Tíminn - 07.10.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.10.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 7. október 1995 9 Karpaö á Alþingi um frestun á gildistöku lyfjalaga. Forsœtisráöherra segir aö allir hafi vitaö affrestuninni síöastliöiö vor. Tveir ungir lyfjafrceöingar sem treystu á lagabókstafinn: Misstu vinnuna og hafa lagt allt sitt undir Róbert Melax, lyfjafrcebingur og stofnandi Lyfju oð Lágmúla 5 ásamt Inga Gubjónssyni: húsnœbib stendurautt og ónotab, þar sem til stendur ab fresta gildistöku ársgamalla lyfjalaga. Tímamynd cs Lög frá Alþingi frá í júní í fyrra uröu til þess aö tveir ungir lyfjafræöingar hófu undirbúning aö stofnun Iyfja- búöarinnar Lyfju. Þetta eru þeir Róbert Melax og Ingi Guöjónsson, sem störfuöu hjá Pharmaco hf., stærsta lyfja- heildsala landsins. Traust þeirra á lagabókstafnum ætlar aö reynast þeim dýrt. Þeir hafa lagt allt undir til aö setja á stofn Iyfjabúöina Lyfju aö Lágmúla 5 í Reykjavík. Og báöir hafa misst vinnuna. Nú er hart deilt, meöal annars á Alþingi, um þaö hvort laga- bókstafurinn blífi, eöa hvort hægt sé að fresta gildistöku laga eins og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigöisráöherra vill að gert verði. Ingibjörg lagöi fram frumvarp á Alþingi um frestun á gildis- töku lyfjalaga til 1. júlí 1996. Samkomulag varð um aö fresta afgreiðslu frumvarpsins til haustþingsins, sem nú hefur veriö gert. Kratar gerbu hríb ab Ingibjörgu Össur Skarphéoinsson, for- maður heilbrigöis- og trygg- inganefndar Alþingis, talaöi sig heitan um málið á Alþingi í fyrradag og taldi aö ríkissjóður væri hér að baka sér skaðabóta- skyldu. Hann vitnaði í Sigurð Líndal lagaprófessor, máli sínu til stuðnings, en hann hefur gagnrýnt að gildistöku laga frá Alþingi sé frestað. Hann telur að borgarar verði að geta treyst lög- um. Tveir aðrir þingmenn krata — fyrrum heilbrigðisráðherr- arnir Sighvatur Björgvinsson, höfundur frumvarpsins á sínum tíma, og Guðmundur Árni Stef- ánsson — geröu líka talsverða hríð að Ingibjörgu í þingsölum. Ingibjörg svaraöi fyrir sig og útskýrði sín sjónarmið. Undir þau tók Davíð Oddsson forsæt- isráðherra. Hann sagði að á síð- asta vori hefði það legið fyrir á Alþingi að þar var meirihluti fyrir því að fresta gildistöku lagaákvæðanna. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra segir að hún hafi engar grundvallarbreyting- ar boðað á lyfjalögunum. Full ástæða sé til að fara varlega. Búa þurfi svo um hnútana að ekki þurfi að breyta lögunum marg- oft, en beðið er eftir hver áhrif EES-samningsins á lyfsölumál verða hér á landi. Töldu frestun ekki koma til greina „Við fylgdumst með gangi mála síðastliðið vor. Þar kom fram frestunartillaga, sem ekki náði fram að ganga á Alþingi. Þegar sú var orðin niðurstaðan, töldum við okkur geta hafið starfsemi í góðri trú," sagði Ró- bert Melax lyfjafræðingur í sam- tali við Tímann. „Við töldum fráleitt að þessu yrði frestað nokkrum dögum fyrir gildis- töku. Síöan kemur annað í ljós, þegar við auglýsum," sagði Ró- bert. Róbert sagði aö orðrómur væri á kreiki um að nota ætti tímann, sem næst með frestun- inni, til að breyta lögunum. „Það er eins og að koma eigi í veg fyrir að eðlilegt frelsi verði í lyfsölu í landinu. Markmið lag- anna er eðlilegt frelsi. En ef svona verður að málum staðið, þá opnum við aldrei Lyfju í Lág- múlanum," sagði Róbert. Mál sem hægt á ab vera ab leysa Róbert segir að þessi mál eigi að vera hægt að leysa. „Alþingi sker úr um þetta. Helstu rök fyrir frestun eru þau að skoða þurfi áhrif af EES- samningnum. Það er rétt að fresta verðkaflanum í lyfjalög- unum og skoða þarmeð áhrif af EES. En smásöludreifing og EES eru tveir óskyldir hlutir. EES fjallar um alla þætti lyfjamark- aðarins nema smásöludreifing- una. Það er því ákaflega einfalt mál að fresta verðkaflanum en ekki smásöludreifingarkaflan- um," sagði Róbert. Róbert Melax segir það mis- skilning þegar ráðherra kvebst óttast auglýsingaherferö apó- teka vegna lausasölulyfja. Málið Á morgun, sunnudaginn 8. október, efna vísnasöngkonan Anna Pálína Árnadóttir, pí- anóleikarinn Gunnar Gunn- arsson og kontrabassaleikar- inn Jón Rafnsson til tónleika í Kaffileikhúsinu í Hlabvarpan- um undir yfirskriftinni Haust- vísa í Hlaðvarpanum. Á efnis- skránni verða frönsk, norræn og íslensk ljóö og lög sem eiga þab sameiginlegt ab fjalla um ástina, haustib og lífib sjálft í allri sinni dýrb. Anna Pálína Árnadóttir hefur á undanförnum árum getið sér gott orð fyrir flutning á vísna- tónlist bæði hérlendis og á Norðurlöndum. Hún stundaöi væri einfalt, lausasölulyf væru alls ekki auglýst, enda þótt það væri leyfilegt. Og hann sæi ekki ab nein breyting yrði þar á. Þriggja alda einok- un apótekara „Ég vona þab svo sannarlega að alþingismenn skoði þetta í víðara samhengi. Þetta snýst um eitt atriði. Þab er hvort á að veita apótekurum áframhald- andi einokun eða ekki. Sú ein- okun hefur nú staðið í 300 ár. Ég hef ekki trú á því að þaö sé það sem alþingismenn vilja," sagði Róbert. Hann sagði að upplýsingastreymi til þing- manna og almennings heföi til þessa eingöngu verib frá apótek- urum. Ástæðan væri sú að lyfja- fræðingar væru yfirleitt undir- menn apóteka eða viðskiptavin- ir þeirra eins og í sínu tilfelli. Þarafleiðandi hefðu lyfjafræð- ingar í raun aldrei mátt hafa skoðun á þessu máli. Komið hefði fyrir að mönnum hefði verið sagt upp vegna skoðana sinna á lyfsölueinokuninni. „Það, sem gerst hefur núna, er söngnám í Tónlistarskóla FÍH og hjá einkakennurum, m.a. Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Elsu Waage. Fyrr á þessu ári hlaut hún styrk, sem veittur er ungum norrænum listamönnum, til að stunda nám í söng og túlkun hjá hinum þekkta sænska söngvara og kennara Torsten Föllinger. Anna Pálína hefur sent frá sér tvær geislaplötur: „Á einu máli" ásamt Aðalsteini Ásberg Sigurbs- syni og „Von og vísa" ásamt Gunnari Gunnarssyni. Gunnar Gunnarsson og Jón Rafnsson hafa starfað saman um árabil í djasstríóinu „Skipað þeim" frá Akureyri, en báðir að stéttarfélag lyfjafræðinga hefur tekið afstöðu í málinu og mótab sína stefnu. Hún er sú að ríkja skuli algjört frelsi, þannig að allir lyfjafræðingar, sem þess óska, geti opnað apótek, upp- fylli þeir vissar kröfur, og að það verði engar takmarkanir á fjölda lyfjabúða. Takmörkunin verður þá atvinnumarkaður lyfjafræð- inga og hversu margir treysta sér til þess að vera í þessari sam- keppni, sem auðvitað er eðlileg- ur hlutur," sagði Róbert Melax. Skoðaskababóta- kröfu Róbert segir að fleiri og fleiri lögfræðingar segi þeim félögum að það sé gefið mál að þarna myndist skaðabótaskylda, vegna þess ab þarna sé búið að gera ráðstafanir á gildandi lög- um. ,;Ef við stöndum uppi, félag- arnir, í lok ársins, atvinnulausir og búnir að gera fjárfestingar, húsnæðislausir og allslausir, þá skoðum við þab að sjálfsögðu/' sagði Róbert Melax að lokum. -JBP hafa þeir leikið jöfnum höndum djass og sígilda tónlist. „Haustvísa í Hlabvarpan- um" verður aðeins flutt í þetta Gunnar Rafn Jóns- son sýnir í Heklu- salnum Nýr og glæsilegur sýningarsalur hefur verib tekinn í notkun á Ak- ureyri. Nefnist salurinn Heklusal- urinn og er rekinn af Gallerí Allra- Handa. Nafn salarins er dregib af fataverksmibj- unni Heklu, en hann er í þeim húsaky nnum sem verksmibj- an starfabi í á Gleráreyrum og var á sinni tíb notabur sem mötuneyti sta rfsmanna Sambandsverk- smibjanna. Á síbastlibnu vori var efnt til nokkurra sýninga í saln- um, þótt hann væri ekki ab fullu frágenginn til sýningahalds, en ab undanförnu hefur verib unnib ab naubsynlegum endurbótum. Var salurinn formlega tekinn í notk- un síbastlibinn föstudag þegar Gunnar Rafn Jónsson, yfirlæknir á Húsavík og myndlistarmabur, opnabi þar sýningu á 63 vatnslita- myndum. Gunnar Rafn, sem er sérfræbingur í skurðlækningum, hefur stundab myndlist jafnframt læknisstarfi um alllangt skeið. Segja má ab honum sé meðhöndlun pentskúfsins í blóð borin, því hann er sonur Jóns Krist- inssonar, bónda í Lambey í Fljóts- hlíð, en hann er löngu kunnur fyrir myndlist sína. Gunnar Rafn nam myndlist hjá Einari Helgasyni á Ak- ureyri og síðar Arthur Harrington í Bandaríkjunum, en er að öbru leyti sjálfmenntaður í því fagi. í mynd- unum, sem hann sýnir í Heklusaln- um, beitir hann pentskúfnum af mikilli nákvæmni og natni og nær víða að framkalla sterkar og tilfinn- ingaríkar stemmningar. Ljósaskipt- in eru einkennandi í mörgum mynda hans og mætti kalla sýning- una sem heild „Landslag í ljósa- skiptum". Með nákvæmni í vaii og meðferð lita tekst honum að spinna andrúmsloft ljósaskiptanna fram í landslagsmyndum sínum, hvort sem hann velur þeim tímaskeið um morgunstund, miðdegi eöa náttmál. Ljós og skuggar skiptast hvarvetna á og skapa þær andstæður í myndun- um sem aðeins má finna í mun dags og nætur. Gunnar Rafn glímir oftast vib íslenskt landslag og í nokkrum mynda hans bregður sænskri skóg- arstemmingu fyrir, en hann starfar að hluta sem læknir í Svíþjóð jafn- framt starfi sínu á Húsavík. Hvort sem hann yrkir meb litum um skóga Svíþjóðar eöa fjöll og dali íslends birtist sama viðmótib hvarvetna í myndum hans. Vibmót andstæðn- anna - hins bjarta og dimma, hins ræba og óræba. ÞI eina skipti. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00, en húsiö opnar kl. 20.00. Miðaverð er kr. 700. ■ Haustvísa í Hlabvarpanum Þau koma fram íHlabvarpanum. F.v. jón Rafnsson, Anna Pálína Árna- dóttir og Gunnar Gunnarsson. Gunnar Rafn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.