Tíminn - 11.11.1995, Blaðsíða 14

Tíminn - 11.11.1995, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 11. nóvember 1995 Hagvrbinaaþáttur ÖLDIN Fjölmiðlaöld fréttavaðall, sem flesta œrir. Tækniöld og tækniaðall, sem tekjur færir. Stórslysaöld í umferðinni, ofmikill hraði í veröldinni. Hjá köppum er andinn keppni hlaðinn að komast sem fyrst á áfangastaðinn. Neyslunnar öld og eyðsla og sóun, en er það kannski tímans þróun? Skulduga öld með ótal þarfir, opinber gjöld og lyklavöld. Hraðfleyga öld í eirðarieysi komin í höll úr kofahreysi. Auðunn Bragi Sveinsson Haustkoma Fram úr nausti fleyið skaust, feigðar laust við kælu. Senn mun haustið hárri raust hefja austan brælu. Að rímþrautum sem þessari leikur Búi sér og sýnist fara létt með. " . Mannlegt eðli á sér margar hliðar og eru skáld og hagyrðingar yfirleitt öðrum umburðarlynd- ari þegar ort er um breyskleikann. Þeir umvönd- unarsömu berja sér á brjóst og þykjast ávallt bera fáðan og skýran skjöld og vera náttúru- laust skírlífið uppljómað. Fyrir réttum tveim mánuðum orti Búi vísu, sem getur átt við margan mann og atburð og er hollt að fara með, þegar verið er að hneykslast á meintum ávirðingum annarra. Höfundur valdi fyrirsögn vísu sinnar: BÖLSÝNI pú ert, veröld, þymum stráð, þjáðum mér er bagi að flest við erum fýsnum háð og flónsku sér í lagi. Botnar og vísur sendist til Tímans Brautarholti 1 105 Reykjavík P,s. SKRIFIÐ CREINILECA Elegant og sexý fitubollur Reykingar og vaxtarlag voru til umræðu í síðasta þætti og gladdi það marga, ekki síst kon- ur, að Heiðar hélt því fram að ekkert væri eðlilegra en að auka- kíló söfnuðust á þá sem hætta að reykja. Það er margfalt betra að vera dálítið þéttholda og heilsusamlegra en að vera þvengmjór tóbaksfíkill. Útlitið þarf ekkert að vera neitt verra, þótt einhver aukakíló safnist á líkamann, og fólk hefur alltof miklar áhyggjur af slíkum smá- munum. í framhaldi af þessu vilja margar fá að vita hvers vegna alltaf sé verið að eggja fólk til að leggja af og hvort fólk, sem er í sæmilegum holdum, geti ekki verið allt eins aðlaðandi og þær sem pína sig í kjörþyngdina, eða eru jafnvel grindhoraðar. Heiðar: Auðvitað er fólk, sem er vel í holdum, alveg eins sjarmerandi og þaö sem grennra er. Þaö er svo margt annaö en vaxtarlagið eitt sem gerir per- sónur aðlaðandi og interessant. Ég nefni á stupdinni vel þekktar konur úr þjóðlífinu. Hver getur til dæmis neitað því að hún Vil- borg Dagbjartsdóttir skáld sé af- skaplega falleg kona, sem per- sónutöfrarnir geisla af? Ég yrði bara miður mín ef hún tapaði svo miklu sem kílói. Kristín Sig- urðardóttir, sem var í framboði, situr í bankaráði og er fram- kvæmdastjóri öflugra samtaka, er sömuleiðis glæsileg með sitt bústna og aðlaðandi andlit. Hræddur er ég um að lítið yrði á Önnu Ólafsdóttur Björnsson al- þingiskonu hlustað og hún yrði svipminni, ef hún færi í megr- un. Þessar konur og margar fleiri þeirra líkar setja sannar- lega sinn góöa svip á nútímann. Óþarfa kröfuharka Hitt verður líka aö athuga, aö til er fólk sem fer ekki vel að vera feitt. Það er fólkið sem ég hef stundum verið aö.reyna að hjálpa að nota skynsemina. Sumum fer illa að fitna. Þetta er eins og með gleraugu. Sumum fara þau vel og eru bara tómt andlit án gleraugna. Fyrir aðra er það voðalega leiðinlegt að þurfa að nota gleraugu. í minni fjölskyldu er fólk, sem mér þykir vænst um af öllum, sem er ansi holdugt og er ekkert að skammast yfir því. Ég myndi sakna þess ef það væri einhvern veginn öðruvísi. Nútíminn er alltof kröfuharð- ur hvað varöar vaxtarlag, og veriö er að reyna aö steypa alla í sama mótið. í mínu starfi horfi ég aldrei og ímynda mér aldrei og giska aldr- ei á þyngd fólks. Mér finnst það ekki skipta máli. Þaö er ekki nema þegar fólk er oröiö svo feitt að það er heilsufarslega hættulegt sem maður fer að hugsa hvort ekki sé ráðlegt að benda því á að leita læknis, til þess að þaö beri ekki skaða af. En ég get ekki séð aö fólk, sem er bara feitt, sé minna kynferð- islega aðlaðandi eða minna int- Heiðar Jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda Hvernig áégab vera? vídd á skyrtum er mismunandi og jakkaföt sem eru í stærðum fyrir nánast alla. Sumir menn eru mjög stórir, en ekki maga- miklir, aðrir stórir með mikinn maga, sumir litlir með mikinn maga, svo eru aðrir minni á alla kanta en gerist og gengur og allir geta fengið á sig jakkaföt í Herragarðinum. En þarna er eins og með aðra sér- þjónustu að það getur ver- ið að einn og einn maður þurfi aö bíða í einhverjar vikur eftir að fá það sem passar, en það kemur. Bráðandskoti sexý Það er mjög algengt að konur, sem eru mjög grannar, finnst þær ekki vera konur, þær hafa minnimáttarkennd, kynferöis- lega. Þetta rekst ég ekki á hjá feitum konum. Ég er oft spurður af mjög grannri konu: Er ég ekki alltof mjó, hef ég nokkurn kynþokka? Þar er komiö vandamál sem þyrfti að taka svolítið betur á. Þær holdugu kvarta ekki yfir þessu. Ég^ held að undir niöri viti þær, að þær eru bráðand- skoti sexý. Þær, sem vilja vera grannar, gera það bara til aö ganga í augun á hinu kvenfólk- inu. ■ eressant aö neinu leyti en þeir sem hafa „rétt" holdafar. Allar stærðir og gerðir Einu vandræbin hjá þessu fólki er aö fá á sig föt. En nú hafa verslanir eins og Herra- garðurinn og Stórar stelpur sér- hæft sig í að selja föt á þéttholda fólk, sem nú getur klætt sig full- komlega eins glæsilega og þær mjóu. Herragarburinn er verslun sem selur öll elegant föt á alla og sérhæfir sig í fötum á þá sem ekki eru af meðalbreidd eða meðalstærð. Skyrtuermar og Renglurnar í meiri vand- ræðum Stundum að- stoða ég í Stór- um stelpum og þá er gaman að velja úr konur sem koma að máta. Þá fær ein- hver með sér flík inn í mátunarklefann sem er alltof stór. Þaö held ég að sé ein- hver mesta fullnægja feitrar konu að máta glæsilega dragt í mátunar- klefa og geta öskrað fram yf- ir heila búð af fólki: Jesús minn, þetta er bara alltof stórt á mig! Hitt hef ég rekið mig á, að grannt fólk kvartar meira yfir því að geta ekki fengið neitt á sig en þeir feitari. Þab kann að undarlega, en það er miklu algengara að mjög grannt fólk þurfi að láta sauma á sig föt, en þeir mátulega feitu. Þar þarf að búa til snið með þverlín- um eftir renglulegum vexti hvers og eins. Það þarf að stoppa upp hér og þar og fá vídd í flíkina og draga saman og taka sundur á vissum stöðum. En granna fólkiö getur stundum notiö þess í sparifötunum hvað það er grannt. En dagsdaglega er granna fólkið yfirleitt í miklu meiri vandræðum en þeir feitu að fá föt sem passa því. Þá er ég nátt- úrlega ekki að tala um fólk sem er mikið feitt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.