Tíminn - 07.10.1995, Blaðsíða 4
4
Laugardagur 7. október 1995
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: |ón Kristjánsson
Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson
Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 563 1600
Símbréf: 55 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf.
Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Ný hugsun í Reykjavík
Ástandið í miðbæ Reykjavíkur að næturlagi um helgar
hefur lengi verið í umræðunni, enda vandræðamál. Eins
og áður hefur verið bent á í forustugreinum Tímans, eru
næturskemmtanir unglinga í Reykjavík orðnar vöru-
merki íslands í útlöndum eftir að erlendir jafnt sem inn-
lendir fjölmiðlar hafa fjallað um þær. Drukkin unglinga-
fjöld er jafn þekkt erlendis og Gullfoss og Geysir, ósnort-
ið hálendið og jafnvel eldvirkni fjallanna. Blaðið hefur
hins vegar ekki haft húmor fyrir þannig til kominni
frægð, og ekki talið það eiga við — ekki í þessu að
minnsta kosti — að betra sé aö vera frægur að endemum
en alls ekki. En aðalatriðið er þó það að miðbæjar-
skemmtanirnar eru í sjálfu sér mjög alvarlegt vandamál,
því í skjóli þeirra þrífst áfengis- og vímuefnaneysla, of-
beldisglæpir og skemmdarverk meðal unglinga.
Það er því sérstakt fagnaðarefni að borgaryfirvöld eru
að taka á þessu máli með skipulegum og skynsamlegum
hætti. Það er rétt sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir í
Tímanum í gær, að ástandið í miðbænum er blettur á
borginni.
Borgaryfirvöld hafa nú ákveðið að skipa sérstaka
framkvæmdanefnd til tveggja ára til þess að vinna að úr-
bótum í þessum málum. Það er sérstaklega ánægjulegt
til þess að vita að borgaryfirvöld hafa undirbúið mál
þetta af kostgæfni og látið vinna upp á síðustu mánuð-
um tvær ítarlegar skýrslur þar sem farið er yfir sviðið og
reynt að ná saman þeim lausu endum, sem áhrif hafa á
framvindu þessara mála. Önnur skýrslan er ítarleg kort-
lagning á ástandinu í miðbænum um helgar og tillögur
til úrbóta, og hin skýrslan eru tillögur um stefnu Reykja-
víkurborgar í vímuvörnum. Hér er ekki um að ræða
ómarkvisst upphlaup yfirvalda eða viðbrögð við ein-
hverjum tilteknum atburði. Það, sem hér er farið af stað,
er framkvæmdaþáttur langtímaverkefnis þar sem mark-
viss greining á vandanum og tillögur til úrbóta hafa þeg-
ar farið fram.
Flestar þeirra tillagna, sem kynntar hafa verið, miða
að því að taka á málinu „á vettvangi", ef svo má að orði
komast. Þannig er talað um myndavélar í miðbænum,
aukna gæslu og að loka vínveitingastöðunum fyrr. Allt
eru þetta hlutir sem er nauðsynlegt og eölilegt að skoða,
en einir og sér munu þeir ekki leysa vandann. Þannig
gæti það eitt að loka stöðum fyrr leitt til þess að vandinn
færðist framar á kvöldið og stæði jafnvel lengur. Og það
er ekki nóg að ýta unglingum út úr miðbænum, og ekki
endilega það æskilegasta, ef það verður einungis til þess
að þeir safnast saman einhvers staðar annars staðar.
Miðbæjarvandamálið má rekja til margbreytilegra og
víxlverkandi ástæðna, sem hver um sig skiptir máli. Það
kallar því á margbreytileg viðbrögð. Viðbrögðin á staðn-
um eru vissulega mikilvæg, en annars konar viðbrögð
eru ekki síður þýðingarmikil, ef menn vilja horfa til
lengri tíma. Þess vegna er það jákvætt að borgaryfirvöld
hafa viljað spyrða saman aðgerðir sínar í miðbænum og
stefnuna í vímuvörnum almennt.
Samhliða fréttum um að borgaryfirvöld séu aö taka á
miðbæjarmálum á heildstæðan hátt, berast fréttir af því
að skólamálayfirvöld í Reykjavík séu að leita eftir auk-
inni fjölbreytni úrræöa fyrir grunnskólanemendur sem
ekki eiga gott með bóknám, og fyrir dyrum standi að
stofna sérstaka starfsnámsdeild eða starfsnámsskóla.
Slíkt eykur bjartsýni á aö framundan séu breyttir tímar
hvað varðar áherslur í uppeldis- og fjölskyldumálum.
Hér er verið að stíga mikilvæg skref í átt til nýrrar húgs-
unar. Steinsteypuhugsun fortíðarinnar er að víkja fyrir
fólkinu.
mímitm
Þverstæður í byggðamálum
I umdeildum búvörusamningi, sem
nú liggur fyrir Bændasamtökunum
til samþykktar eöa synjunar, eru
ákvæöi sem greinilega miba ab því
ab fækka búum og búendum. Samt
er höfubmarkmib samningsins ab
styrkja hefbbundinn landbúnab,
tryggja áframhaldandi búsetu í sveit-
um landsins og ab hrófla sem
minnst vib núverandi byggba-
mynstri.
Svona tvískinnungur kemur víba
fram í þeirri byggbastefnu, sem reynt
er ab framfylgja af opinberri hálfu og
lítill ágreiningur sýnist vera um
mebal landsmanna, stjórnmála-
manna sem annarra.
Reynt er ab lokka bændur til ab
bregba búi og eftirláta öbrum tak-
markaban framleibslurétt sinn. En til
ab aubvelda umbyltinguna á ab
greiba búalibi fyrir ab sitja áfram í.
sveitum án þess ab stunda landbún-
aö. Er meiningin aö fá bændum störf
sem í flestum tilfellum minna frem-
ur á atvinnubótavinnu en nauö-
synjaverk.
Tilhneigingin í byggöastýringunni
viröist ekki ósvipub og þær gildrur
sem Bandaríkjamenn leiddu frum-
byggja landsins í meö úthlutun
verndarsvæöa, sem eru þinglýstar
eignir indíánana og síöan eru þeim
tryggöar lágmarkstekjur fyrir nauö-
þurftum til aö draga fram lífiö. Af-
komendur stoltra veiöimanna og
kvenna, sem allar listir léku í hönd-
um, hafa aukatekjur af því aö sýna
sig ferbamönnum og selja menning-
ararfleifb sína í formi minjagripa.
Byggbastefna fortíðar
Ekki er Ijóst, aö minnsta kosti ekki
undirrituöum, hvab vakir fyrir því
fólki sem rígheldur í dreifbýlastefn-
una án annars tilgangs en aö sporna
viö ab afskekkt byggöarlög leggist af.
Til hvers ab vibhalda byggöarlögum,
ef banna á sveitafólki ab stunda bú-
störf?
Byggöastefnur beinast aö fleiru en
því aö ætlast til ab fólk sitji auöum
höndum í afskekktum dreifbýlis-
byggbarlögum. Sjávarþorp, sem
mynduöust fyrir og upp úr aldamót-
unum síbustu, eru oröin fastur libur í
baráttunni miklu um aö vibhalda
byggb, hvaö sem atvinnuháttum og
síbari tíma þróun líöur.
Uthafsveiöiskip og frystitogarar
eru geröir út frá fámennum og ein-
angrubum plássum. Atvinnutækin
eru sköffub til aö tjasla upp á at-
vinnulífiö í þorpunum. Hins vegar er
heimamönnum haröbannaö aö
stunda eblilega útgerb á bátum og
meö veiöarfærum sem hæfa nálæg-
um miöum og afkastagetu fólksins í
fámenninu.
Hér er enn ein þversögnin í
byggöastefnunni, sem rembst er viö
aö framfylgja og líkist fremur trúar-
brögbum en eölilegri og framsæk-
inni atvinnuþróun.
Fálmkenndar björg-
unaraðgeröir
Sé litiö á hagkvæmni, skiptir engu
máli hvaöan stórtæk veiöiskip nú-
tímans eru gerö út. Skipin elta fisk-
inn umhverfis allt landib og langt út
fyrir hafsauga. Aflanum er landaö
þar sem styst er til hafnar eöa þar
sem best verö fæst fyrir hann eða eft-
ir hvaða aöstæðum öörum, sem hag-
anlegastar hljóta aö teljast. Eðlilega
er líka landað í heimahöfnum og þar
sem stórskipaútgerð er eölileg eru til
tæki og mannskapur til aö taka við
og vinna aflann. Oft er gætt ýtrustu
hagkvæmni viö að samhæfa veiðar
og vinnslu í landi.
En það breytir ekki því, að fálm-
kenndar framkvæmdir og kaup á
dýrum skipum til þess eins aö viö-
halda einhvers konar kyrrstööu-
ástandi í gömlum verstöðvum, enda
oft á einn veg. Kvótinn er seldur og
sveitarstjórnir og þingmenn kjördæ-
manna halda fundi um bjargráö. Og
þau eru alltaf á einn veg.
I
tímans
rás
Ný ráb, en lltlar
úrbætur
Óttinn viö búsetubreytingar og
fráhvarf frá þjóöfélagi bænda og út-
vegsbænda er landlægur. Sífellt er
veriö aö finna ný ráö til atvinnu-
sköpunar, nýjar búgreinar, bæta
þjónustu og gagnsemi samgöngu-
bóta er orðin aö þráhyggju; standa
trúarjátningar þar um upp úr hverj-
um manni og dettur fæstum í hug ab
vitræn umræða eigi viö um efniö.
Ekkert skal til sparaö aö byggða-
mynstur, vib skulum segja milli-
stríösáranna, raskist. Um eflingu
kjarnabyggba í landshlutunum þýðir
varla aö ræöa. Smábyggða- og dreif-
býlisstefnan skal blífa. Allt annað eru
svik við landið.
Hvert byggðarlag reynir meö öll-
um tiltækum ráðum aö halda í sína
íbúa og laöa aðra aö. Auðar íbúðir og
illa nýttar þjónustustofnanir eru til
marks um þaö.
Dregið á langinn
Samt fækkar íbúum jafnt og þétt
úr byggöum sem sífellt er veriö aö
reyna að efla. Sveitir tæmast og er
strjálbýlið sums staðar orðiö svo fá-
mennt aö vart er viö unandi fyrir þá
sem enn þrjóskast viö. Einangrunin
verður þeim mun erfiöari sem fleiri
yfirgefa fornar sveitir og byggðarlög
sem erfitt er að finna tilgang.
Hér komum viö aö spurningu, sem
menn verða að fara að svara hvort
sem þeim líkar betur eöa verr. Hún er
sú, hvort byggöastefnan eins og hún
hefur veriö rekin sé gengin sér til
húöar. Viö má bæta hugleiðingum
um hvort aldarfjórðungsgömul
stefna hafi gert annað gagn en aö
draga hið óhjákvæmilega á langinn
með ofboðslegum offjárfestingum til
sjós og lands.
Nú loks er ljóst ab hundruð fjöl-
skyldna búa vib lífshættu vegna
skriöufalla víöa um landið. Þegar
þetta rann upp fyrir stjórnvöldum
byggða og lands seint og um síbir,
var ákveöið að ríkiö aðstobaði þá,
sem eiga hús á hættusvæöum, til aö
flytja út og byggja annars staöar.
Þetta þykir flestum sjálfsagt.
Bæjarstjóri kaupstaöar, sem svona
er ástatt fyrir, sagbi eftir aö íbúar í
bænum fengu tilboðið um aðstoð til
flutninga, ab ekki kæmi til mála að
ríkissjóður færi ab láta fólk í hans bæ
fá peninga til aö kaupa íbúö eða hús
annars staðar en í hans eigin kaup-
staö.
Bæjarstjórinn var einfaldlega að
reyna að koma átthagafjötrum á fólk
að gömlum sið lénsherra og landeig-
enda. Svona stjórnsemi er við lýöi
annó 1995.
Þetta vekur grunsemdir um ab átt-
hagafjötrum af ýmsum toga sé
brugðið á menn til aö þeir yfirgefi
ekki byggðarlög í útrýmingarhættu.
Eignir eru óseljanlegar, eftirsótt pláss
á fiskiskipum fást ekki nema meö til-
skilinni búsetu og er mörgum óhægt
um vik aö ráða hvar þeir staðfestast
af ýmsum ástæöum. Nýlegt dæmi er
um mann, sem var rekinn úr starfi
hjá Reykjavíkurborg vegna þess að
hann er búsettur á Selfossi.
Þungur straumur
Þjóöháttabreytingar, atvinnulíf og
margs kyns ný tækni og aðstæður og
ekki síst hugsunarháttur hlýtur að
valda búsetubreytingum, hvernig
svo sem hamast er viö að ríghalda í
horfið samfélag.
Þetta er viöurkennt á óbeinan
hátt, þótt fæstir þori aö ræöa málin
upphátt eöa í hljóði. Tvískinnungur-
inn í búvörusamningnum, sem
minnst var á í upphafi, er glöggt
dæmi um hvaö viðurkennt er í verki,
þótt ekki megi viburkenna staö-
reyndir sem brjóta í bága við trú og
hollustu viö úrelt sjónarmiö.
Stööug og viðvarandi íbúafækkun
í sömu landshlutunum og fjölgun á
Innnesjum ætti að færa mönnum
heim sanninn um hvert stefnir.
Hægur og stööugur straumur til út-
landa ætti einnig að vera umhugsun-
arefni.
Hér er reifað mál, sem bannhelgi
hvílir nánast yfir aö minnast á.
Menn vilja heldur lemja höföinu viö
steininn og horfa vonbjörturn aug-
um til fortíðar, en að laga sig að þeim
möguleikum sem nútíö og framtíb
bjóba upp á.
Svo má minna á ab fróðlegt væri
að fá uppgefið hve strandlengja ís-
lands er löng og hve sú kalda og
blauta eyðimörk, sem landið saman-
stendur að mestu af, er víðáttumikil.
Um byggöastefnu þarf aö ræöa
af einurö og raunsæi, en láta hana
ekki mótast af innantómum kosn-
ingaloforöum og óskhyggju.