Tíminn - 07.10.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.10.1995, Blaðsíða 3
Laugardagur 7. október 1995 3 ,.Vi5 erum nú ekki alvitrir" Lögregluþjónar lengi verib í markvissri þjálf- un í mannlegum samskiptum: Vigurbændur ver&launaðir Fram kom í DV í vikunni ásökun Arnar Árnasonar um abgeröarieysi og ófagmann- lega framkomu lögreglunnar í tengslum viö árás sem hann varö fyrir í miöbænum um síbustu helgi. Meiðsii hans voru töluverð, hlaut áverka í andliti, handleggsbrotnaöi og brotnabi úr þremur tönnum. Árásin átti sér nokkurn aö- draganda og gafst því tími til að reyna aö ná í hjálp lögreglu. Þaö tókst ekki og samkvæmt bréfi sem Einar Ólafsson, einn þeirra fimm sem voru með Erni fyrir utan Bæjarins bestu, sendi lög- reglu og fjölmiölum, hafbi lög- reglan á lögreglustöðinni í miö- bænum uppi háð, ógnanir, fruntaskap og valdbeitingu þeg- ar þau leituðu hjálpar hennar. Telur hann að hægt hefbi verið að koma í veg fyrir meiðsli Arn- ar ef lögreglan hefði brugðist vib um leið og fyrsta konan leit- aði hjálpar hennar. í orðsend- ingu sem lögreglan sendi fjöl- miðlum kemur fram að sú kona hafi verið mjög æst, látið ófrið- lega og öskrab á lögregluna. Auk þess hafi átökin verið að leysast upp þegar lögreglan kíkti út um glugga stöðvarinnar og því ekki talin ástæða til að skaldca leik- inn. Þegar Tíminn hafði samband við Böðvar Bragason, lögreglu- stjóra, vildi hann sem minnst tjá sig um málið á þessu stigi. Áðspurður um hvort ekki sé eðlilegt ab fólk sem leiti hjálpar þegar það hafi nýlega orðið vitni að slagsmálum eba ofbeldi • sé í uppnámi sagði hann að fólk sem leiti til þeirra sé í alls konar ástandi. „Það er nú það sem við erum að reyna að þjálfa okkar fólk til, að geta tekib á svona málum þegar þau berast." Böðv- ar segir ab reynt sé að þjálfa lög- regluþjóna markvisst í því að vera viðbúnir svona uppnámi þegar fólk kemur og leitar hjálp- ar í hita leiks. Hann segir þá vera með stöbug slík námskeið í gangi, bæbi í lögregluskólanum og utan hans. „Þetta hefur sinn feril og menn verða að læra af því." Böðvar segir það auðvitað koma illa við alla þegar svona ásakanir berist trekk í trekk frá almenningi. „Kemur illa vib alla þegar málin fá ekki þá afgreiðslu sem maður hefði helst kosið. En þetta er spurningin um að vera vitur eftir á. Við erum nú ekki alvitrir frekar en aðrir en við viljum reyna að draga lærdóm af því sem fyrir okkur ber." Hann segir þó að engar ákvarðanir hafi verið teknar um breytingar á starfseminni í ljósi þessa máls. „Við erum alltaf að athuga hvernig beri að haga þessu með sem bestum hætti." Böðvar vildi ekki segja neitt um það hvort framkoma lögreglu- þjóna á vakt hefbi verið óeblileg á einhvern hátt. ■ Fra verblaunaafhendmgunni i gœr. Frá Þorsteini Cunnarssyni, fréttaritara Tímans í Vestmannaeyjum. Umhverfisverölaun Feröa- málaráös 1995 voru afhent í fyrsta sinn í gær á feröamála- ráöstefnunni í Eyjum. Þau komu í hlut Vigurbændanna Hugrúnar Magnúsdójttur og Ingunnar Sturludóttur. Þaö var Halldór Blöndal, sam- gönguráöherra, sem afhenti verölaunin. Ferðaþjónusta og umhverfis- mál eru tengd ófjúfanlegum böndum og þegar ákveðið var að veita umhverfisverblaun Ferðamálaráðs, var samspil náttúru og menningar ofarlega í huga, að því er fram kom í máli Halldórs af þessu tilefni. Eyjan Vigur í ísafjarðardjúpi er ekki kölluð „perlan í Djúp- inu" að ástæbulausu. Þar hefur verið búiö óslitið síðan á 12. öld. Núna búa 9 manns í Vigur árið um kring. Bræðurnir Salvar og Björn Baldurssynir búa þar félagsbúi ásamt konum sínum en þeir eru af fjórðu kynslóð sömu fjölskyldunnar í eynni. í Vigur er rekið blandað bú ásamt hlunnindabúskap, æðarvarpi, eggja- og fulgatekju. Umhverfi í Vigur er ákaflega snyrtilegt að því er fram kemur í tilkynningu Ferðamálarábs, öllum mann- virkjum vel við haldið og hvergi sést vanræksla. Formleg þjónusta við ferða- menn hófst í Vigur árið 1990. í sumar heimsóttu 1.500 ferða- menn eyna. Heimamenn bjóða gestum í gönguferð um eyna og gefst þeim kostur á að skoða þau varplönd sem þola umgang. Þess er ávallt gætt að fæla ekki fugla af hreiörum. Eftir göngu- túrinn er gestum boðið upp á heimabakaðar kökur og brauð. Framkvœmdanefnd skipuö til ab hrinda stefnu Reykjavíkurborgar í vímuefnavörnum í framkvœmd: Gula línan: Getraunaleikur á Intemetinu Herferö gegn dreifingu áfengis Þegar hafa á annab þúsund manns tekib þátt í getraunaleik sem er ab finna á vef Gulu íínunn- ar á Internetinu. En þetta mun vera fyrsti getraunaleikurinn á Netinu á íslandi. Dregið verbur úr réttum svörum föstudaginn 13. okt. n.k. en fyrsti vinningur er helgarferb og gisting fyrir tvo á Egilsstöbum og annar vinningur er málsverbur fyrir tvo á Jónatan Livingston máf fyrir 15 þús. kr. Um 900 fyrirtæki eru með heimasíðu á vef Gulu línunnar á Internetinu. ■ Gylfi Sveinsson, viöskipta- fræðingur, þekktastur fyrir út- gáfu Svörtu bókarinnar sem svo hefur veriö kölluö, hefur veriö talsvert umsvifamikill viö aö kaupa gjaldþrota fisk- eldisstöövar. Tvær hefur hann keypt af Framkvæmdasjóbi, sem varb hvab harðast úti vegna gjaldþrota fiskeldis- stöbva landsins. „Hann keypti af okkur á sín- um tíma strandeldisstööina Smára í Þorlákshöfn, og síðan hefur hann keypt af okkur Læk í Ölfusi," sagði Sigurgeir Jónsson, Aætlun um vímuefnalausan grunnskóla, herferb gegn dreif- ingu áfengis og annarra vímu- efna, meb sérstakri áherslu á landa og áætlun um forvarnir sem beinist sérstaklega ab aldurshópn- um 16-18 ára. Þetta er mebal þess sem fram kemur í stefnu Reykja- víkurborgar í vímuvömum sem samþykkt var í borgarrábi sl. þribjudag. Skipub hefur verib framkvæmdanefnd til ab hrinda stefnunni í framkvæmd. Skipan framkvæmdanefndar um forstjóri Framkvæmdasjóðs og Lánasýslu ríkisins, í samtali við Tímann í gær. Síðan hefur Gylfi keypt stöðv- ar af öðrum aðilum og veriö að rífa þær, að sagt er til þess að stækka Smárastöðina. Gylfi keypti þannig seiðaeldib í Átl- antslax á Reykjanesi af skipta- stjóra þrotabúsins og reif þá stöð niður eins og hægt var. Hitaveita Hvalfjarðarstrandar keypti Strönd í Hvalfirði af Framkvæmdasjóði vegna hita- veituholunnar í því landi, en síðan hefur Hitaveitan verib að vímuefnavarnir tengist átaki á veg- um borgarinnar til að bæta ástandib í mibbænum ab næturlagi um helg- ar. Ástandið í miðbænum er enda fyrst og fremst afleibing annarra þátta, eins og segir í skýrslu Einars Gylfa Jónssonar sálfræðings, þar á meðal áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga. Framkvæmdanefndinni er m.a. ætlab að hrinda af stab sérstakri her- ferb gegn dreifingu áfengis og ann- arra vímuefna, meb sérstakri áherslu á landa. selja stöðina til niðurrifs. Gylfi Sveinsson mun hafa keypt tals- vert af reitum þeirrar stöbvar, þó ekki kerin. Guðmundur Hermannsson, sveitarstjóri í Þorlákshöfn, kannaðist ekki við aö neitt væri að gerast hjá Smára, en kannað- ist við að hafa heyrt um vænt- anlega uppbyggingu á staðnum. Stöðin þar var stór, en varð að hætta störfum fyrir tveim árum. Sigurgeir Jónsson forstjóri sjóbsins sagði í gær aö tvær stöbvar væru enn óseldar hjá Framkvæmdasjóði. Fiskeldi I skýrslu Einars Gylfa um ástandib í miðbænum kemur fram ab brýn þörf er á slíku átaki. Einar Gylfi seg- ir þar ab unglingar á höfubborgar- svæbinu eigi mun auðveldara með ab nálgast áfengi en ábur var og aö Iandasala virðist eiga stærstan þátt í þeirri þróun. Einar Gylfi bendir einnig á ab dreifikerfi landasala minni um margt á dreifikerfi banda- rískra fíkniefnasala og nú þegar hafi ýmsir sölumenn landa önnur vímu- efni á boðstólum. Nefndin á einnig að hrinda í Eyjafjarðar keypti stærstu stöö- ina, Isþór. „Sem betur fer hafa flestar þessar stöðvar farið beint í rekst- ur, nema tvær eða þrjár sem hafa verið rifnar. Þegar mest var átti Framkvæmdasjóður yfir tuttugu stöðvar," sagöi Sigurgeir Jónsson í gær. „Það er stefna fyrrverandi og núverandi ríkis- stjórnar að reyna að koma þess- um eignum í rekstur ef einhver fræðilegur möguleiki er á því." Ekki náðist í Gylfa Sveinsson í gær. -)BP framkvæmd áætlun um vímuefna- lausan grunnskóla sem beinist að öllum aldurshópum. Snjólaug Stef- ánsdóttir, deildarstjóri Unglinga- deildar Félagsmálastofnunar, sem átti þátt í að móta stefnuna, vibur- kennir að þetta sé langtímamark- mib. Hún telur eblilegt ab miba við ab það náist á u.þ.b. tíu árum. Sama skoöun kemur fram hjá Einari Gylfa. Af öðrum verkefnum nefndarinn- ar má nefna áætlun um forvarnir sem beinist að aldurshópnum 16-18 ára, bæði í skóla, á vinnumarkaði og í frístundum. Þá er nefndinni ætlab að vera ráðgefandi varbandi fjárveit- ingar borgaryfirvalda til félaga og samtaka sem vinna að vímuefna- vörnum. Nefndin á ekki síst að sjá um ab koma á virku sambandi á milli þeirra aðila sem vinna að forvörn- um eða tengjast ungu fólki. í dag starfa margar stofnanir á þessu sviði og auk þess fjöldi áhugamannafé- laga. Talin er þörf á aö samræma betur störf þessara aðila til að betri árangur náist og betri nýting fjár- muna. í skýrslu Einars Gylfa kemur fram aö lög um sjálfræðis- og lögræðis- aldur skapi vissan vanda þegar kem- ur að aöstoð við unglinga sem eru langt leiddir í neyslu vímuefna. Unglingar verða samkvæmt gild- andi lögum sjálfráða 16 ára en lö- gráða 18 ára. Þetta þýöir að eftir ab unglingur hefur náð 16 ára aldri er ekki hægt ab veita honum aðstoö án hans samþykkis, þ.e. ekki nema með því að byrja á því að svipta hann sjálfræði. Á blaðamannafundi með borgarstjóra og fleirum sem vinna ab þessum málum kom fram einróma skobun þeirra allra að hækka beri sjálfræðisaldurinn. -GBK Gylfi Sveinsson viöskiptafrœöingur stórtœkur í kaupum á fiskeldisstöövum: Lætur rífa tvær stöðvar, byggir upp í Þorlákshöfn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.