voru menn í gær ab ræba nýju íslensku kvikmyndina „Nei, er ekk- ert svar". Barst talib ab frumsýningar- ræbu Fjalars Sigurössonar, sem kynnti myndina. Fjalar fór á kostum og sagbi brotib blab meb gerb þessarar myndar, fram ab þessu hefbu flestar íslenskar myndir meira og minna verib rómabar sem gób landkynning en þab yrbi ör- ugglega aldrei sagt um þessa. Þá þakk- abi hann öllum sem komu ab myndinni en sérstaklega þó Kvikmyndaeftirliti rík- isins, sem liti svo á ab eitt íslenskt brjóst væri helmingi dónalegra en 100 erlend og einn daubur íslendingur margfalt mikilvægari en 1000 daubir Kanar. Eins og kunnugt er bannabi Kvikmyndaeftir- litib myndina innan 16 ára og finnst mörgum þab ansi hart mibab vib þab ofbeldi í erlendum bíómyndum sem fær náb hérlendis fyrir augum Kvik- myndaeftirlitsins. • Markabssetning á SS-pylsum hefur ver- ib til fyrirmyndar ef marka má nýjar kannanir sem sýna ab þær eru seldar á sama verbi um allt land, eru mun dýrari en abrar vínarpylsur en jafnframt lang- mest keyptar. Á fundi Neytendasamtak- anna og framleibslurábs landbúnabar- ins á Hótel Sögu í vikunni hafbi Vil- hjálmur Ingi Vilhjálmsson, formabur Neytendafélags Akureyrar, orb á þessu og sagbi ab eftir ab hafa velt þessum hlutum fyrir sér hefbi hann komist ab því ab SS-pylsur væru orbnar e.k. Rolex- pylsur í huga neytendanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.