Tíminn - 11.11.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.11.1995, Blaðsíða 10
10 WítvAvM Laugardagur 11. nóvember 1995 Þórbur Kárason hjá Ásprent-Pob: Prentverkefni víbsvegar að af landinu til Akureyrar Þóröur Kárason markaösstjóri hjá einni af aöalprentvélum fyrirtœkisins. Tímamynd: w „Ég geri ráö fyrir aö viö not- um fast aö 300 tonnum af pappír á ári," sagöi Þóröur Kárason, markaösstjóri Ás- prents-Pob en eigendur Ás- prents keyptu prentrekstur Pob fyrr á þessu ári. Meö kaupunum sameinuöust tvær stærstu prentsmiöjurn- ar á Akureyri og mynda nú fullkomnasta prentiönaöar- fyrirtæki utan Reykjavíkur. Þóröur Kárason segir aö meö sameiningunni hafi skapast betri aöstaöa til þess aö starf- rækja prentsmiöju á lands- vísu en auk þess '’aö leggja áherslu á aö þjóna heima- markaöinum þá tekur Ás- prent-Pob nú aö sér allskyns prentverk víösvegar aö af landinu og er höfuöborgar- svæöiö þar engin undan- tekning. Eitt þeirra verka sem Ás- prent-Pob hefur nýlega tekiö að sér er prentun farmbréfa fyrir flutningsaöila hér á landi. Farmbréfin hafa veriö sam- ræmd og unnu starfsmenn Ás- prents-Pob að hönnun þeirra ásamt aöiium flutningafyrir- tækjanna. Þóröur Kárason seg- ir að þetta sé eitt stærsta prent- verkefni sem prentsmiðja ut- an höfuðborgarsvæðisins hafi tekið að sér og trúlega það stærsta frá því að Prentverk Odds Björnssonar hf. tók ab sér prentun tékkhefta fyrir Landsbanka íslands. Ásprent- Pob sinnir tékkheftaprentun- inni ennþá en með aukinni notkun rafrænna greiðslu- miðla hefur notkun tékka dregist mikið saman og prent- un heftanna því mun minni en þegar tékkar voru lang al- gengasti greiðslumáti lands- manna. Farmbréfin eru öll prentuð í tölvutæku formi og tengist gerð þeirra auknu sam- starfi og samvinnu flutning- smiðla. Bréfin eru stöblub að öðru leyti en því að auður reit- ur er fyrir nafn viðkomandi flutningsaðila þar sem tölvu- kerfi hans prentar viðkomandi nafn á haus farmbréfsins. Á kafi í jólabók- unum Haustið er annatími prent- ara því þá stendur prentun jólabókanna yfir. Þórður Kára- son segir Ásprent-Pob koma af fullum þunga inn í þá prent- vinnu auk þess sem þessari ár- tíð fylgi margháttuð önnur prentun og mætti nefna daga- töl og dagbækur fyrir komandi ár í því, sambandi og hafi prentsmiðjan tekið að sér ým- is slík verkefni fyrir aðila víðs- vegar um landið. Hann segir að þótt fyrst og fremst sé stefnt að því að sinna heima- markaði þá aukist verkefni frá öðrum landshlutum stöðugt. Sem dæmi um blaðaprentun megi nefna að nú prenti Ás- prent-Pob blöð sem komi út á Egilstööum og á ísafirði. Ás- prent-Pob rekur fullkomna vél til prentunar á tölvupappír og er að sögn Þórðar Kárasonar eina fyrirtækið á landsbyggðin sem sinnir slíkri starfsemi. Þórður kvaðst telja að um 200 til 250 verk fari í gegnum prentsmiðjuna á hverjum mánuði en geta verði þess að um misjafnlega stór verkefni sé að ræða og segir fjöldatalan því ekki alla söguna um um- fang starfseminnar. Hún sé þó alltaf að aukast og til marks um það megi nefna að nú hafi verið tekið upp vaktafyrir- komulag í prentsal þannig að vélarnar séu í gangi meirihluta sólarhringsins. Tækniþróunin er mjög ör Þórður Kárason segir þróun- ina í prenttækninni mjög hraba og því sé nauðsynlegt að fylgjast vel með og endur- nýja þutfi tæki reglulega. Sam- keppnin byggist fyrst og fremst á gæbum og í nútíma prentiðnaði megi aðeins bjóba það besta. Hann nefndi sem dæmi að fyrir um tveimur ár- um hafi fyrirtækið fjárfest í fullkominni tveggja lita prent- vél en einu og hálfu öbru ári síðar hafi hún ekki fullnægt þeim kröfum sem voru geröar og þá var fjárfest í fjögurra lita prentvél af fullkominni gerð. Án slíkra tækja væri útilokaö ab veita þá þjónustu sem fyrir- tækib gerir og einnig að vinna á samkeppnismarkaði um prentverk á landsvísu. Þórður sagði að vegna auk- inna verkefna í kjölfar samein- ingar Ásprents og Pob hafi skapast verkefni fyrir fleira fólk í prentsmiðjunni en gert hafi verið ráb fyrir í upphafi. Vib sameininguna hafi ekki þurft að grípa til neinna upp- sagna og nú vanti fyrirtækið reynda prentara til að vinna meb prentvélarnar. Það virbist vera til nóg af fólki til aö sinna útlitshönnun, umbroti og filmuvinnu en gömlu „trukk- prentararnir" eins og Þórður orðar þab hefur fækkað. Þórb- ur sagði að prentiðnaðurinn á íslandi standi mjög framarlega tæknilega séb og bætir við aö prent- og fiskiðnaður séu tald- ar til þeirra iðngreina þar sem landinn skari framúr. Eins og á sveitabæ fyrr á tímum Ásprent-Pob er rekið sem fjölskyldufyrirtæki og sagði Þórður ab þab minnti svolítið á sveitabæ fyrri tíma þar sem stórfjölskyldan hafi stabib saman að búrekstrinum. For- eldrar hans, þau Rósa Guð- mundsdóttir og Þórbur Kára- son, prentari, stofnuðu fyrir- tækið fyrir um einum og hálf- um áratug og hafa unnið að uppbyggingu þess síðan. „Vib bræburnir vinnum hér allir og þegar vib fórum ab búa komu konurnar einnig til starfa. Þetta er ef til vill sérstætt en uppbygging prentsmiðjunnar hefur kostað mikla vinnu og ég held að þetta hefbi aldrei gengib ef allir fjölskyldumeð- limir hefðu ekki verið vel mebvitaðir hvað við vorum að ráðast í. Ég veit ekki hvort konan samþykkti að ég sæist tæpast heima heilu sólar- hringana ef hún væri ekki þátttakandi í þessu meb mér og okkur," segir Þórður Kára- son. Vikuleg dagskrá og 20 þúsund bækur á mánuöi Ásprent-Pob gefur út viku- lega dagskrá í um 9000 eintök- um til dreifingar á Akureyri og á Eyjafjarðarsvæðinu. Dag- skráin er fyrst og fremst aug- lýsingamiðill þar sem hliðsjón er höfb af formi teiknimynda- sögunnar við uppbyggingu. Uppsetning dagskrárinnar er myndræn eins og nútíma prenttækni gefur tilefni til og fullkomin litaprentun gefur henni líflegan blæ. Auk dag- skrárinnar stendur Ásprent Pob fyrir bókaútgáfu í nafni dótturfyrirtækis síns Ásútgáf- unnar. Á hennar vegum koma reglulega út sex bókartitlar í hverjum mánuði eða um 20 þúsund bækur. Að sögn Þórð- ar Kárasonar er þar aðallega um svonefndar afþrengingar- bókmenntir að ræða og þá einkum léttar ástarsögur. Að- spurður um hvort ekki væri mikið starf að finna nægilega góðar og hentugar bækur til útgáfu kvað hann svo vera. Hann sagði að nokkrir þýð- endur störfuðu á vegum fýrir- tækisins sem önnuðust það starf ab hluta með fjölskyld- unni auk þess ab snúa sögun- um á móðurmálið en þær eru að miklu leyti eftir erlenda höfunda. -ÞI Steingrímur J. Sigfús- son: 011 stóriðj- an fyrir sunnan Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Norðurlands eystra, sagði á Alþingi í um- ræðum um skýrsíu byggða- stofnunar að svo virtist sem allar stóriðjuframkvæmdir, sem nú væri talað um, eigi að verða á suövesturhorni lands- ins. Hann sagði stækkun ál- versins í Straumsvík ákveöna, rætt um byggingu álvers am- erískra aðila á Grundartanga, umræður vaknaðar um álver- ið á Keilisnesi í kjölfar þess og fjórða hugsanlega stóriðju- framkvæmdin væri nýr ofn í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Steingrímur sagði að á sama tíma og þessar umræður um stóriðju fari fram séu fram- kvæmdir á landsbyggbinni skomar niður í fjárlagafmm- varpi. Þannig megi nefna að vegaáætlun sé skorin niður um helming og flugmálaáætlun hreinlega slátrað. - Þl Halldór Blöndal, samgöngurábherra: Viðbótareldsneytisgeymir vib Egilsstabaflugvöll Halldór Blöndal, samgöngu- ráöherra, segir ætlunina aö auka við birgöir af þotuelds- neyti við Egilsstaöaflugvöll til þess að auka möguleika á notkun vallarins sem vara- flugvallar fyrir Keflavíkur- flugvöll. Það kom fram í svari ráðherrans viö fyrirspum Jóns Kristjánssonar, þingmanns Austfirðinga, um hvort auka eigi möguleika Egilsstaðaflug- vallar til þessarar þjónustu og einig hvort efna eigi til auk- innar kynningar á vellinum og möguleikum hans. Jón Kristjánsson sagði að eldsneytisgeymar væm illa stabsettir gagnvart flugumferð á vellinum eftir ab flugvéla- hlað hafi verið fært. Staðið hafi til að færa geymana ab lokinni byggingu nýrrar flug- stöðvar en ekkert orðið úr því. Halldór Blöndal sagði ab Skelj- ungur hf. væri með eldsneytis- geyma á Egilsstabaflugvelli og hafi flugmálastjórn oftsinnis ítrekað þab við félagið að færa geymana. í bréfi frá Skeljungi til flugmálastjórnar nýverib hafi félagið lýst því yfir að þab hefði ekkert bolmagn til þess að kosta slíka framkvæmd þar sem tekjur af eldsneytissölu þar gæfu ekkert tilefni til þess. Engu að síður væri ætlunin að leysa vaxandi eldsneytisþörf meb aukageymi. í máli sam- gönguráðherra kom einnig fram að Egilsstabaflugvöllur hafi verib kynntur á ráðstefnu um flugsamgöngur á Norður- Atlantshafi haustið 1994 og möguleikum hans komið á framfæri með auglýsingum víðar. -ÞI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.