Tíminn - 14.10.1995, Page 4
^Wii
Laugardagur 14. október 1995
limw
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: jón Kristjánsson
Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson
Fréttastjóri: Birgir Cuömundsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 563 1600
Símbréf: 55 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf.
Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö ílausasölu 150 kr. m/vsk.
Leiöin til friðar
og framtíð Nató
Nú er beðið milli vonar og ótta um það hvort
vopnahlé, sem lýst hefur verið yfir í Bosníu, er
skref til varanlegs friðar eða ekki.
Ljóst er að sú leið er vandrötuð og þau sár, sem
styrjaldarátök og þungar fórnir mannslífa og verð-
mæta skilja eftir sig, verða ekki grædd á skömmum
tíma. Allir hljóta þó að vona að vopnahléð haldi
og tóm gefist til þess að ræða framtíðarskipan mála
í þessu stríðshrjáða landi.
Það er augljóst að þungar loftárásir Natóherj-
anna breyttu stöðunni milli aðila í umsátrinu um
Sarajevo. Hitt er einnig augljóst að vaxandi afskipti
Bandaríkjamanna af ástandinu þarna og þáttur
Holbrookes, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkja-
stjórnar og sérstaks samningamanns í málefnum
Balkanskaga, hefur verið mikilvægur. Það er hins
vegar langt í frá að öruggur friður sé kominn á, en
jafnljóst er að ef það tækifæri, sem nú er til sam-
komulags, glatast, eru miklar hörmungar fram-
undan.
Á sama tíma og þessir atburðir gerast á Balkan-
skaga ræða stjórnmálamenn beggja vegna Atlants-
hafsins um framtíð Nató og þróun samtakanna.
Þjóðir Mið- og Austur-Evrópu sækja á um aðild að
samtökunum, og eru ástæðurnar efnahagslegar og
pólitískar ekki síður en hernaðarlegar. Stjórnmála-
mönnum í Ungverjalandi, Póllandi og Tékklandi,
svo dæmi séu nefnd, er mikið í mun að taka þátt í
samstarfi Vesturlanda á sem flestum sviðum, og
telja það þjóna bæði efnahagslegum og öryggisleg-
um markmiðum.
Þetta veldur hins vegar vandkvæðum í sambúð-
inni við Rússa. Þeim er ekki um það gefið að aust-
urmörk Natósvæðisins fylgi landamærum Rúss-
lands, og ákvæði stofnsáttmála samtakanna um
sameiginlegar varnir gildi fyrir þjóðir sem eiga
landamæri að Rússlandi. Kosningar eru framund-
an í Rússlandi og það er einnig óttast að þessi at-
burðarás geti ýtt undir þjóðernis- og einangrunar-
sinnuð öfl þar í landi.
Þessi mál eru því vandmeðfarin fyrir Natóríkin,
og nauðsyn ber til að rækta samband við Rússa
eins vel og kostur er. Hins vegar má ekki heldur
loka dyrum á þær þjóðir sem knýja á um aðild.
Stefna íslensku ríkisstjórnarinnar hefur verið að
styðja stækkunina, en fara með gát í þessu efni og
setja ekki ákveðin tímatakmörk um aðgerðir.
Það er mjög áríðandi að Nató missi ekki trúverð-
ugleika í þessum jafnvægisdansi. Á þessum tímum
er styrk stjórn samtakanna afar áríðandi. Mútumál
framkvæmdastjóra þeirra gat vart komið upp á
óheppilegri tíma. Bandalagið er beinn þátttakandi
í stríðsátökum, þeim mestu í sögu sinni, og við-
kvæm stefnumótun fer einnig fram um afstöðuna
gagnvart Austur-Evrópu. Til þess að meðhöndla
þessi mál þarf óskipta starfsorku manns sem nýtur
trausts allra.
Birgir Gubmundsson:
Framsóknarmenn allra flokka
Ungir framsóknarmenn í
Reykjavík héldu fund í vikunni
um nýgeröan búvörusamning
og fengu Guömund Bjarnason
landbúnaöarráöherra og Jón
Baldvin Hannibalsson formann
Alþýöuflokksins til aö vera
frummælendur. Eins og eflaust
fleiri ákvaö sá sem þetta ritar aö
sleppa beinni útsendingu í sjón-
varpi frá landsleiknum við Tyrki
en fara þess í stað á fundinn
enda viðbúiö að þar yrði mikil
pólitísk flugeldasýning — tveir
landsliðsmenn úr pólitíkinni aö
takast á um heitt mál.
Því er skemmst frá aö segja aö
þó fundurinn hafi ábyggilega
verið skemmtilegri en landsleik-
urinn, létu pólitísku flugelda-
sýningarnar á sér standa og
kannski var merkilegasta atriðið
á þessum fundi einmitt það
hversu lítill pólitískur ágreining-
ur var á milli þessara (meintu?)
andstæöu skauta í landbúnaðar-
málum.
Varfærinn málflutn-
ingur
Jón Baldvin er vissulega ekkert
allt of hrifin af búvörusamn-
ingnum eins og hann kemur af
skepnunni. En málflutningur
hans er þó fjarri því aö vera skil-
yröislaus gagnrýni og fordæm-
ing. Þvert á móti fagnar Jón
Baldvin fjölmörgum hugmynd-
um í samningnum og gagnrýni
hans beinist fyrst og fremst að
því að menn hafi ekki endað í
útfærslum, sem líklegar eru til aö
skila tilætluöum árangri. Yfir-
vegun og varfærni formanns Al-
þýðuflokksins í þessari gagnrýni
var slík aö ég hélt um tíma aö
hann ætlaöi í forsetaframboð og
vildi því engan styggja. Svo er þó
sennilega ekki því hann átti líka
kunnuglega spretti þar sem
hann talaöi um ofstjórnaráráttu
framsóknarmannanna í ríkis-
stjórnarflokkunum og hvérsu
hún skerti dómgreind þeirra.
Þemaö í málflutningi Jóns Bald-
vins á þessum fundi var þó að í
búvörusamningnum fælust já-
kvæð markmiö og hann gekk
meira að segja svo langt, bæöi á
þessum fundi og í útvarpsviötali
daginn eftir aö fagna því sérstak-
lega aö Framsóknarflokkurinn
heföi nú séð aö sér í landbúnað-
armálum og ætlaöi loksins að
brjóta upp kerfið. Hann sagðist
geta tekiö undir með frelsaran-
um, aö það væri meira fagnaðar-
efni þegar einn syndari sneri aft-
ur en 99 réttlátir.
En þaö er rétt aö halda gagn-
rýninni líka til skila og Jón Bald-
vin segist vissulega uggandi um
framkvæmdina og útfærsluna og
sérstaklega ab menn væru aö
draga þaö í tvö ár aö afnema
kvóta og verölagningarkerfiö.
Þannig taldi hann til dæmis að
trúlega væri samningurinn of
dýr og hann efaðist líka um aö
birgða og neysluforsendur stæö-
ust. Hann virðist líka í vafa um
aö tilboð um uppkaup séu nægj-
anlega girnileg til aö hafa tilætl-
uö áhrif.
Kerfisbreytingin
Gubmundur Bjarnason lagöi á
þessum fundi, og hefur líka gert
þaö annars staöar, áherslu á ab
hér sé verið aö gera samning um
kerfisbreytingu og þess vegna
séu líkurnar meiri til
aö hann gangi upp
en sá síðasti. Það er
einmitt þessi kerfis-
breyting, þar sem
sauöfjárræktin fetar
sig út úr núvernadi
kvóta og verðlagn-
ingakerfi, sem menn
virðast sammála um
að koma til fram-
kvæmda. Ágreining-
urinn er hins vegar
um útfærsluna og
e.t.v. hvert hraðahá-
markiö eiga að vera á
þeirri ferö. Hinn pól-
itíski ágreiningur er
m.ö.o. ekki nærri eins djúpstæö-
ur og slagorðin og kalkúnalapp-
akómedían gætu gefið tilefni til
aö ætla. Þaö virðist því engum
vafa undirorpiö lengur aö Jón
Baldvin er kominn í hlóp „fram-
sóknarmanna allra flokka", svo
innilega glaður er hann yfir
„syndaranum sem sneri aftur".
Rétt er að rifja upp að búvöru-
samningurinn er samningur
tveggja aðila, en ekki tilskipun
ríkisstjórnarinnar. Hann er því
heldur ekki óskaniöurstaða
neins sem aö honum stóð. Ríkis-
stjórnarflokkarnir og bænda-
samtökin hafa einmitt bent á
þetta, en jafnframt undirstrikaö
aö það sé betra aö semja um ein-
I
tímans
rás
hverja málamiðlun en láta máliö
dankast og springa svo í loft
upp. Vægi gagnrýni Jóns Bald-
vins á tekníska útfærslu samn-
ingsins ber þar af leiðandi ekki
aðeins að skoöa í ljósi þess sem
Jón Baldvin hefur sagt um mark-
miö samningsins. Hann veit
auövitaö sem reyndur stjórn-
málamaöur að stjórnmálin snú-
ast ekki um ab berjast viö vind-
millur ýtrustu hugsjóna. Þau
snúast um að gera þá hluti sem
- eru mögulegir og í þessu tilfelli
ráðast möguleikarnir aö miklu
leyti í samningaviðræöum.
Framsóknararmur
kratanna
Hin nýja pólitíska staða, sem
komin er upp í þessu búvöru-
samningsmáli öllu saman, er að
Jón Baldvin Hannibalsson birtist
sem leiötogi framsóknararms Al-
þýöuflokksins og gagnrýnir
tæknilega útfærslu ■samningsins
vegna þess aö hún muni ekki
virka nægjanlega vel til ab ná
fram hinum góöu markmiðum.
Þetta er nákvæmlega sama staöa
og virðist uppi með leiðtoga
framsóknararms Sjálfstæöis-
flokksins, Egil Jónsson. Hann
hefur kvatt sér hljóös, eins og
Jón Baldvin, um búvörusamn-
inginn og sagt stefnumörkunina
ásættanlega (markmiðin) en ým-
is útfærsluatriði gölluö. Egill
nefnir raunar heimaslátrunina
sérstaklega til sögunnar í þessu
sambandi og hefur lýst áhyggj-
um sínum yfir því að hún muni
aukast. Vissulega koma koma
þessir tveir „framsóknarmenn
allra flokka" að málinu úr nokk-
uö ólíkum áttum, en þeir fallast í
fabma í þessu máli, nokkuð sem
hlýtur ab teljast til pólitískra tíð-
inda.
En þaö er þó ekki hægt aö
leggja gagnrýni þeirra fóst-
bræöra alveg aö jöfnu. Annars
vegar er stjórnarandstæöingur
sem ekki hefur haft tækifæri til
að sétja mark sitt á samnings-
gerðina. Hins vegar er varafor-
maður landbúnaöarnefndar og
landbúnaöarmógúll í öðrum
stjórnarflokknum sem stendur
að gerð samningsins. Auk þess
vekur athygli aö Egill er ekki
einn þingmanna Sjálfstæöis-
flokksins sem er að skapa sér sér-
stöðu í þessu máli, þeir eru marg-
Baktrygging?
Auðvitað getur enginn veriö
viss um aö samningur til langs
tíma, samningur sem þar að auki
er málamiðlun, muni ganga eftir
í einu og öllu. Þaö væri raunar
merkilegt ef svo væri og engir
hnökrar kæmu upp. Hins vegar
þykir almennt drengilegt að þeir
sem gera slíka samninga og
standa að þeim, reyni aö fylkja
sér um þá niðurstöðu sem fæst,
þó svo aö veriö sé aö taka ein-
hverja pólitíska áhættu. Þess
vegna kemur heldur ekki á óvart
að undiralda sé meðal fótgöngu-
liðsins í Framsóknarflokknum,
þar sem sú skoðun heyrist aö
hópur sjálfstæöisþingmanna sé
að kaupa sér pólitíska tryggingu
gagnvart því aö búvörusamning-
urinn misheppnist að einhverju
eða öllu leyti. Þeir geti þá síöar
vísaö til þess að þeir hafi alltaf
verið með efasemdir um hann.
Framsóknarmaður, sem
hringdi á ritstjórn Tímans í gær-
morgun, haföi einmitt orð á
þessu og taldi fulla ástæöu til að
fylgjast meö því hvort íhaldið
ætlaöi aö koma sér undan
ábyrgö af búvörusamningnum
og láta framsókn eina sitja uppi
með málið ef svo illa vildi til aö
eitthvað færi úrskeiðis. Þeir hafi
jú stundaö þetta í samstarfinu
viö krata. Vissulega veröur fróð-
legt að fylgjast meö málflutni
sjálfstæðismanna í þinginu og
þá ekki síður málatilbúnaöi Jóns
Baldvins, sem nú er orðinn að
einum hinna víöfrægu „fram-
sóknarmanna allra flokka". En
þar er vitaskuld líka komin skýr-
ing á óvæntum kærleikum Jóns
og Páls Péturssonar, sem saknar
Jóns svo mikið aö hann hrein-
lega auglýsir eftir honum úr
ræðustól Alþingis og bibur að
hann komi sem fyrst úr fríi!