Tíminn - 07.10.1995, Blaðsíða 5
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigöisráöherra:
Komist hjá uppskerubresti
Ríkisstjórnin hefur lagt fram fjárlaga-
frumvarp sitt fyrir árib 1996. Segja má
að undirbúningur þessa frumvarps hafi
rænt okkur ráðhenana hveitibrauðs-
dögunum sem flestar ríkisstjórnir fá.
Hveitibrauðsdagar þessarar ríkisstjórn-
ar, sem nú leggur fram sitt fyrsta fjár-
lagafrumvarp, voru engir. Því sá raun-
veruleiki sem við blasti gerði það að
verkum að hefjast þurfti þegar handa
við bústörfin til að komast hjá alvar-
legum uppskerubresti. Það sem við
mér blasti í heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneyti var það að fjárlög yfir-
standandi árs voru byggð á sandi og
þrátt fyrir töluverðan samdrátt sem
orbið hefði vantaöi heilan milljarð upp
á að endar næðu saman. Þejsi blákalda
staðreynd kallaði á skjót viðbrögð, við-
brögð sem koma víða niður og eru eng-
an veginn sársaukalaus.
Frestun framkvæmda
Áðurboðuðum nýframkvæmdum
varb ab fresta því hver lætur sér detta
það í hug að byggja meira og reka æ ver
það sem fyrir er? Sífelidar sumarlokan-
ir deilda koma þungt niöur á sjúkling-
um og lengja biðlista eftir mikilvægum
abgerðum. Þrátt fyrir að 3 milljörðum
meira sé áætlað á fjárlögum fyrir árið
1996 en áætlað var fyrir árið 1995, eða
49 milljörður samanborið við 46 millj-
arða, gefur það ekki svigrúm til nýrra
framkvæmda þar sem laun hafa hækk-
ab umtalsvert innan málaflokksins.
í þeim aðgerðum sem bobar eru í
nýju fjárlagafrumvarpi er reynt eftir
megni að koma hlutunum þannig fyrir
að sparnabur komi sem
minnst nibur á sjúk-
lingum og við getum
haldið áfram að taka
þátt í hraðfleygri þróun
heilbrigðismála. Það er
gert meb því að auka
enn á samvinnu milli
sjúkrahúsa, sérstaklega
hér á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu, sem auki hag-
kvæmni. Það er líka gert með því að
skoba sérstaklega rekstur einstakra
sjúkrahúsa og gera tillögur til endur-
bóta á rekstri og framtíðarverkefnum.
Tillögur eru einnig um að auka sam-
vinnu sjúkrastofnana á landsbyggð-
inni með einni yfirstjórn í hverju kjör-
dæmi. Sú hagræðing þarf að eiga sér
stað um áramótin 1997 og er þegar
hafinn undirbúningur að þeirri vinnu.
Sáttar þörf
Um heilbrigðis- og tryggingamál hef-
ur lítill friður ríkt af margvíslegum á-
stæðum. Hér er mikið verk að vinna
og tel ég allra mikilvægast að ná sem
víðtækastri sátt. í upphafi kjörtímabils
var háð hörð rimma um tilvísunar-
skyldu, ég tel að við höfum náð góðum
sáttum í því máli í bili og þau boðskipti
sem að var stefnt hafa nábst. Lyfjaverð
hefur lækkað tvo síðastliðna mánuði,
bæði hvað varðar kostnaðarhlutdeild
ríkis og kostnaðarhlutdeild sjúklinga.
Þetta er samvinnu-
verkefni lækna, lyf-
sala og ráðuneytis og
hefur tekist vel.
Áskorun tekiö
Framundan eru líka
þýðingarmikil verk-
efni. Ég hef ákveöið
að taka áskorun
Læknaráðs Landspítala og Borgar-
sjúkrahúss um nýja forgangsröðun og
mun ég innan tíbar biðja um tilnefn-
ingu í nefnd um forgangsröðun verk-
efna. Nú á næstu dögum mun ég
kynna áætlun varðandi ýmsar forvarn-
ir, ný reglugerð um forvarnasjóð hefur
þegar verið kynnt í ríkisstjórn en um
20 milljónum er ráðstafað til sérstakra
átaksverkefna í áfengis- og vímuefna-
vörnum og hefur þá málaflokkurinn
um 50 milljónir samtals. Fátt eykur
hagvöxt okkar meira en ef okkur tekst
að sporna gegn þeim alvarlega hlut
sem áfengis- og vímuefnavandinn er.
Aðrir forvarnarþættir verða teknir föst-
um tökum og tel ég mikilvægt að veita
auknu fjármagni til rannsókna á gigt-
sjúkdómnum, en í dag kostar sá sjúk-
dómur þjóðfélagið 8-10 milljarða
króna árlega. Átak verður gert til þess
að aðstoöa fólk sem hefur áhuga fyrir
að hætta ab reykja.
Ég hef hér á undan eingöngu rakið
þá þætti er varða heilbrigðis- og trygg-
ingamál, sem taka um 40% af fjárlög-
um. Vert er að minna á ab þribji
stærsti útgjaldaliðurinn á eftir heil-
brigðis- og tryggingamálum og
menntamálum er vaxtakostnaður. Tólf
prósent af fjárlögum fara í vaxtakostn-
að. Það er því til mikils að vinna að ná
niður þeim kostnaði og þab kæmi sér
vel ab eiga þá peningá til frekari þjón-
ustu í heilbrigðismálum. Við gerUm
okkur öll eflaust grein fyrir því að vel-
ferð verður ekki rekin meb lánum til
lengri tíma. Ég geri mér hins vegar vel
grein fyrir því ab í fjárlagafrumvarpi
því sem nú hefur verið lagt fram er
margt sem auðvelt er að gagnrýna.
Munur jafnaður
Abalatriðið tel ég þó vera ab í þessu
fjárlagafrumvarpi er ekki ætlunin að í-
þyngja sjúklingum með nýjum gjöld-
um, heldur verbur sá munur jafnaður
sem er í dag á þeim sjúklingum sem
borga miklar upphæðir fyrir læknis-
þjónustu og þeirra sem að greiða ekk-
ert. Við munum tryggja að enginn
þurfi að hugsa sig tvisvar um til að fá
nauðsynlega Iæknisabstoð vegna fjár-
skorts. Velferð verbur ekki rekin meb
lánum til lengri tíma og sá sem tekur
lán fyrir hveitibraubsdögunum á ekki
mikið öryggi í framtíbinni. ■
Menn
°9
málefni
Laugardagur 7. október 1995