Tíminn - 07.10.1995, Blaðsíða 24

Tíminn - 07.10.1995, Blaðsíða 24
Þú kemur til okkar hvenær sem er sólarhringsins, dælir sjálfur í MX sjálfsala og færð 1,20 kr. í afslátt Skelegg samkeppni ■■■■1 «.v Á stöðinni fæst að sjálfsögðu EEESÉ auk alls þess fjölbreytta vöruúrvals og f/rsta flokks þjónustu sem býðst á næstu Shellstöð. Skeljungur hf. IMý glæsileg — Shellstöð viö Birkimel i Reykjavik Á Birkimelnum hefur Skeljungur þjónað Vesturbæingum og öðrum sem þar hafa átt leiö um í yfir 30 ár. Laugardagur 7. október 1995 Álver eöa sínk á Crundar- tanga? Jón Sigurösson: Hélt að sínkið væri ekki lengur á dagskrá „Ég hef ekki heyrt orö um þetta sínkmál í fleiri fieiri mánuöi. Hins vegar kom hing- að maöur sem var á feröinni frá Columbia Aluminium. Okkar viöhorf almennt hér hjá fyrirtækinu er aö viö lítum svo á aö viö eigum aö reyna aö ýta undir iönþróun á svæöinu. Þaö geröum viö best meö því aö selja mönnum þjónustu til þess aö auðvelda sér aö koma sér fyrir í stað þess aö byggja allt frá grunni eins og við þurftum aö gera í upphafi," sagöi Jón Sigurösson forstjóri Islenska járnblendifélagsins hf. í sam- tali viö Tímann. Jón kvaöst hafa haldiö aö sínk- framleiðsla væri ekki lengur uppi á boröunum, Tíminn væri aö segja sér fréttir, þegar bent væri á aö Zinc Corporation of America væri enn meö áform um fram- leiöslu á íslandi á prjónunum. „Ég kannast nú ekki viö þetta álfyrirtæki, Columbia, en ég veit aö þaö er ekki stórt á amerískan mælikvarða. Ég var einmitt aö fá bréf frá Columbia-manninum áöan þar sem hann þakkar mót- tökurnar," sagöi Jón Sigurösson. -JBP „Grunnt á kyn- þáttafordómum" Æskulýðssamband íslands mun standa fyrir ráöstefnu um kynþáttahatur og varnir gegn því nú um helgina, 6.-8. okt. Ráöstefnan er haldin fyrir starfsfólk félagsmiöstööva, æskulýössambönd sem eru innan ÆSÍ og utan og fólk sem vinnur meö börnum og ungu fólki aö 20 ára aldri. Gylfi Þ. Gíslason, formaður ÆSÍ, segist verða var við for- dóma fólks útí þjóöfélaginu. „Viö förum bara fínt meö þetta, enda reýnir lítið á það enn sem komið er. En það er grunnt á kynþáttafordómum hjá okkur íslendingum." ■ 1. oktober Uppíýsingar uin síinanúiner innanlands Hva& er mjmerið hjá Siggu? 1. október 1995 - þriggja stafa þjónustunúmer Pósts og síma tekin í notkun til samræmis við önnur lönd Evrópu. 03 breytist í 118. POSTUR OG SÍMI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.