Tíminn - 07.10.1995, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.10.1995, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 7. október 1995 Frambærileg skemmtun Nokkub ber á ofbeldisatribum í„Nei er ekkert svar" en þab er skobun undir- ritabs ab þab orki mjög tvímcelis ab banna myndina innan 7 6 ára. dráttum má segja aö hér sé um sambland af Veggfóöri, Resevoir Dogs og Pulp Fiction aö ræöa, en þó em nokkur frumleg og vel gerð atriði í myndinni, sem gefa henni meira vægi. Aðalsöguhetja myndarinnar er Sigga (Heiðrún Anna), sem í upp- hafi hennar gefst upp á lífinu í sveitinni og skellir sér til Reykja- víkur. Dídí (Ingibjörg), systir hennar, er að fara að ganga frá sölu á eiturlyfjum, þegar hún bankar upp á hjá henni. Sigga flækist síðan óafvitandi í málið og reynir þá að hjálpa systur sinni við að sleppa frá laganna vörðum og misvitrum glæpa- mönnum á milli þess sem hún lendir í smávegis ástarævintýri. Söguþráðurinn er ekki flókinn og hver sena er ein heild, þar sem ekkert er klippt, og því er nokkurs konar „uppákomustíll" yfir öllu saman. Senurnar eru eins og stutt leikrit, sem tengjast síöan í atburðarás. Til að leggja áherslu á þetta og efnistök myndarinnar er kvikmyndataka Úlfs Hróbjartssonar hrá og skemmtileg í ætt við það, sem kallað hefur verið heimildar- myndastíll og Carlo Di Palma fullkomnaði í mynd Woody Allens, Husbands and Wives. Þetta hefur ekki sést áður að nokkru ráði í íslenskum kvik- myndum og ferst Úlfi þetta að mestu leyti mjög vel úr hendi. Tæknivinnslunni er þó ábóta- vant að mörgu leyti, en henni virðist einatt fórnað til að halda kostnaðinum niðri í íslenskum myndum og eins og svo oft áður kemur það verst niður á hljóð- inu. Leikstjórinn, Jón Tryggvason, sem gerði Foxtrott á sínum tíma, getur verið ánægður með a.m.k tvennt við myndina. Honum tekst vel upp í að virkja leikarana og að gera frambærilega afþrey- ingu. Á köflum er myndin spennandi og oft fyndin, en uppgjörið undir lokin hefði þó mátt vera frumlegra. Við þetta má bæta að Nei er ekkert svar mun líklega eldast betur en Foxtrott. Leikararnir standa sig flestir með ágætum og sérstaklega kem- ur Heiörún Anna Björnsdóttir á óvart í öðru aðalhlutverkanna. Þótt óreynd sé er frammistaða hennar til mikillar fyrirmyndar; framsögnin er skýr og hún virkar „ekta" í túlkun sinni. Leikur Ingibjargar Stefánsdóttur er nokkuð kaflaskiptur, stundum góður og stundum lélegur, og framsögnina verður hún að laga. Aðrir leikarar eru í minni hlut- verkum og af þeim standa Ari Matthíasson og Skúli Gautason sig vel í hlutverkum misheppn- aöra glæpamanna og Magnús Jónsson er góður í hlutverki unnusta Siggu. Nei er ekkert svar var sjálfsagt ekki ætlað að verða stórvirki í kvikmyndagerð. Hún er þó hin frambærilegasta skemmtun og Jón Tryggvason á sitt tækifæri skilið við úthlutun styrkja úr KvikmynfJasjóði. Fyrst hann gat gert þessa mynd fyrir 32 milljón- ir, sem er sáralítiö, meira að segja á íslenskan mælikvarða, þá hlýtur hann að géta gert mjög góða hluti með meira fjármagn á bak við sig. Að lokum er það skoðun gagn- rýnanda að fáránlegt sé að banna þessa mynd innan 16 ára þegar ljótari hlutir í erlendum kvik- myndum nægja ekki til að tekið sé svo hart á þeim af Kvikmynda- eftirlitinu. Kannski eru íslensk kvenmannsbrjóst eitthvað verri en erlend, eins og einhver benti á. Q S (U ^3 E ^ < s S v ^ s s 'ts vg § ® O 'N Nei er ekkert svar ★* Handrit: Marteinn Þórisson og Jón Tryggvason. Kvikmyndataka: Úlfur Hróbjartsson. Leikstjóri: jón Tryggvason. Abalhlutverk: Heibrún Anna Björnsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Ari Matthíasson, Skúli Cautason, Roy Scott, Michael Liebm- an og Magnús jónsson. Bíóborgin. Bönnub innan 16 ára. Upphaf myndarinnar er nokkuð skondið, því þar sést ung stúlka á hestbaki með íslenska náttúm í bakgmnni og maður gæti haldið að hér væri komin enn ein ís- lensk kvikmynd, þar sem náttúr- KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON an og umhverfið væri í einu að- alhlutverkanna. Það kemur þó fljótt í ljós að persónurnar em með allt aðra náttúm í huga en hina íslensku fjallasýn. Rauði þráðurinn í myndinni er nefni- lega eimrlyfjaviðskipti og uppá- komur tengdar undirheimum Reykjavíkurborgar. í grófum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.