Tíminn - 07.10.1995, Blaðsíða 19

Tíminn - 07.10.1995, Blaðsíða 19
Laugardagur 7. október 1995 Wmtom 19 Sturlaugur Kristinn Danivalsson Sturlaugur Kristinn Danivalsson fcedd- ist 30. apríl 1932. Hann lést 29. sept- ember 1995 í Sjúkrahúsi Suðumesja, Keflavík. Útfórin fer fram frá Keflavík- urkirkju mánudaginn 9. október. Hann var einkasonur hjónanna Ólínu Vilborgar Guðmundsdóttur, f. 15. nóvember 1894, d. 26. mars 1983, og Danivals Danivalssonar, f. 13. júlí 1893, d. 6. nóvember 1961. Systkini hans samfeðra vom: Jó- hanna Danivalsdóttir, f. 2. febrúar 1920, d. 16. september 1968; Guð- mundur Danivalsson, f. 15. júní 1923, d. 24. desember 1950; Halldór Arin- bjamar, f. 6. nóvember 1926, d. 4. júní 1982. Bróðir sammœðra: Stefán Stef- ánsson, f. 28. ágúst 1921. Eftirlifandi eiginkona Kristins er Vilhelmína Hjaltalín, f. 20. janúar 1928. Foreldrar hennar vom Ingileif Hjaltalín og Jakob Gunnar Hjaltalín. Böm Vilhelmínu em: Inga Ragnarsdóttir, f. 14. desember 1947, gift Eyjólfi Kristjánssyni. Þau eiga tvœr dœtur: Guðrúnu Ögmunds- dóttur, f. 3. október 1969, og Ingi- björgu Eyjólfsdóttur, f. 7. ágúst 1975. Sigursteinn Jónsson, f. 14. september 1949. Hann eignaðist eina dóttur: Heiðbjörtu Hörpu Sigursteinsdóttur, f. 13. júní 1978, d. 17. júní 1992. Rudolph B. Þórisson, f. 11. ágúst 1953, kvœntur Stefaníu B. Bragadótt- ur. Þau eiga einn son: Kristin Braga Rudolphsson, f. 10. maí 1976. Kristinn var bömum hennar sem faðir. Dóttir Kristins er Áslaug Sturlaugs- dóttir, f. 26. janúar 1957. Hún á einn son: Daníel Grímsson, f. 6. janúar 1990. Móðir hennar er Steinunn Karls- dóttir. Böm Kristins og Vilhelmínu eru: Guðmunda Kristinsdóttir, f. 15. janúar 1962, gift Ómari Ingvarssyni. Þau eiga þrjár dœtur: írisi Ómarsdótt- ur, f. 10. mars 1984, Guðrúnu Maríu Ómarsdóttur, f. 8. mars 1986, og Ey- dísi Ómarsdóttur, f. 8. júní 1991. Ólína Kristinsdóttir, f. 14. apríl 1968, gift Óskari Val Öskarssyni. Þau eiga einn son, Óskar Frey Óskarsson, f. 5. maí 1992. Mig langar til að minnast látins vinar og frænda, Kristins Danivals- sonar, eða Kidda Dan., en undir því nafni gekk hann alltaf meðal okkar. Fyrsta heimili, sem ég kom á hér í Keflavík, þegar ég flutti hingað úr Skagafirði fyrir nær 50 árum, var á heimili móðurbróður míns, Dani- vals heitins Danivalssonar, og eigin- konu hans, Ólínu Guömundsdóttur, sem einnig er nú látin. Danival rak verslun við Hafnargötu hér í Kefla- vík, eins og margir Suðurnesjamenn muna. Þessi litla verslun frænda míns var nokkurskonar fundarstaö- ur margra Keflvíkinga. Þangað komu menn til að ræða ýmis þau málefni, sem þá voru efst á baugi hverju sinni í þjóðfélaginu. Ég man að stjórnmál- in voru þá oftast efst á blaði. Danival varð þá oft að standa í ströngu í þeim umræöum, því ekki átti hann þá marga jábræður í Keflavík í þá daga. Verslunin sjálf vildi þá stund- um verða afskipt í hita leiksins. í þessu umhverfi ólst frændi minn og vinur upp. Hann varb snemma pólitískur og hélt sinni framsóknar- línu ótrauður til æviloka. Sem ungur maður lenti hann í stríði við Bakkus konung, sem gerði honum lífið erfitt og raunar oft óbærilegt. Um þrítugt gjörsigraði Kiddi Bakkus og vann gegn honum alla tíð síðan. í fáum orðum sagt, varb Kiddi eftir þetta nokkurskonar áfengisráðgjafi hér í Keflavík og nágrenni. Margir sóttu til hans í erfiðleikum sínum. Lagði hann mikla vinnu í þessi líknarstörf, var mjög oft milligöngumaður við að koma fólki í meðferð og fylgjast svo með því, oft í langan tíma á eft- ir. Hvenær sem var, var hann tilbú- inn að libsinna fólki. Alveg fram á síðustu ár var hann í sambandi við fólk og reyndi að hjálpa því eftir bestu getu. Kiddi var afar greiövikinn og hjálpsamur maður, hafði mikla ánægju og þörf fyrir að hjálpa fólki. Var í sambandi við fólk, sem þarfn- aðist aðstoðar, og reyndi ab liðsinna því eins vél og hann gat hverju sinni. Kiddi hafði mikinn áhuga fyrir ferðalögum, var lengi umboðsmaður Samvinnuferða í Keflavík og Njarð- t MINNING vík. Var þá meb skrifstofu heima hjá sér. í ferðamálum var hann einstak- Iega duglegur. Fólk sóttist eftir ab hafa viðskipti við hann, þar naut sín vel meðfædd hjálpsemi hans. Kiddi var alltaf tilbúinn. Ákveðinn opnun- artíma á skrifstofu sinni hafði hann ekki, hann ræddi vib fólk hvar sem var og hvenær sem var. Oft kallaði hann þessa starfsemi sína „Feröa- skrifstofu götunnar" í gríni, en húmoristi var Kiddi góður, hafði fast samband við vini og kunningja og sagði þeim fréttir í léttum dúr, sem engan skemmdi. I mörg ár talaöi frændi minn vib mig daglega í síma eða heimsótti mig á skrifstofu mína, sagði mér fréttir og pólitíska stöbu hverju sinni, enginn fylgdist betur með í þeim efnum en hann. Hann sá vel broslegu hliöina á tilverunni. Þessi stuttu símtöl og heimsóknir voru mér mikils virði og ég sakna þeirra. Okkur frændunum leið alltaf vel saman. Ekki get ég látið hjá líða ab þakka honum þann mikla stuðning, sem hann veitti mér persónulega þau 5 kjörtímabil sem ég sat í bæjarstjórn Keflavíkur. Betri stuðningsmann var ekki hægt að hugsa sér. Ég fullyrði að allir þeir, sem unnu með Kidda ab stjórnmálum, minnast hans sem af- reksmanns á því sviöi, bæði hvað varðar dugnað og ekki síður lagni hans við að tala við fólk og fá það til liðsinnis við málstaðinn. Þar stóð enginn honum jafnfætis, þegar hann var uppá sitt besta. Ævistarf Kidda var við akstur. Fyrst sem vörubifreiðastjóri í nokkur ár, en lengst af sem bifreiðastjóri hjá Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur. Það starf átti vel við hann, þar umgekkst hann mikið af fólki og ræddi við það í léttum dúr, hvort heldur það væri um ferbalög, pólitík, eða eitthvað annað sem honum fannst passa hverju sinni. Hann var vinsæll í sínu starfi. Eiginkona Kidda, Vilhelmína Hjaltalín frá Akureyri, hefur stutt vel við bak frænda míns í blíðu og stríðu. Hún skapaði honum gott heimili og hjá henni leið honum vel. Þau eignuðust saman tvær dæt- ur, Gubmundu og Ólínu. Áður eign- aðist hann dótturina Ásu, sem nú er búsett í Noregi. Allar eru þær systur vel gefnar og vel gerðar í alla staði. Hin síðari ár hrakaði heilsu Kidda, hann hætti ab geta unnið og gat ekki sinnt sínum áhugamálum eins og áður. Þab þótti honum miður, því alltaf var sami áhuginn ab geta veriö öðrum að libi. En sem betur fer sá hann alltaf broslegu hliðarnar á líf- inu. Það fann ég glöggt, þegar ég heimsótti hann á Landspítalann stuttu fyrir andlát hans. Ég og fjölskylda mín sendum eig- inkonu, dætrum og öðrum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Kristins Dani- valssonar. Hilmar Pétursson Góður vinur minn og félagi til margra ára, Kristinn Danivalsson, er látinn fyrir aldur fram. Kynni okkar Kidda Dan, eins og hann var kallað- ur, hófust fyrir um það bil þrjátíu ár- um, er leiðir okkar lágu saman í fé- lagsstarfi Framsóknar í Keflavík. Það var á heimili föbur hans, Danivals Danivalssonar, sem var einn af for- ystumönnum Framsóknar, að við náðum saman. Óhætt er að segja að skoðanir okkar á þjóðmálunum hafi verið nær þær sömu í öllum megin- þáttum. Á þessum árum var Framsóknar- flokkurinn í mikilli sókn á Suður- nesjum og var Kiddi Dan þá upp á sitt besta. Félagshyggjan var þá kjarninn í stefnu hans og naut flokk- urinn þess. Mikið mannval var þá í forystu flokksins og má nefna til sögunnar Valtý Guðjónsson, Dani- val Danivalsson, Margeir Jónsson og fleiri. Þetta átti vel við Kidda Dan. Hann var einlægur samvinnu- og félags- hyggjumabur, með öðrum orðum vinstri maður. Kristinn var pottur- inn og pannan í öllu starfi flokksins á þessum tíma. Um tíma lagbi hann alla sína orku til félagsstarfa í þágu flokksins. Hann var í miklu og góbu sambandi vib ótrúlega marga og haföi óvenjulega hæfileika þegar segja átti fyrir um skoðanir kjósenda á mönnum og málefnum. Óhætt er að segja að fá mál hafi veriö leidd til lykta án hans ráða. Kristinn var óvenjulegur maður. Hann skaraði ekki eld að sinni köku. Hann hefði getað óskað eftir opin- berri upphefð eins og sæti á fram- bobslista flokksins eða embættum sem flokkurinn hafði yfir að ráða, en þeim embættum hefði hann gegnt með sóma. Kristni stób þetta oft til boöa, en tilnefndi alltaf einhvern sem hann taldi að væri vænlegur til að vinna flokknum fylgi og tryggja framgang málefna flokksins. Þannig var Kristinn. Hann var hugsjónamaður og drengur góður. Þrátt fyrir flokkslegan aðskilab okkar Kristins, þ.e. þegar ég hélt til liðs við Alþýðubandalagið, hélst samband okkar óbreytt. Flesta daga höfðum við samband, í það minnsta í gegnum síma, og var þá alltaf rætt um pólitík. Við Kristinn vorum yfir- leitt sammála um þjóbmálin, við höfðum áhyggjur af þróun mála og vorum enn sammála um það að bestu lausnir á vandamálum þjóbfé- lagsins væri að finna innan félags- hyggjunnar. Ab lokum vil ég þakka Kristni samveruna, hún var ánægjuleg og er mikil eftirsjá að honum gengnum. Ég votta Vilhelmínu og dætrum þeirra hjóna innilega samúð mína. Eyjólfur Eysteinsson VERTU í SAMBáNDI VK> RAFMACNSVOTUNA NOTFÆRÐU ÞER ÞJONUSTUNA Þarfir viðskiptavina okkar eru mismunandi. Til þess að geta sinnt þeim skjótt og vel viljum við vita sem mest um óskir og úrlausnarefni sem flestra viðskiptavina okkar. Það gefur okkur kost á að veita enn öruggari og betri þjónustu. RAFMACNSREIKNINGAR Vantar þig upplýsingar um rafmagnsnotkunina, rafmagnsreikninginn, dráttarvexti eða greiðslufyrir- komulag? Viltu nýta þér hagræðið af boógreiðslum? Veldu beint innval 560 46 10 INNHEIMTA OG LOKANIR innval 560 46 20 FLUTNINGSALESTUR Ef þú vilt fá upplýsingar um greiðslustöðuna eða óskar samninga um greiöslufrest, velur þú beint Ert þú að flytja? Til að tryggja hagsmuni þína þarft þú að tilkynna flutning og breytingar á skráningu. Nafnbreytingar notenda er einnig nauðsynlegt að tilkynna. Veldu beint innval 560 46 30 BESSEB SE9 Hvemig er ástand raflagnanna? Verður þú var við breytingar á spennu? Upplýsingar um öryggismál og notendaráðgjöf færð þú í beinu innvali 560 46 80 - 3 RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR -léttir þér lífið Nánari upplýsingar um þjónustu okkar og beint innval færö þú í símaskránni og hjá skiptiboröinu í síma 560-4600.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.