Tíminn - 11.11.1995, Side 1

Tíminn - 11.11.1995, Side 1
* * ✓ mEvmz/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 STOFNAÐUR 1917 Þaö tekur aöeins eittti ■ ■ ■virkan dag þínuttt til skila PÖSTUR OGSÍMI 79. árgangur Laugardagur 11. nóvember 1995 213. tölublað 1995 íslandsbanki opnar úti- bú í Mývatnssveit: Tveir bankar bítast um 500 manns „Þetta hefur gengib alveg stór- kostlega, móttökurnar eru frá- bærar. Það er búib ab vera fullt út úr dyrum alveg frá því ab vib opnubum og búib ab stofna marga reikninga," sagbi Örn Björnsson, útibússtjóri íslands- banka á Húsavík, en bankinn var ab opna nýjan afgreibslu- stab í Hótel Reynihlíb í Mý- vatnssveit í gær. Örn segir ab tildrög opnunar- innar megi rekja til þess að bank- inn hafi fundið fyrir nokkrum þrýstingi frá fólki og fyrirtækjum í Mývatnssveit, síðastlibin 2 ár, enda hafi borið á óánægju meb bankaþjónustu á svæðinu. Spari- sjóður Mývetninga hefur fram til þessa verið eina bankastofnun heimamanna. Örn segir aðspurður hvort markaður sé fyrir tvo banka í 490 manna byggðarlagi, að hann telji svo vera. „Á Húsavík eru 2500 manns og þar eru þrír bankar auk þess sem Sparisjóbur Mývetninga hefur líka átt viðskipti. Við reyn- um að gera þetta eins ódýrt og hægt er, höfum m.a. léttar og ódýrar innréttingar." Áfgreiðslutími hins nýja útibús verður í fyrstu frá 12-16 alla daga vikunnar en útibússtjórinn segist vonast til að hægt verði ab þjón- usta Mývetninga allan daginn allt árið um kring. Á sumrin verður opnunartími bankans frá 9.15- 16.00 og bendir Örn á að fjöldi ferðamanna viö Mývatn nemi frá 900 manns og upp í 1300 yfir sumartímann. Tvær konur koma til með að starfa í afgreiðslunni til að byrja með, báðar úr Mývatns- sveit. -BÞ Umrot í afengis- malum á Islandi Sjá bls. 3 Guöbjörn Jóhannesson, 84 ára trillukarl var oð dytta aö báti sínum, Félaganum, úti á Cranda í gœr. Cuö- björn sagöi œvisögu sína þannig: „ Sex ára fór ég á sjóinn fyrst/ síöan hef ég oft úti legiö./ Margoft hef ég af miöum yst/ mikinn afla aö landi dregiö./ Þó illviöra blési aö mér rokan,/ aldrei lét í minni pokann." Tímamynd cs Siv Friöleifsdóttir vill ab rábherrar hverfi afAlþingi, hún telur líka hugsanlegt ab fcekka þingmönnum: Ráöherrar sitja báðum megin við borðið Siv Fribleifsdóttir alþingismabur vill ab rábherrar hverfi frá störf- um á Alþingi. Hún hefur flutt frumvarp til stjórnskipunarlaga þar sem lögb er til breyting á 51. grein stjórnarskrárinnar sem hefst á orbunum: „Rábherrar mega ekki eiga sæti á Alþingi". Þar segir þó ab rábherrar eigi rétt á ab taka þátt í umræbum eins oft og þeir vilja og svara fyrir- spurnum, en gæta verbi þeir þingskapa. Siv telur jafnframt rétt ab skoba hvort ástæba sé til ab fækka þingmönnum. í greinargerbinni meb frum- varpinu er bent á aö hugsunin með þrískiptingu ríkisvaldsins í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald sé sú aö hver vald- hafi um sig takmarki vald hins en hver hluti ríkisvaldsins fyrir sig átti þó ab vera sem sjálfstæðastur. Þrátt fyrir aö stjórnarskrá íslands byggist á þessum hugmyndum geri hún ráð fyrir að ráðherrar geti starfaö hvort tveggja, sem fulltrúar framkvæmdavaldsins og einnig löggjafarvaldsins, sitji báöum megin borðsins. Mirwsta mjólkurstöö landsins er í góöum málum í fyrstu tilraun sinni á Reykjavíkurmarkaöi: Fimmtán þúsund lítrar af súrmjólk seldir á tveim vikum Minnsta mjólkurstöb landsins, Mjólkursamlag Norbfirbinga hf. í Neskaupstab, meb abeins tvo starfsmenn, hefur gert góba inn- rás í höfubborgina. Súrmjólk ab austan hefur selst vel hjá Bónus, 15 þúsund lítrar á rúmlega 2 vik- um. „Þetta er miklu meira en við bjuggumst við. Við vorum ekki undir þessi ósköp búnir. Viðbrögðin hafa verið mjög sterk í Reykjavík. Heilu dagana er ekkert til af súr- mjólkinni í Bónus. Ef vib hefbum getað framleitt meira hefði salan oröin meiri. En við fáum ekki meiri mjólk á svæbinu og höfum ekki get- að framleitt meira. Við höfum keypt pakkaða mjólk ofan af Egils- stöðum," sagði Snorri Styrkársson framkvæmdastjóri mjólkursamlags- ins, sem vinnur hjá samlaginu í hlutastarfi. Jeff Clemmensen er mjólkur- tæknifræðingur og stýrir framleiðsl- unni. Hann er frá Nyköbing Falster á Lálandi í Danmörku en hefur starfab síðustu 6 árin í Neskaupstað. Með honum er einn starfsmaður, Guðni Hannesson, sem er ab læra mjólkuriðn. „Þetta eru ekki sömu uppskriftir og ég notaðist vib í Danmörku, þeim hef ég breytt töluvert," sagbi Jeff Klemmensen mjólkurfræðingur hjá Mjólkurbúi Neskaupstabar, þeg- ar Tíminn spjallabi vib hann í gær. Hann var ab vonum afar ánægbur meb vibtökurnar á framleibsluvöm sinni og félaga síns. -JBP „Ég hef séð þaö í störfum þings- ins að ráðherrarnir sitja í þing- flokkunum og geta haft úrslita- þýðingu ef til atkvæöagreiöslu kemur í þingflokknum. Mér finnst aö þeir eigi ekki að vera þar meö það vald sem þingmenn hafa. Eg tel aö ráðherrar geti orð- iö of ráöandi afl," sagði Siv Frið- leifsdóttir í gær. „Við erum með mjög góða ráö- herra og ég vil að kraftar þeirra nýtist sem best á þeim vettvangi. Þingmennskan ein og sér er krefj- andi starf og álagið á þá sem sinna ráöuneyti, þingmennsku og kjördæmi veröur einfaldlega of mikið," sagi Siv Friöleifsdóttir. Siv leggur til aö alþingismenn sem veröa ráöherrar hverfi frá þingmennsku en varamenn þeirra taki við. Þegar ráöherra hættir í því embætti eigi hann rétt á þingsæti sínu aftur. Breyt- ingar á stjórnarskrá eru nokkuö vandmeöfarnar og segir Siv ab hún geri sér það vel ljóst. Því reikni hún ekki meö ab frumvarp- ib nái fram að ganga á þessu þingi. Eigi að síður segir hún aö löngu sé tími til kominn að þing- menn ræði þetta mál af alvöru. -JBP

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.