Tíminn - 11.11.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.11.1995, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 11. nóvember 1995 María Guömundsdóttir; Ijósmyndafyrirsœta og tískuljósmyndari, segir í viötali viö Tímann aö nú sé hún eins og fuglinn frjáls eftir aö hafa rifjaö upp œvi sína í bókarsmíöi meö Ingólfi Margeirssyni María Guðmundsdóttir, andlitið sem prýddi tískutímarit vestan hafs og austan á annan ára- tug. Hér eru þau María og Ingólfur Margeirsson, sem skráði sögu Maríu. Tímamynd cs Úr síldarævin- týri á Ströndum íheimalþjóð- legra glaumgosa „Ég held ab uppruni minn hafi hjálpab mér til ab lifa í útlandinu. Þab hefur aldrei verib mér til tra- fala ab koma frá Djúpuvík á Ströndum, þab er öbru nœr," sagbi María Gubmundsdóttir í samtali vib Tímann núna í vik- unni. Þab fer vart á milli mála ab María upplifbi œskuna á Strönd- um afar sterkt og þangab segir hún ab hugur sinn leiti oft. Síbur til Reykjavíkur. „Reykjavík er öbruvísi en Djúpavík. Ég leita ekki beint til Reykjavíkur í huganum, frekar til œttingja og vina sem þar búa, en mest hugsa ég norbur til Djúpuvíkur," sagbi María í stuttu spjalli vib Tímann. María er 53 ára gömul í dag. Hún ber þann aldur vel, eins og vænta má. Hún mætir blaðamanni og ljósmyndara með brosi á vör, tildurslaus og án allrar til- gerðar. Hún segir að bókin hennar og Ingólfs hafi unnist vel og gefið henni kærkomið tilefni til að líta yfir farinn veg og gera upp við fortíðina. Frá draugabæ til Parísar með viðkomu í Reykjavík María Guðmundsdóttir kom til Reykjavíkur sem unglingur, .þegar Djúpavík var nánast orðin að draugabæ — síldin var horfin og mikið mannlíf með. María virðist samkvæmt bók hennar ekki hafa unað sér nema í með- allagi í borginni, þrátt fyrir góða vini og kunningja sem hún eignaðist brátt. María varð kunn fyrir íþróttamennsku, handbolta og spjótkast, dálítið stráksleg í töktum, en vinsæl og skemmtileg. Og svo einn daginn árið 1961 gerðist það aö henni var boðið að vera með í Feg- urðarsamkeppni íslands. Þar sigraði hún, aðeins 19 ára aö aldri. Það var þó ekki beinlínis upphafið að ferli hennar sem ljósmyndafyrirsætu. Það gerðist fyr- ir tilviljun — eða voru það örlögin? — á hárgreiðslustofu í París 1962. Frægb, frami og hamingja Fyrr í vikunni tyllti heimskonan Mar- ía sér niður á skerið okkar í einn dag, áð- ur en hún hélt áfram för sinni frá París til Bandaríkjanna. Strandastúlkan María Guðmundsdóttir, sem hafði upplifað ótrúlegt síldarævintýri og óvenjulegt mannlíf í Djúpuvík sem barn og ung- lingur, gerðist eftirsótt fyrirsæta og heimskona í París og New York um ára- bil. í erli þess starfs og í hinum lokaða heimi þar sem heimstískan er sköpuð lifði hún og hrærðist sem þátttakandi og gerir raunar enn. Því starfi hlaut að ljúka og þá tók annað við. María og Ing- ólfur Margeirsson sátu við í allt sumar hér heima og ytra og rifjuðu upp. Avöxtur þess samstarfs er myndarleg bók, sem komin er á markaöinn, María — konan bak við goðsögnina. í þeirri bók má lesa að frægö og frami þýðir ekki endilega mikil hamingja. í bókinni má lesa um hrottafengna árás í New York, það er rætt um tómleikann, kvíðann, skyndiástirnar, áfengi og fíkni- efni, sjálfsmorðstilraun, einsemd og óöryggi. Frægð og frami kosta sitt. Ríka og fræga fólkiö — fólk eins og ég og þú — / bókinni þinni má lesa að þú hefur verið samvistum við ýmsa þekktustu glaumgosa sjöunda áratugarins, þotuliðið svonefhda. Er lífið íþeim hópum ekki frem- ur innantómt líf? „Þetta er frekar svona eins og ég hafi- fengið að kíkja inn í ýmsa heima, feng- iö að taka þátt í ýmsum hlutum mis- munandi þjóðfélagshópa. En þarna fest- ist ég aldrei. Þaö er oft talað um að ríkt fólk, fólk með alls konar titla, sé öðru- vxsi fólk. Auðvitaö er þetta bara fólk eins og ég og þú, meö sínar sorgir og sína gleði og sína baráttu. Sá ríki þarf að berj- ast fyrir annaö en sá fátæki. í þessum ríka heimi eru margs konar manngeröir. Ég segi ekki að ég hafi viljað dvelja lengi í þessum hópi. En ég get ekki tekið und- ir að þessi heimur sé innantómur með öllu. Ég var tvítug, þegar ég kynntist þessu fólki og lífi þess. Auðvitað var þetta framandi fyrir mér, en ég var svo ung og var fljót að aölaga mig nýjum hlutum," segir María. í bókinni um Maríu er greint frá ýms- um náungum úr iðjuleysisliði Parísar, sem María kynntist þegar hún gat sinnt hinu ljúfa lífi stórborgarinnar. Þar eru nöfn eins og Rubirosa, Gunther Sachs, Edward Kennedy og fleiri og fleiri ríkir og dáðir einstaklingar, sem hafa fyllt kjaftadálka dagblaðanna. „Það var í rauninni óraunveruleg til- finning að bíða eftir að sjá fyrstu for- síðumyndina af sér í Jardin du Monde," segir María. Hún segir frá því skemmti- lega í bókinni hvernig bún beið eftir að blaðasalinn í götunni opnaði morgun einn. „Þessi sérstaka berskjaldaða og sakleysislega tilfinning hvarf síöan með tímanum, þetta er vinna eins og margt annað og nýnæmið hvarf," segir María. Þrítug fyrirsæta er orðin gömul. María starfaði óvenju lengi eða í 14 ár. María segir að ýmislegt komi til að fyrirsætur „lifa" stutt, meðal annars nýjar og sí- breytilegar kröfur markaöarins og eins vegna þess að auglýsendum og öðrum finnst fyrirsætan hreinlega orðin ofnot- uð. „Ég var ekki bitur þegar ég varð að hætta aö sitja fyrir. En auðvitað vaknaði þá sú óþægilega spurning hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur. í rauninni var ég búin að fá leið á starfinu, ég var búin að vera lengur í þessu en ég hafði áhuga á," segir María. Það sem við tók, var ljósmyndun. María skipti um hlutverk og tók við starfi sem hún hafði kynnst vel í gegn- um árin. María segist yfirleitt ekki vera sama hörkutólið sem ljósmyndari og sumir þeirra ljósmyndara sem hún vann með á ferli sínum. En hún geri vissar kröfur til fyrirsætna sem hún myndar. Þekkt andlit án nafna „Það ganga ýmsar sögur um það að ég sé alveg fjallrík, en ég gef ekkert út á það," segir María og hlær þegar spurt er um tekjuhliðar fyrirsætustarfsins. Hún segist ekki fylgjast með alls konar sögu- sögnum sem um sig hafi gengið. Það er þó alveg ljóst að María var geysivinsæl sem ljósmyndafyrirsæta, allt frá fyrstu stundu, og þær eru mun betur launaðar en sýningarstúlkurnar, eða voru það á þessum árum. Tískublöð, sem birtu myndir af Maríu, birtu ekki nöfn módela, en það eru þau farin að gera í dag. María hlaut því ekki nafnfrægð eins og fólk í hennar fagi ger- ir í dag. „Við vorum þekkt andlit án nafna. Núna í dag er þessu öðruvísi farið," sagði María. Gifting og börn voru ekki á dagskrá — Manni dettur í hug hvort þú hafir hugleitt hvemig lífþitt hefði orðið sem hús- móðir með karl og marga krakka? „Gifting var einhvern veginn ekki áhugamál mitt, svo einkennilegt sem það má nú vera, og þarafleiðandi ekki börn. Það má vera að þetta komi til út af minni frumbernsku, ættleiðingu sem orkaöi mjög sterkt á mig. Maður getur ímyndað sér eitt og annað, en veit auð- vitað ekki hvernig slíkt líf hefði orðið. Örugglega hefði það orðið allt öðruvísi, kannski ekki svona viðburðaríkt, maður veit það þó ekki fyrir víst. Sem betur fer, segi ég nú," sagði María. Kjörbarn — þungbær vitneskja María var kjörbarn foreldra sinna, Guömundar Guðjónssonar, verksmiðju- stjóra í Djúpuvík, og konu hans, Ragn- heiðar Hansen. Hún var orðin stálpuð, þegar hún fékk að vita óvænt frá utan- aðkomandi að hún væri kjörbarn. Þessi vitneskja varð Maríu þungbær um lang- an tíma. „Það vöknuðu margar spurningar í huga mér, til dæmis um það hvers vegna móðir mín hefði yfirgefiö mig, hvers vegna hún hefði ekki viljað eiga mig. Hún átti mig með breskum manni, sem fór úr landi áður en ég fæddist. Ég veit nafnið hans, það frétti ég bara ný- lega. Það skeði svo mikið á þessu ári sem við Ingólfur unnum að bókinni, ég komst aö endapunkti í mörgum málum og það var til góðs fyrir mig. Faðir minn er sagður hafa Iátist í stríðinu, hann var skotinn niður í orrustuflugvél yfir Norð- ur-Afríku. Annars er það svo skrítið að þetta allt skipti mig ekki miklu máli. Ég hef þessa vitneskju frá móður minni og eins eftirlifandi eiginmanni konunnar sem ól mig, Laufeyjar, sem giftist til Am- eríku," segir María. Líflb hefur leikið mig vel „Þessi bókarsmíð með Ingólfi hefur gert mér mikið gagn. Nú líður mér eins og fuglinn frjáls og ekkert er eftir annað en góöar minningar, ég hef hreinsað til í ýmsum skúmaskotum hugans. Mér finnst lífið hafa leikið mig vel. Margt hefði ég ekki viljaö upplifa, en úr því maður þarf að upplifa ýmsa óþægilega reynslu, þá er það skrítið að finna hversu miklu sterkari maður kemur út úr uppbyggingunni, ef maður er svo lánsamur að maður nær að vinna úr vandanum," sagði María Guðmunds- dóttir að lokum. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.