Tíminn - 07.10.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.10.1995, Blaðsíða 6
 Laugardagur 7. október 1995 Tíminn rœbir viö frú Vigdísi Finnbogadóttur um Kínaferö hennar: Ég kem að noröan, þar sem lýðræðið er! Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, fór á dögun- um i sögulega heimsókn til Kína, þar sem hún var op- inber gestur kínverskra stjórnvalda og flutti aö auki opnunarrceöu á kvennaráöstefnu Samein- uöu þjóöanna. Mikil um- rœöa hefur spunnist um Kínaför forsetans hér heima þó sú umrœöa hafi aöeins aö takmörkuöu leyti snúist um heimsóknina sjálfa og þaö verk sem forsetinn vann þar. Þessi mál voru hins vegar á dagskrá þegar Tíminn raeddi viö frú Vig- dísi í vikunni og í upphafi var forseti íslands spuröur almennt um heimsókina, hvernig hún gekk og hvern- ig forsetanum var tekiö? „Hún gekk mjög vel og betur en ég þoröi að vona. Ég undirbjó mig eins og kostur var og las talsvert um Kína, ekki hvaö síst um hinar öru breytingar og þá efnahagslegu uppbyggingu sem á sér staö þar í landi. Eg hef- lengi haft mikinn áhuga á land- inu. Móöir mín haföi tvívegis fariö til Kína og hún haföi sagt okkur mikiö frá ferðum sínum. Meðal þeirra bóka sem ég hafði lesiö um Kína var Villtir Svanir, eftir Jing Chang. Hana las ég fyrir nokkrum árum og þar var sagt frá ýmsu sem ég hafði- heyrt í æsku minni, frá reyrðum fótum og hvernig konur eru annars flokks þegnar í Kína. Um leið og ég kom á staðinn var mér mjög vel tekið. Auövit- aö var ég viröulegur gestur, sem forseti lýöveldis í noröri og í raun voru móttökurnar eins og ég væri frá milljónaþjóð. Þegar til Kína var komiö skein það strax í gegn aö þeim fannst eitthvaö jákvætt við aö þarpa væri kona sem opinber gestur. Sérstakur fylgdarmaöur minn var einmitt kona, en það var varamenntamálaráðherra Kína, rafeindaverkfræöingur að mennt. Hún er mjög þekkt í Kína og ég skynjaöi strax aö- henni þótti Ijúft að hafa fengið þetta verkefni, að fylgja mér all- an tímann. Hún er sjálf að berj- ast fyrir menntun kvenna í Kína. Þessi kona vék nánast ekki frá mér allan tímann og okkur varð ákaflega vel til vina. Þaö var alveg ljóst frá upphafi aö Kínverjar vildu sýna mig kín- verskum konum. Ég varð vör viö að hjá þeim fjölda ungs fólks sem var í kringum mig og átti ýmist aö sjá til þess aö ég- fengi grundvallarþjónustu, voru lífverðir eða eitthvað annað, að þeim fannst þaö sem kemur „aö norðan" til fyrirmyndar. Ég fann það vel og skynjaði að fólk upplifði heimsókn mína sem- birtu að norðan. Þetta fólk er ekki mikið fyrir að tjá sig, en það sagði við mig: „Við munum sakna þín". Þetta þótti mér af- skaplega vænt um að heyra og ég fann þessa hlýju og að þeim- þótti gaman að vinna fyrir okk- ur íslendinga." - Fannst þér þetta vera- vegna þess aö þú ert kona í forsvari fyrir þessa þjóð, ís- lendinga, eða var þetta al- mennt vegna þess að þú ert ís- lendingur. „Það er vegna þess að ég kem frá íslandi. Ég kem að norðan, þar sem lýðræðið er. Frelsið. Ég veit náttúrulega ekki hvað hinn almenni borgari veit um ísland, en þeir sem ég umgekkst og- fleiri sem t.d. hafa sjónvarp vita talsvert. Þegar ég var í viðtölum við unga kínverska blaðamenn, þá var til dæmis aldrei spurt hvað byggju margir á íslandi." - Er það ekki talsvert breytt mynd sem þú færð af þessu- Iandi éftir þessa heimsókn, þrátt fyrir ab hafa verib búin að kynna þér landib? „Jú, mikil ósköp. Þetta er því- lík reynsla að þegar ég var búin að vera þarna, þá fannst mér ég vera mörgum árum eldri í hug- anum, því ég var búin sjá svo margt sem ég haföi reynt að í- mynda mér. Eg var áður búin að sjá þessa póla eða andstæður mannlífsins. Annars vegar er það þessi mýkt og hlýja sem maður mætir og hins vegar að vita af þessari hörku og mis- kunnarleysi, sem þjóðin býr við og hefur orðið aö þola. Þetta fólk hefur ekki átt því láni að- fagna ab lifa við lýöræði, vera almennt upplýst eða kynnast hvers viröi mannslífið getur ver- ið. Það er líka átakanlegt að líta til örlaga fjölmargra stúlku- barna í Kína, sem ekki fá að lifa eða eru útskúfuð. Ég veitti því Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands og ]iang Zemín, forseti Kína, hiýba á þjóbsöngva landanna á Torgi hins himneska fribar, framan vib Höll alþýbunnar í Peking, í upphafi opinberrar heimsóknar Vigdísar forseta til Kína. Heimsókn Vigdísar forseta til Kína vakti mikla athygli hjá almenningi og víba klappabi fólkib fyrir forsetanum. Hér kynnir stoltur fabir unga dóttur sína fyrir forsetanum nálœgt Xien-borg. Vigdís forseti ávarpabi norrœnan fund óopinberu rábstefnunnar f Huairou. Á myndinni er hún meb framkvœmdanefnd NCO — óopinberu rábstefn- unnar — og Dóru Stefánsdóttur hjá Þróunarstofnun íslands, og er hún fyrir mibri mynd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.