Tíminn - 07.10.1995, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.10.1995, Blaðsíða 14
14 $Íf{Íl!EÍt!Kl(i&8£ Vf WW Laugardagur 7. október 1995 Haavrðinqaþáttur Búi sat viö skjáinn á fimmtudagskvöld og fékk þá inn- bíástur sem kallaöi á útblástur, að eigin sögn. Kvæöi varö til í logandi hvelli og er birt hér glóðvolgt úr heilabúi hagyröingsins: Stefnuræöa Nú er sagt að fólkið flýi, fari stiúðugt sitinar leiðar burt úr íslattds barbaríi, beini fór á Jótlandsheiðar. Eru að falla okkar vígi, íslands mið oggrundir breiðar? Orðin gild sú gamla lygi að grœnni séu Jótlandsheiðar. Ýmis rök þótt að því.hnígi að okkar vœttir séu reiðar, bjargar fáu fióttinn nýi foma slóð um Jótlandsheiðar. Þó að falli skúr úr skýi og skelft marga smuguveiðar, eins og fífl á fylleríi flýjum ei á Jótlandsheiðar. 5.10. '95, Búi Hinn nýi formaður bænda, Ari Teitsson, hefur staðið fyr- ir nýjum búvörusamningi bænda og ríkisvalds. Heyrst hefur aö samningurinn muni leiða til fækkunar bænda, helst þeirra gömlu og smáu. Því varö þessi vísa til: Stefttan hatts Eyðibýlis-Ara er fáum, ríkum bœndum góð. Hvert á snauða fólkið að fara? Mér finnst ég sjái tár og blóð. H.P. Botnar og vísur sendist til Tímans Brautarholti 1 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA Junaur ittc>() borgarstjóra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur fund með íbúum Arbæjarhverfis Artúnsholts og Seláshverfis í Árseli mánudaginn 9. október kl. 20.00 Á fundinum mun borgarstjóri m.a. ræða um áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspumir með þátttöku fundar- manna og embættismanna borgarinnar. Jafnframt verða settar upp teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðlegu efni. Allir velkomnir. Skrifstofa borgarstjóra. Meira um Kventöskur eru mikilvægur hluti persónuleika hverrar konu. í síöasta p'istli svaraöi Heiöar mörgum spurningum um töskur og töskuburö, en les- endur vilja fá aö vita meira. Meöal annars er Heiöar beöinn um aö útskýra betur hvaöa litir eigi saman þegar um er aö ræöa leöur, svo sem töskur, skó og hanska. En varast veröur aö þessir hluti æpi hver á annan eöa annan þann klæöaburö sem konan notar. Heiöar: Varast ber aö hafa töskuna ljósari en skóna. Ef hún er áberandi ljósari en skórnir, dregur hún athyglina óþarflega mikiö aö mjöðm, ef taskan er í skærum lit. Aftur á móti getur mjög vel vaxin kona leyft sér að velja sér tösku sem dregur vöxt- inn fram. En þær eru bara ekki svo margar. Hægt er aö fara í kringum þetta. Segjum til dæmis svo aö kona sé svartklædd og með rauða tösku, en í svörtum skóm. Rauða taskan kemur þarna dá- lítið eins og skrattinn úr sauðar- leggnum, nema ef þessi kona er líka meö rauöa slæðu og rautt belti. Þá smellur þaö saman. Það er hægt að fara í kringum regl- una um skó og tösku í sama lit meö því aö leika sér svolítið meö liti, en þá verður aö endur- taka stílinn á töskunni í ein- hverju öðru en skónum. Hvab er í töskunum? En til hvers eru svo töskur og hvað er geymt í þeim? Þaö er afskaplega misjafnt. Sumar konur eru mjög skipu- lagðar og hafa þá aöeins það nauösynlegasta í töskum sínum og gleyma þá engu. Aörar hrúga alls kyns drasli í sínar töskur, rífa þaö svo upp og henda úr þeim á tíu daga fresti. í tösku vel skipulagörar konu er snyrtibuddan hennar, pen- ingaveskið meö skilríkjum og öðru og svo tóbakið og kveikjar- inn, ef hún reykir. Þaö eru oft einn eöa tveir skartgripir til skiptanna í töskunni og aðrir persónulegir munir, bréfþurrk- ur eöa vasaklútar, þaö eru kannski litlar pakkningar af ein- hverju snyrtilegu til að bjarga sér án þess aö þurfa aö taka snyrtibudduna upp. Þaö gæti verið stór púðurdós sér eöa eitt- hvað því um líkt. Svo eru sumar konur meö heimilisbókhaldiö, Vísa- og Eurocardreikningarna sem á aö borga næst. . Úrvalib gott Þá er þaö töskuúrvalið. Margir kaupmenn fylgjast vel meö á þessum sviöum. Þaö eru ágætar töskubúðir hér á landi og svo eru margar snyrtivöruverslanir meö ágætar töskur og annað því um líkt. Svo eru komnar hér nokkrar merkjavöruverslanir, sem eru þá meö dýrari töskur. Samt er varla hægt aö búast viö aö hér séu á boðstólum dýr- ustu merkin. Sem dæmi um verðlagið má nefna að ef hér væri til sölu lítil taska frá Hermés, mundi hún varla kosta undir fimmtíu þúsund krónum. Karlar nota minna töskur undir persónulega muni, en eru þeim mun iðnari aö hlaupa um meö stresstösku. Flestir karlar eru meö sína nauðsynlegu muni í vösunum. En sumir eru ööruvísi. Ég er tii dæmis alltaf meö töskuna. Margir íslenskir karlar eru svo- lítið töskuglaðir og eiga sínar töskur, en þeir þora ekki að bera töskur og töskuburö Heibar Jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda Hvernig aeg að vera? þær hérna heima, en nota þær þeim mun meira erlendis. Karlatöskur Máliö er þaö að vasar ís- lenskra karlmanna eru ljótir og bungandi. Karlarnir veröa að fara aö athuga sinn gang meö þaö að vera með allt sitt í vös- unum. Ef þeim er illa viö aö ganga með töskur sem ekki minna á stress, er óhætt aö benda á að það er hægt aö fá litlar og snotrar skjalatöskur og hafa. sitt dót í þeim. Ég verö aö segja fyrir sjálfan mig aö ég er bókstaflega týndur ef ég hef ekki töskuna. Við sum fínni tækifæri, svo sem í leik- húsi, finnst mér taskan ekki passa við sparifötin og þá nýt ég einskis af því sem ég sé á sviö- inu, því ég er alltaf aö leita aö týndu töskunni. Þær töskur, sem henta karl- mönnum best, eru mátulega litlir ferkantaöir pokar, sem maöur heldur á með ól um úln- liöinn. í svona tösku kemst allt fyrir sem annars er haft í vösun- um. Töskuþjófar og varnir gegn þeim Eitt vandamal við töskur er aö gleyma þeim ekki eða láta stela þeim frá sér meö öllum verð- mætunum á einum staö. Þetta þurfum viö að hugsa vel út í. Hér heima er farið aö hrifsa töskur af fólki á götum úti og stela þeim á veitingahúsum. Er- lendis passar fólk sig betur á þessu. Þegar fariö er í ferðalög, eiga flestir einhvers konar geymslu til aö hafa sín verö- mæti einhvers staðar innan á sér. Feröamönnum á flugstöðvum og annars staðar þar sem verið er að burðast með allan farang- urinn, er best aö vera ekki með lausar töskur, þar sem auðvelt er aö hrifsa þær. í stórborgum og á fjölmenn- um feröamannastöðum er alveg nauösynlegt að fólk beri verö- mætin á sér. Sjálfsagt er aö nota öryggishólf hótela og geyma þar peninga og annaö sem þjófum þykir slægur í. Fara ekki út meö meira en þaö sem maður ætlar aö eyöa eöa nota áður en komið er heim á hótel aftur. Það er alveg ótækt aö vera meö allt sitt í veskinu erlendis og hér heima er því miður svip- aöa sögu ab segja. Um helgar er slíkt ástand í stærri þorpum ís- lands að hver þarf aö passa sínar eigur og hafa þær ekki allar dinglandi í einni tösku, þegar farið er út að skemmta sér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.